Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 13

Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER 13 HEins og menn muna var haldin íslensk bókasýning í Stuttgart í síð- asta mánuði, þar sem meðal ann- arra lásu úr verkum sínum Thor Vil- hjálmsson, Einar Már Guðmunds- son, Svava Jakobs- dóttir og Guðberg- ur Bergsson. í kjöl- farið var rækilega auglýst bókmenntakvöld í Freiburg og tilkynnt að þar myndi Thor Vil- hjálmsson mæta til að lesa upp úr verðlaunabók sinni „Grámosinn glóir", en bókin var að koma út á þýsku. Móttökunefnd mætti á braut- arstöðina, en ekki mætti Thor. Of seint var að aflýsa fundinum og þurfti formaður Islendingafélagsins ' að tilkynna fjölmörgum fundargest- um þessi tíðindi. Las hann síðan sjálfur upp úr bókinni, en áður höfðu margir gestanna horfið á braut. íslendingar í Freiburg hafa enn ekkert heyrt frá Thor.. . C C^jálfstæðismenn hafa fórnað mörgum þingmönnum í þeim próf- kjörum sem þeir hafa viðhaft að undanförnu. í Reykjavík var frekari þingmennska af hálfu Guðmundar H. Garðarssonar afþökkuð með öllu. Þorvaldur Garðar Kristjánsson fékk reisupassann á Vest- fjörðum. Kristinn Pétursson fær ekki endurráðningu á Austurlandi. Eggert Haukdal verður að berjast fyrir að halda at- vinnunni. Árni Johnsen tók sætið af Eggert. Þrátt fyrir að þessir þing- menn eigi allir um sárt að binda komast kvalir þeirra ekki nálægt því sem Hreggviður Jónsson þarf að þola. Aðra eins útreið mun enginn þingmaður hafa fengið... að þykir ekki fínt að vera nefndur „pabbapólitíkus", en þeim fer fjölgandi sem eiga á hættu að vera kallaðir það. Árni M. Mathie- sen, sonur Matthí- asar Á. Mathiesen, er á leið á þing og virðist hafa fengið þingsæti föður síns í arf. Ingi Björn Al- bertsson fór í pólitík fyrir pabba sinn, Albert Guðmundsson. Atli Alexandersson er forseti bæjar- stjórnar í Ólafsvík og er þar með að feta í fótspor föður síns, Alexand- ers Stefánssonar, alþingismanns UMFERÐARÞING verður haldið í Borgartúni 6, Reykjavík, dagana 22. og 23. nóvember nk. Á dagskrá verða mörg erindi um hin ýmsu svið umferðarmála. Munu þátttakendur m.a. starfa í umræðuhópum þar sem lögð verða drög að ályktunum þingsins. Fyrirhugaður „Landsfundur um slysavarnir" á vegum landlæknisemb- ættisins og fleiri aðila fellur inn í dagskrá umferðarþings, enda áttu um- ferðarmál að vera meginefni landsfundarins. Dagskrá umferðarþings er því unnin m.a. í samstarfi við landlækni og slysadeild Borgarspítalans. Þátttökugjald verður 2.500 krónur og erinnifalinn kaffikostnaðurog léttur málsverður. Þeir sem óska eftir að fá heimsenda dagskrá og eyðublað til að tilkynna þátttöku láti vita í síma (91)27666 sem fyrst. Tilkynningar um þátttöku þurfa að þerast til skrifstofu Umferðarráðs fyrir 19. nóvember. Á umferðarþingi verður aðstaða til kynningar á prentuðu máli og öðrum smávarningi tengdum umferðaröryggismálum. Þeir sem hafa áhuga á þessari aðstöðu hafi samband við skrifstofu Umferðarráðs fyrir 19. nóv- ember. Síminn er (91)27666 og bréfsími (91)627500. UMFERÐAR RÁÐ Leið íslands til markaðsbúskapar 500 daga áætlun ÞJóðlffs Birtina boðar til opins stjórnmálafundar fimmtudaginn 15. nóvem- ber I Ársal Hótel Sögu og hefst hann kl. 20.30. Forystumenn I Islenskum stjórnmálaflokkum, þau Friðrik Sop- husson, Kristln Einarsdóttir, Jón Sigurðsson, Ólafur Ragnar Grlmsson og Steingrlmur Hermannsson ræða um áætlunina og segja álit sitt á henni. Eftir framsöguræðurnar verða pallborðsumræður með fyrirspum- um úr sal, sem höfundar áætlunarinnar, þeir Guðmundur Olafs- son hagfræðingur og Jóhann Antonsson viðskiptafræðingur taka þátt I. Fundarstjóri verður Svanfrfður Jónasdóttir. og fyrrverandi ráðherra. Alexander var til margra ára frammámaður í sveitarstjórnarmálum í Ólafsvík, það er áður en hann söðlaði um og fór í landsmálapólitíkina... I* rakkinn Patrick Gervasoni mun hafa farið til Danmerkur og þegar Mitterrand komst til valda fór hann til Frakk- lands vegna yfirlýs- inga sósíalista um náðun manna sem neituðu að gegna herþjónustu. Gerva- soni mun þó hafa þurft að sitja inni í tvo mánuði, en var þá sleppt. í átök- unum um örlög hans hér á landi var í fararbroddi Gervasoni-sinna sér- stök nefnd sem í sátu þeir Torfi Tul- inius, Pétur Gunnarsson, Björn Jónasson og Örnólfur Thorsson. Þótt þessir menn berðust hart í þágu Frakkans, hópur manna hafi yfirtekið dómsmálaráðuneytið og Guðrún Helgadóttir hafi nær fellt heila ríkisstjórn er það staðreynd að ekkert af þessu fólki hefur nú hug- mynd um hvar Gervasoni er eða hvað hann hefur verið að gera síð- ustu átta árin... Biiyfsalar eru greinilega ekki sátt- ir við Helga Magnússon, ritstjóra Frjálsrar verslunar, og áhöfn hans. Eftir að Frjáls versl- un birti lista yfir tekjuhæstu lyfsal- ana á árinu 1989 hafa lyfsalar, lyfja- fræðingar og fleiri skrifað margar og langar greinar um umfjöllun Frjálsrar verlsunar. Sam- kvæmt samantekt blaðsins var að- eins einn íslendingur með hærri tekjur en hæstu lyfsalarnir, en það var Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fisk... Buesa má út úr niðurstöðum skoðanakönnunar Félagsvísinda- stofnunar að í Reykjaneskjördæmi verði um algert ein- vígi milli Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðu- flokksins að ræða. Yrðu sömu niður- stöðurnar í væntan- legum þingkosning- um kæmust inn sjö sjálfstæðismenn, þrír kratar og svo Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins. Ellefti og síðasti þingmaðurinn inni er Sveinn Hjörtur Hjartarson, hag- fræðingur í Sjálfstæðisflokknum, en næstur því að fella hann er Guð- mundur Árni Stefánsson, bæjar- stjóri og fjórði maður krata.. . lEkki er enn séð fyrir endann á stríði alþýðubandalagsmanna á Austurlandi. Eins og kunnugt er berjast Einar Már Sigurðsson í Nes- kaupstað, formaður Samtaka sveitarfé- laga á Austurlandi, og Björn Grétar Sveinsson, verka- lýðsformaður á Höfn, fyrir því að Hjörieifur Gutt- ormsson hverfi af lista flokksins. Slíkt mun hins vegar ekki ganga þegjandi og hljóðalaust fyrir sig, og raunar tvísýnt um árangurinn. Hjör- leifur hefur stappað stálinu í félaga vítt og breitt um kjördæmið og víst þykir að hann taki ekki sæti á lista verði hann neðar en í fyrsta sæti og jafnliklegt þykir að Einar Már og Björn Grétar taki ekki sæti verði Hjörleifur í efsta sæti... Helgartilboð Matseðill Óvœntur lystauki Rjómalögud humarsúpa eða Hvítlauksristaðar úthafsrœkjur Ávaxtakrap Pönnusteiktur skötuselur m/hvítvínssósu, kartöflum og grœnmeti eða Léttsteiktur Camembert-fylltur lambavöðvi m/hunangsperu, kartöflum og grœnmeti eða Hreindýramedalíur m/Waldorfsalati, kartöflum, grœnmeti og rjómalagaðri sósu Rjómaostakaka Hansen eða Ferskur ananas m/hindberjarjóma A.HANSÉN Vesturgötu 4 (gegnt Strandgötu) s. 651130 • NOTALEGT UMHVERFI • A.HANSEN • ALHLIÐA VEITINGAHÚS •

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.