Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 16

Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 16
 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson Kristján Þorvaldsson Blaðamenn: Friðrik Þór Guðmundsson Hrafn Jökulsson Sigurður Már Jónsson Sigurjón Magnús Egilsson Ljósmyndari: Sigurþór Hallbjörnsson Útlitsteiknari: Jón Óskar Hafsteinsson Prófarkalesari: Sigríður H. Gunnarsdóttir Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, sími 68 18 66. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðið: 1100 kr. á mánuði. Verð í lausasölu: 170 kr. eintakið. Alþingi með í leiknum í PRESSUNNI í dag er frétt um matstofu Alþingis. í henni kemur fram að alþingismenn keyptu mat sinn til skamms tíma af Veitingahöllinni hf., sem nú hefur verið lýst gjaldþrota. Þeg- ar það lá fyrir gerði Alþingi samning við annað fyrirtæki; Veit- ingar hf. Það væri sjálfsagt ekki í frásögur færandi nema fyrir það að bæði fyrirtækin eru eign sömu aðila. Þeir fluttu samn- inginn við Alþingi yfir á nýtt nafn skömmu fyrir gjaldþrot til að bjarga honum undan skiptum. í PRESSUNNI hafa að undanförnu verið rakin nokkur dæmi þess hvernig íslenskir bissnessmenn hafa komist upp með að skipta um nöfn á fyrirtækjum sínum, halda eignum, rekstri og viðskiptasamböndum en skilja lánardrottna sína eftir með skuldirnar. Stjórnvöld virðast ekki líta þetta illum augum. Þvert á móti kemur nú í ljós að Alþingi telur sér samboðið að taka þátt í leiknum. Það aðstoðar forsvarsmenn fyrirtækis, sem hefur verið rekið í um 200 milljóna króna gjaldþrot, til að koma við- skiptasamböndum fyrirtækisins undan skiptum og halda áfram sama rekstri undir nýju nafni. Þetta er með ólíkindum subbulegt. Það sorglega er að þetta er einungis eitt dæmi af mörgum um hvernig stjórnvöld styðja við bakið á fjárglæframönnum. í PRESSUNNI hefur verið rakið hvernig staðið var að nafn- breytingu á steypuverksmiðjunni Ósi. Sá skollaleikur virðist hafa verið með þegjandi samkomulagi iðnlánasjóðs og Lands- bankans. í PRESSUNNI í dag er siðan fjallað um kafsiglingu Sanitas, sem er að sligast undan skuldahala eigandans. Aftur eru iðnlánasjóður og Landsbankinn meðal stærstu lánar- drottna. Þessar stofnanir hafa ekkert aðhafst á undanförnum árum, þó skuldastaða fyrirtækisins ætti að hafa gefið tilefni til að halda því í gjörgæsluathugun. Ofangreint sýnir að slakt siðferði er ekki einungis runnið undan rifjum vondra bissnessmanna. Þeir eru fóðraðir af bönkum og lánastofnunum. Oft hefur verið fjallað um að slakt siðferði hafi grasserað í skjóli neikvæðra vaxta á áttunda áratugnum. Tími þessa sið- ferðis er hins vegar augljóslega ekki liðinn heldur eru aðferð- irnar einungis aðrar. Og sökin er ekki bissnessmannanna held- ur þeirra sem lána þeim. Fíflið í þessum dæmum er ekki sá sem óð út í vonlaus fjár- málaævintýri heldur sá sem gerði honum það mögulegt og studdi við bakið á honum allt til enda, — og jafnvel enn lengur. HVAÐ TEKUR VIÐ? Nýjustu skoðanakannanir staðfesta að engar líkur eru á því að Sjálfstæðisflokkurinn fái hreinan meirihluta í næstu alþingiskosningum en hugs- anlega getur hann að þeim loknum myndað meirihluta- stjórn með hverjum hinna flokkanna fjögurra. Ég vil þó leggja þann skilning í niður- stöður þessara kannana að sennilega muni Sjálfstæðis- flokkurinn ekki geta það nema með Alþýðuflokknum og Framsóknarflokknum. Hvaða verkefni bíða næstu ríkisstjórnar? 1. Uppstokkun útgjalda rík- issjóðs, sem miðar að því að bæta nýtingu skattpeninga þannig að þeir renni í vax- andi mæli til félagslegra verk- efna, einkum til aðhlynning- ar ungra og aldraðra, er brýn. 2. Róttæka stefnubreytingu þarf í málefnum landbúnaðar með það að markmiði að lækka matvælaverð, draga úr ríkisútgjöldum og koma á heilbrigðari landbúnaði. 3. Sérstaka áherslu þarf að leggja á að auka hagkvæmni í sjávarútvegi, bæði í veiðum og vinnslu, með bættri nýt- ingu framleiðslutækja. Með afgjaldi fyrir veiðileyfi næst fram í senn hagræðing í fisk- veiðum og sanngjörn skipt- ing arðs af fiskstofnunum umhverfis Jandið. Gefa þarf fiskvinnslunni kost á því að ná hagkvæmri stærð. 4. Halda verður áfram af fullum krafti leit að erlendum samstarfsaðilum um frekari stóriðjuuppbyggingu en þeg- ar er áformuð. 5. Horfast verður í augu við þá staðreynd að frekari breyt- ingar á búsetu í landinu eru nauðsynlegar til að mæta kröfum fólks um marghátt- aða þjónustu og fjölbreytni í atvinnulífi. 6. Gera þarf sérstakt átak í umhverfismálum. Þar eru landgræðsla og skógrækt efst á blaði. Aðaláherslu þarf að leggja á að virkja áhuga al- mennings til að græða landið en enga á draumóra um ríkis- rekna nytjaskógrækt. Varð- andi umhverfisvernd er rétt að hafa í huga að markaðs- lausnir af ýmsu tagi eru iðu- lega farsælli leið til að fást við umhverfisvanda en reglu- gerðafargan með tilheyrandi boðum og bönnum. 7. Halda verður áfram um- bótum í málefnum fjár- magnsmarkaðarins. Megin- áherslu þarf að leggja á að draga úr pólitískum áhrifum í bönkum og fjárfestingarlána- sjóðum. 8. Eitt brýnasta réttindamál almennings í landinu er að komið verði skikki á lífeyris- málin. Það verður að fækka lífeyrissjóð- unum og hækka iðgjöld til þeirra en jafnframt þarf að rýmka heimildir fólks til að leggja iðgjöldin í sjóði að eig- in vali. 9. íslendingar verða á næstu árum að taka afstöðu til aðildar að Evrópubanda- laginu. 10. Núverandi kosningalög eru mannréttindabrot og um leið hemill á framfarir í land- inu. Þessu þarf að breyta þannig að allir Islendingar njóti sömu réttinda til að hafa áhrif á landsstjórnina. Kjör- orðið hér er hið sama og Afr- íska þjóðarráðsins í Suður- Afríku: „Einn maður — eitt atkvæði". Ég geri mér engar vonir um að hægt verði að koma öllum þessum málum í höfn á næsta kjörtímabili. Við nú- verandi aðstæður gæti engin ríkisstjórn á íslandi komið sér saman um sum þeirra. En það er sannfæring mín að helmingaskipti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks myndu í besta falli koma litlu til leiðar. Þessir flokkar hafa ævinlega kallað það versta fram hvor hjá hinum. Þessu er öfugt farið með Alþýðu- flokk og Sjálfstæðisflokk þótt heldur blási köldu milli þeirra sem stendur. Þessir flokkar gætu í nýrri viðreisn þokað málum áleiðis og þeim mun lengra sem þeir gæfu sér til þess lengri tíma. Höfundur er hagfræðingur hjá EFTA. ÞETTA VAR NÚ FULLHÖRÐ REFSING. TEIKNING: ÓMAR STEFÁNSSON HVERS Á ÞJÓÐIN AÐ Þegar þjóðinni var um og ó hvort hún ætti heldur að halda fornum sið feðra sinna, ella þá að taka kristni að hætti annarra þjóða, var heiðingjanum Þorgeiri á Ljósavatni fólginn sá vandi að setja upp þau lög sem fylgja skyldu nýjum sið. ,,En síðan er menn komu í búðir," stend- ur í íslendingabók Ara fróða, ,,þá lagðist hann niður, Þor-' geir, og breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð.“ Hér voru góð ráð dýr, og því þurfti mikið við; vandinn varð ekki leystur nema með því móti að hugsa málið ræki- lega og í góðu næði. Mála- miðlun Þorgeirs á Alþingi ár- ið 999 (að tali Fornaannáls; aðrar heimildir nefna árið 1000) hefur löngum þótt frá- bært snilldarbragð og bera vitni um skýra hugsun undir feldi. Síðan þjóðin varð sjálfstæð að nýju hefur hún kosið full- trúa þá sem setja henni lög á Alþingi og velja ríkisstjórn, en helsta hlutverk stjórnar- innar er að ráða úr öllum þeim sundurleitu vandamál- um sem ber að höndum. Þjódin greiöir rádherrum sín- um laun fyrir ad hugsa rök- samlega um hlutina, og þeg- ar einhver ráðherra hefur svikist um þá skyldu að hugsa tiltekinn vanda til hlit- ar er mál til komið að víkja honum úr starfi og senda kauða í vinnumennsku aust- ur fyrir fjall, ella þá í vega- bætur norður á Melrakka- sléttu. Alþingi er skylt að fylgjast með öllu því sem rík- isstjórn lætur af sér leiða og kynna sér þau rök sem liggja til þess sem hún gerir. Ég sé yfirleitt ekki íslensk dagblöð svo ég veit harla lítið um hugsanir þeirra ráðherra sem nú stýra landi og þjóð, enda er Islands sjaldan getið í þeim bresku blöðum sem ég les að jafnaði. En um daginn rakst ég á danska blaðið Poli- tiken og í því las ég þá ömur- legu og ótrúlegu frétt að ís- lenskir ráðamenn hefðu gef- ið útlendum herveldum 150 milljónir króna, og þessa fjár- muni tóku þeir ekki úr eigin vösum heldur af þeim pen- ingum sem þjóðin heftur falið Alþingi og ríkisstjórn að ávaxta sem best og verja til þarfari hluta. Hvers á þjóðin að gjalda? Hvers konar rök lágu til þess að ráðamenn þjóðarinnar töldu sér heimilt að glutra þannig fjármunum hennar? Ég hef velt slikum spurningum fyrir mér um hálfsmánaðar bil og rætt mál- ið við þá íslendinga sem hér eiga heima og hef nú komist að þeirri niðurstöðu að ráð- herrar hafi brugðist þeirri heilögu skyldu að hugsa mál- ið ofan í kjölinn áður en þeir tæmdu ríkissjóð og gáfu stór- veldum slíka rausnargjöf. Vel GJALDA? t má vera að með þessu móti geti stjórnin komið sér í mjúkinn hjá Bandaríkja- mönnum, Bretum og öðrum þeim sem bíða eftir því í óþreyju að hleypa nýrri styrj- öld af stað í arabískri eyði- mörk, en þótt hér sé um mik- inn auð að ræða að íslenskri mælingu þá horfir málið öðruvísi við úr bæjardyrum stórvelda. Kostnaður Breta við herdeildirnar í Arabíu nemur meiru en 200 milljón- um íslenskra króna á dag, og þó eru útgjöld Bandaríkja- manna mörgum sinnum meiri. Þær 150 milljónir sem þjóðin hefur ekki efni á að fleygja í arabíska eyðimörk eru því ekki nema svo sem dropi í hafið. Vitaskuld er það siðferðileg skylda allra þjóða að for- dæma árás íraka á Kúveita, en hitt nær engri átt að skatt- leggja íslenska þjóð í því skyni að bjarga Kúveitum úr klóm íraka. Ef ríkisstjórn hefði farið eftir fordæmi Þor- geirs á Ljósavatni, og lagst undir feld til að rökhugsa málið, hefði hún komist að þeim niðurstöðum sem nú verða raktar. 1. íslendingar áttu engan þátt í hermdarverkum ír- aka, en á hinn bóginn eru stórveldin að nokkru leyti samsek írökum. Allt_ fram að þeirri stundu að írakar sendu hersveitir sínar til að leggja Kúveitu undir sig voru Bretland, Bandarík- in, Sovétríkin, Frakkland og Kína að selja írökum hvers konar vopn, en vopnasölur hafa jafnan leitt til styrjalda. Stórveld- in eiga sjálf að gjalda þeirr- ar heimsku sinnar að fylla vopnabúr íraka, en hitt er fjarstæða að fara að refsa vopnlausri og saklausri þjóð sem hefur raunar óbeit á öllum hernaði. 2. Þótt herveldin eyði geysi- miklu fjármagni til hernað- ar í Arabíu telja þau slíkum peningum ekki illa varið. Hershöfðingjar hafa nú þegar numið geysimikla þekkingu um hernað í eyðimörkum; verið er að reyna ný vopn, og hitt þyk- ir ófriðarsinnum fróðlegt að vita hvernig hermenn bregðast við ofurhita i eyðimörk, hve lengi þeir þola að sitja í skriðdrekum, hvers konar búningar henta best og hvers konar mataræði, enda þykir sjálf- sagt að fara vel með þá ungu menn sem eru dæmdir til fallbyssufóðurs. 3. í stað þess að greiða her- veldum mikla peninga í uppbót fyrir þá heimsku þeirra að selja írökum vopn hefði stjórnin getað varið þessu fjármagni í því skyni að ljúka við þjóðar- bókhlöðu vestur á Melum. En fjárveitinguna hefði stjórnin getað tileinkað friði og menningu um leið pg mótmælt var morðför íraka suður í Kúveitu. Höfundur er prófessor við Edin- borgar-héskóla.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.