Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 14

Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER Blaðamanna- félagsins PRESSUNNI barst eltirfarandi bréf frá Blaðamannafélagi íslands: „Með bréfi dagsettu 24. ágúst 1990 hefir Ólafur Ólafsson land- læknir kært vikublaðið Pressuna til siðanefndar „fyrir að færa sér í nyt eymd og sjúkleika einstaklings með grein í blaðinu fimmtudaginn 23. ágúst 1990 um „alnæmiskonuna““. Kærandi hefir ekki sinnt því ákvæði siðareglna að „leita leiðrétt- ingar hjá viðkomandi fjölmiðli", sbr. 6. gr. siðareglna. Niðurstaða siðanefndar er því sú, að hún vísar málinu frá. Nefndin fjallaði um málið á fund- um sínum 16., 25. okt. og 6. nóv. Dráttur hefir orðið á afgreiðslu málsins, fyrst vegna fjarveru land- læknis framyfir miðjan september, seinna vegna annarra forfalla. Reykjavík, 6. nóv. 1990“ #^ar líniir 5oft wr au«& Ekki bara fyrir augað. Skemmtileg og stilhrein nýj- ungíloft- ogveggklæðning- um. Hönnuð með mýkt og þægindi i huga. Varanleg lausn, sem gefur umhverf- inu hlýtt og notalegt yfir- bragð. ' ■ * .x ' V ./> Gefðu sjálfum þér undir fðtinn með ## Frábær hönnun. Örugggæði. Mikil ending. Gott að velja. Einfalt að leggja. Þú átt það sannarlega skilið undir þína fætur. BJÖRNINN BORGARTÚNI28 S. 6215 66 AMt tréwf'á ófctuuiltúgg b eir Guðjón B. Ólafsson, for- stjóri Sambandsins, og Sigurður Markússon stjórnarformaður ætla hinum sex nýju hlutafélögum, sem stofnuð verða um rekstur risans, að taka við miklum skuldum. Kaupfé- lagsstjórarnir eru ekki hrifnir af þess- um hugmyndum og meðal þeirra heyrast þær raddir að allt eins geti kaupfélögin sjálf stofnað hlutafélög um sams konar rekstur og þá án skuldahalans frá Sambandinu. Inn- an skamms hefjast fundir kaupfé- lagsstjóra víða að af landinu um þetta mál. Fundirnir verða í Reykja- vík á næstu dögum... A ^^^lþingi er nú að skipta um tölvukerfi og er verið að skipta úr Wang-tölvum yfir í nokkurs konar Unix-netkerfi. Þetta tengist því að Alþingi ætlar út í eigin útgáfustarf- semi og hættir þá ríkisprentsmiðjan Gutenberg að annast útgáfu Alþing- istíðinda. Þetta mun vera að undir- lagi hins nýja forstöðumanns tölvu- sviðs Alþingis, Hauks Arnþórsson- ar. Eru sumir í tölvuheiminum efins um að Alþingistíðindin komi áfram út... eir þrír þingmenn Sjálfstæðis- flokksins sem ekki hafa gefið kost á sér til endurkjörs hafa allir langa þingsetu að baki. Þeir hafa líka allir gegnt ráðherraemb- ætti. Ragnhildur Helgadóttir og Matthías Á. Mat- hiesen voru valin til ráðherradóms af þingflokki flokksins en það sama gildir ekki um Friðjón Þórðarson. Hann var ráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen, en eins og kunnugt er var sú stjórn mynduð í andstöðu við meirihluta Sjálfstæðis- flokksins... ær eru harðar í samningum auglýsingastofurnar. Það fékk einn viðskiptavina Fljótt fljótt að reyna. Hann hafði samið um birtingu á þrjátíu auglýsingum í útvarpi og í kaupbæti áttu að fylgja þrjár fríar birtingar. Þegar maðurinn ætlaði síðan að nota sér þessar auglýsinga- birtingar var honum tjáð að sam- þykkt væri að birta þrjátíu auglýs- ingar en hins vegar hefði verið ákveðið að fella niður þessar fríu birtingar. Þetta verða að teljast snið- ug viðskipti; það er fyrir auglýsinga- stofuna. Hún veitir fyrst afslátt og tilkynnir kaupandanum síðan að ákveðið hafi verið að hætta við af- sláttinn eftir að hann hefur keypt vöruna... o llum starfsmönnum Sund- laugar Kópavogs hefur verið sagt upp. Þetta ei; í tengMum við opnun nýju sundlaugarjnnar sem kosta mun 400 milljónir króna, en hana á að opna í desember. Er ætlunin að þar verði 18 nýir starfsmenn ráðnir til starfa eða 10 fleiri en nú hefur verið sagt upp. Það sem vakti at- hygli við uppsögnina var að starfs- fólkjpu var ekki boðin endurráðn- ing. Þetta mun vera hluti af því ráða- bruggi meirihlutans að losna við Steinar Lúðvíksson, núverandi forstöðumann, en hann er Alþýðu- bandalagsmaður. .. að er ekki einleikið hversu embættiskerfið tekur illa á móti Stefáni Valgeirssyni alþingis- manni og sérstökum óskum hans. Ríkis- saksóknari neitaði að rannsaka gerðir Stefáns sem for- manns bankaráðs Búnaðarbankans og stjórnunarstörf hans fyrir hina ýmsu opinberu sjóði. Stef- án vildi nýverið að umboðsmaður Alþingis fjallaði um hvort bráða- birgðalögin, sem sett voru á BHMR í sumar, stæðust stjórnarskrána. í ljós kom að umboðsmaðurinn á ekkert með að verða við slíkum ósk- um þingmanna.. . í* rambjóðendur í prófkjöri sjálf- stæðismanna á Reykjanesi urðu lítt eða ekki varir við Hreggvið Jóns- son eða stuðningsmenn í barátt- unni fyrir prófkjörið. Ef lítið fór fyrir þingmanninum fyrir prófkjörið þá fór enn minna fyrir honum að því loknu. Hreggviður gerði lítið annað í baráttunni en skammast út í blað sjálfstæðismanna í Kópavogi. Ekki er vitað hvort Hreggviður var svo sigurviss að hann hafi ekki talið ástæðu til að berjast um atkvæðin við aðra frambjóðendur... Nýjasta heimilistækið frá (jandij/ er alveg einstakt í sinni röð. Hvaða annar heimilistækja framleiðandi getur boðið upp á eftirfarandi: Eldavél, bökunarofn með grillteini og uppþvottavél, og það allt í sama tækinu. (jafldifl TRÍÓ er alveg tilvalið í lítil eldhús og snilldarlausn í hinn fullkomna sumarbústað. Já þetta er snjöll útfærsla, 3 tæki í einu og stærðin er sú sama og á venjulegri eldavél eða: HxBxD = 85x60x60. Og ekki spillir verðið fyrir aðeins kr. 94.000,- eða staðgr. kr. 89.300,- PFAFF Borgartúni 20 Sími: 626788 Og umboðsmenn okkar um land allt.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.