Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 25

Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 25
ap<i-s 25 LISTAPÓSTURINN Guðrún Einarsdóttir „Vona ad ein- hver þroska- merki sjáist“ „Ég reyni að vinna jafnt og þétt, mála eitthvað á hverjum degi. Og auðvitað vona ég að einhver þroskamerki sjáist," sagði GUÐRÚN EINARSDÓTTIR myndlistarkona í spjalli við PRESSUNA, en athyglisverðri sýningu á olíumyndum hennar lýkur í Gallerí 11 við Skólavörðu- stíg í kvöld, fimmtudagskvöld. Guðrún er ung listakona, fædd 1957. Hún hélt fyrstu einkasýn- ingu sína í Hafnargalleríi árið 1988, en þetta er önnur einka- sýning hennar á þessu ári, auk þess sem hún tók þátt í samsýn- ingu í FÍM-salnum fyrr á árinu. „MaOur hefur ,^kýrst" undanfarin ár." SA SEM LYGUR BEST FER HÆST Bubbabólan er ekki að springa, þótt margir hafi spóð þuí allar götur frá þvíBubbi Morthens sló fyrst ígegn með plötu sinni ísbjarnarblús. „Það er fyrir löngu búið að af- sanna þessa kenningusegir Bubbi sjálfur, brattur að vanda, í viðtali við PRESSUNA. Finnar hafa eytt goðsögninni um hljómsveitarstjóra — segir Guðmundur Óli Gunnarsson, sem er í læri hjá Jorma Panula, en kemur heim í vetur til að stjórna bæði Sinfóníuhljómsveit íslands og ís- lensku hljómsveitinni. ,,Finnar eru hardir afsér og þeir vinna markvisst ad því ad örva þá sem sem sýna hæfileika. Þaö eru tónlistarháskólar víöa um landiö og þeim sem skara fram úr er safn- aö saman í Síbelíusar-akademí- unni í Helsinki," segir ungur hljómsveitarstjóri, Guðmundur Óli Gunnarsson, sem stjórnar bœöi Sinfóníuhljómsveit Islands og Islensku hljómsveitinni á tón- leikum í vetur. Guömundur er nú viö nám í Finnlandi, hjá hinum virta finnska hljómsveitarstjóra Jorma Panula, sem hefur leiöbeint flestum þeim finnsku hljómsveit- arstjórum sem nú gera þaö gott á hinum Noröurlöndunum og víöar. „Jorma Panula hefur unnið mik- ið starf. Hann hefur komið upp að- stöðu við Síbelíusar-akademíuna, fengið þá peninga sem þarf til að byggja upp aðstöðu til að þjálfa nemendur við hljómsveitar- stjórn," segir Guðmundur. „Þá eru margar starfandi hljómsveitir í Finnlandi og Finnar hafa gert sér grein fyrir að þeir þurfa á eigin fólki að halda til að stjórna þeim. Til að það sé hægt þurfa þeir að veita mönnum reynslu, hjálpa þeim áleiðis. Það má segja að sú goðsögn sem hefur lifað um hljómsveitarstjóra sé að mestu far- in af hér. Finnum hefur tekist að ná þessu niður á jörðina, enda hafa þeir nokkuð gott jarðsam- band.“ Guðmundur stjórnar á jólatón- leikum sinfóníunnar, þann 13. des- ember, verkefnum frá barrokktím- anum og barrokkverkum 20. ald- ar tónskálda. íslensku hljómsveit- inni stjórnar Guðmundur á tón- leikum þann 13. janúar, er hljóm- sveitin flytur tvö frönsk verk frá fyrri hluta þessarar aldar. „Ef ég fæ eitthvað að gera kem ég auðvitað heirn," segir Guð- mundur og bætir kíminn við, að líklega þurfi að stofna fleiri hljóm- sveitir. „Hér eru ekki til bæir eins og Hafnarfjörður og Kópavogur, nema þeir eigi a.m.k. kammer- hljómsveit. Það þykir sjálfsagt, enda búa Finnar við miklu eldri hefð en við í þessum málum." — Þaö vantar ekki tónlistarskól- ana á íslandi, þaö viröist vanta eitthvaö annaö? Gott jarðsamband, segir Guðmund- ur Óli Gunnarsson um afstöðu Finna til tónlistarmenntunar. „Nei, það er rétt, þeir hafa sprottið upp og auðvitað þurfum við ekki að láta eins og stórþjóðir, t.d. óþarfi að ætlast til þess að smá- bæir setji upp einhverjar Berlínar- fílharmóníur. En það mætti að ósekju stofna fleiri sveitir sem störfuðu á svipuðum grunni og t.d. Kammersveit Akureyrar." — Vantar kannski metnaöinn? „Nei. Miklu frekar hefðina. Það er ekki fyrr en nýverið að til urðu stjórnendur á íslandi, — að hægt var að nota fleirtölu í því sam- bandi. Sinfóníuhljómsveit íslands er líka barnung, aðeins 40 ára.“ — Hvernig er þaö annars meö Islendinga ogFinna, erekki margt líkt meö þessum þjóöum? „Jú, vissulega, þó ég treysti mér ekki til að flytja ræðuna sem Vig- dís forseti flutti hér um daginn. En innan Norðurlanda er staðan svip- uð. Við erum fyrir utan þennan skandinavíska þríhyrning, danska, norska og sænska. Við er- um líklega aðeins meiri villimenn en hinir; Finnarnir úti í skógi og við í moldarkofunum." Aðdáendur Bubba fá úr nógu að moða fyrir jólin, nýja plötu og bók sem segir frá bernsku og skrautleg- um ferli hans, en bókina skrifaði Bubbi ásamt Silju Aöalsteinsdóttur bókmenntafræðingi. Platan, Sögur frá landi, virðist ætla að falla í góðan jarðveg, eins og fyrri plötur hans. Útgefandinn staðsetur nýju plötuna einhvers staðar á milli ísbjarnar- blúss, sem er í rokkaðri kantinum, og Konu, sem er sú rólegasta frá kappanum. „Á þessari plötu má finna áhrif frá órafmagnaða rokk- inu, sem tíðkaðist á sjötta og sjö- unda áratugnum, a la The Band, Bob Dylan og Neil Young. Vissulega er hægt að finna samsvörun við Konu, en þó er þessi plata meira „akústík" en Konu-platan,“ segir Bubbi. Bent hefur verið á að textarnir þínir verði sífellt betri. Ertu farinn að vanda þig meira? „Ég skrifa fleiri klukkutíma á dag. Það eru þrjú ár síðan ég tók ákvörð- un um að læra bragfræðina og stúd- era ljóðlist, svona til að geta brotið reglurnar. — Jú, ég hef lagt meiri rækt við textana, enda tel ég þá jafnmikilvæga og tónlistina. Menn eru að eyða þremur til sex vikum í stúdíói við upptökur, en eyða kannski tíu mínútum í textana. Ég er að reyna að haf a jafnvægi í þessu. Reyndar hef ég verið að vinna meira sem ljóðskáld upp á síðkastið, er að vinna að bók. Mér finnst líka skemmtilegra að hlusta á tónlist sem hefur góða „lýrík", samanber Cohen, Dylan og fleiri." Ertu kannski farinn að líta á þig sem ljóðskáld frekar en tónlistar- mann? „Nei, ekkert frekar, en þetta árið hef ég verið að vinna meira sem ljóðskáld en poppari." Bubbi heldur þó sömu tryggð við aðdáendur sína og hefur nú lokið ferð um landið, þar sem hann lék á 38 tónleikum á 36 dögum. Hann hefur haldið tónleika í skólum á höf- uðborgarsvæðinu og í kvöld, fimmtudagskvöld, heldur hann tón- leika í Púlsinum í Reykjavík, sem verða teknir upp fyrir sjónvarp, svo eitthvað sé nefnt. Samstarf ykkar Silju við að koma bernskubrotum þínum á prent vek- ur athygli. Var ekki skrítið að rifja fortíðina upp? „Það var helvíti gaman. Maður hefur „skýrst" undanfarin ár. í bók- inni eru mjög nákvæmar bernsku- lýsingar, en þegar unglingsárin taka við er meira stiklað á stóru, sögur i héðan og þaðan úr verbúðum, sög- ur af fólki og úr poppheiminum. Þetta er ekki hefðbundin æviminn- ingabók, enda leiðist mér slíkt. Ég kann betur við að hlaupa úr einu í annað." Þjóðfélagsádeila hefur kraumað undir niðri í mörgum texta þinna og sjálfur hefurðu viðrað skoðanir þín- ar á málum í viðtölum og annars staðar. Hvað brennur þér á hjarta núna? „Ég ákvað að yrkja ljóð frekar en predika," segir Bubbi og brosir, en bætir við: „Eg næ því ekki, að fjöldi fólks skuli drepa sig árlega vegna þess að efnahagsstefna stjórnvalda undanfarna tugi ára, í landi sem gæti verið til fyrirmyndar, hefur ver- ið með eindæmum. Kjör margra þjóðfélagsþegna jaðra við það versta í Evrópu. Mér svíður þetta og svíður ennþá meira, þegar ég hlusta á þessa idjóta sem eru kosnir á þing. Þeir lofa öllu fögru, enda virðist það vera íþrótt að ljúga að fóiki. Sá sem lýgur best fer hæst.“ Bubbi segist hins vegar hafa uppgötvað ýmislegt eftir að hann varð þrítugur: „Maður breytir ekki miklu með því að öskra sem hæst.“ Menn hafa stundum sagt, að Bubbabólan hljóti að fara að springa? „Ég held að það sé fyrir iöngu bú- ið að afsanna þá kenningu," segir Bubbi og lætur sér hvergi bregða. „Án þess að ég ætii að hreykja mér neitt, þá held ég að tíu ár segi alveg til um hvort maður Iifir eða ekki." En hvers vegna ertu svona seigur? „Kannski vegna þess að ég hef reynt að vera sjálfum mér sam- kvæmur í tónlistinni, hef ekki reynt að fela hliðar mínar. Svo hef ég ver- ið duglegur við að spila og sækja fólkið heim. Venjulega er ég að syngja um ísienskan raunveruleika og það virðist höfða til fólks. Annars á ég enga einfalda skýringu á þessu. Hvers vegna er Kim Larsen svona vinsæll í Danmörku? Hvers vegna eru Sykurmolarnir ekki vinsæili á íslandi? Þetta er auðvitað svolítið snúið dæmi.“ Kristján Þorvaldsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.