Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 28

Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER .. .þegar Pálmi í Hagkaup og Steingrímur saman ísbúð í Austurstræti. „Það er ósk okkar að þessi vinningur eigi ekki eftir að breyta okkur á neinn hátt, en reyndar erum við ákaflega lítið farin að velta þessu fyrir okkur," sagði María Ásgrímsdóttir, hús- móðir á Sauðárkróki, þegar hún var spurð hvort hún héldi að þœr tœplega 14 milljónir króna sem hún vann í lottóinu fyrir skömmu œttu eftir að breyta henni og fjölskyldu hennar. Mar- ía taldi svo ekki vera, en greini- lega mátti heyra þreytutón í rödd hennar þegar blaðamaður leit- aði til hennar. Augljóst var að athyglin og umtalið sem þessi stóri vinningur kallaði á voru farin að reyna á þolrifin í fjöl- skyldunni á Sauðárkróki. Er við- búiö að líf þeirra eigi eftir að snúast um peninga á nœstunni þó að María hafi látið fróma ósk í Ijós í blaðaviðtali um að þau „œtli að lifa okkar eðlilega lífi áfram“. Peningar eru nokkuð sem ekk- ert okkar getur verið án, en að hve miklu leyti þeir stjórna okk- ur eru menn ekki sammála um. „Peningar eru góðir þjónar en afleitir húsbændur," segir mál- tækið en eigi að síður eru flestir reiðubúnir að gera þá að hús- bændum sínum. Peningar móta fólk og stjórna hegðun þess. Svo rammt kveður að þessu að fólk er oft skilgreint og flokkað út frá peningum. Al- gengasta flokkunin er í ríka og fátæka — þá sem eiga og þá sem eiga ekki. Einnig er rætt um nískupúka og eyðsluseggi og einnig þá sem tilbúnir eru að gera alit fyrir peninga. PENINGAR ERU SKÍTUR í raun eru peningar afskaplega „Peningar stjórna þessu þjóöfélagi sem viö lifum í. Þeir eru það sem allt snýst um. Ég snýst um peninga og svo er um alla aöra íslend- inga. Menn eru bara mis- hræddir við aö viðurkenna það." KHISTINN FINNBOGASON, FRAMKVÆMDASTJÓRI TlMANS. 1986 „Peningar eru það leiðinleg- asta sem ég umgengst í líf- inu." DÓRA EINARSDÓTTIR FATAHÖNNUÐUR 1986 afstætt fyrirbæri og má vera að þar sé skýringin komin á því af hverju fólki gengur svona mis- jafnlega að meðhöndla þá. Eng- inn tekur lengur eftir því þó rík- isstjórnin eyði 10 milljörðum króna meira en hún hafði laga- heimild fyrir. Það myndi hins vegar vekja mun meiri athygli ef Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra yrði uppvís að því að nappa 1.000 krónum úr kaffi- sjóði stjórnarráðsins. Það væru upphæð og tilefni sem allir skildu. Þá geta peningar ruglað fólk ákaflega í ríminu. Blaðamaður PRESSUNNAR heyrði til dæmis sögu af því, að eitt sinn þegar ein af þingkonum Kvennalistans kom heim eftir stífa fundi um ríkisfjármálin rétti hún börnun- um sínum 10.000 krónur í vasa- peninga — hærri upphæð en hin hagsýna húsmóðir hafði að öllu jöfnu lagt í vasapeninga. Mönnum hefur gengið afar misjafnlega að skýra peninga og áhrif þeirra. Fræg er kenning Freuds, sem gengur út á að líkja peningum við skít. Hann benti á að þeir væru valdatæki, svipað og börn notuðu á foreldra sína í æsku; — þau reyndu að ná tök- um á foreldrum sínum í tengsl- um við hægðir. Þetta er reyndar kenning sem sálfræðingar nútím- ans afneita flestir. Draumaráðn- ingamenn segja hins vegar að það viti á peninga ef fólk dreym- ir skít — því meiri skít þeim mun meiri pening. SELJA SIG TIL AÐ KAUPA FÖT Sumir hafa afskaplega brengl- aðar hugmyndir um peninga og leiðir til að afla þeirra. í síðustu viku var kveðinn upp dómur í Sakadómi Reykjavíkur vegna máls er karlmaður á sjötugsaldri hafði fengið heim til sín ungar stúlkur og farið höndum um kynfæri þeirra og brjóst. Stúlk- urnar voru á aldrinum 14 til 16 ára þegar þetta gerðist og ekki annað hægt að sjá en þær hafi farið sjálfviijugar til mannsins. Þær fengu 500 krónur fyrir og virðast hafa stundað þetta í nokkurn tíma. Peningana notuðu þær í það sem unglingar nota peninga í — til að fara í bíó og kaupa föt. Þetta minnir á svipað mál í Noregi sem sér ekki alveg fyrir endann á; vændi kornungra stúlkna, sem var orðið ótrúlega áberandi í þessu vammlausa þjóðfélagi. Auðvitað vildu allir í fyrstu kenna um erfiðri þjóðfé- lagsstöðu og fátækt. En þegar grannt var skoðað kom í ljós að stúlkurnar komu flestar frá þokkalega efnuðum miðstéttar- heimilum en stunduðu vændi til að afla sér peninga fyrir nýrri og fínni fötum. ÁNAMAÐKAR ÉTNIR FYRIR PENINGA Menn eru tilbúnir að fram- kvæma ótrúlegustu hluti fyrir „Peningar skipta mig ekki mestu. Andlegu verðmætin hafa mest að segja fyrir mig." ÁRMANN REYNISSON, FORSTJÓRIÁVÖXTUNAR, 1986 -og fleiri sögur af peningum „Ég ræði hvorki launamál mín né heldur hvað ég hef gert við peningana mína." Asgeir SIGURVINSSON knattspvrnumaður 1975—'90 peninga eða önnur verðmæti. Blaðamaður man eftir því að skólafélagi einn tók það að sér að hlaupa nakinn í kringum skólavistina fyrir eina brenni- vínsflösku. Einnig heyrði hann sögu af manni sem bókstaflega át allt fyrir peninga — skipti engu hvort það voru ánamaðkar eða skítur (Freud hefði sjálfsagt fundist gaman að hitta hann). Þá má geta þess að lögfræðingar landsins sættu sig við að mæta í kokkteil (ókeypis brennivín er helsti veikleiki íslendinga) hjá Ólafi Ragnari, sem löngum hefur verið talinn höfuðandstæðingur lögfræðingastéttarinnar. Þá er spurning hvaða afstöðu konan sem féfletti verkakvenna- félagið Framtíðina hafði til pen- inga. Þrátt fyrir að hún hefði unnið stórar upphæðir í lottóinu lét hún sig ekki muna um að veðsetja barnaheimilið og nappa þeim sjóðum sem hún náði til. Sálfræðingur nokkur sem PRESSAN ræddi við vildi reynd- ar meina að „eðlileg" afstaða til peninga væri algengari en hitt. Taldi hann að það væri eðlilegt að líta á peninga sem ávísun á ákveðin lífsgæði, án þess að söfnun peninganna sjálfra væri markmið í sjálfu sér. STÆRSTI PENINGUR Á fSLANDI . 5~Ö*7« 0S1.6JM ] fc?. tr. ,s>r./& 0336331. 10< 031626> Sigurður Kárason, fyrr- um hótelhaldari á Hót- el Borg, greiddi lánar- drottni sínum, Her- manni Björgvinssyni „okurlánara" með þessari ávísun. Hún hljóðaði upp á 181 milljón og 950 þúsund krónur, eða á milli sex og sjö hundruð millj- ónir á núvirði. Ávisun- in var því miður inn- stæðulaus. NÍSKUPÚKARNIR Söfnun peninga er samt sem áður markmið hjá æði mörgum, þó Islendingar séu nú að nýju að læra að spara eftir brjálæði verð- bólguáranna. Áður fyrr var spar- semi dyggð sem þótti ástæða til að gefa út sérstakar bækur um. Athyglisvert er til dæmis að glugga í bókina Sparsemi eftir Samuel Smiles sem Hið íslenska þjóðvinafélag gaf út árið 1885. Þar segir um sparnað: „Sparnað- ur hófst löngu áður en menn þekktu peninga." Það þarf síðan ekki að taka fram að höfundur bókarinnar telur sparsemi ein- hverja æðstu dyggð sem nokkur maður geti tileinkað sér. Hann kemst að þessari niðurstöðu: „Því má teija hvern sparsaman mann vin þjóðarinnar, en hvern eyðslusaman mann óvin lands- ins.“ Ekki veit ég hvort hann hefur lesið þetta hann Nonni níski sem ólst upp í minni heimasveit, en hann var ábyggilega dæmi um sparsaman mann. Reyndar beindist sparsemi hans fyrst og fremst að því sem hann átti sjálf- ur. Var til dæmis þekkt viðkvæði hans þegar honum var neitað um sígarettu: „Nú andskotinn sjálfur, þá verð ég bara að reykja eina af mínum." Eyðsluseggir eru kannski and- stæðan við nískupúkana, en í raun stjórnast flestir eyðsluseggir af sömu eigingirni og nískupúk- ar. Þekkt er til dæmis sagan af kunnum kvenkyns lögfræðingi sem sagt var að klæddi sig aldrei undir milljón. Ef eitthvað vantaði upp á töluna var bara viðeigandi hringur settur upp. SLÖKKVILIÐ OG TERTUBÖTNAR GERA MENN RÍKA Það eru sjálfsagt óendanlega „Peningar eru ekkert í sjálfu sér. Þeir hafa ekkert gildi í rauninni." THOR VILHJÁLMSSON RITHÖFUNDUR 1986

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.