Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 17

Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER 17 síðustu viku, því að hvorki skipta- stjórar né kröfuhafar í bú Lindalax hf. höfðu hreyft þessu máli við mig áður. í greinargerðinni er m.a. sýnt fram á að það lá ætíð ljóst fyrir hvert væri hlutafé í Lindalaxi hf. og hvernig staðið hefði verið að greiðslu á því, svo sem greinilega sést í ársreikningum félagsins. í greinargerðinni kemur og fram að .wnimtö • .— , m iimfmim mmmmi <pnnm&\ "ÐssJ MMIKtllX . sjálfur og lögmannsstofa mín um- talsverðum fjárhæðum við gjald- þrotið. Reykjavík, 12. nóvember 1990. Eiríkur Tómasson hrl. Athugasemd ritstj. Greinargerðin sem Eiríkur vitnar til er átta þéttritaðar síður. PRESSS- AN sér sér ekki fært að birta hana. Ritstj. Athugasemd frá Samtökum fé- lagsmálastjóra PRESSUNNI hefur borist athuga- sem'd frá Mörtu Bergmann, for- manni Samtaka félagsmálastjóra, sem hún ritar fyrir hönd samtak- anna vegna skrifa í blaðinu í síðustu viku um ráðstefnu um velferðar- þjóðfélagið. Marta segir að á ráð- Fclag félagsmálastjóra héll lyrir skömmu stóra ráðstefnu um velferö- arþjóðfélagið. Um 230 manns sóttu ráðstefnuna og hljóðaði gjaldið upp á sjö þúsund krónur á mann og var þó aðeins kafíi innifalið. Tekjur fé- lagsins hafa því numið um 1,6 millj- ónum króna. Fyrirlesurum var boð- ið upp á tíu þúsund krónur fyrir við- iUtt stefnunni hafi verið flutt 21 fram- söguerindi, aðallega um ný lög og lagafrumvörp er varða félagsleg málefni. Hún bendir á að rangt hafi verjð farið með nafn samtakanna í blaðinu og segir blaðið byggja á röngum upplýsingum um fjölda ráð- stefnugesta, áætlaðan kostnað, ...kjörin leið til sparnaðar er Kj örbók Landsbankans Athugasemd frá Eiríki Tómassyni Á forsíðu Pressunnar í síðustu viku erum við Þorvaldur Guð- mundsson nafngreindir og fullyrt að við, reyndar ásamt öðrum, höfum safnað 1100 milljóna skuldum án þess að leggja fram krónu. Hér er um grófar ásakanir að ræða í okkar garð og látið í veðri vaka, svo að ekki fer á milli mála, að við, tveir nafngreindir einstaklingar, höfum beitt blekkingum og/eða hlaupið frá fjárskuldbindingum okkar. Af þessu tilefni hef ég ákveðið að senda blaðinu til birtingar greinar- gerð sem ég hef tekið saman um þetta mál — mál sem ég hafði ekki leitt hugann að lengi þegar blaða- maður Pressunnar hringdi í mig í hlutafé það, sem ég var skráður fyrir í félaginu og var lítið brot af heildar- hlutafé þess, var greitt að fullu í reiðufé, enda kom aldrei til tals að það væri greitt með öðrum hætti. Fullyrðingar blaðsins um annað, hafðar eftir ónafngreindum heim- ildarmönnum, eru því ekki á rökum reistar. Rétt er að vekja athygli á að öllum var það ljóst, sem á annað borð leiddu hugann að því, að bygging og rekstur fiskeldisstöðvar væri áhættusamt fyrirtæki. Þess vegna var stofnað um reksturinn hlutafé- lag samkvæmt þeim lagareglum sem um slík félög gilda. Því miður fór það svo, af ástæðum sem ekki er rúm til að rekja hér, að þetta félag varð gjaldþrota eins og svo mörg önnur hlutafélög sem stofnuð voru í sama tilgangi. Ef það gæti orðið ein- hverjum huggun get ég upplýst það hér, að eins og ýmsir aðrir tapaði ég Betri, einfaldari og öruggari leiö til ávöxtunar sparifjár er vand- fundin. Háir grunnvextir og verðtryggingarákvæði tryggjagóða ávöxtun. Að auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 1 6 og 24 mánuði. Samt er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna hugsanlegan ágóða og ráðstöfun hans. „Samtök félagsmálastjóra hafa í hvert sinn leitast við að fá til sín sem hæfasta fyrirlesara og með því reynt að vanda umræðurnar sem mest. Undirritaðri þykir það miður, fyrir hönd samtakanna, að blaðið skyldi ekki í „frétt“ sinni leita eftir áreiðanlegum upplýsingum um ramma og umfjöllunarefni ráðstefn- unnar, heldur láta að því liggja að óeðlileg gróðasjónarmið hafi ráðið ferðinni," segir Marta m.a. í athuga- semd sinni til blaðsins. ALDRAÐIR þurfa að ferðast elns og aðrir. Sýnum þeim tillitssemi.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.