Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 22

Pressan - 15.11.1990, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. NÓVEMBER Voru engir hommar í skápnum allt frá því Lárentíus Kálfsson hvarf inn í hann um 1200 og þar til Hörður Torfason kom út úr honum árið 1975? I nýrri bók um íslenskt kynlíf fjall- ar Ottar Gudmundsson lœknir um flesta þœtti kynlífsins, þar á medal um samkynhneigd. Þar greinir hann frá nokkrum fornköppum sem lágu undir ámœli fyrir að vera hommar. Sá síðasti sem sögur fara af í forn- ^ sögum okkar var Lárentíus Kálfsson sem var biskup á Hólum seint á tólftu öld. Eftir þaö virðast hommar hafa horfið af spjöldum sögunnar, allt þar til Hörður Torfason birtist á for- síðu Samúels um 700 árum síðar og lýsti því yfir að hann vœri hommi. Það er von að spurt sé: Voru hommarnir í skápnum í heil 700 ár eða var þar bara enginn einasti hommi? Þetta brotthvarf hommanna úr sögunni er um margt einkennilegt. Öfugt við aðrar þjóðir eru engar sögur til um að Islendingar hafi murkað lífið úr mönnum fyrir sód- ómískt líferni á miðöldum. En lítum fyrst á samkynhneigða fornkappa: VAR NJÁLL HOMMI - EÐA FLOSI? í bók sinni rekur Óttar dálítið sögu kynlífs í gegnum mannkynssöguna og þar með íslandssöguna. I kaflanum um samkynhneigð kemur fram að hér á landi þótti skömm að því að vera samkyn- hneigður löngu áður en kristnin kom til. Þegar menn jusu hver ann- an svívirðingum voru brigsl um samkynhneigð því algeng. Óttar tekur dæmi af einni slíkri sennu: ,,I Njálssögu eru fræg orðaskipti þeirra Flosa og Skarphéðins á þingi, þegar reynt var að ná sáttum vegna vígs Höskulds Hvítanesgoða. Njáll tekur silkislæður og leggur á bóta- féð. Flosi sér slæðurnar og spyr, hver gefið hafi. Enginn svarar því, en Skarphéðinn spyr, hver hann haldi að hafi gefið. Flosi svarar: „Það ætla eg að til hafi gefið faðir þinn, karl hinn skegglausi, því að margir vita eigi, er hann sjá, hvort hann er heldur kona eða karlmað- ur.“ Milli þeirra Flosa og Skarphéð- ins verða nokkuð snörp orðaskipti og að lokum segir Skarphéðinn: „Því þá ef þú ert brúður Svinfellsáss, sem sagt er, hverja hina níundu nótt geri þig að konu.“ Þetta orðaskak er undanfari Njálsbrennu." Þarna vænir Flosi Njál um kven- leika og Skarphéðinn sakar hann á móti um að láta Svínfellsásinn hafa reglulega mök við sig. GUÐMUNDUR HOMMI EYJÓLFSSON Einn er sá fornkappi sem næsta örugglega var hommi. Það var Guð- mundur Eyjólfsson. í bók Óttars er meðal annars þessi tilvitnun í Öl- kofra þátt þar sem Broddi Bjarna- son segir við Guðmund: „...ætlar þú Guðmundur að verja mér skarðið? Allmjög eru þér þá mislagðar hendur ef þú varðar mér Ljósavatnsskarð svo að eg megi þar eigi fara með förunautum mínum en þú varðar það eigi hið litla skarðið sem er á milli þjóa þér svo að ámæl- islaust sé.“ Óttar tekur annað dæmi af Guð- mundi: „Þessi sami Guðmundur kemur við sögu í Ljósvetningasögu, þegar hann sækir að Þorkatli hák með vopnum. í atganginum verst Þorkell ákaflega en verður fljótt mjög sár. Guðmundur hopar undan í bardag- anum og dettur í mjólkurketil. Þor- kell hlær þá við, þó að iðrin liggi úti, og segir: „Nú kveð ég rassinn þinn hafi áður leitað flestra lækja ann- arra, en mjólkina hygg eg hann eigi fyrr drukkið hafa.“ Þorkell gefur hér í skyn að ýmsir vökvar aðrir en mjólk hafi runnið í rass Guðmund- ar.“ LÁRENTÍUS KÁLFSSON, ENDAÞARMUR PÉTURS Lítið fer fyrir því í fornsögum að konum sé brigslað um samkyn- hneigð. Þó segir Þórður Ingunnar- son það um Auði konu sína í Lax- dælu að hún „skarst í setgeirsbræk- ur sem karlkonur". Líklega má túlka þessi ummæli svo að Þórður hafi verið að ýja að því að kona hans hafi verið samkynhneigð. Síðustu rituðu heimildirnar sem Óttar vitnar til í kafla sínum um samkynhneigð er áletrun á bogsúlu í biskupsgarðinum í Niðarósi sem hljóðar svo; „Lavrentius:Calvii:An- us:Peþri“. Óttar segir að leiddar hafi verið líkur að því að þessi Lavrenti- us Celvii, sem vændur er um að vera anus (endaþarmur) Péturs, sé Láren- tíus Kálfsson sem síðar varð biskup á Hólum. Síðan segir fátt af samkynhneigð í íslandssögunni og reyndar má flokka sumt af því sem að ofan greinir sem háð og svívirðingar frekar en heimildir um kynlífshegð- an viðkomandi. Seinni tíma hommar skrifa auk þess ekki upp á að sódómískar sam- farir séu nóg til þess að þeir sem þær stundi séu hommar. En meira um það síðar. EINN MIÐALDASÓMUR UM SAMKYNHNEIGÐ Þegar fór að líða á miðaldir gerð- ust ástarsögur hefðbundnari. Þær fjalla nær eingöngu um stráka sem verða hrifnir af miðaldra kellingum. Ástin var orðin stöðluð og það sem er enn verra fyrir lesendur sagn- anna, ævintýrið líka. En þrátt fyrir einhæfa rómana lágu margir undir ámæli fyrir að vera samkynhneigðir í Evrópu á miðöldum. Menn voru tilbúnir að gera nánast hvað sem var til að komast hjá því þar sem dauðasök lá við sódómíu. Einlífi þótti grunsam- legt og það var meira að segja illa séð með lútherska presta ef þeir voru ekkjumenn. En þetta á ekki við um ísland. Már Jónsson sagnfræðingur, sem skrifar og kennir um ástalíf Islendinga, seg- ist aðeins hafa rekist á einn dóm þar sem sódómía kemur fyrir og er sá frá lokum sextándu aldar. Þar var karl einn dæmdur til hýðingar fyrir áreitni gagnvart unglingi, eitthvað sem kallað yrði „kynferðisleg áreitni" í dag. Þetta er í raun ótrúlega fátæklegt þar sem á sama tíma voru samkyn- hneigðir menn leitaðir uppi og brenndir í flestum löndum í kring- um okkur. í ævisögu séra Jóns Steingríms- sonar segir reyndar frá tveimur körlum sem bjuggu saman í Skafta- fellssýslu fyrir gosið árið 1783. Það eru nánast einu skriflegu heimild- irnar (allt fram á seinni hluta aldar- innar sem leið) um eitthvað sem gat verið samkynhneigð. EINAR BEN., ÓSKAR VILLI- MAÐUR OG GRÍSKA SYNDIN Það var ekki fyrr en á síðustu öld að sagnir um samkynhneigð kom- ust á prent. Sú fyrsta er líklega um umrenninginn Óla pramma. I end- urminningabók nokkurri minnist strákur þess að hafa verið látinn sofa í rúmi með Óla, en þá lágu allir heimilismenn í einni kös. Alla nótt- ina voru eilíf áflog. Daginn eftir var hlegið að stráknum þegar hann neitaði algjörlega að eiga fleiri næt- ur hjá karli. Líklega er þetta sami Ólafur og kemur fyrir í bók Málfríðar Einars- dóttur, Samastað í tilverunni. Þar kallast hann Ólafur gossari og fór það orð af honum að enginn piltur vildi deila með honum rúmi oftar en einu sinni. Sjálfsagt er Óskar Wilde einn frægasti hommi allra tíma. Hann var svo frægur að Einar Benedikts- son skáld skrifaði um hann í Dag- skrá þegar hann var staddur úti í London. Þar segir Einar að um fátt annað sé meira talað í heimsborg- inni en Óskar villimann sem framdi grísku syndina. Það er ljóst að upplýstir samtíðar- menn Einars áttu að vita hvað átt væri við með því. ALMENNILEGIR HOMMAR KOMA FRAM Á SJÓNARSVIÐIÐ Upp úr 1930 fara hins vegar að koma fram á sjónarsviðið almenni- legir hommar á Islandi. Þorvaldur Kristinsson bók- menntafræðingur vinnur að bók um homma, sjálfsvitund þeirra og listsköpun. Hann leitar heimilda meðal annars í viðtölum við gamla íslenska homma þar sem skriflegar heimildir er afskaplega fáar og stop- ular. Þorvaldur er hommi og hann leggur mjög ákveðinn skilning í hugtakið: „Þetta hugtak verður ekki til í læknisfræði og afbrotafræði fyrr en um miðja nítjándu öld. Það tengist þeirri brennandi þörf sem kom með iðnvæðingu og kapítalisma að kort- leggja öll skúmaskot mannlegs lífs. Hneigð manna hefur hins vegar allt- af verið til. En það að menn skynji sig öðruvísi en aðra er mjög á huldu og þekkist varla fyrr en um miðja síðustu öld.“ Samkvæmt þessum skilningi eru fornkapparnir, sem sagt var frá fyrr, ekki hommar, né umrenningurinn Óli gossari og fleiri, þó að þeir hafi stundað sódómísk kynmök. Það þarf nefnilega meira til að vera almennilegur hommi sam- kvæmt nútímaskilningi. „Eitt er að eiga „samkynhneigð" kynmök og það er bara læknis- fræðilegt hugtak,“ segir Þorvaldur. „En fólk fær ekki þennan sjálfskiln- ing fyrr en í borgarsamfélaginu, sem varð ekki til hér á landi fyrr en á fyrri hluta aldarinnar." „HVERJU ÆTLI ÚRHRAKIÐ í AMERÍKU RÍÐI?“ Það er því ekki fyrr en um og upp úr stríðinu sem hommar fara að verða sýnilegir að einhverju marki á íslandi. Eins og fram kemur í end- urminningabók Árna og Lenu Berg- mann fór Þórður Sigtryggsson, kennari og fóstri Elíasar Mar, aldrei leynt með að hann væri hommi. „Svona vitnisburðir og reynsla eru út um allt. Hommar eru sýnileg- ir hér og þeir eiga sinn „súbkúltúr" alveg frá því í stríðinu," segir Þor- valdur. Meðal annars er það þekkt að off- iserar héldu stráka hér í stríðinu, þó það hafi ekki farið ýkja hátt. Strákar voru því ekki síður í ástandinu en stelpur. Það sýnir ágætlega hvað samkyn- hneigð hefur verið mikið tabú að jafnvel þótt dagblöð í Reykjavík hafi skrifað um animalisma hermann- anna minnast þau ekki einu orði á stráka í ástandinu. Stuttu eftir að landgönguliðið bandaríska kom til landsins komust sögur á kreik um að hermennirnir legðust nánast á hvað sem var, meira að segja kýr. Þá varð þessi vísa til um úrvalslið Bandaríkjahers: Úr því þetta úrvalslið iðkar kálfasmíði. Hverju ætli úrhrakið í Ameríku ríði? HOMMAR Á LAUGAVEGI 11 Auk Þórðar Sigtryggssonar voru nokkrir hommar sem fóru ekkert leynt með hneigðir sínar upp úr stríðinu, þótt þeir hafi ekki hrópað um það á torgum. Þannig gekk Maggi í Bristol um beina með litaðar varir á Heitt og kalt í Hafnarstræti sem unglingspiltur. Jafnvel fyrr voru menn hér í bæn- um sem allir töldu víst að væru hommar. Einn var virðulegur stjórn- arráðsfulltrúi, annar sonur kjöt- kaupmanns og svo framvegis. Sonur kjötkaupmannsins setti svip á bæ- inn; gekk um með refaskott um axl- irnar og sveiflaði montpriki eins og sannur „Dandy-maður". Á sjötta áratugnum hittust homm- ar á Laugavegi 11, þeim fræga sama- stað skálda. Á Laugavegi 11 er nú rekið veitingahúsið Ítalía. Um þetta segir í viðtali við Þorstein skáld frá Hamri í bókinni Stríð og söngur eftir Matthías Viðar Sæmundsson: „Lifið á Laugavegi 11 hafði ein- kennilegt orð á sér meðal þeirra sem við kölluðum smáborgara. Þeim komu helst í hug hommar sem þá voru náttúrlega allt að því dauða- sekir menn og héldu að staðurinn væri þeirra bæli, þar færi iðja þeirra helst fram. Við glottum oft við tönn þegar þeir voru að koma til að gá, skoða. Svo komu aðrir af sama sauðahúsi, sáu hina og hugsuðu upphátt: Hann er þá svona!" HOMMABARIRNIR HÁBÆR, HÓTEL BORG OG LAUGAVEGUR 22 Frá því að hommar hittust á Laugavegi 11 hafa hommarnir kom- ið saman og fundið hver annan á þó nokkrum veitingastöðum. Um 1970 var það sá sögufrægi Hábær við Skólavörðuholt, þar sem jafnan sunginn var ómstríðufullur söngur, samkvæmt texta Megasar. I ferðabæklingum homma, sem gefnir voru út víða um heim, hafði áður og reyndar einnig síðar verið tilgreint að á barnum á Hótel Borg mætti ganga að hommum vísum. Nú eiga hommar og lesbíur sinn

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.