Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 2
2 Það verður ekki fyrr en næsta haust sem FRIÐ- RIK ÞÖR FRIÐRIKSSON frumsýnir kvikmynd sína Börn náttúrunnar. Friðrik er að klára að klippa myndina þessa dagana og hljóðsetn- ingu verður lokið í maí. Frumsýning hér heima verður ekki fyrr en í ág- ústbyrjun en Friðrik er að spá í að fara með myndina á kvikmynda- hátíð, ef til vill á sjálfa Cannes hátíðina eða þá til Locarno. Varðandi framtíðina má geta þess að Friðrik hefur verið í sambandi við banda- ríska kvikmyndagerðar- menn en vill ekkert láta uppi hvað í því felst. Það getur verið hættu- legt að rokka eins og þeir sem taka þátt í Rokkað á himnum á Hót- el íslandi hafa komist að. Töluvert hefur verið um að fólk slasist í sýningu eða á æfingu sem sýnir auðvitað að það er tekiö vel á. Um síðustu helgi keyrði þó um þverbak þegar þrír dansarar misstigu sig. Það er þvi spurning hvort HELENA JÓNSDÓTTIR stjórnandi sýningarinnar verður ekki að skipta um spor. Þá er hún ANNA GUÐNÝ ARADÖTTIR, fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá Útsýn, búin að fá starf en hún hefur verið ráðin sem markaðsstjóri á Stöð 2. Þarftu ekki aö taka klámmyndagláp inn í pensúmið, Bjarki? „Nei, ég þarf þess ekki. Viö höfum hér þegar efni frá kvikmyndaeftirlitinu meö sýnishornum afbœöi klámi og ofbeldi Lögreglumenn hafa verið notaðir til þess að horfa á klámspólur sem hafa verið gerðar upptækar á vídeó- leigum, nú síðast á ísafirði. Bjarki Elí- asson er skólastjóri Lögregluskól- ans. FIMMTUDAGUR PRESSA Guðbjörg Friðbjörnsdóttir er verslunarstjóri í versluninni 17 við Laugaveg. Klæðirðu þig eftir veðri? „Nei í rauninni ekki — bara eftir skapi." Hefurðu lesið Grámosann? „Nei." Syngur þú í baði? „Nei, en ég vil gjarnan hafa tónlist í baði." Sefurðu í náttfötum? „Nei." Hvaða ilmvatn notar þú? „Bouzheron". Ertu morgun- eða kvöid manneskja? „Ég er bæði hress á morgnana og kvöldin." Ferðu ein í bíó?„Ef svo bæri undiren ég á svo mikið af vinum að ég þarf ekki að fara ein í bíó." Ertu góöur dansari? „Já ég er örugglega góður dansari." A hvaða skemmtistaði ferðu? „Casa- blanca og Strikið." Trúirðu á ást við fyrstu sýn? „Já." En líf eftir dauðann? „ Já, ég gæti vel trú- að því." Ertu með náttúrulegan háralit? „Já." Ertu daðrari? „Já ég er heilmikill daðr- ari." Hvað viltu verða miklu ríkari en þú ert í dag? „Ég vil verða miklu ríkari en ég er." Hvers konar gæjar eru mest kynæs- andi? „Þeir sem eru dökkir yfirlitum og eru með flottan rass." Hvað boröar þú í morgunmat? „Ekki neitt." Finnst þér gott að láta klóra þér á bak- inu? „Já, það finnst mér." Hvaö má vera mikill aldursmunur á pör- um? „Skiptir engu máli svo framarlega sem þau passa saman." Gæturðu hugsað þér að búa úti á landi? „Ég er utan af landi en ég held að ég vilji bara búa í Reykjavík." Ertu hrædd við einhver dýr? „Nei." Segir þú oft brandara? „Já en það er upp og ofan hvernig tekst til." Hvaða orð lýsir þér best? „Glaðlynd." Finnst þér Simpson-fjölskyldan skemmtileg? „Já, já." Hvernig ferðalag langar þig í? „Bara heimsreisu." Ef þig langar í súkkulaðistaur, kók og prins eða bara kókósbollu - hvað gerir þú þá? Jú auðvitað trítlarðu inn í næstu sjoppu og verslar herlegheitin. Þá spillir ekki fyrir ef í söluturninum er ung og falleg af- greiðslustúlka eins og reyndin er í sjoppunni ALLRA BEST í Suðurveri. Þar ræður ríkjum Ester Ósk Erlings- dóttir sem keppir að því að verða fegurðardrottning Reykjavíkur um helgina. "Ég hef unnið hér frá því að ég var lítil en pabbi minn á þessa sjoppu," segir Ester Ósk. En þó hún kunni vel við sig í sjoppunni, þá ætlar hún ekki að verða ellidauð þar - hugurinn stefnir til náms og næsta vetur ætlar hún á félagsfræðibraut í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Skemmtanastióri með Freud í farteskinu „Þetta er allt saman að fara í gang og við erum enn að fikra okkur áfram með hvernig staður þetta verð- ur," sagði Arnór Björnsson sálfræðinemi og skemmt- anastjóri en hann er einn þeirra sem stendur fyrir breytingum á efri hæðinni á Laugavegi 22. Þar á að vera hægt að skemmta sér en hugsanlegt er að þarna verði settur á stofn klúbb- ur með aðgangskortaskír- teinum. Nafn hefur ekki verið ákveðið ennþá. „Þetta er hætt að vera gay-staður enda gekk það ekki peningalega" sagði Arnór sem hefur verið skemmtanastjóri á Hótel Borg og Casablanca. Auk þess hefur hann komið ná- lægt margvíslegum merk- um fyrirbærum eins og Pakkhúsi-postulanna og Listahátíð næturlífsins. Það er greinilegt að þekking á fræðum Freuds gamla hefur komið sér vel í starfi hans. LÍTILRÆÐI af katalók Það eru víst flestir að leita að lífshamingjunni, sérstak- lega fólk einsog ég sem þarf stundum lítið annað að hafa fyrir stafni. Ég hef uppá síðkastið ver- ið mestanpart í sveit að leita að lífshamingjunni og þóttist sattaðsegja alltaðþví hafa höndlað hana svona að þvi marki sem maður með mín- ar takmarkanir getur, já fannst bara allt í himnalagi hjá mér. Svo var það í gær að ég fékk í pósti bréf og lítinn pésa, svona „katalók" sem á góðri íslensku hefur verið kallað „verðlisti", frá Astrid nokkurri Svenson og af efn- isinnihaldi þessara plagga varð mér ljóst að það er óhugsandi að ég geti verið lukkulegur maður í lífinu og tilverunni nema ég noti BELIS snyrtivörur frá Sven- son. í leiðarvísinum er það tínt til, lið fyrir lið, hve óhugs- andi það er að líkams og sál- arheill minni sé borgið hafi ég ekki BELIS snyrtivörur jafnan við höndina. Strax á forsíðu verðlistans eru tíunduð „þau óþægindi og félagslegu vandamál sem fylgja því að vera með óþarfa hár í andlitinu" og því til áréttingar er mynd af skeggjaðri konu. í fylgiskjali er svo vakin at- hygli á því að nú hafi ég ekki lengur neina afsökun ef ég sé með æðahnúta, því með AMICA verði æðahnútar ósýnilegir á nokkrum sek- úndum, sem og önnur lík- amslýti. Með ZERO-3 breyti ég hinsvegar um lífsstíl þar sem ZERO-3 eykur umfang sitt 22svar sinnum inní magan- um á mér og minnkar þann- ig umfang hans svo ég grennist, en til vara get ég notað horkremið BODY-DE- SIGN, borið það á rass og mjaðmir og vafið síðan þessa líkamshluta inní REYNOLDS-POLIVINIL- borða sem er sagður sérlega fullnægjandi fyrir sjálfsvirð- inguna. Með KÖREAN GINSENG get ég aukið teygjanleika húðarinnar i hnésbótunum og fengið „mjúka og tígul- lega fótleggi". Hitamælir er til sölu í þess- um dæmalausa verðlista, sérhannaður fyrir báða enda meltingarvegsins og ætlaður fyrir það sem kallað er í pésanum „stafrænn lest- ur“ og til hægðarauka má panta sérstök LEMO gler- augu í umgjörð, en þau stækka stafina fjórum sinn- um í venjulegri lestrarfjar- lægð, væntanlega til hægð- arauka fyrir þá sem orðnir eru afturúr í „stafrænum lestri". Þá er í kverinu bent á að tennur séu „ómissandi þátt- ur í mannlegum samskipt- um" og TANNHIRÐIR boð- inn til kaups. Mér er og gefinn kostur á að færa mér svíssneskt hug- vit í nyt og fá fallegan maga með því að njörfa framaná kviðinn gúmíblöðku hins víðfræga dr. med. Otto Greither, en þessi blaðka er þeirrar náttúru að hún eykur súrefnisflutning til efna sem líkaminn er að losa sig við. Þurrkar þau upp í leiðinni og minnkar þannig umfang kviðarholsins. Og kartnaglaklippurnar sem falboðnar eru í verðlisl-. anum ættu, eðli málsins samkvæmt, að stuðla að aukinni sjálfsvirðingu. Mestar vonir bind ég þó við kremið B-FORM-PLUS sem er þeirrar náttúru að það „viðheldur stinningu". Um þetta krem skrifar engin önnur en sjálf frú G. Van 0„ von Dedemsvaart hugljúfan vitnisburð, sem endar á þessum orðum: — Eftir að hafa notað einn pakka kom árangurinn í ljós og það hefur leyst mín vandamál. Ég er mjög þakk- lát. Ég vona að í framtíðinni geti ég tekið undir orð frú G. Van 0„ von Dedemsvaart í þakklæti mínu fyrir að hafa fengið lífshamingjuna póst- senda í snyrtivörukatalók. Flosi Ólafsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.