Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 15

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 15
I nýafstöðnum stúdenta- og há- skólaráðskosningum vakti athygli að vinstri menn í Röskvu unnu nauman sigur í kosningum til stúd- entaráðs eftir langt meirihlutatímabil Vökumanna. Sú skýring hefur m.a. heyrst að forsprakk- ar Vöku hafi um of verið uppteknir við formannsslag- inn á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins. Á hinn bóginn sigraði frambjóð- andi Vöku í kosningunni til háskóla- ráðs. Þar var í efsta sæti Vöku Björn Ársæll Pétursson vélaverkfræði- nemi og má geta þess að hann er sonur Margrétar Björnsdóttur, sem nýlega gekk til liðs við Alþýðu- flokkinn . . . Eitt af stóru gömlu íþróttafélög- unum hefur stofnað keildudeild, en það er gamla vesturbæjarstórveld- ið, KR. KR-ingar eru á fyrsta keppn- isári í keilu. Árangurinn er strax orðinn eftirtektarverður og titlarnir streyma til félagsins. í yngri flokk- um á íslandsmóti einstaklinga er keppt í sex flokkum. KR-ingar sigr- uðu í tveimur af flokkunum sex. Fyrstu Islandsmeistarar KR eru Jan- us Sigurjónssson og Hafdís Vala Freysdóttir. Formaður keiludeild- ar KR, Siguröur Valur Sverris- son, varð síðar bikarmeistari ein- staklinga ... I nýútkomnu hefti um ríkisfjár- mál kemur í Ijós að á 10 ára tímabili, frá 1981 til 1990, hækkuðu tekjur ríkissjóðs að raun- gildi um 18,3 millj- arða eða 23,8 pró- sent, en gjöldin um 24,1 milljarða eða 31,9 prósent. Ýmsa methafa má finna. Milli einstakra ára jukust tekjur ríkissjóðs hlutfallslega mest 1986, um 8,9 prósent, en þá var Þorsteinn Pálsson fjármála- ráðherra. í krónum talið hækkuðu tekjurnar mest að raungildi árið 1987, um 6,7 milljarða, en þá var Þorsteinn fjármálaráðherra hálft ár- ið en Jón Baldvin Hannibalsson hinn helminginn. Útgjöld ríkisins hækkuðu mest á milli ára, bæði hlutfallslega og í krónum talið, árið 1988, en á því ári ríkti Jón Baldvin í 9 mánuði. . . RESTAURANT TORFAN Staður við allra hæfi. Borðapantanir í síma 13303 GEFÐU FERMINGARBARNINU GÆÐATÆKI KENWOOD hljómtæki og AR hátalarar hafa verið seld á íslandi í 20 ár. Þessi tæki hafa einhverja lægstu bilanatíðni sem þekkist í þessari grein. Hér eru því í boði tæki sem endast í áraraðir. Það borgar sig að kaupa góða vöru. í þessu tilboði eru eftirtalin tæki: KENWOOD KR-A4020 Útvarpsmagnari 2x45 vött KENWOOD DP-1020 Geislaspilari AR RedBox-ll 100 vatta hátalarar í efsta gæðaflokki Verðið er aðeins kr. 66.000 staðgreitt. vmwwm þar sem gœðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 688840, 685149, 83176 Einingabréf eru undirstaða að skynsamlegri og traustri skipan á fjármálum þeirra sem horfa til framtíðarinnar. Einingabréf eru gjöf sem er mikils virði á fermingardaginn og vex með árunum. Hafðu framtíð fermingarbamsins í huga. Gefðu Einingabréf. Þau má kaupa fyrir hvaða fjárhæð sem er. Gengi Einingabréfa 14 mars 1991. Einingabréf 1 5.414 Einingabréf 2 2.924 Einingabréf 3 3.550 Skammtímabréf 1,813 F er mingar gj öf in sem leggur grunn að framtíðinni. Einingabréf Kaupþings í vandaðri gjafamöpp KAUPÞING HF

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.