Pressan - 14.03.1991, Side 16

Pressan - 14.03.1991, Side 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. MARS 1991 Ég er móðursjúkur, manískur og ofsóknarbrjálaður Ómar Stefánsson myndlistarmaður talar um ýmis einkenni þeirra sjúkdóma „Taktu þetta af Sverrir. Settu þessa afríkönsku á. Þetta er helvítis garg.“ Ómar Stefánsson stendur á miðju gólfi á N1 bar, skip- ar fyrir og lœtur eins og hann eigi staðinn. En hann á hann ekki. Hann innrétt- aði hann hins vegar í upp- hafi or hefur haldið því áfram þó nýir menn hafi tekið við rekstrinum. Nú síðast kom Gunni í Ópus, áður Gunni í Japis, og tók að selja nautasteikur á 600 kall._____________________ Ómar bendir á Tarsan og Jane á einum veggnum og segir: „Þetta geta menn feng- ið samkvæmt pöntun." Uppi á lofti eru amöbur og vírusar í anda Vilhjálms Bergssonar. Það er líklega hægt að fá þær líka eftir pöntun. Dagur Sigurðarson situr við barinn með Ho Chi Minh-skeggið sitt sem hann kom sér upp í haust. Ómar teiknaði hann ekki inn í inn- réttinguna enda er óþarfi að panta Dag. Hann kemur sjálf- ur. Eg spyr Ómar hvernig hann muni verða eftir tutt- ugu ár? „Ég hef ekki hugmynd um það. Eg renni alveg blint í sjó- inn.“ En hvernig varstu fyrir fimmtán árum? Hefuröu eitt- hvað breyst? „Ég er ekki eins öruggur með mig og ég var fyrir fimmtán árum." Ertu búinn að missa ung- mennis-hrokann? „Já, hann er farinn að mestu.“ Saknarðu hans? „Já. Ég var svo rosalega frakkur þegar ég var ungur." Hefurðu fengið eitthvað í staðinn? „Ég veit það ekki. Ég get ekki svarað þessu. Það er stundum sagt að ungir menn þurfi að hlaupa af sér hornin áður en þeir verða settlegir. Ég er hins vej?ar ekkert sett- legur,“ segir Omar og fær sér sopa af bjórnum. BRENNIVÍN OG DÓP Drekkurðu dálítið mikið? „Neinei, alls ekki. Ég drekk mjög lítið," segir hann og fær sér annan sopa. Tölum um brennivín og dóp. Þú drekkur dálítið mik- ið, ekki satt? „Nei, nei. Alls ekki.“ Og tekur dóp: „Neinei, ég er orðinn mjög hófsamur í seinni tíð. En ég skal viðurkenna að á árum áður fór ég dálítið yfir strikið í sukkmálum," segir hann. „Mér hefur oft fundist að ég hafi staðið mig illa. Þá hef ég sest niður og farið yfir það sem ég hef gert og séð það konkret að ég hef gert eitt- hvað og skilað árangri." Ertu dálítið óöruggur rneð hvert þú ert að fara? „Ég er hysterískur, hebe- frenískur og ofsóknarbrjálað- ur.“ En ertu eitlhvað betur sett- ur með að hafa gert eitthvað? „Ég þarf náttúrlega í sjálfu sér ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. En ég er man- ískur líka.“ VILL HAFA FÚTT í LISTINNI Seinna snýst samtalið að öðru: „Mér finnst allt í lagi að menn geri hvað sem er, svo lengi sem það bitnar ekki á öðrum," segir Ómar. „Menn mega gera hvern fjandann sem þeir vilja, bara að þeir séu ekki að kvelja einhvern ekki verið mikið í því að per- formera út á sjálfan mig þó ég hafi komið fram nakinn nokkrum sinnum. Það hefur þá bara verið hluti af stærra verki." Þaö hefur ekki verið til þess að slá í gegn? „Samanber Stuðmenn, nei. Mér finnst engu máli skipta hvort menn eru naktir eða í fötum. Ég sé engan mun á því. Menn geta alveg eins bara farið í sundlaugarnar og gerst stórlega hneykslaðir." Nennir nokkur að hneyksl- ast lengur þó einhver lista- Getur ekki verið að þér sé bara ekki boðið? „Ég hef verið í nokkuð mörgum myndlistarpartíum í gegnum tíðina þó þau séu af- ar sjaldgæf." Og þau enda með því að menn kasta eggjum í hvern annan: „Já, einmitt. Og svo fara þeir að spila á matinn með skeiðunum og reyna að finna upp á einhverjum sniðugum skandal til að enda partíið á.“ EITT LÍF í EINU Dagur Sigurðarson kemur „En ef þú ert að tala um hippafílinginn, allir með öll- um og svoleiðis, þá hefur mér sýnst það ganga mjög illa upp. Menn geta ekki losað sig við öfundsýkina og afbrýði- semina, grundvallar-geðveilu mannshugans. Menn geta ekki strikað yfir það með einu pennastriki. Það getur kostað menn lífið og ég veit dæmi þess.“ Segðu frá því: „Einn hippinn gaf vini mín- um konuna sína og síðan reyndi hann að fremja sjálfs- morð daginn eftir." er fullorðin kona.“ Hvað er hún gömul? „Hún er tvítug." Óskar Thorarensen sem fylgir Ómari oft eins og skugginn hafði komið inn og sest við borðið. Hann segir: „Það er að verða einhver saga að Ómar sé kominn í smástelpurnar." „Já það gengur sú saga um bæinn að ég sé kominn í smá- stelpurnar. Eitthvað verður fólk að tala um. En ég hef allt- af verið meira fyrir eldri kon- ur,“ segir Ómar. Er ekki bara komið að viss- annan mann. En í sambandi við mitt aðalmál, listina, er mjög áríðandi að menn láti reyna á þolrifin. Listin er nefnilega að hálfu leyti neyt- endur listarinnar." En eru tilraunir með þolrif neytendanna ekki löngu farn- ar úr tísku? „Jújú, það er einmitt það sem er.“ Þú ert dálítið mikið í svo- leiðis: „Já, ég er dálítið í því. En það er aðallega af því að mér finnst það gaman. Ég vil hafa dálítið fútt í listinni og hafa fjör í þessu. Þess vegna hef ég verið að standa í þessum gjörningum. Ég sá það fyrir í skóla að gjöringar yrðu ævi- starfið," segir Omar og segir ástæðuna vera þá að það sé ekkert hægt að fela í gjörn- ingum og ekkert hægt að laga eftir á. Þeir séu því raun- verulegri en hefðbundnari list. Þeir séu eins og lífið sjálft. AÐ KOMA NAKINN FRAM Er ekki jafnvel enn meiri sjálfselska í gjörningum en annarri list? Listamennirnir gera sjálfa sig að stœrstum hluta verksins: „Það er nú reyndar voða- lega mismunandi. Ég hef nú maður sé að sýna á sér tipp- ið? „Jújú, fólk er ennþá að hneykslast á þessu, þótt furðulegt sé. Ég varð til dæm- is hissa á að þeir skyldu taka hann Helga fyrir þetta við opnun listahátíðar. Ég hélt að þetta væri löngu afgreitt mál.“ MYNDLISTARMENN HATA HVERN ANNAN Listamenn eru þekktir fyrir að vera egóistar: „Ég veit ekki hvernig þetta er hjá öðrum en myndlistar- menn hata hvern annan enda er það fullkomlega eðlilegt." Afhverjul „Menn eru að fást við sköp- un og verða öfundsjúkir ef einhverjum öðrum dettur eitthvað betra í hug en þeim. Við kveljumst allir í öfund- sýki.“ Listin er því ekki mannbœt- andi: „Ekkert frekar. Hún á held- ur ekki að vera það. Hún er bara hluti af mannlífinu. En aðrir listamenn eru kannski öðruvísi. Leikarar eru til dæmis voðalegar félagsver- ur. Þeir vilja alltaf vera í hóp- um og eru alltaf að halda ein- hver leikarapartí. En það er ekki mikið um myndlistar- partí." nú að borðinu og biður um sígarettu. Ómar réttir honum 200 kall. „Ég þarf bara að lifa þessa helgina af,“ segir Dagur. „Starfslaun listamanna koma eftir helgina." „Hún er hörð lífsbaráttan," segir Ómar. „Það er mottó okkar Dags að taka bara eitt líf í einu. Að hafa ekki of mikl- ar áhyggjur af lífinu eftir dauðann." En af þessu lífi? „Það borgar sig ekki að hafa of miklar áhyggjur. Það fer illa í mann. Svo getur maður minnkað þetta niður í einn dag í einu, eins og sumir kannast við.“ Þá er stutt í að menn verði edrú og settlegir. „Já, það er hætt við því að það rynni af manni," segir Ómar. FRJÁLSAR ÁSTIR OG ÖFUNDSÝKIN Þegar ég œtla að snúa tal- inu að kynlífi grípur Dagur Sigurðar það á lofti og segir töfraorð sinnar kynslóðar: Frjálst kynlíf. „Ég vil að kynlífið hjá þér sé gert sem frjálslegast," segir Ómar við Dag. „Það er það,“ svarar Dagur. „Það er gott,“ segir Ómar. Eg sá það fyrir sem bútungur að ég yrði í eldri konum fram að þrítugu en um þrítugt yrði það dálítið vandræðalegt „Sá hann eftir þessu," segir Dagur. „Hann sá ekki eftir þessu. Hann gat bara ekki lifað með þessu.“ Það er því erfiðara að gefa en að þiggja á kynlífssviðinu eins og öðrum. ER ÓMAR KOMINN í SMÁSTELPURNAR? Seinna: „Kærastan mín vill hafa mig með bólur og órakaðan," segir Ómar. Er það einhver smástelpa? „Einhver smástelpa," svar- ar Ómar hneykslaður. „Þetta um skilum hjá þér? Það getur enginn maður verið enda- laust í sér eldri konum. „Jú, ég vissi þetta allan tím- ann. Ég sá þetta fyrir sem bútungur að ég yrði í eldri konum fram að þrítugu en um þrítugt yrði það orðið dá- lítið vandræðalegt. Ef maður er alltaf í eldri konum þá verður það pínlegra eftir því sem maður eldist sjálfur. Upp- úr þrítugu fer það að verða svívirðilegt." Hvað var það sem eldri konur sáu við þig? Ætluðu þœr að laga þig til? „Ég reikna með því. Ég hef samt ekki skilið þetta alveg. Annars heillast ég fyrst og fremst af agressívu kvenfólki. Ég vil hafa dálitla spennu í þessu. Ég á erfitt með að þola þessa undirgefnu konu.“ Hvar hefurðu rekist á hana? „Bara hér og þar. Úti á landi, til dærnis." Hefurðu einhverjar skoð- anir? „Nei, veistu, ég hef eigin- lega engar skoðanir. Maður tekur bara því sem að hönd- um ber og reynir að greiða úr flækjunni með sem minnst- um sársauka." Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.