Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 13

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. MARS 1991 13 Hreppsnefndarmenn sakaðir um spillingu við jarðakaup NOTUBU VflLD SIH OG LOSNUOU VIB ÁBVRGBIR Meirihluti hreppsnefndar Fellsstrandarhrepps hefur ueriö ásakaður um að nota aðstöðu sína með ólögmœt- um hœtti til að tryggja per- sónulega hagsmuni sína í uppboðsmáli fyrirtcekis sem meirihlutamenn eiga og reka. Jörð fyrirtœkisins var seld á nauðungaruppboði en til að tryggja að hán fœri ekki til hœstbjóðanda samþykkti meirihlutinn að nýta sér for- kaupsrétt og seldi síðan nœst- bjóðanda. Lögregla ákærfi íyrir Mtaskap Ríkissaksóknari hefur ákœrt Stein Jakob Olason, fyrrverandi lögregluþjón, vegna hrottaskapar sem Steinn Jakob beitti þegar hann var lögreglumaður. Það var seint í desember sem Steinn Jakob hrakti mann á undan sér dágóðan spöl, tók manninn hálstaki þannig að hann missti með vitund. Meðan maðurinn var meðvitundarlaus dró Steinn Jakob manninn aftur til þess staðar sem afskipti hans af manninum hófust. Þegar þangað var komið sleppti Steinn Jakob manninum þannig að hann skall i göt- una. Við höggið hlaut maður- inn mikla áverka. Hann bólgnaði og skrámaðist í and- liti, hlaut 1/2 sentimetra sár á augabrún, fjögur dökkrauð för á háls og sjö tennur brotn- uðu. Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari gerir kröfur um að Steinn Jakob verði dæmdur í refsingu og honum verði gert að greiða skaða- bætur verði þeirra krafist. Þá er þess krafist að lögreglu- maðurinn fyrrverandi verði látinn greiða sakarkostnað. Jörðin Hnúkur 1/11 í Dala- sýslu var'seld á nauðungar- uppboði þar sem buðu hver í kapp við annan a. v. Pórólfur Halldórsson, formaður Fé- lags fasteignasala og Sveinn Skálason lögmaður og h. v. Jóhann Kristjánsson í Fimm- tán hf. Þegar Jóhann bauð 4,7 milljónir króna gafst Þór- ólfur upp. Eigandi jarðarinnar var Hnúkanaust hf., sem stund- aði útgerð frá jörðinni, en þar var enginn landbúnaður stundaður. Kom þá til kasta hreppsnefndar hvort hún myndi nýta sér forkaupsrétt. Ætlun beggja tilboðsaðila var að reisa þar sumardvalarstað. Hreppsnefndin fékk yfirlýs- I dag, fimmtudaginn 14. mars, klukkan hálf fjögur munu viðskiptavinir Háaleit- isátibús Samvinnubankans, vœntanlegs útibús Lands- bankans, verða vitni að óvœntri uppákomu. Útibúið verður nefnilega boðið upp á nauðungarsölu af fulltráa fógeta. Þetta stafar af því að for- svarsmenn Samvinnubank- ans gleymdu að þinglýsa af- sali og kaupsamningi eignar- innar þegar hún var keypt á sínum tíma, nánar tiltekið 'fyrir sjö árum. Útibúið er því enn skráð sem eign Kristjáns Einarssonar, fyrrverandi eig- anda, í veðmálabækur. Þess vegna gripu lánardrottnar Kristjáns tækifærið og gerðu fjárnám í eigninni. Þeir bankamenn munu hafa vaknað upp við vondan draum þegar fjárnámið var tilkynnt hjá þeim og loksins þinglýst afsalinu en þá var það of seint. Er talið að bank- inn tapi á þessu á milli átta og níu milljónum króna. Pétri Erlendssyni, aðstoð- ingu frá Jóhanni um að hreppurinn fengi endur- gjaldslaust afnot af túnum jarðarinnar og að auki spildu úr jörðinni við sjó til eignar og umráða, en þar stóð til að reisa fiskvinnslu. Þessi yfir- lýsing átti að mati Jóhanns að tryggja að hreppurinn yrði ekki hagsmuna sinna vegna að nýta sér forkaupsréttinn. Hreppsnefndin ákvað samt að nýta sér forkaupsréttinn. Þar sem enginn landbúnaður var stundaður á jörðinni var vart grundvöllur til að vísa í sveitarstjórnarlög til að rök- styðja að rétturinn yrði nýtt- ur. Meirihluti hreppsnefndar er að auki ýmist skipaður mönnum frá Hnúkanausti arbankastjóra Samvinnu- bankans, virtust koma þessar upplýsingar mjög á óvart þegar hringt var í hann í gær- kvöldi. ,,Ég vil ekki ræða það á þessari stundu," sagði Pétur þegar hann var spurður um það hvort rétt væri að það hefði misfarist að þinglýsa kaupsamningi á sínum tíma. eða venslafólki. Þetta eru Þórður Halldórsson, stjórnar- formaður og starfsmaður Hnúkanausts, Halldór Þórð- arson hreppstjóri, en kona hans er hluthafi í Hnúka- nausti og situr í stjórn, og Jó- hann Pétursson oddviti, sem fer með dánarbú Þorsteins Péturssonar bróður síns, sem var hluthafi og áhrifamaður í Hnúkanausti. Einn nefndar- maður greiddi atkvæði á móti og sá fimmti sat hjá. Sveitarstjórnarlög kveða skýrt á um að sveitarstjórnar- manni beri að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstaklega að almennt má — En eru einhverjar líkur á að viðskiptavinir bankans sjái útibúið boðið upp á morg- un? „Ég tel engar líkur á því — ég geri ráð fyrir að gripið verði til einhverra ráðstafana í fyrramálið." Og þá i því formi að þetta verði greitt? ,,Já ætli það ekki, en þetta kemur mér mjög á óvart — ég ætla að viljaafstaða hans mótist að einhverju leyti þar af. Meirihluti hreppsnefndar seldi skömmu síðar jörðina til Þórólfs og Sveins. I einu kærubréfa Jóhanns segir hann að það sem ráðið hafi úrslitum hafi verið að Þórólf- ur og Sveinn hafi boðist til að taka að sér greiðslu á 1,25 millj. kr. jarðakaupaláni sem hreppurinn hafði tekið á sín- um tíma og framselt Hnúka- nausti og voru stjórnarmenn félagsins um leið ábyrgir fyrir greiðslu lánsins. Meirihluti hreppsnefndar hafði því verulega hagsmuni af því að gengið yrði að tilboði Þórólfs. vissi ekki um þetta," sagði Pétur. „Ég veit ekkert um þetta enda verður þetta sennilega ekki að Landsbanka fyrr en í október," sagði Sverrir Her- mannsson bankastjóri Lands- bankans. Forsvarsmenn bankans gleymdu að þinglýsa eignina á sínum tíma „Hún er mjög viljaföst og greind, nákvæm í vinnubrögðum og öguð. Hún talar góða íslensku og á auðvelt með að ná til fólks," segir Árni Em- ilsson útibússtjóri Búnaðarbankans í Garðabæ, fyrrverandi sveitarstjóri á Grundarfirði. „Indæl- ismanneskja, vönduð, dugleg og umfram allt heiðarleg,“ segir Ragnar Elbergsson fulltrúi Alþýðubandalagsins í sveitarstjórn á Grundar- firði. „Hún er heiðarleg, róleg og yfirveguð og kemur afár vel fyrir. Bestu meðmæli sem ég get gefið henni eru þau að ég lagði að henni að taka við af mér sem formaður Landssambands sjálf- stæðiskvenna," segir Þórunn Gestsdóttir rit- stjóri. „Afskaplega traust, mikill vinur vina sinna og á gott með að tjá sig við fólk,“ segir Ár- dís Þórðardóttir systir hennar. „Ein sú allra efnilegasta sem komið hefur fram; sérstaklega sjarmerandi viðmót, skýr og ákveðin en jafn- framt hlý og mjúk,“ segir Þuríður Pálsdóttir söngkona. Sigríður Anna Þórðardóttir frambjóðandi „Sakir vandvirkni sinnar er hún ekki jafn fljót að afgreiða málin og ella,“ segir Árni Emilsson útibússtjóri Búnaðarbankans í Garða- bæ. „Sem pólitískur andstæðingur er hún illsveigjanleg, en líklega háir henni mest í Sjálfstæðisflokknum, að vera kona,“ segir Ragnar Elbergsson sveitarstjórnarmaður fyrir Alþýðubandalagið í Grundarfirði. „Mætti vera meiri hraði á henni, þótt ég telji yfirvegun jafnframt sem einn af kostum hennar,“ segir Þórunn Gestsdóttir ritstjóri. „Það er helst að samviskusemin hái henni, stundum virðist sem þaö standi mönnum fyrir þrifum í pólit- ík,“ segir Árdís Þórðardóttir systir hennar. „Hún er ennþá að læra, er ung og óreynd,“ segir Þuríður Pálsdóttir söngkona. Sigríöur Anna Þórðardóttir, formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, fékk 57 atkvæði í varaformannskjöri á landsfundi flokksins þótt hún gæf i ekki kost á sér. Sigríður var í 12 ár í sveitarstjórn i Grundartirði, en skipar nú 5. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi. UNDIR ÖXINNI Ingibjörg Guðmunds- dóttir starfskona í Stígamótum Hvernig getið þið kallað 9 ára gamalt barn kynferðisofbeld- ismann? „Það erleitað til okk- ar vegna drengja sem hafa beitt yngri stúlkur kynferðislegu ofbeldi og við vorum einungis að kynna upplýsingar þess efnis." En er ekki of langt gengið að tala um 9 ára barn sem kyn- ferðisofbeldismann? „Það má segja þaö, en til okkar hafa leitað mæður ungra stúlkna sem hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi af 9 ára strák. Þó við vitum ekki hverjar or- sakirnar eru, þá er Ijóst að þessir drengir eiga við mikla erfiðleika að stríða. Við gerum okk- ur fulla grein fyrir að auðvitað er ekki hægt að kalla þetta unga stráka ofbeldismenn, en það er samt leitað til okkar vegna alvar- legra afleiðinga sem ofbeldisverk ungra drengja hafa valdið stúlkum sem eru nokkrum árum yngri." Þið notið orðið „of- beldismaður“ í þessu sambandi? „Við viljum segja satt frá því sem er að gerast hérna og stað- reyndin er sú að það hefur verið leitað til okkar vegna þessa. Yngsta stúlkan var þriggja ára og elsta konan 81 árs. Sam- kvæmt upplýsingum þeirra kvenna sem leit- uðu til okkar var elsti maður 90 ára þegar hann beitti ofbeldinu og sá yngsti 9 ára. Því miður getum við ekki fegrað tölurnar." Starfskonur í Stigamótum, mið- stöð fyrir þolendur kynferðisof- beldis og nauðgunar, kynntu• starfsemi sína nýverið. Fram kom að yngsti „ofbeldismaðurinn“ af 575 sem tengdust málefnum þol- enda var 9 ára gamall.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.