Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 19

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 19
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14, MARS 1991 19 Oli Laufdal féll í sömu gryfju og Helgi Þór í Hótel Örk og Guðbjörn í Holiday Inn. Hættulegasta hugmynd í heimi Nú þegar þad hefur kom- iö í ljós að Ólafur Laufdal tapaði um 350 milljónum á Hótel íslands ævintýrinu liggur þaö endanlega fyrir að það er ekkert hættu- legra en að fá þá flugu í höfuðið að fara út og byggja hótel. Helgi Þór Jónsson fékk svona hugmynd og tapaði öllu sínu á Hótel Örk. Guð- björn Guðjónsson fékk sömu hugmynd og tapaði aleigunni á Holiday Inn. Og nú hefur Ólafur Laufdal tapað öllu sínu á Hótel íslandi. Samanlagt hafa þessir þrír menn sjálfsagt tapað um 750 milljónum króna á núvirði. Eins og skiljanlegt er hafa færri fengið þessa hugmynd á síðustu misserum. Einn geng- ur þó með hana í kollinum, Hörður Sigurgestsson, for- stjóri Eimskips. Framtíðin mun leiða i Ijós hvort þessi hugmynd verður banabiti Harðar, eins og þeirra Helga Þórs, Gunnars og Óla Laufdal. Það má jafnvel velta því fyrir sér hvort hótelið sé nógu stórt til þess að geta kafsiglt Eimskip. BÍörgunarfélag Vestmannaeyja: FRÆKILEG BJÖRGUN STÝRIMANNS Á LANDSFUNDINN „Ég var einfaldlega sótt- ur af því að ég átti að halda framsöguræðu um sjávar- útvegsmál á landsfundin- um. Þetta verður auðvitað borgað, en hverjum verður sendur reikningurinn veit ég ekki. Spurðu Arna Johnsen.“ | Þetta sagði Sveinn Rúnar Víkingsson bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vest- mannaeyjum og stýrimaður á Breka, en Sveini var fræki- lega „bjargað" á nýafstaðinn landsfund flokksins, þegar bátur Björgunarfélags Vest- mannaeyja sótti hann 30 sjó- mílur á haf út. Heimir Sigurbjörnsson gjaldkeri Björgunarfélagsins staðfesti að reikningur yrði sendur, en sagði að ekki væri búið að taka hann saman og ekki ljóst hvert hann yrði sendur. „Við förum oft í slíkar þjónustuferðir. Ég gæti trúað að reikningurinn verði svip- aður og við tökum fyrir að fara þessar 40 sjómílur til Þor- lákshafnar eða í kringum 25 þúsund krónur." Arni Johnsen brást ókvæða við spurningum blaðamanns PRESSUNNAR. „Hvað varð- ar þig um þetta? Ertu fullur eða hvað? Ef ég býð vini mín- um upp á kók og pylsu, varð- ar þig eitthvað um það?“ Sveini tókst að halda sína framsöguræðu. Hann varð hins vegar undir þegar hann greiddi atkvæði með sínum manni í formannskjörinu. „Ég var opinberlega stuðn- ingsmaður Þorsteins Pálsson- ar og hefði viljað hann áfram Árni Johnsen veit allt um mál- iö, segir Sveinn Rúnar Víkingsson. sem formann. En meirihlut- inn ræður og ég sætti mig við úrslitin," sagði Sveinn. Þjóðviljinif leitar nýrra markaða HVAÐA GLÆPAMAÐUR ER ÞETTA EIGINLEGA OG HVERS VEGNA GENGUR HANN LAUS? Nú hefur Þjóðviljinn breytt um útlit enn einu sinni. Helgi Guðmundsson ritstjóri útskýrir breyting- arnar þannig að stefnan sé sú að gefa hvorki út líflegt blað né reyna að fá lesend- Rauði kross Islands NÝSTÁRLEG FJÁRÖFLUN Rauði kross íslands hef- ur dottið niður á sérkenni- lega fjáröflunarleið, því tímaritið Frjáls verslun hefur fallist á að greiða fjárhæð tii Rauða kross ís- lands vegna stuttrar frétt- ar í blaðinu í hitteðfyrra. Þar var gefið í skyn að Jón Baldvin Hannibalsson, ut- anríkisráðherra, hafi fyrir ætternissakir komið Birni Friðfinnssyni að sem ráðuneytisstjóra í við- skiptaráðuneytinu. „Það var ekki ætlun blaðs- ins með þessum orðum að vega að starfsheiðri Björns þótt e.t.v. hefði mátt skilja fréttina þannig. Vonar blaðið að enginn hafi lesið það út úr fréttinni," segir í nýju tölu- blaði Frjálsrar verslunar, þar sem sátt í málinu er kynnt, en Björn hafði höfðað mál gegn ritstjóra blaðsins. Þess má geta að Björn er í stjórn Rauða kross íslands. ur til að lesa það. Við á PRESSUNNI óskum þeim Þjóðviljamönnum til ham- ingju með það. En daginn áður var gerð breyting á Þjóðviljanum sem fór ekki eins hátt. Á forsíð- unni var fyrirsögn sem hljóð- aði svo: „íslendingar, föroy- ingar og grönlendingar eiga at standa uttan fyri EF. Og vit eiga at standa saman.“ Inni í blaðinu var síðan grein á fær- eysku og önnur frétt sem var að mestu á því máli. Það er því auðséð að Þjóðviljinn er að afla sér nýrra markaða ut- an íslands. Það bendir síðan til að Helga Guðmundssyni hafi tekist ætlunarverk sitt að les- endur blaðsins virðast ekki hafa kippt sér upp við fær- eyskuna. Kannski hafa þeir ekki einu sinni tekið eftir henni? A mánudag og fimmtu- dag í síðustu viku birtist á útsíðum DV mynd af sama manninum og í hvorugu tilfellinu af góðu tilefni. í fyrra skiptið var ástæðan hugsanlegt ránsmorð í Reykjavík og í hinu síðara stórfellt smygl á skinku og brennivíni. Lesendur DV hafa séð þennan mann áð- ur á myndum á útsíðum og oftast í tengslum við ein- hver glæpaverk. Þetta er tiltölulega hávax- inn maður í stuttum rúskinns- jakka og ljósum buxum. Hann er ljósskolhærður og með mjög há kollvik. En hvaða glæpamaður er þetta eiginlega og hvers vegna gengur hann laus? Þetta er enginn glæpamað- ur heldur sérfræðingur DV í löggufréttum, Óttar Sveins- son blaðamaður. Óttar hefur unnið á DV í um þrjú ár og hefur séð um löggu og dóm- stólafréttir að undanförnu. Fljótlega eftir að hann tók við því fóru að birtast af honum myndir í blaðinu í tengslum við ýmis voðaverk. En Óttar er hins vegar ijúf- lingspiltur sem ekkert aumt má sjá. Og fyrir ættfræði- deildina má geta þess að Ótt- ar er bróðir Jóhönnu Sveins- dóttur, matkráku, blaða- manns og höfund bókarinnar um íslenska karlmenn. KYNLÍF Afbrýöisemi Mikið er gott að njóta ávaxtanna af vinnu ann- arra. Ira nokkur Reiss, bandarískur félagsfræði- prófessor sat í fimm ár og pældi í kynlífi hinna ýmsu þjóðfélaga á jarðarkringl- unni. Afraksturinn var m.a. bók sem hann nefnir „Jour- ney Into Sexuality — An Exploratory Voyage" (Pren- tice — Hall 1986). Þar rakst ég á umfjöllun um afbrýði- semi. Afbrýðisemi í nánum samböndum er hægt að út- skýra á margá vegu. Vin- sælasta skýringin á kyn- ferðislegri afbrýðisemi, að mati Reiss, er að einstakl- ingur sem finnur fyrir henni sé með lágt mat á sér sem persónu og sé of háður makanum. Til að yfirvinna slíka afbrýðisemi verði við- komandi einfaldlega að pumpa upp sjálfsmatið og gera eitthvað í sínu óöryggi svo einhver utanaðkom- andi aðili virki ekki svona ógnandi. Lausnin sé fólgin í því að meðtaka þann sann- JÓNA INGIBJÓRG JÓNSDÓTTIR leik að hver og einn er al- veg einstakur og að enginn annar geti komið í manns stað. Ef við bara hefðum þetta viðhorf myndum við lítið kippa okkur upp við það ef maki okkar fyndi sér annan til að sofa hjá. Þessi ástæða fyrir kynferðislegri afbrýðisemi skýrir hins vegar ekki hvers vegna til dæmis Spánverjar leggja meiri áherslu á tjáningu af- brýðisemi í nánum sam- böndum en frændur okkar Svíar. Varla er hægt að segja að Spánverjar séu á heildina litið með minna sjálfstraust en Svíar? Eignarhaldshugmyndin á marxíska vísu hefur líka reynt að útskýra kynferðis- lega afbrýðisemi. Þá er af- brýðisemi afleiðing þess að líta á manneskjur með minni völd sem annars flokks fólk sem hægt sé að eigna sér og stjórna. Eigin- menn ,,eigni“ sér líkama konu sinnar og það viðhorf vekur sterka afbrýðisemi. En hvernig er þá hægt að skýra afbrýðisemi kvenna gagnvart eiginmönnum sínum? Að konur séu háðar eignum manna sinna sér og sínum börnum til viður- væris? Og hvernig er hægt að útskýra afbrýðisemi í hópum og samfélögum þar sem eignarhald á fólki er óþekkt fyrirbæri eins og til dæmis í ísraelskum félags- búum? Afbrýðisemi er líka hægt að skoða sem annars stigs tilfinningu þ.e. þegar stimp- illinn „afbrýðisemi" er sett á fyrsta stigs tilfinningu eins og reiði eða ótta. Kannski er manneskjan reið yfir að brestur hafi komið í trúnaðinn og óttast að sambandinu sé lokið. Þegar fólk er spurt hvernig því líði þegar það segist vera afbrýðisamt nefna margir reiði eða ótta. Að- stæður kalli á að reiðin sé stimpluð sem afbrýðisemi. Athyglisverður kynjamun- ur hefur komið í ljós í sam- bandi við tilfinningálegar útskýringar á afbrýðisemi. í mörgum samfélögum víða um heim er líklegra að konur bregðist við afbrýði- semi með þunglyndi en karlar með reiði. Það er al- kunna að manneskja sem finnur til vanmáttar til að geta breytt einhverju bregst við með deyfð og depurð. Félagsfræðin á líka sínar hugmyndir um orsakir af- brýðisemi. Afbrýðisemi er leið fyrir hópa til að setja ákveðin mörk á þau sam- bönd sem teljast mikilvæg. Þessi mörk eru norm í hópnum og ef farið er yfir þau stingur afbrýðisemin upp koliinum sem viðvör- unarmerki. Einstaklingn- ... líklegra aö konur bregðist við með þung- lyndi, en karlar með reiði um finnst einhver utanað- komandi ógna sambandi sem er honum mikils virði. Athuganir á 92 þjóðfélög- um hafa ennfremur sýnt að því meiri áhersla sem lögð er á gildi hjónabandsins því sterkari verða afbrýðisem- isviðbrögðin. Kynlíf skiptir máli í öllum þjóðfélögum. Bæði hjá þeim sem reyna að bæla allt sem minnt getur á kyn- líf og þeim sem eru opinská í viðhorfum til kynlífs. Það er hægt að spyrja sig hvers vegna eitt ákveðið sam- band ætti að skipta máli í opnari eða frjálslyndari þjóðfélögum. Svarið er kannski að' þótt makinn skipti einhverju máli þá skipta tækifærin til samlífs meira máli. Ailt sem getur truflað áframhald tækifær- anna til samlífs er aðal ógm in og vekur afbrýðisemi. Reiss heldur því fram að kynferðisleg afbrýðisemi innan þess sem kalla má hjónaband þekkist í öllum þjóðfélögum og að hvert þjóðfélag hafi leiðir til að bregðast við afbrýðisemi. Það sé ekki rétt að til séu þjóðfélög sem þekki ekki afbrýðisemi bara af því þau hafi ekki orð yfir það. Sú staðreynd að ekki séu til orð yfir einhverja hegðun eða tilfinningar bendi oft- ast nær til þess að viðkom- andi samfélag sé að reyna að fela hlutina. Veit annars einhver hvað þýðir að „gera það“? Hvað er þetta „það“?! Spyrjió Jórtu um kynlífió. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.