Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 20

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. MARS 1991 DíljjlU* íolcitohnr {ijóðéögnr „Undir sjö tíundu íslands er olía sem ég og pabbi eig- um. Það er fjöldi skipa í stanslausum ferðum með olíu sem við seljum víða um heim." Þannig sagðist manni frá sem stóð í þeirri trú aö hann væri ótrúlega vel settur fjárhagslega. Maðurinn trúði því statt og stöðugt að hann væri auðkýfingur mikill. Eigi að síður starfaði hann sem matsveinn á rúmlega 100 tonna vertíðarbáti. Þegar hann var spurður hvers vegna hann væri á vetrar- vertíð í stað þess að stjórna sínum stóru og sterku fyrir- tækjum svaraði hann alltaf meö þessum orðum: „Ég er að jafna mig eftir fótþrot." Manninum var tíðrætt um auð sinn og áhrif. Hér á eftir fer samtal við þrjá af skipsfélögum hans. „Bjössi minn. Ég þarf að ræða við þig aðeins vinur minn. Ég vil endilega tryggja þér glæsta framtíð. Því bið ég þig að sjá um úti- X bú Landsbankans á góðum stað úti á landi fyrir mig. Ég tryggi þér góð laun Bjössi minn ef þú vilt taka þetta að þér." Bjössi, sem vissi fullvel af alvöru málsins, játti þessu góða tilboði. Áfram hélt kokkurinn: „Aggi minn. Ég vil endi- lega gefa þér Kassagerð- ina. En ég geri það ekki án skilyrða, Aggi minn. Þannig er að ég hef átt í miklum vanda með annað fyrir- tæki. Þú mátt eiga Kassa- gerðina ef þú tekur að þér að reka fyrir mig Áburðar- verksmiðjuna." Aggi þáði gjöfina. Mað- urinn skrifaði því afsal þar sem hann setti inn skilyrðið um að Aggi hafi tekið að sér að sjá um rekstur Áburðar- verksmiðjunnar næstu tíu árin. „Siggi minn, ég vil endi- lega að þú farir í Stýri- mannaskólann. Það hafa engir átt þangað annað eins erindi og þú. Sjómaður eins og þú verður hreinlega að mennta þig. Ég skal kosta námið og greiða þér skipstjóralaun meðan þú ert í skólanum." Siggi sagðist glaður þiggja þennan vinargreiða. „Þegar þú kemur úr skól- anum verður tvö þúsund tonna japanskur verk- smiðjutogari í Reykjavíkur- höfn. Hann á að heita í höf- uðið á þér Siggi minn. Þú átt að eiga hann og ég veit að þér mun takast að gera hann út með sóma. Hvern- ig viltu hafa hann á litinn, vinur minn?" „Bláan," svaraði Siggi. (Úr einfeldningasögum) ÉG ER HREINT AFBRAGÐ — segir Stefán Jónsson myndlistarmaður, ísienskumadur, tónlistarmadur og framúrskarandi verkmaður. Stefán Jónsson lista- maður er mörgum að góðu kunnur enda selur hann grimmt málverk eins og hann orðar það sjálfur. „Ég er alitaf að vinna við að mála og ramma inn, enda sel ég svo mikið að enginn málari hefur selst annað eins nema Ásgrím- ur Jónsson. Mamma mín kenndi okkur báðum að teikna, mér og Ásgrími, og ég hef verið að fást við þetta frá blautu barns- beini. Hún var stórgáfuð kona hún mamma mín og afar listfeng. Mamma mín var kona sem var svo fram- úrskarandi að hún var langhæst á öllum prófum í Kvennaskólanum.“ Stefán er með málverk af mömmu sinni sem hann mál- aði sjálfur hangandi uppi í stofunni. „Mér þótti svo óskaplega vænt um hana mömmu. Veistu það að mamma mín var afbragðs tónskáld og það var hann pabbi minn líka. Ég er framúrskarandi vel virkur og það var Ásgrímur líka. Það þýðir ekkert að kasta til höndunum. Þolinmæði og þrautseigja voru einkunnar- orð mömmu minnar og ég gerði þau að mínum. Það verður enginn stórkall eins og ég nema að hafa það í huga. Hann afi minn keypti vélar þegar ég var fimm ára tjl að ramma inn myndir fyrir Ásgrím. Þá kynntist ég Ás- grími og byrjaði að mála fyrir alvöru. Ég gaf honum síðan ekkert eftir með afköstin. Föðurbróðir minn tók síðar eitthvert besta próf í andlits- málun sem hægt er að taka í Listaháskóla í Chicago. Hann kenndi mér síðan vinnu- brögðin þegar hann kom heim.“ Stefán sýnir mér hlutföllin í andlitinu með því að bregða þumalfingri undir hökuna og vísifingri upp á nefið. „Þetta svæði er þriðjungur af andlitinu. Að vísu er lítið að marka andlitið á mér því nefið á mér stækkaði svo mikið þegar ég byrjaði að troða upp í það neftóbaki." t Stefán gengur alltaf með gríðarstóra einkennishúfu. Á gylltri plötu framan á húfunni er letrað listamannsnafnið Stórval. „Það álíta nú margir að ég sé að herma eftir Kjarval. Nafnið er þannig til komið að St stendur fyrir Stefán Ó stendur fyrir Jónsson, V fyrir Vilhjálm vegna þess að ég heiti Stefán Vilhjálmur og al fyrir Möðrudal. Síðan er R bara með til að það hljómi betur. Þetta er óskaplega fal- leg húfa. Hrein listasmíði enda er ég ákaflega listfeng- ur.“ Stefán flutti til Reykjavíkur árið 1950. „Þú ert búin að skrifa alveg óskaplega mikið,“ segir Stef- án ánægður. „Finnst þér ég ekki skýrmæltur? Ég er einn besti íslenskumaður á land- inu svo hef ég líka frá svo mörgu skemmtilegu að segja. Þegar ég varð 80 ára seldi ég 150 myndir. Þá var nú haldin gríðarlega stór veisla og borgarstjórinn gaf allt vínið í hana. Það komu meira að segja útlendingar sem voru að kaupa fínar peysur í Rammagerðinni. Þeir fengu vín líka. Ákaflega kurteisir menn sem fóru mjög fljót- lega,“ segir Stefán hugsi. „Ég sel alveg gríðarlega mikið. Veistu af hverju? Lengi vel var álitið að einhverjir karlar væru góðir málarar af því að þeir gátu selt myndir svo dýru verði. Þeir seldu nú samt aldrei nema eina eða tvær myndir og það var lítið gagn í því. Ég var bara svo langtum betri en þessir menn. Enda hafði ég alveg af- bragðs kennara. Ég greiddi síðan með mínum fræga dugnaði allan minn framúr- skarandi lærdóm sjálfur. Bráðum verður stór sýning á verkum mínum á Korpúlfs- stöðum og þá fæ ég tvær stærstu og bestu stofurnar þar. Mér verður hreinlega valið allt það besta sem til er. Ég ætla svo að halda áfram að mála meðan deigur dropi er enn eftir í mér enda er mín fjölskylda annáluð fyrir dugnað," segir Stefán og teymir mig inn í eldhús þar sem hann spilar fyrir mig; Þú guð sem stýrir stjarna her. „Svona spila ég áttraddað fyrir borgarstjórann og þjóð- ina,“ segir Stefán alvarlegur með höndina á hjartastað og hneigir sig. SJÚKDÓMAR OG FÓLK Islenskumaðurinn og fótarsárið Einn skólabróðir minn hét Skírnir Válason Okkur strákunum í Laugarnesskóla þótti nafnið ávallt furðulegt. Faðir hans, Váli, (Váli=bróð- ir Óðins) var mikill unnandi norrænnar goðafræði. Hann hafði gefið öllum sínum börnum rammíslensk nöfn, systurnar voru tvær og hét önnur Gná en hin Gunnlöð. Bróðir Skírnis hét Hjálm- beri. Þessum krökkum var öllum strítt í skóla enda þóttu nöfnin óþjál og hinir verstu tungubrjótar. Skírnir var besti piltur en sérlundað- ur. Hann talaði ákaflega fal- legt mál og varaðist allar slettur og slangur enda hafði Váli faðir hans nánar gætur á tungutaki barna sinna. Að loknu stúdentsprófi fór Skírnir í Háskólann og lagði stund á íslensku og sagn- fræði. Við hittumst stöku sinnum á göngum skólans og köstuðum kveðju á hvor annan. Skírnir gerðist fljótt forn í háttum. Hann lifði á skyrhræringi sem hann blandaði fjallagrösum og hafði með sér á dálítilli plast- ikdollu í skólann. Hann gekk um í lopapeysu og lopasokk- um og einkennilegum bux- um sem gárungarnir sögðu að móðir hans hefði saum- að. Skírnir fór snemma að skrifa greinar um túlkun ís- lendingasagna í Tímarit ís- lenskumanna og lesbók Morgunblaðsins birti eftir hann nokkur dýrt kveðin, hefðbundin kvæði. Sumir gagnrýnendur kölluðu hann nýjan Sigurð Breidfjörð en aðrir töldu hann þræl forms- ins gjörsneyddan allri frjálsri hugsun. Sjálfur sagðist Skírnir vilja hafa í heiðri menningararfleifð Islend- inga. GUNNLAUGUR ORMSTUNGA Ég varð steinhissa þegar hann birtist einn daginn á stofunni hjá mér. — Komdu sæll, Skírnir, sagði ég. — Kom þú sæll og blessaður, Óttar minn Guðmundsson, sagði hann, — eg á við þig örindi. Ég tók eftir því að Skírnir var farinn að bregða fyrir sig fornmáli. — Ég hefi fengið fótasár nokkvurt, bætti hann við, — og það rekur mig á þinn fund. — Farðu úr skóm og brók og sýndu mér, sagði ég. Skírnir fór úr brúnleitum fótlaga skónum og buxunum. Hann var í grágulleitu föðurlandi undir utanyfirbuxunum vandlega girtu ofan í lopa- sokkana. — Þú verður líka að fara úr sokkunum, sagði ég óþolinmóður. Skírnir gerði það með mikilli hægð. Þá sá ég sárið á fætinum. Hann hafði rekið ristina í einhvern hvassan hlut og fengið af opið fleiður. Illt hafði hlaupið í sárið og kom- in var ígerð í ristina og rauð- ir taumar sogæðabólgu lágu upp legginn. — Þetta lítur ekki nógu vel út, sagði ég. Það er farið að grafa í þessu. Ég verð að skera í þetta. En helvíti berðu þig vel, bætti ég við, þú er bara eins og Gunnlaugur ormstunga, en hann hafði svona sár á ristinni og vall úr því bæði blóð og vökvi. Hann sagðist ekki vilja haltur ganga með- an báður fætur væru jafn- langir. Skírnir hvessti á mig augun. — Ég þoli ekki þegar leikmenn eru að túlka Is- lendingasögur. Þær eru dýr- mætasta eign þjóðarinnar og það er ekki á færi nema lærdómsmanna að skilja þær eða skýra. Enda dreg- urðu tómar vitlausar álykt- anir. Gunnlaugur hafði að vísu sull á ristinni. En þetta var ekki sár eða ígerð eins og þú áhugamaðurinn held- ur. Þetta var fyrirboði þess sem síðar átti að gerast í sög- unni. Með sárinu hlutgerir höfundurinn augu Helgu fögru sem gráta blóði og tár- um þegar hún og Gunnlaug- ur ná ekki saman. Svar Gunnlaugs;-,,eigi skal haltur ganga . . .“, eru huggunarorð hans til Helgu. Grát þú eigi, og minnir á kristna siðfræði. Auk þess má skilja kynferð- islegan undirtón í þessari frásögn. Fótur Gunnlaugs gæti líka verið manndóms- tákn og táknar þá sennilega reistan lim. Samkvæmt því segir Gunnlaugur: Mér mun aldrei falla hold meðan ég er uppistandandi. Gráttu ekki, Helga, vertu kát! PENICILLIN OG GRETTIR Ég var dolfallinn undir þessari orðræðu. Nú skildi ég loks að það var ekki á allra færi að lesa Gunnlaugs sögu ormstungu. — Hvað um það, sagði ég vandræða- lega. Ég tók deyfisprautu og deyfði húðina yfir sárinu og brá síðan kuta á bólguna. Gulur gröftur vall úr ígerð- inni. Ég hreinsaði þetta eftir bestu getu, tók strok í rækt- un og bjó um. — Svo verð- urðu að taka fúkkalyf við þessu, sagði ég. Ég skrifaði út penicillin-töflur og fékk Skírni. — Það hefði verið betra ef Grettir hefði fengið penicillin í Drangey, þegar hann var að fást við sitt fót- armein, sagði ég hugsunar- laust. Skírni var nú greini- lega nóg boðið. — Sam- kvæmt kenningum mínum og annarra íslenskumanna táknar fótarmein Grettis eilífa baráttu góðs og ills, baráttu kristni og heiðni og heilagt stríð lítilmagnans fyrir rétti sínum. Það eru viss tengsl milli Grettis og Víetnamstríðsins. Þú skilur greinilega ekkert í íslend- ingasögum. Þú ættir að lesa ritgerð eftir mig sem birtist í Hrungni Tímariti sagnfræð- inga um þetta efni sem heit- ir: Táknmál galdra og fjöl- kynngi í Grettissögu í ljósi bandarískrar heimsvalda- stefnu fyrr og nú. Annars held ég að þú skiljir ekki svona grein. Ég andvarpaði og sagði: — Ég ætti kannski að hætta að lesa íslendinga- sögurnar. — Já, það held ég, sagði Skírnir, þú skilur þær ekki hvort sem er. Enda skilja þær engir lengur nema ég og nokkrir aðrir uppi í Háskóla. — Ég fer þá bara að lesa Morgan Kane, sagði ég. Já, gerðu það, sagði Skírnir, þar hæfir kjafti skel. Hann hysjaði upp um sig föðurlandið, hrifsaði af mér receptið og skundaði út.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.