Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 4

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. MARS 1991 Þaö er rétt aö koma hér að smá viðvörun ti! landsmanna því búast má við að hér á landi birtist furðulegir túristar í sumar. Eins og áður hefur komið fram hefur verið sýnt mikið efni frá íslandi í MTV músík- sjónvarpsstöðinni en það er lífskúnstnerinn DÓRA EINARS sem ber ábyryu á þv!: Síðan myndirnar voru sýndar i sjónvarpinu hefur ekki linnt innhringingum fólks sem er að spyrjast fyrir um þetta ísland. Því má búast við að hér birt- ist pönkarar og dískó- menn í staö þýsku kenn- aranna. Sem kunnugt er þá hefur starfsemi Arnarhóis og Óperukjallarans verið hætt um sinn en nú geta menn horft til bjartari tíma því 1. apríl verður staðurinn opnaður á ný. Þó að nýir eigendur hafi komiö til skjalanna veröa þeirSKÚLI HANSEN og KARL GUÐBJARTSSON áfram nálægt rekstrin- um. Einn þeirra sem nú ætla að aðstoða við reksturinn er BALDUR ÓSKARSSON viðskipta- fræðingur sem hefur haft rekstur veislueld- húss ríkisins í Borgar- túni 6 á sinni könnu. * Arftakar Sæma og Didduí Sæmi rokk og Didda hafa eignast arftaka og þar með er rokkdansinum bjargað á Islandi. „Það er nóg »ð gera. Við höfum verið að þessu síðan 1987 og ekki misst úr helgi,“ sagði Jó- hannes Bachmann sem rokkar á móti Hróðnýju M. Huldarsdóttur. Þau hafa ferðast um allt land upp á síðkastið með hugljúfa dagskrá sem heitir ,,Rokk- trúðar og trylltar meyjar". Þau Jóhannes og Hróðný eru atvinnumenn því þeg- ar þau eru ekki að dansa fyrir trylltan iýð eru þau að kenna rokk. — Og áhug- inn fer vaxaiiui, segir Jóhannei en þau skötuhjú hafa meðal annars tekið að sér að dansa í brúðkaupum. — Ekki þó brúðarvalsinn og það skal tek- ið fram að þau Jóhannes og Hróðný eru ekki par. Jóhannes segir að ætlun- in sé að setja upp heljar- innar sumarsýningu og ferðast með hana um land- ið. Þar á sko að rokka en með í för verða hljómsveit og söngvarar. Fyrir þá sem koma til með að sjá' þessa skemmtidagskrá er rétt að geta þess að þau Jóhannes og Hróðný rokka uppíþriggja metra hæð en hærra þora þau ekki að fara hér á landi. Sumir rokkarar erlendis rokka hins vegar upp í fimm og hálfs meters hæð þannig að hér er um hálfgerða loftfimleika að ræða. o® * * STAp p FÝAlRjc 5 T R um nokkurt skeið hefur verið starf- rækt klappstýrulið sem tarfar fyr ir ruðningsdeild Breiðabliks. Er lið þetta skipað ungum tátum sem eru að læra til stúd- entsprófs í Menntaskóla Kópavogs. Æfa þær nú nótt sem nýtan dag til að geta gera allt „klappað og klárt“ fyrir sum- arið. í stuttu samtali við nokkrar hnáturnar sögðust þær vera að safna sér fyrir svokölluð- um klapppúðum, með sölu á ýmsu góðgæti svo sem sæl- gætisormum. Sögðust þær ekki vera með neitt „porno-show“ og því ætti enginn að hneykslast á þessu framferði þeirra. Einn- ig vildu þær eindregið koma því á framfæri að þær væru „eitur“hressar og að þær væru EKKI að reyna við strákana í ruðningsdeildinni, sem væru með endemum ófríðir. Barði Vafasamar stúlkur isfirðingur og ævintýri hans í Reykjavík Við Reimar sátum heima og vorum að ræða hvor okk- ar væri gáfaðri. — Eg er svo fluggáfaður, sagði ég, að þegar skólinn byrjar þarf ég auka tösku til að halda á öll- um gáfunum yfir götuna. — Ég er svo Ijóngreindur, sagði Reimar, að ég gæti tek- ið alla bekkina í gaggó á mænunni. —Við hvað áttu? — Ég get sagt þér það. Ég var einu sinni sendur í sveit fyrir að komast í ölvunar- ástand af blettavatni. Þeir byrjuðu að reyna að kalla mig Reimar blettavatn í Bol- ungarvík. Það tókst ekki hjá þeim. í sveitinni var ég lát- inn reka beljur. Mér þótti það leiðinlegt verk. Ég var stundum að óska þess að ég gæti tekið heilann á mér úr sambandi meðan á rekstrin- um stóð og rekið þær ein- vörðungu á mænunni. Þef- aðu aldrei af blettavatni frændi. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra. Við Reimar höfðum þreytt gáfnapróf til niðurröðunar í bekki í vikunni þar áður og eftir hádegi átti að gera úr- slitin kunn. — Ef ég lendi í D-bekk, sagði ég, þá frem ég hara- kírí. — Engin hætta á því, sagði Reimar, ég mundi segja við lentum báðir í C. Ég reyndi að klúðra öllu á prófinu til að lenda ekki í A. Ef það fréttist til Bolungarvíkur að Reimar Ellu, ég er kenndur við mömmu, væri orðinn A- bekkingur þá er úti um mig. Ég sver þér það frændi, ég hengi mig ef slíkt gerist. Hvert er þitt versta fag? — Landafræði. Ef þú uppástendur að Kuala Lumpur sé hafnarborgin í Örfirisey þá hef ég ekkert við það að athuga. En þitt? — Réttritun, sagði Reimar. Helvítis ypsi-lonin og allar flóknu setningarnar sem sjálfur Ari fróði hefði engan botn fengið í, t.d.: íngjaldur sýndi engan miskunn en lét Þráinn bera náinn fyrir ás- inn. Ég gekk út að glugga á Frakkastíg 4 og leit út í Lind- argötuskólaport. Þar var mjög túberuð stelpa og hall- æristöffi á támjóum skóm. Einnig töluvert lið úr Bjarn- arborginni á lopapeysum og gúmmískóm. Við Reimar gengum yfir götuna. Veður var gott og gott var að vera greindur þennan gáfna- prófsdag. — Þú mátt bóka, sagði Reimar, að einn sem lendir í A-bekk verður borgarstjóri. Að minnsta kosti fjórir sem lenda í B verða lögfræðingar eða flugmenn. Það er alveg klárt. Tveir til þrír úr C- bekknum eru nógu vel gefn- ir til að verða skipstjórar eða skikkanlegir matsveinar. En allir sem lenda í D eru svo vitlausir að þeim er ekki við- bjargandi. Þeir eru ekki tæk- ir í bæjarvinnuna því það er ekki hægt að kenna þeim að halda rétt á kústi. Þeir reyna að sópa með honum öfug- um. Alveg eins með stelp- urnar. Þær sem lenda í A verða sendiherrafrúr. Þær sem lenda í B og C giftast bara. En allar sem lenda í D verða kanamellur. Heldurðu að ég viti ekki hvað ég er að segja? Bíddu bara og sjáðu. — Uss, einhver hastaði á Reimar. Hann tók upp pakka af Winston og sló nett fram rettu til að sýna hann væri sjálfstæður. Yfirkennárinn var kominn út á tröppur til að gala fólk inn í bekki. Hann var fljótur niður röð- ina. Ragnheiður Valgeirs- dóttir var góluð inn í A. Þar næst var veinað á Reimar Eiríksson. Ég var að hug- leiða hversu furðulegt væri að frændi minn ætti sér al- nafna þegar ég sá hann sem í draumi hverfa frá mér og trítla inn um dyrnar. Slíkt sjokk var þetta að ég var enn ekki búinn að ná fullri heilsu þegar lesið var inn í B-bekkinn. Ég var á góðum batavegi á meðan C- bekkur var kallaður til stofu. Eins og allir vita heiti ég Jón- as. Þegar komið var fram yf- ir stafinn J í C-bekk kom reiðarslagið. Svo var byrjað að lesa inn í D. Ég var lentur í tossabekk. Ég var lentur í D. Af öllum þeim ösnum sem þar sátu inni var ég versta fíflið. Ég hafði talið mig sjálfkjörinn meðal aðalsins í A. Ég vissi það eitt að ég var of heimsk- ur til að halda rétt á kústi og fyrir mér lá að fremja hara- kírí. Það var þó bót í máli að Reimar yrði nauðbeygður að hengja sig. Eftir nokkra stund fór mér að líða skár. Það gerðu stelp- urnar. Ég hafði aldrei séð á einum stað jafn margar stúlkur með svo vafasama framtíð. Olafur Gunnarsson RáBist á ragsm Hinir hræðilegu ham- borgararassar Ameríku- manna eru komnir til Dan- merkur. Líklegt er talið að þeir komi hingað — En ekki er of seint í rassinn gripið, það er hægt að berjast við meinið. Auðvitað er hægt að fara í loftleikfimi en ekki nenna allir því. Hér eru nokkur góð ráð til að ráðast á rassinn: Labbaðu hraðar og þrýstu saman rasskinn- unum þegar þú gengur. Einnig er gott ráð að þrýsta saman rasskinnunum þeg- ar þú situr eða stendur — þetta má jafnvel gera í strætó. Gott er að gera þetta fimmtíu sinnum í einu. Þá er gott að fram- kvæma sparkæfingar sem felst í því að standa við handklæðahengið og sparka öðrum fætinum aft- urábak.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.