Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 23

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 23
... fá bensínstöðvarnar fyrir trektirnar góðu handa okkur bensín- lausu. SJÓNVARPIP ÁX SSL 25 eða Sérsveitin Laugarás- vegi 25 er stuttmynd eftir Oskar Jónasson, þann sem auglýsir af- notagjöld Ríkisútvarpsins þessa dagana. Myndin e.r um einka- rekna víkingasveit á æfingu. Hún heillaði úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs sem gaf Óskari hæsta styrk til að framleiða langa mynd; Reykjavik — Sód- óma. Sýnd í sjónvarpinu á sunnu- dagskvöld kl. 20.50. STÖÐ2 Blóðspor Tatorl: Blutspur er þýsk sakamálamynd með spæj- aranum Schimanski. Hann rann- sakar morðmál en skoðar sam- hliða konur og deilir við yfirboð- ara sinn. í lokin leysir hann gát- una. Sýnt á Stöð 2 í kvöld kl. 23.05. BÍÓIN_____________________ Guðfaðirinn III The Godfather part III Háskólabíói. Enn þann dag i dag getum við þakkað Cop- pola fyrir tvær fyrstu myndirnar um guðföðurinn. Þær eru einu orði sagt stórkostlegar og þó sér- staklega sú fyrsta. Þriðja myndin er ekki eins stórkostleg en samt feikigóð. Kúnstin við að njóta hennar er því að hætta aö þykj- ast vera kvikmyndagagnrýnandi sem þarf að hafa skoðun á því hvort Coppola sé betri eða verri en áður. Sitja þess í stað í sætinu sinu, éta popp og láta sig líða inn i myndina. Það eina sem getur truílað er dóttir Coppola, sem er ekki bara lélegur leikari heldur ljót og ósjarmerandi stelpa. Og það er næstum því ófyrirgefan- legt því mafíuheimurinn er svo flottur. Mann dauðlangar til að skjóta yfirmanninn sinn eftir að hafa séð Guðföðurinn, svona rétt til þess að ýta undir framann. LEIKHÚSIN Rigoletto verður Joksins tekið upp að nýju í Islensku óperunni nú um helgina. Sólrún Braga- dóttir syngur hlutverk Gildu. Um næstu helgi fer Diddú síðan með hlutverkið. Þá er hins vegar næstum allt uppselt. Þeir sem ætla að sjá óperuna verða því að fara um þessa helgi eða sleppa því annars. Hallo. Einar Áskell er hin besta skemmtun fyrir börnin og þá fullorðnu sem fylgja þeim. Það er því synd hvað kennarar og fóstrur eru iðin við að fara með börnin á skólasýningar. Foreldr- arnir verða þvi bara að fara með börnin aftur. KLASSÍKIN Sinfónían og fiðluleikarinn Viktor Tretjakof eru með tón- leika í Háskóiabíói í kvöld og leika fiðlukonsert Tsjajkovskís. Auk þess leikur hljómsveitin verkið Sónans eftir Karólinu Ei- ríksdóttur og Sinfóníu nr. 2 eftir Charles Ives. Stjórnandi er Murry Sidlin. POPPIÐ Blús-kompaní spilar á Tveimur vinum í kvöld. Tómas R. Einarsson verður með tónleika á Púlsinum ásamt félögum sínum og þeir eru ekki af verri endanum. Pétur Ostlund trommar og Frank Lacy blæs í básúnu. Pétur þarf ekki að kynna og Lacy er vist meirihátt- ar. Tónleikarnir verða endur- fluttir á föstudagskvöld. KK-dúó er lika til og eins og í öðrum útgáfum af KK þá er það Kristján Kristjánsson blúsari sem er í stafni. Þorleifur bassaleikari er í dúóinu. Þeir spila í Púlsinum í kvöld eftir að Tómas R. hefur lokið sér af. Við veðjum á að Pét- ur Östlund rjúki í settið með KK. Gallileó spilar eftir miðnætti á föstudags- og laugardagskvöld á Púlsinum. Þetta er hljómsveit þeirra Sævars Sverrissonar, Jens ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT: 1 himna 6 röngu 11 galla 12málmur 13spjátrung 15 alls- |aus 17 átvagl 18 rógbera 20 seint 21 klúryrði 23 neitun 24 hörfuðu 25 braukar 27 hryssur 28 hluttekningar 29 skýjafar 32 tóbaks 36 ölvun 37 sonur 39 lokaorð 40 hross 41 hlífir 43 hreyfa 44 málmur 46 hringir 48 votti 49 spræna 50 smitaðir 51 ávexti. LÓÐRÉTT: 1 hæðna 2 umtalsill 3 lána 4 samkomu 5 stéttar 6 ástar- gyðja 7 vind 8 kista 9 malir 10 yndi 14 káf 16 geðjast 19 haf 22 tálga 24 nota 26 kveikur 27 sjór 29 skinnræmu 30 hækki 31 dreifar 33 þurfalingar 34 dreitil 35 hvassi 37 bregðist 38 kindarsíða 41 ævi- skeið 42 ósaði 45 planta 47 eira. Hilmarssonar og Ráfns bítlavin- ar. Þeir spila gullaldarpopp í anda frumbernsku Pink Floyd. Loðin rotta verður á Tveimur vinum á föstudags- og laugar- dagskvöld. Þar sem þeir piltar fara er mikið fjör. Norskir jasspáfar halda tónleika á Púlsinum á laugardagskvöldið ásamt Pétri Grétarssyni tromm- ara. Af Nojurunum skal fremstan telja Filip Á. Kruse en hann er of- virkur jassari sem útsetur, gefur út, spilar ogsemur fleiri hundruð verk á hverju ári. SJÓ Halli, Laddi og Bessi eru með kabarett á Sögu. Kostar 4.400 krónur með mat. að það sé hægt að búa til dálítið samstæðan hóp gesta með þvi að koma upp stað fjarri miðbænum. Þeir sem stunda Blúsbarinn, Bíó- barinn, Borgarvirki, 22, Nl, Gaukinn, Glaumbar, Fógetann, Naustskrána og alla þessa staði niðri i bæ koma alla vega ekki þangað. Með því að losna við þá er hálfur sigur unninn. MYNDLISTIN Guðjón Bjarnason hefur sýnt eins og óður maður í Reykjavík og París að undanförnu. Nú sýnir hann arkitektúr i Síðumúla 4 en þar er Gallerí samskipti. Það verður ekkert vatn á 22 allt fram til 22. mars, en þetta er nafn á sýningu Kínverjans Wii Zhanshuan. Hann hefur breytt þessum veitingastað í helli og málað'blóðrauð kínversk tákn á veggina. Við mælum með að sýningin verði ekki tekin niður. Þetta fer staðnum miklu betur en útsýnið útí norðangarrann á Laugaveginum. John Hopkins sýnir i Gallerii 11 HÖTEL f^KND VMiMt-mnrmmi i trnni BÖHKAÍI ■ nH\mm Rokkað á hiinnum er söngdag- skrá á Hótel íslandi með heljar- innar helling af söngvurum. Kostar 4.400 krónur með mat. Við eigum samleið er dagskrá i Breiðvangi með lögum sem Vil- hjálmur Vilhjálmsson gerði fræg á sínum tima. Kostar 3.900 krón- ur með mat. NÆTURLÍFIÐ Kringlukráin sannar tvennt. I fyrsta lagi að barþjónar geta ver- ið aðdráttarafl eins og gítar- plokkarar og matreiðslumenn. Alla vega kemur töluverður hluti af gestum Kringlukrárinnar þangað vegna þess að það er hægt að ganga að honum Sig- þóri þar vísum. í öðru lagi þurfa smærri veitingastaðir ekki að vera niðrí bæ til að ganga vel. I raun er hægt að halda því fram Masson í Kaliforniu. Ár- gangurinn er '86 og verð- ið sérlega gott, aðeins um 830 krónur. Ágætt hversdagsvín. Eins og nafnið bendir til er þetta vín einungis pressað úr Cabernet Sauvignon þrúgum. Því svipar til franskra vína úr sömu berjategundum en telst þó ekki jafn gott. Ef menn hafa tök á að geyma vínið í 6—8 ár verður það enn Ijúffeng- ara. Hið lága verð stafar einmitt af mikilli fram- leiðslu og hversu fljótt það er sett á markaðinn. og Birgir Björnsson í Galleríi Sævars Karls. Það er svo stutt á milli þessara sýningasala að það hentar vel að taka þá samtímis i mennipgarskokkinu. VEITINGAHÚSIN Café au’lait í Hafnarstræti er annað kalfihúsið sem opnað er á stuttum tíma í miðbæ Reykjavík- ur. Líkt og það fyrra, Kaffi Splitt á Klapparstíg, er Café au’lait rek- ið af ungu fólki. Og líkt og á Kaffi Splitt eru gestirnir líka ungir. Og aftur eins og á Kaffi Splitt er hægt að ganga að því sem vísu að einhver ungu gestanna sé að yrkja yfir kaffibollanum. Og við, þessi eldri, hugsum með okkur: Hver djöfullinn, ætlar þessi fjár- ans kynslóð að fara að yrkja upp helvítis leirburðinn frá hippun- um eins og hún hefur stolið lepp- unum þeirra? Café au’lait er um- gjörð um samræður eða ein- manaleik gestanna frekar en veitingasala. Kaffið er i sjálfu sér allt i lagi og sumt meðlætið einn- ig. En umgjörðin er aðalatriðið. Hún er ungæðisleg og hentar menntskælingum og fólki sem hefur tekist að halda í trúna um Vinsælustu myndböndin 1. Dark Angei 2. Look Who's Talking 3. Internal Affairs 4. Miami Blues 5. Why Me? 6. Back to the Future III 7. Revenge 8. Wild Orchid 9. Loose Cannons 10. Joe versus the Volcano annað líf eftir fæðingu en það sem við hin erum föst í. ÁÐUR ÚTI NÚNA INNI Það er kannski fullseint en þó er rétt að ítreka það að háir hælar eru inni. Jafnvel svo að Sunday Times veit af því. Og um leið öðl- ast allar þær konur uppreisn æru sem aldrei gáfust upp og gengu á háum hælum i gegnum hinn flat- botna níunda áratug. Þar ber Rósu Ingólfsdóttur hæst. Og nú reyna eldri konur að rifja upp kúnstina og ganga óstyrkum fót- um á eftir Rósu. Yngri konur kaupa sér sína fyrstu háhæluðu skó og reyna sjálfsagt að komast fram úr Rósu — allavega hafa sumar þeirra sést á allt að tíu sentimetra háum hælum. Við svona hersingu er ekkert að segja. Jafnvel fótameinafræðing- ar gefast upp og segja að háir hælar séu í lagi ef þeir eru notað- ir í hófi. Þannig er það víst með allt gott í lifinu. ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI Kaffi Opera var einu sinni að- al-veitingahúsið í Reykjavík en er það örugglega ekki lengur. Kannski er það vegna þess að Herluf Clausen eignaðist það og fólk kann ekki við að borða á veitingastaðnum hans og með hann vappandi um salinn. En lík- ast til er ástæðan einfaldlega sú að veitingastaðir i Reykjavík geta ekki verið inni nema i eitt ár hið mesta — eins og allstaðar annars staðar í heiminum. Þess vegna er veitingahúsabransinn geðveikur bisness og á endanum eignast menn eins og Herluf alla staðina. En hvað um það. Það er ekkert jafn púkó og sjást á veitingastöð- um sem einu sinni voru hámóð- ins. Það er jafnvel verra en sjást opinberlega slafra í sig hamborg- ara og annað sjoppufæði á ein- hverjum skyndibitastaðnum. VIÐ MÆLUM MEÐ Hemma Gunn og vonum að þeir á Sjónvarpinu átti sig aldrei á því að þjóðin elsk- ar „talk-show" en er líkast til al- veg sama um Hemma. Ódýru nautasteikunum á Nl-bar Það dregur heldur ekki úr ánægjunni að Gunni í Ópus af- greiðir — eins matarlegur maður og hann nú er. Daðri vegna þess að kynhlutverkin eru skemmtilegustu rullurnar sem fólk getur farið með. Háleitum markmiðum Raunsæi er ekki það að lækka markmiðin heldur að sætta sig við það ef þau nást ekki.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.