Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 25

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. MARS 1991 25 ✓ Islenskir karlmenn horfast í augu við staðreyndir lífsins Þórarinn Tyrfingsson: „Mitt líf og yndi að vera heima og gera ekki neitt." við að þetta væru verk mæðranna og eigin- kvennanna. Sem strákur var maður þó stundum notaður til að ryksuga, en það var yfirleitt samkvæmt fyrirskipan og verk- stjórn húsmóðurinnar. Svo eldist maður smám saman og tærir," segir Ellert og bætir við að ekki megi gleyma, að sumar konur vilji helst sjá um þessi verk sjálf- ar. „Og það verður hver að haga málum eftir sínum vilja." ÚTILOKAÐ AÐ RYKSUGAN VALDI HJONASKILNAÐI I samtölum hjóna við presta koma húsverkin gjarnan upp á yfirborðið. Séra Jón Dalbú Hró- bjartsson prófastur í Reykjavík kannast við þetta, en segir þó sjaldgæft að ástæður hjónaskiln- aða megi einungis rekja til ágreinings um tiltekin húsverk. „Yfirleitt er um eitthvað annað að ræða, en að viðkomandi vilji ekki ryksuga," segir hann. „En hins vegar þarf oft lítið tij að koma skriðunni af stað. I sumum tilfellum hefur fólk samið um þessi mál, skipt verkum á milli sín, en að mínu mati kann að vera skynsamlegra að vinna verkin saman, einkum ef bæði vinna úti. Það er oft heillavæn- legri lausn." Áður en fólk gengur í hjóna- band afhenda prestar því lítinn bækling sem heitir Hjónabandið í brennidepli. Þar er fjallað um flesta þætti hjónabandsins, en hins vegar ekkert um húsverkin sem slík. Eru þau mál kannski ekkert rædd við hjónaefnin? SAMNINGAR KUNNA AÐ VALDA TOGSTREITU______________ „Það er misiafnt hvernig stað- Kristján Þorvaldsson ið er að undirbúningi fyrir hjóna- band. Sjálfur fer ég töluvert ofan í þessi mál með fólki. Ég hvet það til að vinna saman að því stærsta og smæsta í hjónaband- inu, ekki síst þeim einföldu verk- um sem þarf að vinna. Eflaust geta sumir staðið við samninga um að skipta verkum, en oft veldur það líka togstreitu." En hvað gerir presturinn sjálf- ur? „Ég sinni húsverkum mjög gjarnan, enda ákveðin afslöppun í því frá mínum daglegu störf- um. Mér finnst alls ekkert leiðin- legt að taka til, vaska upp og ganga frá hlutum. Það er ákveð- in hvíld í því, meira áþreifanlegt en sitja í sálgæslu. Mér finnst heimilisverkin því síður en svo leiðinleg og vil gjarnan eiga samfélag við mína konu um þessi verk." AUKIN VÉLVÆÐING HELSTA VON í JAFNRÉTTIS — BARÁTTUNNI Einar Már Guðmundsson: „Tek þátt í flestu og er ágætur í eldhúsinu." Ellert B. Schram: „Maður lærir smátt og smátt að disk- arnir vaska sig ekki upp sjálfir, ryksugan fer ekki af stað af sjálfu sér og skítugu fötin ganga ekki hrein og fin út úr skápunum." Mótsagnirnar eru margar þegar heimilsstörfin eru annars vegar og goðsagnirnar hrynja hver á fætur annarri. Hingað til hefur því t.d. verið haldið fram, að karl menn kunni frekar við sig í grófari verkum sem lúta að heimilishaldinu viðhaldi hús- eignarinnar og stússi í kringum bílinn. Ekki einu sinni þettar heldur, þegar rætt er við karlana sjálfa. Þeir viðurkenna kinnroðalaust að hamarinn leiki ekki í höndunum á þeim. Einar Már sagðist jú treysta sér til að mála, en ein- ungis stóra fleti. Einn viðmæl- enda ÞRESSUNNAR sagðist gjarnan sjá um þrif á bílnum, en þó með þeim hætti að aka honum á bílaþvottastöð. Og að lokum eitt hrópandi dæmi úr kvennafræðunum: „Eftir því sem vélvæðing heimilanna hefur aukist hafa karlarnir tekið virkarí þátt í heimilisstörfunum." Ágæt kvenfrelsiskona sem ræddi við blaðamann PRESSUNNAR sagði að þetta væri líklega eina skýringin á því að þokast hefði í jafnréttisátt á heimilunum. Því auðveldar sem störfin ynnust því meiri líkur væru á að karlarn- ir tækju til hendiríni. Hins vegar má snúa þessu á annan veg: Eftir að karlarnir fóru að taka meiri þátt í heimilis störfunum urðu þau léttari. Það voru þeir sem komu með hugvitið og hagræð- inguna. s 'törf siðanefndar Blaðamanna- félagsins hafa verið umdeild meðal blaðamanna. Nú hefur dregið til tíð- inda þar sem vara- maður í siðanefnd- inni hefursagt afsér. Það er Birgir Guð- mundsson, .frétta- stjóri á Tímanum, sem sagði af sér. Birgir er ósáttur vegna tveggja úrskurða sem nefnd- in hefur fellt. Bæði málin snúa að Tímanum. Annað er vegna skrifa Halls Magnússonar um Þóri Stephensen og hitt vegna mynd- birtingar í Tímanum. í niðurlagi af- sagnarbréfsins segir Birgir: „Starfs- hættir siðanefndar B1 hafa að veru- legu leyti einkennst af handahófs- kenndum vinnubrögðum og ósið- legum úrskurðum." í máli Halls Magnússonar klofnaði siðanefndin. Elías Snæland Jónsson, aðstoðar- ritstjóri á DV, var ekki sammála meirihlutanum. Birgir Guðmunds- son segir meðal annars að furðulegt sé að nefndin fjalli um málið á sama tíma og það er til meðferðar hjá dómstólum . . . Töluverð læti hafa orðið út af tímariti Krossins sem heitir Ábend- ing. í grein í síðasta blaði var ekkert verið að spara ummælin um rokk og aðra álíka dægurtónlist. Var því blá- kalt haldið fram að hún væri komin frá djöflinum og er sagt að ef plöt- urnar séu spilaðar aftur á bak megi finna skilaboð um hvað eigi að gera. Þrátt fyrir skemmtanagildi slíkra fullyrðinga mun sumum tónlistar- mönnum ekki vera skemmt . . . s ^^jálfstæðiskonur eru sagðar hafa farið illa að ráði sínu á lands- fundi flokksins um síðustu helgi, með því að stilla upp mun fleiri kandídöt- um í miðstjórnar- kjöri en raunhæft var að ætla að næðu kosningu. Heyrðist meðal þeirra, að með þessu hefði Sigríður Anna Þórdardóttir for- maður Landssambands sjálfstæðis- kvenna gert taktísk mistök, keyrt á of mikilli bjartsýni. Að minnsta kosti varð niðurstaðan sú, að konurnar náðu inn aðeins þremur fulltrúum af 11 sem kosnir voru í miðstjórnina, þeim Þuríði Pálsdóttur, Hildi- gunni Högnadóttur á ísafirði og Drífu Hjartardóttur frá Keldum í Rangárvallarsýslu . . . l síðustu PRESSU var sagt að Tískuverslunin Plaza væri gjald- þrota. Það er ekki rétt. Plaza hf. er gjaldþrota. Það er félag í eigu sömu aðila og tískuvöruverslunin. Sævar Baldursson, aðaleigandi fyrirtækj- anna, segir að ástæða þess að Plaza hf. hafi orðið gjaldþrota sé mjög sér- stök. Fyrirtækið fékk rangar vörur sendar og vildi ekki leysa þær út nema samningar tækjust um afslátt. Það tókst ekki og því voru vörurnar ekki leystar út og vegna deilna við hollenskt tryggingafélag var ákveð- ið að fara þessa leið, það er gera fyr- irtækið gjaldþrota. Tískuvöruversl- unin Plaza lifir ágætu lífi þrátt fyrir áfall systurfyrirtækisins ...

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.