Pressan - 14.03.1991, Page 10
10
'IMTUDAGUR PRESSAN 14. MARS 1991
Vegna kýtings milli íslenska stálfélagsins og Hringrásar
er möguleiki á að Hringrás flytji út brotajárn til Evrópu,
þar sem Stálfélagið kaupi það og flytji heim, bræði það
og flytji síðan út aftur og reyni að selja í samkeppni við
stálbræðslur í Evrópu
íslenska stálfélagid ráðgerir nú að framleiða stál allan
sólarhringinn og auka framleiðslugetu sína um leið í ná-
lægt 100 þúsund tonn á ári. Aðeins 15 til 20 þúsund tonn
falla til innanlands. Þetta þýðir um leið að fyrirtækið
þyrfti að flytja inn tugi þúsunda tonna af brotajárni. Inn-
lendur samkeppnisaðili, Hringrás, flytur út hátt í 10 þús-
und tonn og því er sá möguleiki fyrir hendi að íslenska
stálfélagið kaupi hráefni í framtíðinni sem Hringrás hefur
flutt út.
Það sem rekur íslenska stálfélagið út í þessar vanga-
veltur er að fyrirtækið keypti bræðsluvélasamstæðu sem
annar fimm til sex sinnum meira magni en fellur árlega
til innanlands. Núverandi einnar vaktar kerfi stálfélags-
ins er óhagkvæmt að því leyti að mikill kostnaður er því
samfara að slökkva á tækjum fyrirtækisins. Páll Hall-
dórsson forstjóri þess fullyrðir þó að framleiðsla á því
brotajárni sem fellur til innanlands geti staðið undir 800
milljón króna stofnkostnaði fyrirtækisins.
Verulega skiptar skoðanir eru
ríkjandi um möguleika íslenska stál-
félagsins til að ná hagkvæmum
rekstri í framtíðinni. Er því meðal
annars haldið fram að vélasam-
stæða fyrirtækisins sé allt of stór
miðað við það magn brotajárns sem
fellur til innanlands á ári hverju. Vél-
arnar geti annað um 100 jiúsund
tonnum á ári, en aðeins falli til 15 til
20 þúsund tonn innanlands. Um
þetta magn eigi fyrirtækið auk þess
í samkepnni við Hringrás hf., en til-
raunir til að koma upp samstarfi
þarna á milii hafa ekki tekist hingað
til. Í.S. er talið þurfa að framleiða að
minnsta kosti 15 þúsund tonn til að
dæmið gangi upp.
TAFIR JUKU STOFN-
KOSTNAÐINN UM 75 TIL
80 MILLJÓNIR
íslenska stálféiagið var stofnað
1988, en það var ekki fyrr en undir
lok síðasta árs og í byrjun þessa árs
sem starfsemin hófst að fullu með
bræðslu — um það bil 6 mánuðum
á eftir áætlun. Stofnkostnaður jókst
vegna þessa um 10 prósent og er nú
áætlaður 13 til 14 milljónir dollara
eða 750 til 800 milljónir króna.
Samkvæmt veðbókum hvíla á
fasteign fyrirtækisins að Markhellu
alls um 450 milljón króna skulda-
bréfalán frá Skandinaviska En-
skildabanken og PK banken og svo
Iðnþróunarsjóði og nýlega bættist
við ríflega 90 milljón króna trygg-
ingabréf vegna láns Skandinaviska
Enskilda.
Páll Halldórsson forstjóri Í.S. sagði
í samtaii við PRESSUNA að í upp-
haflegum áætlunum hafi ekki verið
gert ráð fyrir innflutningi brota-
járns. „Menn hugleiddu þetta en
ekki alvarlega, því verkefnið var
hannað í kringum það brotajárn
sem fellur til hér á landi. Hins vegar
hafa menn gert sér grein fyrir því að
afkastagetan er meiri en þetta og
því íhugum við nú innflutning á
brotajárni ásamt samfelldri fram-
leiðslu allan sólarhringinn. Innflutn-
ingsdæmið sjálft er tæpt, en hag-
kvæmnin er fólgin í því að þá kólna
vélarnar ekki vegna stopps, sem
ýmis efni t.d. fóðringar í ofnum og
deiglum þola ekki nógu vel. Þessi
efni eru stór liður í rekstrarkostnað-
inum.“
70 PRÓSENT í EIGU
ERLENDRA AÐILA
Hlutafé fyrirtækisins er nú 1 millj-
ón dollarar eða um 67 milljónir
króna. Auk þess eru rúmlega fjög-
urra milljón dollara víkjandi lán —
nálægt 250 milljónum króna —
skráð sem eigið fé. Stofnendur fyrir-
tækisins eru annars vegar erlendir
aðilar, sænsk/ensku fyrirtækin IP-
ASCO Ltd. og IPASCO Steel and
Holding Ltd. í Bretlandi, A. Johnson
og co. Eastern AB í Svíþjóð og ein-
staklingar innan þessara fyrirtækja,
hins vegar íslendingar, þeir Kristján
Ágústsson, Leifur Hannesson, Har-
aldur Þór Olason, Vilhjálmur H. Vil-
hjálmsson og Hjörtur Torfason nú-
verandi hæstaréttardómari. Auk
þessara situr nú í stjórn Lárus R.
Blöndal, en Haraldur Þór er stjórn-
arformaður. Hinir erlendu aðilar
eru skrifaðir fyrir 70 prósent hluta-
fjárins.
Páll segir að áðurnefndar tafir hafi
að líkindum aukið stofnkostnaðinn
um 10 prósent og segir að fyrirtæk-
ið hafi átt í lausafjárvandræðum.
Fyrirtækið finni vissulega fyrir fjár-
festingarkostnaðinum, en eigi ekki í
vandræðum hans vegna og er reikn-
að með að það taki 7 til 8 ár að
vinna upp stofnkostnaðinn. „Við
finnum vissulega fyrir fjármagns-
kostnaðinum, en erum ekkert að
drukkna hans vegna.“
BROTAJÁRN KEYPT SEM
HRINGRÁS HF. FLUTTI ÚT?!
Samkvæmt þessu liggur fyrir að
vélasamstæða íslenska stálfélagsins
er allt of stór fyrir hinn innlenda
markað, bæði vegna þess að tak-
markað er af brotajárni sem fellur til
á ári hverju og að innlendur sam-
keppnisaðili, Hringrás hf., berst við
Í.S. um hið takmarkaða magn. Ef
ekki kemur til samstarfs þessara að-
ila og íslenska stálfélagið tekur upp
á því að flytja inn þúsundir tonna
brotajárns gæti svo farið að íslenska
stálfélagið keypti hráefni sem
Hringrás hefur safnað og flokkað
hérlendis og selt út.
Páll Halldórsson viðurkenndi að
við óbreyttar aðstæður væri þessi
möguleiki vissulega fyrir hendi.
„Vitaskuld verður að koma til ein-
hvers samstarfs milli þessara aðila,
það er bara spurningin á hvaðá nót-
um það yrði. Þegar við byrjuðum
var Sindri hættur og við því einir.
Síðar var Hringrás stofnuð. Auðvit-
að breytir það okkar upphaflegu
mynd af markaðnum. En við erum
tilbúnir í viðræður og það hlýtur að
finnast skynsamlegur flötur á
þessu.“
GRUNDVÖLLURINN ER
GJAFAORKA FRÁ
LANDSVIRKJUN
Það sem gerir ekki síst tilveru-
grundvöll Islenska stálfélagsins
mögulegan er sú staðreynd að fyrir-
tækið fær orkuna á gjafverði. Sam-
kvæmt síðasta reikningi fær fyrir-
tækið orkuna á 6,7 mills, sem er afar
lágt verð, enda um afgangsorku að
ræða sem rjúfa má með tveggja
klukkustunda fyrirvara — og hefur
það reyndar gerst. Til samanburðar
kaupa Áburðarverksmiðjan og ís-
lenska járnblendifélagið orkuna á
10,5 mills, en framleiðslukostnaður
Landsvirkjunar er talinn um 18,
mills. Verðið til íslenska stálfélags-
ins er bundið stálverði að nokkru
leyti og samningurinn gildir til árs-
ins 2003.
Heimildir PRESSUNNAR fullyrða
að þetta lága orkuverð sé eini raun-
verulegi grundvöllur fyrirtækisins.
Að fyrirtækið hafi náð svo hagstæð-
um samningi við Landsvirkjun er
rakið til þess að einn stofnenda,
Hjörtur Torfason, var um árabil lög-
fræðingur Landsvirkjunar, fram yfir
stofnun stálfélagsins. Við stofnun ís-
lenska stálfélagsins var hann um
leið umboðsmaður hinna erlendu
aðila, sem fyrst og fremst litu til
orkuverðsins, enda hafa stál-
bræðslufyrirtæki erlendis lagt upp
laupana vegna hás orkuverðs.
Stórt vandamál vegna raforkusöl-
unnar er óleyst. í byrjun árs varð
vart spennufalls hjá almennum
neytendum vegna sveiflna í raforku-
notkun Í.S. og komu upp raddir um
að hætta yrði raforkusölu til fyrir-
tækisins. Það á nú í viðræðum við
Landsvirkjun um framtíðarlausn.
Verulegur kostnaður gæti orðið
samfara henni og óljóst hverjum ber
að taka hann á sig.
„SANNFÆRÐIR UM AÐ
DÆMIÐ GANGI UPP“
Sú spurning hlýtur að vakna hvort
það hljóti ekki að vera fjárfestingar-
mistök að setja upp nær 1 milljarðs
króna fyrirtæki utan um þau 15 til
20 þúsund tonn sem árlega falla til
hér á landi og lenda síðan í að flytja
inn tugir þúsunda tonna af erlendu
brotajárnsrusli. Því neitar Páll Hall-
dórsson og segir eigendur verk-
smiðjunnar sannfærða um að dæm-
ið gangi upp og reynist þjóðhags-
lega hagkvæmt.
„Samkvæmt okkar útreikningum
getur verið hagkvæmt að flytja
brotajárn inn, enda teljum við
möguleika á því að ná hagstæðum
samningum. Það sem tjl fellur inn-
anlands á að standa undií fyrirtæk-
inu og þótt kostnaður sé samfara
innflutningi getur hagkvæmnin af
samfelldri keyrslu tækjanna vegið
það upp og gott betur. Engin
ákvörðun hefur verið tekin um
þetta, en þessi möguleiki er nú í
vandlegri skoðun."
Friðrik Þór Guðmundsson