Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 24

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRCSSÁN 14. MARS 1991 „Hún fann hvernig hún breyttist úr ástkonu hans i móöur, sem verndaði hann fyrir öllum leiðindum. Hún var til i að ganga í öll verk, til þess að koma í veg fyrir að hann færi /' fýiu." Þennan frasa mátti lesa í nýlegu kvennablaði, reyndar margtugginn i ótrúlega þvæld- um útgáfum sem allar bera að sama brunni, að gera sem minnst úr afrekum karlmanna á heimilum: Þeim finnst leiðinlegt að strauja, ryksuga, elda, hengja upp, brjóta saman þvott, versla inn, skúra, þvo klósettið, þurrka af, vaska upp, skipta um bleiju, skipta á rúmunum og skeina krökkunum. Þeir eru afspyrnu latir heima fyrir, gera helst ekki neitt öðruvísi en í fýlu. Strax í bernsku var þeim kennt að þeim væri ekki eðlislægt að taka til hendi heima hjá sér. „Mér finnst allt leiðinlegt heima," sagði Ámundi Ámunda- son umboðsmaður, en hann býr einn um þessar mundir. „Mér finnst leiðinlegt að þrífa, skipta á rúmum, skipta um klósettrúllu. Allt leiðinlegt." Ámundi sagði að nýlega hefði hann ekki getað fengið sér kaffi í þrjár vikur, þar sem hann treysti sér ekki inn í eld- húsið. „Ég varð hreinlega að loka því." Líklega vei lur Ámundi að telj- ast til öfganna og einhverjar kerl- ingar kunna að hugsa honum þegjandi þörfina. En Amundi læt- ur sig hafa það og kaupir sér bara ræstingu við og við. Éða eins og hann sagði og vitnaði í hina helgu bók: „Betra er stutt gaman en langvarandi leiðindi." KRAFTAJÖTUNN í HAM VIÐ HUSVERKIN Kraftajötunninn Hjalti Ursus Árnason er algjör andstæða Ámunda. Hann lítur jákvæðum augum á húsverkin og telur ekki eftir sér þótt hann þurfi að skipta á krakkanum, þrífa eða jafnvel strauja. Hjalti bendir þó á, að töluverð breyting hafi orðið hvað þetta varðar á milli kyn- slóða. Til dæmis minnist hann þess ekki að karl faðir hafa skipt um bleiju á sínum tíma. „Ég set höfundur er fimm barna faðir í Grafarvogi: „Ég tek þátt í sem flestu og er ágætur i eldhús- störfum. En það er ýmislegt sem ég kann ekki, t.d. að þvo þvott." Einar Már segir að ákveðin verkaskipting hafi myndast á hans heimili, sem þó hafi ekki verið ákveðin eftir neinu sér- stöku skipulagi. „Við höfum fundið út hlutina í sameiningu." Sem rithöfundur er vinnutími Einars stopull, stundum þarf hann að einbeita sér alfarið að rítstörfum og þá sitja auðvitað húsverkin á hakanum. Hann reynir hins vegar að jafna það upp, þegar færi gefst. „Þetta er miklu minna mál en gert er úr því. En þó eru til ákveðnir frum- Hjalti „Úrsus" Árnason: „Set mig gjarnan í ham þegar ég geng til þessara verka." YNDISLEGT AÐ VERA HEIMA SINNA Ellert B. Schram ritstjóri tekur undir þetta: „Maður lærir smátt og smátt að diskarnir vaska sig ekki upp sjálfir, ryksugan fer ekki af stað af sjálfu sér og skítugu fötin ganga ekki hrein og fín út úr skápunum," segir Ellert, en í laugardagspistlum sínum i DV hefur hann margsinnis fjallað um stórt og smátt sem snýr ið heimilunum og ekkert skafið utan af þvi í vangaveltum sínum í þeim efnum. „Maður er af karlmennskukyn- slóð, sem ólst upp Amundi Ámundason komst ekki inn í „Ég varö hreinlega aö loka því." PRESSAN gerði heiðaríega til- raun til að taka þátt í leiknum og setti sig í samband við fjölda karímanna úr hinum ýmsu stétt- um þjóðfélagsins. Eins og gefur að skilja voru svörin á alla lund, enda karímenn misjafnir eins og þeir eru margir. Lítum á nokkur sýnishorn: ALLT LEIÐINLEGT eldhúsið til aö fá sér kaffi: mig gjarnan í svolítinn ham þegar ég geng til þessara verka," segir hann. „Þetta er ekkert sér- staklega leiðinlegt og ég held að ég geri það alveg þokkalega. Reyndar á ég svolítið erfitt með að brjóta saman." Stundum er sagt að karlar hafi bókstaflega meira skítþol en konur. Þetta lýsi sér í því, að þeir taki mun seinna eftir skítnum en konurnar. Það þurfi meira til að ofbjóða þeim. Hjalti afneitar ekki þessari kenningu, en kannast þó ekki við að karlar vilji beinlínis hafa skítugt í kringum sig. „Þegar ég þríf geri ég auðvitað mitt besta. Það erþó aldreijafnvelgert og þegar konan gerir það," segir Hjalti í hógværð sinni. þættir sem hafa lítið breyst. Ef maður lítur t.d. bókmenntalega á málið, þá er litið á karla sem meiri óreiðumenn og að konurn- ar haldi heimilunum saman. Ég held að þetta eigi jafnt við í dag sem áður fyrr. Menn breyta þessu ekkb með nefndarálitum eða lagabálkum." HUGSAÐ MEÐ HLÝHUG TIL HEIMAVINNANDI OG GERA EKKI NEITT_________ Þórarínn Tyrfingsson, yfirlækn- ir hjá SÁÁ, fer ekkert dult með áhuga sinn á heimilisverkum: „Mitt líf og yndi er að vera heima hjá mér og gera ekki neitt." Þórarinn er sem sagt ekk- ert sólginn í heimilisstörfin, en hreyfir þó hendi af og til. „Strauja? Jú, ég lærði það á sokkabandsárunum," segir hann, en hvað skyldi vera leiðinlegast að gera? „Það er tvímælalaust að þrífa sameignina," segir Þór- arínn, sem býr í fjölbýlishúsi í Árbænum. GÖMUL SANNINDIAÐ KONUR HALDI HEIMILUM SAMAN --------------------------- / Einar Már Guðmundsson rít- Einar er af þeirrí kynslóð sem enn man eftir heimavinnandi húsmæðrum. Hann segir ekkert óeðlilegt að menn hugsi til þeirra með hlýhug og jafnvel eilitlum söknuði. „Stundum er verið að búa til andstæðar herbúðir úr kynjunum, án þess að það eigi við nokkur rök að styðjast," segir Einar. „Breytingarnar á hlutverkum eru fyrst og fremst þjóðfé- lagsbreytingar, sem auðvitað hafa sinn gang." VERKSTJÓRN MÆÐRA HÚSMÆÐRA ALDIR UPP VIÐ

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.