Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 7

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. MARS 1991 7 Eru í ábyrgðum fyrir hluta af skuldum Arnarflugs og verða krafðir um greiðslur Nokkrir af helstu hluthöfum í Arnarflugi munu tapa hátt í eitt hundrað milljónum króna við gjaldþrot félags-' ins. Þó hluthafarnir tapi verulegum fjármunum er það aðeins lítið brot af því sem tapast við uppgjör á þessu stóra gjaldþroti. Viðskiptavinir Arnarflugs og ríkið munu tapa á tólfta hundrað milljónum vegna gjaldþrotsins. Trú- legt er að ekki hafi nærri allir sem áttu inni hjá Arnar- flugi haft fyrir því að lýsa kröfum í þrotabúið þar sem sýnt er að þangað er nánast ekkert að sækja. Þetta á sér- staklega við um íslenska aðila. Almennar kröfur eru samtals tvö hundruð. Þar af eru kröfur íslenskra aðila að- eins rétt rúmur helmingur. Eignir félagsins eru til muna minni en forráðamenn þess Fasteignir félagsins eru húseign við Lágmúla og tvær litlar flugvélar. Búið er að selja Twin Otter vél fé- lagsins á uppboði. Fyrir hana feng- ust 12 milljónir. Þeir peningar renna til þeirra sem áttu veð í flugvélinni og því renna peningarnir ekki til annarra kröfuhafa. Allar fasteignir Arnarflugs eru yfirveðsettar og aðr- ir en þeir sem eiga veðkröfur fá ekk- ert þegar eignirnar verða seldar. Almennar kröfur i þrotabú flugfé- lagsins eru tæpar þrettán hundruð milljónir króna. Bústjórarnir munu ekki eyða tíma eða vinnu í að kanna hvort kröfurnar eru réttmætar. Það myndi aldrei svara kostnaði þar sem búið á nánast ekkert þrátt fyrir þær ævintýralegu skuldir sem hlaðist hafa upp. KRÖFURNAR REYNDUST NÁNAST VERÐLAUSAR Meðal þess sem var talið til eigna þegar forráðamenn Arnarflugs reyndu að halda félaginu gangandi voru útistandandi viðskiptakröfur. Eftir að félaginu var lokað og bú- stjórarnir reyndu að innheimta kröf- urnar kom fijótlega í ljós að nánast ekkert var hæft í því að Arnarflug ætti útistandandi stórar kröfur. Flestir þeir sem fengu innheimtu- bréf mættu til bústjóranna með ann- að hvort kvittanir fyrir greiðslum höfðu haldið fram. eða með hærri kröfur á móti. Þann- ig varð nánast ekkert úr kröfunum sem Arnarflugsmenn höfðu talið eign félagsins. Auk fasteignanna, sem allar eru yfirveðsettar eins og áður sagði, átti félagið lausafjár- muni. Þar var aðallega um að ræða skrifstofubúnað. Eins átti félagið áfengislager og fleira sem vegur ekki þungt. Lausafjármunirnir eru metnir á 10 til 15 milljónir króna. Reiknað er með að skiptameðferð þrotabúsins muni kosta um 5 millj- ónir króna. Skiptakostnaðurinn er það fyrsta sem þrotabúið greiðir og því skerðast þessar litlu eignir um 5 milljónir áður en til úthlutunar kem- ur. DAGBLAÐSMENNIRNIR TAPA NÆRRI 50 MILLJÓNUM Hörður Einarsson og hans fyrir- tæki hafa gert kröfur í þrotabú Arn- arflugs. Kröfurnar eru upp á tæpar fjórtán milljónir króna. Auk þeirra krafna sem Hörður og hans félög gera i þrotabúið hefur hús DV við Þverholt verið veðsett vegna lána sem runnu til Arnarflugs. Þar er um að ræða tvö erlend lán sem Fram- kvæmdasjóður útvegaði. Lánin eru í dollurum og verðgildi þeirra í dag er um 30 milljónir íslenskra króna. Samkvæmt þeim kröfum sem Hörð- ur og félagar gera og því sem húsið í Þverholti er veðsett fyrir vegna Arnarflugs er ljóst að Dagblaðs- menn eru að tapa að lágmarki 50 milljónum króna ef allt er reiknað. Þá eru ekki taldir þeir peningar sem tapast hafa við hlutabréfakaup í Arnarflugi. kröfur upp á tæpar fjórar milljónir. Olíufélagið, það er Esso, er með rúmlega fimm milljóna kröfu. Ottar Yngvason og íslenska útflutnings- miðstöðin eru með rúmlega ellefu hundruð þúsund króna kröfu. Gísli J. Friðjónsson og Hótel Saga eru Kristinn Sigtryggsson var framkvæmdastjóri Arnar- flugs. Hann gerir kröfu í þrotabú félagsins. Kristinn átti inni ógreidd iaun sam- tals aö fjárhæö 2,7 milljón- ir króna. HAGVIRKI, KARNABÆR OG HONDA HORFA Á EFTIR MILLJÓNATUGUM Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri Hörður Einarsson fyrrum stjórnarfor- maöur í ræöustóli á aðalfundi hjá Arnarflugi. Hörður horfir á eftir tug- um milljóna viö gjaldþrotaskipti Arn- arflugs. með sitt hvora hálfu milljónina. All- Guölaugur Berg- .mann og fyrirtæki hans munu tapa talsveröum fjár- hæöum við gjald- þrotaskiptin. Viö- mælendur PRESS- UNNAR voru ekki vissir um aö Guö- laugur stæöi undir tapinu og allt eins er reiknaö meö að félagar hans komi honum til hjálpar. Hagvirkis, og fyrirtæki hans hafa gert kröfur upp á rúmar 10 milljónir. Hondaumboðið og eigendur þess hafa gert kröfur upp á rúmar þrett- án milljónir. Guðlaugur Bergmann í Karnabæ og hans fyrirtæki hafa gert kröfur upp á tæpar níu milljón- ir. Sigurjón Helgason í Stykkis- hólmi, en hann er aðaleigandi Rækjunes/Björgvin, hefur gert ar þessar kröfur munu vera tilkomn- ar vegna ábyrgða sem þessir hlut- hafar og stjórnarmenn tóku að sér fyrir Arnarflug. Kröfurnar eru ekki settar fram þar sem vonast hafði verið til þess að þær fengjust greidd- ar. Það sem vakti fyrir kröfuhöfun- um var að tryggja sig ef sótt yrði að þeim á síðari stigum gjaldþrotameð- ferðarinnar. Þrátt fyrir að þeir sem báru hvað mesta ábyrgð á rekstri Arnarflugs tapi verulegum fjármunum þá er það aðeins brot af öllu því sem tap- ast við þetta mikla gjaldþrot. SVAVARS ÞÁTTUR EGILSSONAR Þátttaka Svavars Egilssonar í Arn- arflugi var sérstök. Hann bauðst til að leggja 200 milljónir í félagið að uppfylltum skilyrðum. Svavar lét strax 50 milljónir í félagið. Ekki var um peninga að ræða heldur við- skiptapappíra. Svavar settist við svo búið í framkvæmdastjórastól Arnar- flugs. Ekki tókst að uppfylla þau skilyrði sem Svavar setti og því kom ekki til þess að hann kæmi með 150 milljónir til viðbótar. Fimmtíu milljónirnar sem Svavar setti í Arnarflug reyndust ekki vera mikils virði. Þegar hann afhenti við- skiptabréfin var ekki komið að gjalddaga á þeim. Þegar þau áttu að greiðast féllu þau hvert af öðru. Meðal skuldara á bréfum Svavars var Þorleifur Björnsson en hann er nú til gjaldþrotaskipta. FORGANGSKRÖFURNAR Samþykktar forgangskröfur í þrotabú Arnarflugs eru rúmar 110 milljónir króna. Þær eru flestar vegna launa og launatengdra gjalda. Þar sem greinilegt er að þrotabúið kemur ekki til með að geta greitt þessar kröfur mun ríkis- sjóður þurfa að standa skil á þeim. Eignir Arnarflugs hefðu aldrei dugað til að standa skil á launa- skuldum félagsins. Og alls ekki þar sem eignirnar eru yfirveðsettar. Þegar Arnarflugsmenn freistuðu þess síðastliðið haust að fá greiðslu- stöðvun kom fram hjá Ragnari Hall skiptaráðanda að félagið hafi verið gjaldþrota strax á árinu 1987. Þrátt fyrir þá staðreynd var félagið rekið áfram og rekstur þess ekki stöðvað- ur fyrr en síðla árs 1990. Á þessum árum hlóðust skuldir upp en eignir virðast lítið hafa aukist. Sigurjón M. Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.