Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 14

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. MARS 1991 preSSSR Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson Augiýsingastjóri: Hinrík Gunnar Hilmarsson Ritstjórn, skriístofur og aug- lýsingar: Hverfisgötu 8-lt), sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftir tokun skipti- borðs: Ritstjórn 62 13 91, dreif- ing 62 13 95, tæknideild 62 00 55. Áskriftargjald 550 kr. á inánuði. Verð i lausasölu 170 kr. eintakið. Peningar og læknishjálp í PRESSUNNI í dag segja nokkrir læknar frá því vali sem þeir standa oft franimi fyrir um að ákveða hve- nær sjúklingar þeirra skuli deyja. Starf þeirra snýst ekki lengur ein- vörðungu um að veita öllum sjúkl- ingum allra bestu læknishjálp sem völ er á heldur verða þeir að taka tillit til þess hvað samfélagið er til- búið að greiða fyrir þessa hjálp. Fræðilega séð er. ekkert því til fyrirstöðu að geta læknavísind- anna til að halda fólki á lifi geti margfaldast. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað þegnar þjóðfélagsins eru tilbúnir að verja stórum hluta tekna sinna til þess. Þessi sjónarmið þarf að sætta. Hingað til hefur þeirri aðferð verið beitt að Alþingi ákvarðar ákveðna upphæð til heilbrigðis- mála. Það er síðan næsta tilviljana- kennt hvert þessir fjármunir fara. Þrátt fyrir að þetta fyrirkomulag sé ópersónulegt felst í því val á milli sjúklinga. Á meðan einn fær dýra læknismeðferð þarf annar að bíða lengi á biðlista og sá þriðji fær ekki þá meðlerö sem hann þarf þrátl fyrir að það sé tæknilega mögulegt að veita hana. Þetta kerfi er vont fyrir þá sök að það felur ekki í sér að leitað sé bestu nýtingar á fjármagninu. Framtíðarverkefnið í heilbrigðis- málum er að finna slíka leið en ekki að skera niður kostnað hér og |)ar þangað til tekist hefur að upp- fylla ákvörðun Alþingis. FJOLMIÐLAR Ég ætla að kasta fram tveimur tilgátum um hvers vegna íslenskir fréttamiðlar hafa verið svona leiðinlegir undanfarin misseri. Fyrri tilgátan felur í sér að peningar renni um æðar mannskepnunnar. Þegar kreppir að leggst einhver bé- vítans lognmolla yfir allt. Stórgrósserar verða varkárir og hætta að fjárfesta í loft- köstulum og fara að borga skuldirnar sínar. Verkalýðs- sinnar sætta sig við að berjast fyrir því sem þeir hafa í stað þess að vilja meira. Þetta hef- ur síðan þau áhrif á frétta- mennina að þeim finnst ör- uggara að segja bara fréttir af loðnu og áli. Þeir búa jafnvel til kenningar um lognmoll- una, eins og þeir á Moggan- um um daginn þegar þeir sögðust bara segja fréttir af því sem hefði gerst en ekki því sem hugsanlega gæti gerst. Sem væri svo sem í lagi ef viðmiðunin um hvað hefði gerst væri ekki sú, að það hefði verið tilkynnt á blaða- mannafundi. Seinni tilgátan snýst líka um kreppuna. Eftir mikla gósentíð fyrir rúmum þrem- ur árum féllu auglýsingatekj- ur fjölmiðlanna. Síðan þá hafa fáir fréttamenn verið ráðnir í stað þeirra sem hafa hætt. Stéttin hefur því elst um þrjú ár síðan þá. Og lykillinn að tilgátunni er kenning sem mig minnir að Indriði G. Þor- steinsson hafi einhverntím- ann haft. Hún er sú að blaða- mennska sé bara fyrir ógifta unga karla. Það sem drífur blaðamanninn áfram er ung- mennishrokinn. Þegar hann eldist þá settlast hann og hættir að bíta. Þetta voru tvær tilgátur en næst mun ég bæta fleirum við. (Það skal tekið fram að fólki er frjálst að setja hitt kynið inn í kenningu Indriða.) Gunnar Smári Egilsson I R e'Maarauuým 1 könnun meðal háskóla- stúdenta í Kansas í Banda- ríkjunum sögðust 40 prósent kvennanna hafa verið misnot- aðar kynferðislega en 60 prósent karlanna töldu sig hafa verið misnotaða. BOBIÐ I BOB "Það er endalaust heeqt að skrifa skáldsögur með þræl- pipruðu innihaldi en halda samt að það só f léttum andleaum samförum við vitsmunabuk alheimslns."______ ■■■mbbhbhhh^hhhihhhhhhguðbergur bergsson ÓTRÚLEG UPPGÖTVUN S<vutetd4& "Börn eru skemmtilegustu mótherjarnir í Scrabble. Það er bæði auðveldast að vinna þau og auðveldast að svindla á þeim." Fran Lebowitz "Alþýðuflokkur- inn er upp á dag jafngam- all Álþýðu- sambandi fslands, og jáfneldri þeirra er öldungis eng- in tilviljun. Þau voru stofnuð sama daginn..." Helgi Skúli Kjartansson "Bob er Bob og hann verður það alltaf. Og þess vegna "er hann Bob." Jetf Lynne um Bob Dylan En er hægt að gera skipstjórann að háseta? "Þegar búið er að reka skip- stjóra, þá er hann ekki beðinn um að gerast stýrimaður." Þorsteinn Pálsson MENN Engin önnur leiö en útleidin Þorsteinn Pálsson hefur verið vængbrotinn stjórn- málamaður allt frá því hann klúðraði ríkisstjórninni sinni. Þá skipti engu þó hann hafi verið formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins. Eftir hina pólitísku aftöku Davíðs Oddssonar á Þorsteini er hann hins vegar búinn að vera í pólitík. Fallinn formað- ur Sjálfstæðisflokksins á enga leið í pólitík aðra en útleið- ina. Þrátt fyrir að Alþýðuflokk- urinn hafi verið þekktastur fyrir aftökur á sínum forystu- mönnum hefur Sjálfstæðis- flokkurinn ekki gert það í minna mæli. Innan hans eru nokkrir menn sem allir vita að eru ekki á uppleið. Og stjórnmálamenn sem eru ekki á uppleið eru ónýtir stjórnmálamenn. Yngri menn fylkja sér ekki að baki þeim þar sem það skilar þeim engu. Þeir einangrast því Samstarfshæfur Sjálfstæöisflokkur? Áhrif Sjálfstæðisflokksins í íslenskum stjórnmálum hafa á undanförnum árum og jafn- vel síðustu tvo áratugi verið í litlu samræmi við fylgi hans meðal kjósenda. í fljótu bragði mætti ætla að flokkur sem að staðaldri hefur stuðn- ing 30—40% kjósenda ætti að hafa afgerandi áhrif á framvindu landsmálanna. Sjálfstæðisflokknum hefur í seinni tíð ekki tekist að axla þetta forystuhlutverk og hef- ur það illu heilli komið í hlut Framsóknarflokksins. Á þessu eru vafalaust marg- ar skýringar. Auðvelt er að benda á meting og deilur milli frammámanna í Sjálf- stæðisflokknum. Þá liggur djúpstæður málefnaágrein- BIRGIR ARNASON ingur í flokknum einnig í aug- um uppi. Þessar skýringar hrökkva þó ekki nema hálfa leið. Við þarf að bæta að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur ekki notið þeirrar forystu sem megnaði að setja niður inn- anflokksdeilur og finna hald- góðar málamiðlanir í ágrein- ingsefnum. Þetta forystuleysi var sér- staklega áberandi á fyrsta ári yfirstandandi kjörtímabils þegar Þorsteinn Pálsson reyndi af vanefnum að stýra eigin flokki og ríkisstjórn landsins. Hvorugt fórst hon- um vel úr hendi og því fór sem fór. Kosning Davíðs Oddssonar til formennsku í Sjálfstæðis- flokknum um síðustu helgi kann að boða að hér verði breyting á í kjölfar næstu kosninga. Engar líkur eru á því að persónulegur meting- ur og málefnaágreiningur hætti að setja svip sinn á Sjálf- stæðisflokkinn en hins vegar virðist Davíð hafa burði til þess og styrk að stjórna sínu liði. Enn verður þó að setja stór spurningamerki við Davíð Oddsson. Það er mikill mun- ur á því að stýra Reykjavíkur- borg með stóran og auðsveip- an meirihluta í stjórnum og ráðum og hafa forystu fyrir samsteypustjórn. Þær ein- ræðistilhneigingar sem Dav- íð hefur sýnt við stjórn borg- arinnar eru ekki forskrift að varanlegu og farsælu stjórn- arsamstarfi. Þá verður að segjast eins og er að þau afskipti sem Davíð hefur haft af landsmál- um undanfarin misseri hafa öll verið heldur glannaleg. Hann hefur ekki vílað það fyrir sér að tefla í tvísýnu miklum þjóðarhagsmunum — til dæmis þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna og nýju álveri á Keilisnesi — hafi honum þótt það þjóna sínum þröngu póli- tísku hagsmunum. Að öðru leyti er margt á huldu um skoðanir Davíðs Oddssonar í mikilvægum þjóðmálum. Ég hef til dæmis ekki orðið var við að hann hafi látið neitt uppi um það hvernig hann vilji haga sam- starfi íslendinga við ná- grannaþjóðirnar sérstaklega í Evrópu. Þrátt fyrir þessa fyrirvara hef ég þá trú að formanns- skiptin hafi á ný gert Sjálf- stæðisflokkinn samstarfshæf- an. Ég vona bara að hinn nýi formaður flokksins viti hvað honum ber að gera. Birgir er hagfræðingur hjá EFTA í Genf. hægt og bítandi og í lokin verða þeir meinlausir. Því stigi er náð þegar aðrir flokksmenn keppast um að skjalla þá og þreytast aldrei á að segja hversu mikil virðing sé borin fyrir þeim. Við þetta lifði Birgir ísleifur allt frá því hann tapaði borg- inni og þar til hann fór á þing. Sömuleiðis Kjartan Jóhann- esson frá því hann féll í for- mannskosningunni og þar til Jón Baldvin sendi hann utan. Friðrik Sophusson skipar þennan flokk einnig og jafn- vel enn frekar eftir að hann sættist á að vera biðleikur í tvö ár þar til Davíð hefði fundið hæfan varaformann. Og við þetta mun Þorsteinn þurfa að lifa, eða allt þar til hann hverfur úr pólitíkinni. En útleið Þorsteins verður sjálfsagt glæst því allir flokk- arnir eru tilbúnir að samein- ast um að koma særðum stjórnmálamönnum í þægi- leg embætti. Það eru nokk- urskonar óskráð lög í hildar- leik valdsins sem skilur við svo marga ágætis drengi illa leikna. Og í framtíðinni mun Hannes Hólmsteinn Gissurar- son, sagnaritari Sjálfstæðis- flokksins, reyna að finna ein- hvern þráð í formannsferli Þorsteins. Á endanum mun hann finna einhverja stjórn- visku út úr síðustu dögum Þorsteins í stóli forsætisráð- herra, þegar hann sat að- garðalaus og yfirbugaður í refskák sinni við Steingrím Hermannsson. Hann mun líka þurfa að finna rökrétta skýringu á því hvers vegna Þorsteinn fórnaði Geir svo óskemmtilega. Og ferill Þor- steins skilur eftir sig fleiri erf- ið verkefni fyrir Hannes því það er fátt erfiðara en að finna lógíska þræði í hálfgild- ings stjórnleysi. ÁS o o 2 !Í yAMDRÆ£)Fvesen ^Ti 1 L'hlte 0KKUR HAWAhWWUwmrJ ^LfA AÍILTÓ/V < utttJTAÐU fJlA > M Vjr Wáj MLÝTUR Zt, BM *> * hSSw VÍKmZ OÆ- P&R VEP-t>lí’ÁÐ fMZPl Aí> BöCLGA EirrmÐ T ^ IM WEá -5KEÍLTÍ 'a l?f>errA EZ AMLEGrT! ENOíNN &0R0AR/ Vífi> eíírÚM EKKi EíNVL SÍNNí FýRíe UA5í! Víf> PAZA 4P J&UA 6KK1W '4 EÍNHVEf-JA MNtt,\íTAfZj>fN<\N. AAH V.'Víe VELKONWií NELKc/ANiR. Framhald i næsta blaöi

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.