Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 6

Pressan - 14.03.1991, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. MARS 1991 M ■ V ■örgum landsfundarfulltrú- anum, á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins, kom spánskt fyrir sjónir að Davíð Oddsson skuli hafa komið í veg fyrir eðlilegar kosningar um vara- formanninn. Það hefur verið rifjað upp að Geir Hall- grímsson réð engu um þegar Gunnar Thoroddsen var kjörinn varaformaður flokksins. Mönnum þykir sem Davíð hafi gengið of langt með afskipti sín af varaformannskjörinu og hagað sér líkt og þegar forsetakandídatar velja sér varaforseta . . . stjórnarfundi Sambandsins sl. föstudag var farið yfir tillögur nefndar um breyttar samþykktir SIS. A fundinum var engum mótmælum hreyft og ákveðið að senda tillögurnar áfram til frekari um- fjöllunar í kaupfé- lögunum. Eins og fram kom í PRESS- UNNI á dögunum fela tillögurnar flUGLÝSIR / verslun okkar á Stórhöfða 17 við Gullinbrú er mesta úrval landsins af flísumt úti og inni, á gólf og veggi, í fyrirtæki og heimili, fyrir eldhúSy böð, forstofur o.fl. o.fl. HS£g> '* “*“vi StPÖh€P C E R A M I C A |B| VOGUE H Vekjum athygli á tilboðshorni með flísum. Stórhöfða 17 við Gullinbrú, sími 674844. GRÆNMETISBORGARAR „Original“ blanda Með kryddblöndu Með grænmeti Með maís Með FRITINI grænmetisborgurum getur þú á fáeinum minútum framreitt ljúffenga máltið fyrir alla fjölskylduna. FRITINI er hollt, auðvelt og fljótlegt. FRITINI inniheldur fáar hitaeiningar, mikið prótein og gnægð vitamína og steinefna. HEILDVERSLUN ÞINGASELI 8 SlMI 77 3 11 m.a. í sér að stjórnin fái vald til að leggja niður starf Guöjóns B. Ól- afssonar forstjóra. Á stjórnarfund- inum var ekkert rætt um hvaða lausn verði fundin til handa forstjór- unum . . . A árunum 1981 til 1990 hefur aðeins einum fjármálaráðherra tek- ist að lækka tekjur ríkisins að raun- gildi, Albert Guð- mundssyni, en Þorsteinn Pálsson á metið í hlutfalls- legri tekjuaukningu milli ára. Aðeins Ál- bert og Ólafi Ragn- ari Grímssyni hef- ur tekist að minnka útgjöld ríkis- sjóðs að raungildi milli ára. Aðeins tveimur fjármálaráðherrum hefur tekist að skila ríkissjóði með afgangi á tímabilinu, annars vegar Albert árið 1984, hins vegar Ragnari Arn- alds 1981 til 1982 ... ekktur stjórnmálamaður hitti nákominn ættingja er nýverið hafði misst föður sinn. Stjórnmálamaður- inn tók um herðarnar á frænda sín- um og sagði: ,,Það var leitt með hann föður þinn. Ég hafði ætlað mér í jarðarförina en var svo önnum kafinn að ég komst ekki. Fékkstu annars ekki minningarspjaldið?1' Frændinn kvað svo vera og stjórn- málamaðurinn tuldraði annarshug- ar: ,,Það var annars helvítis, ég veiði svo fjandi mörg atkvæði í svona seremóníum." Þeir héldu síðan áfram göngunni hvor í sína áttina og stjórnmálamaðurinn einu atkvæði fátækari... ulltrúar framboðslista Alþýðu- bandalagsins í Reykjaneskjördæmi, Ólafur Ragnar Grímsson og Sig- ríður Jóhannes- dóttir héldu fyrir skömmu fund með starfsmönnum ís- lenskra aðalverk- taka. Fundurinn var haldinn í Messan- um, matsal starfs- manna á Keflavíkurflugvelli. Þegar frambjóðendurnir héldu síðan op- inn fund í Keflavík skömmu seinna mátti þekkja marga er höfðu verið viðstaddir fundinn í Messanum. Hafði einhver að orði, að greinilega hefðu allaballar fundið sér nýjan markhóp eftir að herstöðvarand- stæðingar hurfu af sjónarsvið- inu ... EINSTAKLINGAR! FYRIRTJEKI, FÉLÖG, Við framleiðum og seljum barmmerki af öllum gerðum. Einnig mikið úrvai af bikurum í öllum gerðum og stærðum. Auðbrekku 4, 200 kópavogi Sími 91-43244 - Fax 91-43246 Góðir dagar og hamingja Frá kunningsskap til hjónabands. Nær til alls landsins. Ný og bætt þjónusta, ný leið til að stilla þig inn á nýja árið og góða skapið, fyrir 18 ára og eldri. Skrifaðu í pósthólf 9115, 129 Reykjavík, merkt Mjódd. Sími 91- 670785 alla daga kl. 9-22. Fullur trúnaður / Frítt fvrir dömur.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.