Pressan - 14.03.1991, Síða 9
. . u a-i *.'i »«
FIMMTUDAGUR PRESSAN 14. MARS 1991
A
i^^Mlþýðubandalagið á Austur-
landi hefur gengið í gegnum þreng-
ingar að undanförnu, eins og Al-
þýðubandalagsfélög
víða um land. Hins
vegar eru Alþýðu-
bandalagsmenn
eystra þekktir fyrir
allt annað en linkind
þegar út í kosninga-
baráttu er komið. Nú
fara þeir stórum í málgagni sínu
eystra og njóta liðsinnis fyrrum
þingmanns síns, Helga Seljan. í
málgagninu sendir Helgi þeim tón-
inn, sem farið hafa úr Alþýðubanda-
laginu í Alþýðuflokkinn. „Krata-,
hrat“ er orðið sem Helgi hefur yfir
þá . . .
| nnan Sjálfstæðisflokksins eru
þegar hafnar umræður um hverjir
verði ráðherrar flokksins. Þar á bæ
þykjast menn vissir
um að flokkurinn
myndi næstu ríkis-
stjórn. Ef ráðherrar
flokksins verða
fimm eru þessir
nefndir i stólana:
Davíð Oddsson,
Fridrik Sophusson, Björn
Bjarnason, Þorsteinn Pálsson og
Ólafur G. Einarsson. Ef flokkur-
inn fær sex ráðherra mun baráttan
um sjötta stólinn verða milli Pálma
Jónssonar og Sólveigar Péturs-
dóttir. Halldór Blöndal mun
verða næsti formaður þingflokks-
ins...
ingmannsefni Alþýðuflokks-
ins á Austurlandi, séra Gunnlaugur
Stefánsson prestur á Heydölum í
Breiðdal, hefur farið
víða að undanförnu
í leit að stuðnings-
mönnum. Andstæð-
ingarnir eru nú farn-
ir að bregðast við
sókn Gunnlaugs og
kalla^lista Alþýðu-
flokksins Kristilega demókrata. Lík-
lega þykir krötúnum eystra það ekk-
ert verra, því stefna þeirra í fjöl-
mörgum málum á litla samleið með
stefnuskrá flokksforystunnar fyrir
sunnan ...
Fyrr en síðar þarf íslenskt þjóðfélag að
ganga í gegnum umræðu um
líknardauða
ÓLAFUR ÓLAFSSON LANDLÆKNIR
I nnan borgarstjórnarflokks Sjálf-
stæðisflokksins er hafin barátta
milli manna um hver taka eigi við af
Davíð Oddssyni.
Öruggt er að færri fá
starfið en vilja. Einn
fulltrúanna, Árni
Sigfússon, hefur
verið duglegastur
við að kynna sig út á
við. Baráttan er sögð
standa á milli Katrínar Fjeldsted
og Vilhjálms Vilhjálmssonar. Hitt
er annað að æ fleiri sjálfstæðismenn
horfa til þess að næsti borgarstjóri
verði utan borgarstjórnarflokksins.
Sá yrði þá aðeins ráðinn til næstu
borgarstjórnarkosninga. Þá geta
borgarfulltrúarnir barist um efsta
sætið í prófkjöri. Fyrir síðustu borg-
arstjórnarkosningar var ekki við-
haft prófkjör og því er talsverður
tími liðinn síðan almennir flokks-
menn gátu sagt sitt álit á borgar-
stjórnarfulltrúunum ...
Árleg líffæraþörf íslendinga er: 2—3 hjörtu, 3—4 lifrar, 1—2 bris og 10—12
nýru.
þarfar til að nýta líffæri úr hinum
látna. Hægt er að taka af öll tvímæli
varðandi dauða sjúklings mun fyrr
en áður.
LÍFFÆRAÍGRÆÐSLA KREFST
BREYTTRAR AFSTÖÐU
TIL SJÚKLINGS
Því er ekki að neita að nú munu
læknar taka fyrr þessa ákvörðun
sem er tengd dauða sjúklings og um
leið breytist meðferð hins deyjandi
einstaklings. Það stafar af því að líf-
færi hans eru eftirsóknarverð til að
bjarga lífi annarra. Það er fyrst og
fremst aflvaki þeirrar lagasetningar
sem nú hefur átt sér stað.
Nú hefur verið ákveðið að líta
ekki framhjá þeirri staðreynd að líf-
færi þessa einstaklings geta bjargað
lífi annarra. Krafan um breytingu
kemur í raun erlendis frá því þau
lönd sem íslendingar hafa verið í líf-
færasambandi við kröfðust þess
leynt og ljóst að íslendingar breyttu
lögum sínum svo þeir yrðu aflögu-
færir eða að minnsta kosti sjálfum
sér nógir. Er talið að árleg þörf Is-
lendinga á líffærum til ígræðslu sé
eftirfarandi: 2—3 hjörtu, 3—4 lifrar,
1—2 bris og um 10 nýru.
Á MILLI 10 OG 20 SJÚKLINGAR
VERÐA TEKNIR ÚR SAMBANDI
Þetta eina prósent sjúklinga sem
nú verða úrskurðaðir látnir sam-
svarar á milli 10 og 20 sjúklingum á
ári hér á landi. Formlegt andlát
þeirra mun gerast með eftirfarandi
hætti: Þegar læknirinn sér að engin
heilastarfsemi á sér stað lengur, en
það getur hann gert með aðstoð nýj-
ustu heilaljnurita, slekkur hann á
öndunarvélinni. Það getur hann
gert samkvæmt eigin ákvörðun en
þeir læknar sem rætt var við tóku
skýrt fram að slík ákvörðun væri
ávallt tekin í samráði við aðra.
Mun strangari samráðsákvæði
eru síðan þegar kemur að því að
nýta líffæri úr viðkomandi sjúklingi.
Ekki er hægt að nema burtu líffæri
nema fyrir liggi samþykki hans
sjálfs eða nánasta ættingja. Áður en
líffæri er numið brott þarf að stað-
festa andlátið af tveim læknum. Það
mega ekki vera sömu læknarnir og
síðan nema líffærin á brott. Einnig
er tekið fram að læknirinn, sem
annaðist hinn látna síðast fyrir and-
látið, megi ekki annast brottnám líf-
færa.
Með þessu er verið að vernda
lækninn fyrir hugsanlegum eftir-
mála og um leið er glímt við þau sið-
ferðislegu vandamál sem heilbrigð-
isstéttin þarf að horfast í augu við.
En þessi vandamál eru ekki ný og
innan sjúkrahúsanna fer þegar fram
ákvarðanataka sem margir gera sér
ekki grein fyrir.
„MARGIR OKKAR HAFA
SLÖKKT Á ÖNDUNARVÉLUM“
Það er mat Ólafs Ólafssonar land-
læknis að þessi lagasetning hafi
ekki svo miklar breytingar í för með
sér. Það verði þá helst í afstöðunni
til líffæraflutninga. í framhaldi af því
var hann spurður um þær ákvarð-
að það var ekkert sem bannaði
þeim það. Það er hugsanlegt að
segja það, en hins vegar hefur mér
alltaf fundist að læknar vildu ekki
taka þessa ákvörðun án þess að þeir
vissu nákvæmlega að þeir hefðu
heimild til þess.“
FUNÐUR UM
ENDALOK SJÚKLINGS
í samtalinu við landlækni kom
fram að hann hafði kynnst einni hlið
þessarar ákvarðanatöku heilbrigð-
isstéttarinnar þegar hann starfaði
við afleysingar á sjúkrahúsdeild.
Hann sagði að þar hefði verið eldri
kona sem hefði hrakað stöðugt,
meðal annars í kjölfar heilablæðing-
ar.
„Þar kom að það var kallað á fund
allra á deildinni og þar voru einnig
mættir ættingjar konunnar. Þarna
var rætt fram og til baka hvað væri
hægt að gera og niðurstaðan var sú
að það væri ekki mikið meira hægt
að gera. Auðvitað var áfram annast
um sjúklinginn og þess til dæmis
gætt að hún fengi vökva svo hún
þornaði ekki upp. En eiginlegri
meðferð var hætt í kjölfar þessa
fundar. Þessu hefði líklega verið
öðru vísi háttað ef þetta hefði verið
yngri kona. Ef þetta hefði verið 39
ára gömul kona þá hefði verið sett
miklu meira í gang varðandi með-
ferð hennar."
Það er þá kannski ekki alls freistað til
þess að viðhalda lífi sem maður veit að
er ekkert nema kvöl
I PÁLL ÁSMUNDSSON YFIRLÆKNIR
anir sem læknar og heilbrigðisstétt-
in hafa verið að taka varðandi sjúkl-
inga og hvernig hann hefði kynnst
því af eigin raun. — Hefur hann til
dæmis sjálfur kynnst þeirri ákvörð-
un að slökkva á öndunarvél?
,,Ég hef sjálfur slökkt á tækjum.
Ætli það sé ekki í tveim eða þrem til-
vikum sem ég varð að gera það sem
yfirmaður," sagði Ólafur. Hann tók
það fram að yfirleitt væri það gert í
samráði við ættingja en játaði um
leið að í einstaka tilfellum væri ekki
talin þörf á því. Það væri þá í tilfell-
um þegar augljóst væri að um látinn
mann væri að ræða.
Það kom fram í samtölum við
lækna að þeim finnst ekki auðvelt
að segja frá þvi að þeir hafi tekið vél-
ar úr sambandi. „Það hafa auðvitað
margir okkar orðið að slökkva á
öndunarvélum óg ég sjálfur hef lent
í því," sagði læknir einn sem ekki
vildi láta nafns síns getið.
í nýlegu blaðaviðtali í Tímanum
segir yfirlæknir gjörgæsludeildar
Landspitalans Þorsteinn Svörfuöur
Stefánsson að í reynd hafi athafnir
lækna verið á undan löggjöfinni hér
á landi. Hafi læknar þá stuðst við al-
mennar reglur annars staðar á
Norðurlöndunum. Segir hann að
vélar hafi verið teknar úr sambandi
en þá alltaf í samráði við ættingja.
Það kom fram í samtali við PálSig-
urdsson, ráðuneytisstjóra í heil-
brigðisráðuneytinu, sem jafnframt
var formaður nefndar þeirrar sem
samdi frumvarpið um heiladauða,
að þessar athafnir komu ekki til um-
ræðu þar. „Það kom hvergi fram í
okkar nefndarstarfi að menn hefðu
skapað sér hefð um þetta. Það má
hins vegar segja að þeir hafi haft
fulla heimild til að gera þetta af því
DREGIÐ UR
VIRKRI MEÐFERÐ
KRABBAMEINSSJÚKLINGA
í LOKIN
„Ég hef ekki lent í því að taka
vitað umdeilanlegt að blanda þessu
tvennu saman, af eðli lækninga-
starfsins hlýtur að koma til aðgerða-
leysis á vissum augnablikum. Slíkt
kemur til dæmis upp þegar börn
fæðast mjög vansköpuð þannig að
lífslíkur þeirra eru engar. Menn inn-
an læknastéttarinnar játa að í tilfell-
um sem slíkum sé óbeint tekin
ákvörðun um aðgerðaleysi.
í tilfellum fyrirburða þurfa heil-
brigðisstéttirnar að glíma við
ákvarðanir um hvað sé mögulegt og
framkvæmanlegt. Hjá landlækni
kom fram að hugmyndir hafa vakn-
að um að auðvelda ákvarðanir þar
og miða einfaldlega við þyngd eins
og til dæmis 500 til 600 grömm.
Sagði hann að sumir horfðu til þess
að Alþjóða heilbrigðismálastofnun-
in kæmist að einhverri slíkri niður-
stöðu en það virtist ætla að verða
bið á því. Svipuð sjónarmið komu
fram í nýlegum breskum sjónvarps-
þætti um kvótakerfi í heilbrigðis-
málum.
SJÚKLINGAR í DÁI
UNDANSKILDIR
Þess misskilnings hefur gætt að
þessi lagasetning taki til sjúklinga
sem eru í dái. Þeir læknar sem við
var rætt taka þó skýrt fram að þarna
er ekki verið að leyfa inngrip í slíkt
enda væri þá komið inn á önnur og
viðkvæmari svið eins og líknardráp.
„Sjálfsagt eiga slík tilfelli áfram
eftir að verða tilefni vangavelta. —
Það er að segja hvað á að gera þegar
vitað er að engin von er um að við-
komandi verði manneskja á ný. Þá
er ég ekki endilega að tala um líkn-
ardráp heldur það stig þegar ekki er
komið á það lokastig sem nú er til
umræðu. Þetta er grátt svæði sem
áfram verður tilefni vangavelta,"
sagði Páll.
Landlæknir taldi að fyrr en síðar
þyrfti íslenskt þjóðfélag að ganga í
gegnum umræðu um líknardráp.
Sagði hann að nú væri Holland eina
landið sem hefði tekið ákveðna af-
stöðu til þess. Að uppfylltum marg-
víslegum skilyrðum gæti dauðvona
I kjölfar nýrra laga um heiladauða munu læknar væntanlega flýta dauðastund
um 10 til 20 íslendinga á ári.
ákvörðup um að slökkva á öndunar-
vél og þori ekki að fullyrða um að-
stæður þar. Það er hins vegar allt
annar handleggur hvort dregið er
úr „aktífri" meðferð á krabbameins-
sjúklingi. Það er þá kannski ekki alls
freistað til þess að viðhalda lífi sem
maður veitað er ekkert nema kvöl,“
sagði Páll Ásmundsson en hann tók
skýrt fram að hann vissi ekki um
áþreifanleg dæmi slíkra ákvarðana
né fjölda þeirra. Það er viðkvæmt
mál fyrir heilbrigðisstéttina að játa
að ekki sé alls freistað til að fram-
lengja líf en í tilfellum dauðvona
sjúklinga eru slíkar ákvarðanir
teknar.
Að draga úr virkri meðferð er ná-
tengt aðgerðaleysi sem er lögbrot
samkvæmt refsilögum. Það er auð-
sjúklingur farið fram á líknardauða
sem væri þá framkvæmdur með
þeim hætti að læknir sprautaði
hann með banvænum skammti.
Landlæknir sagði hins vegar að í
samtali hans við hollenska land-
lækninn hefði komið fram að þetta
hefði aukaverkanir í formi aukinnar
hræðslu eldra fólks. Því hefði and-
staðan við líknardráp vaxið á ný í
Hollandi sem væri eina landið sem
hefði leyft slíkt.
En hvad segir landlœknir um
möguleika á því ad líknardráp verdi
leyft hér?
„Ég hlýt að taka mjög ákveðna af-
stöðu gegn þeim aðgerðum sem nú
er verið að framkvæma í Hollandi."
Sigurður Már Jónsson