Pressan


Pressan - 25.04.1991, Qupperneq 9

Pressan - 25.04.1991, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991 9 Með bréfi til forsætísráðherra hefur Ólafur Ólafsson forstjóri Álafoss beðið ríkið um að feiia niður lán sem ríkið veitti til sameiginlegs dótturfyrirtækis Álafoss hf. og Hildu hf. í Bandaríkjunum. Samkvæmt upplýsingum hjá stjórnvöldum liggur fyrir að Álafoss hafi tekið tíl sín hluta af láninu, sem nemur nú 82,5 milljónum króna, þar sem starfsemi nýja fyrirtækisins hófst aldrei. Bent er á að 7 milljónir króna af lánsupphæðinni voru frystar á bankareikningi, áður en Hilda hf. varð gjaldþrota. Jón Sigurðarson, þáverandi forstjóri Álafoss og Hanna Holton stjórnarformaður Hildu skrifa undir yfirlýsingu um samstarf í Bandaríkjunum. / - Hr. íoraatisráðherra Steíngrirrjr Keraiannsaon Foraatisráður.eytið Roykjavík Mosfell3bte. 3. april. 1591 Eíni; Víkjandi lán. Ríkissjóður hefur í cegr.un Iðnlánaojóð, veitt Alafossi h.í. og dótturíélecí þess lán r.eð skilyrtua endurcreiðsluákvaðun. Sndurcreiðsla lánanna er háð afkonu oq creiðslugetu fyrir- tekisir.s. Alafcss h.f. er er.n i njöfl alvarlecrí fjárhacsstóíu, vecr.a uppsafnaðs taps fyrri ira , ofl mikilla eicna sem fólEflið heíur haft frá stofr.un. A siðastlíðr.u ári komu ýmsir sjóðir o® Landsbar.ki Islar.cs fyrirtekinu til hjálpar með þvi að leysa til sín eigr.ir. Atvinnutrycflincasjóður Otflutnincsflreina samþykkti að veita Alafossi h.f. aukið ián að uppheð kr. 100 milljónir. Aðeir.s <0,0 milljónir fást lár.aðar if lofuðum 100 milljór.ur. Stjórn Alafoss h.f. hefur samþykkt að reyna til þrautar eð trycflja rekstur félacsíns r.eð því eð lakka er.n frekar skulcir fyrirtakisir.s. Verður leitað til nokkurra lénadrottr.a í þvi sambar.di. Ar.nar aðaleiffar.di íyrírtakisins Sarband Isl. Saxvinr.ufélaca r.efur þeffar samþykkt að leysa til sin skuldir og ábyrffðir að upphað kr. S4.C milljónir. Akureyrarbar hefur lýst yíír vilja sír.um og áhuca til að kcma til r.6ts víð félscið flecn þvi að skuidir verði lakkaðar ofl neikvatt eíflið fé jaír.eð með niðurfellincu skuióa. >ess er farið á leít víð Rikissjóð, að har.n íalli frá ááur- r.efndux lánum é hendur Alcfossi h.f. að upphað 91,0 miilj. króna auk láns til sar.eiflinlegs dótturféltgs Alafoss h.f. og Hildu h í. cn Hilda h.í. hefur verið lýst ffjeicþrota. Lár.in eru eir.s oo áður secði með skilyrtum endurcreiðsluékveðum þ.e. vikjar.dí lán. Alt/cu •/InlcU ■ M.tj.u.h . rOBnJSIS • ISI2I ■ JttUtd TthfÁnt 3SI-I4C6300 ■ Ttl</ttJU-l4S73S0 • T,U. 2033cU/ti ú ■ Bttl: TJjSttu.il Bttkt/ItiltKÍ ■ M.njri Btettk «iccive» ________________________n.c«.cs icn« Bónarbréf forstjóra Álafoss til forsætisráðherra. ÁLAJPOSS E viðreisn kemst á koppinn geta einhverjir þingmanna krata lát- ið sig dreyma um ráðherrastól, það er fyrir utan þá sem hafa þá fyrir; þau Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Sigurðsson og Jó- hanna Sigurðar- dóttir. Sá sem er heitastur er Sig- hvatur Björgvinsson en Eiður Guðnason kemur líka til greina. Þó er líklegra að Eiður yrði gerður að forseta þingsins ef kratar fengju færri ráðherra en sjálfstæðismenn. Pá kemur einnig til greina að Rann- veig Guðmundsdóttir yrði ráð- herra ef umhverfisráðuneytið félli til krata ... lEiginkona Þorsteins Pálsson- ar fyrrum formanns Sjálfstæðis- flokksins, Ingibjörg Rafnar fyrr- verandi borgarfull- trúi, er í forsíðuvið- tali í tímaritinu Heimsmynd sem kemur út um helg- ina. Ingibjörg fjallar þar um átökin á toppnum og lífið með Þorsteini og ásakar meðal ann- ars eldri karlana í þingflokknum fyr- ir að hafa ekki unnt Þorsteini að leiða flokkinn. Hún víkur einnig að Davíð Oddssyni í viðtalinu og seg- ir að hann sé „margslunginn karakt- er“ .. . Á síðasta ári sótti fyrirtækið einn- ig um 100 milljón króna víkjandi lán frá ríkinu en fékk 60 milljónir. Nú rétt rúmu ári síðar er farið fram á niðurfellingu, samtals að fjárhæð 91 milljón króna, sem felur einnig í sér niðurfellingu á láni sem fyrirtækið fékk árið á undan vegna markaðs- aðgerða í Evrópu „auk láns til sam- eiginlegs dótturfélags Álafoss hf. og Hildu hf, en Hilda hf. hefur verið lýst gjaldþrotá', eins og segir í bréfi for- stjórans til forsætisráðherra. PENINGUM KASTAÐ í BANDARÍKJUNUM Umrætt lán ríkisins til fyrirhugaðs dótturfyrirtækis Álafoss og Hildu í Bandaríkjunum var samtals að fjár- hæð 82,5 milljónir króna miðað við núgildandi verðlag. Skilyrði fyrir þessari lánveitingu voru, að af sam- starfi þessara tveggja fyrirtækja yrði í Bandaríkjunum, enda talið nauðsynlegt að fyrirtækin samein- uðust til þess að halda velli á mark- aðnum þar. „Menn gerðu ráð fyrir að af því yrði, enda var búið að stofna fyrirtækið. Síðan varð aldrei neinn rekstur, en mennirnir tóku hins vegar peningana til sín," sagði einn heimildarmaður við blaðið. Brot af þessum peningum sem rík- ið lánaði vegna nýja fyrirtækisins í Bandaríkjunum var fryst á banka- reikningi, eða aðeins um 120 þús- und dollarar, um 7 milljónir króna. „Væntanlega hafa þeir haft ein- hvern snefil af siðferðiskennd," sagði einn heimildarmanna PRESS- UNNAR. Enn á eftir að koma í ljós hvað inn- heimtist af láninu sem ríkið veitti. Svo virðist sem Álafoss og Hilda hafi skipt jafnt þeirri upphæð sem eftir stóð þegar búið var að frysta 7 millj- ónirnar, eða hafi haldið eftir rúmum 37 milljónum hvort. Jafnvel er talið að hið sameiginlega fyrirtæki eigi bakkröfu á Álafoss. PRESSAN fékk hins vegar ekki svör við því í gær, hvort ríkið hygðist sækja þessa pen- inga, eða gefa þá. ÁLAFOSS VÍSAR ALFARIÐ Á HILDU Ólafur Ólafsson segir að fyrirtæk- ið hafi skilað iðnaðarráðherra ítar- legri greinargerð eftir að ljóst varð að Hilda hf. sleit heildarsamkomu- laginu. Óskað var eftir því að stjórn- völd tækju afstöðu til málsins, segir Ólafur. — Þið frystuð hluta af láninu? „Já, allt það sem þá var ekki ráð- stafað." — Annað tókuð þið sjálfir til rekst- ursins. Eru það ekki vafasöm vinnu- brögð? „Nei, það var notað fyrir rekstur- inn úti, þar á meðal greiðslu á skuld- um.“ Ólafur sagði að nýja félagið hafi haft það markmið að eiga tvö fyrir- tæki, dótturfélög Hildu hf. og Ála- foss hf. í Bandaríkjunum. „Stofnuð var bráðabirgðastjórn sem sá um rekstur þessara eigna, það er hluta- félögin og þann rekstur sem á bak við þau voru.“ — Þið frystuð 7 milljónir, er ekki eðlilegt að þið verðið látnir standa skil á þeim hluta sem eftir stendur og snýr að ykkur? „Þegar samningur var undirritað- ur 88/89 fórum við af stað. Síðan sleit Hilda hf. samkomulaginu við okkur. Við sendum strax ítarlegt bréf, þann 20. júní árið 1990 til Hönnu Holton stjórnarformanns Hildu hf. Síðan létum við málið í hendur lögfræðings og gerð var ít- arleg álitsgerð um réttarstöðu Ála- foss hf. vegna slita á samkomulagi um sameiningu á starfsemi frá 11. júní árið 1989. Við sendum strax öll- um aðilum upplýsingar, þar á meðal iðnaðarráðherra, um að það hefði verið gróflega brotið á okkur. Jafn- framt kröfðumst við þess að ekkert yrði gert við óráðstafaða fjármuni fyrirtækisins og stefndum Hildu hf.“ — Engu að síður hefur meginhiuti peninganna farið til annars en rekst- urs ytra, þar sem starfsemi sameig- inlega fyrirtækisins þar var ekki hafin? „Jú, starfsemin var alltaf í gangi. Það er algjör misskilningur að við höfum tekið þátt í þessu. Við tókum mjög alvarlega á málinu. Það er ekki við Álafoss að sakast. í haust endurtókum við afstöðu okkar til málsins og óskuðum eftir afstöðu stjórnvalda, en við höfum ekki feng- ið nein svör.“ ÓVISS FRAMTÍÐ ÞRÁTT FYRIR MILLJARÐA TILKOSTNAÐ Frá því Álafoss var stofnað er talið að ríkið, Atvinnutryggingasjóður og Hlutafjársjóður hafi veitt fyrirtæk- inu aðstoð sem nemi uppreiknuð að minnsta kosti 700 milljónum króna, en taka skal fram að hluti af þessu eru skuldbreytingar og lán með veð- um, sum utan félagsins. Að auki er sýnt að aðrir lánardrottnar, bankar og sjóðir hafa veitt fyrirtækinu um- talsverð lán og myndu því tapa verulegum fjármunum kæmist fyr- irtækið í þrot, ekki síst Landsbank- inn. Samkvæmt greinargerð sem forsvarsmenn Álafoss tóku sjálfir saman að beiðni stjórnvalda í byrj- un síðasta árs var talið að beint tap við gjaldþrot myndi nema 600—800 milljónum króna og lenda á „hinum ýmsu sjóðum bönkum, eigendum og öðrum, svo sem Byggðastofnun, Landsbanka og sjóðum sem eru með einfaldri ábyrgð ríkissjóðs'*. Auk þess er skýrt tekið fram að ef ekki finnist nýir eigendur bendi allt til þess að eignir myndu standa van- nýttar um lengri eða skemmri tíma eins og staða atvinnumálanna er um þessar mundir og tapið því verða enn meira. í bréfinu til forsætisráðherra þar sem farið er fram á niðurfellingu lánanna segir forstjóri Álafoss að stjórn fyrirtækisins hafi samþykkt að reyna til þrautar að tryggja rekst- ur félagsins með því að lækka enn frekar skuldir fyrirtækisins. Verði leitað til nokkurra lánardrottna þess í því sambandi og hafi annar aðal- eigandi fyrirtæksins, SIS, þegar samþykkt að leysa til sín skuldir og ábyrgðir að upphæð krónur 94 milljónir. Þá hafi Akureyrarbær lýst yfir vilja sínum og áhuga til að koma til móts við félagið gegn því að skuldir verði lækkaðar og neikvætt eigið fé jafnað með niðurfellingu skulda. Athygli vekur hins vegar að for- stjórinn bendir jafnframt á, að ekki sé einsýnt að þetta dugi: „Þrátt fyrir þær skuldbreytingar sem nú er unn- ið að er framtíð Álafoss hf. ekki tryggð. Þar skiptir mestu markaðs- staða fyrirtækisins og þau efnahags- legu skilyrði sem fyrirtækið býr við á hverjum tíma. Það er þó ljóst að ef þær skuldbreytingar sem nú er unn- ið að ná ekki fram að ganga á fyrir- tækið engan möguleika á því að halda áfram rekstri þrátt fyrir góða verkefnastöðu," segir forstjórinn í erindi sínu til stjórnvalda. Miðað við þessa hreinskilni for- stjórans má fullyrða að stjórn fyrir- tækisins undir formennsku Sigurð- ar Helgasonar, fyrrverandi stjórnar- formanns Flugleiða, eigi ekki öf- undsverða mánuði framundan, en auk Sigurðar sitja nú í stjórninni þeir Guðjón B. Ólafsson forstjóri Sambandsins, Páll Gústafsson fyrir hönd Framkvæmdasjóðs, Gylfi Þ. Gíslason fyrrverandi prófessor og Þorsteinn Sveinsson varaformaður Sambandsins. Kristján Þorvaldsson eir Alþýðuflokksmenn sem harðast ganga fram gegn viðreisn- arstjórn munu flestir vera nýgengnir í flokkinn, að sögn stuðningsmanna viðreisnarinnar. Stuðningsmenn vinstristjórnar segja hins vegar ómak- lega að sér vegið með slíkum fullyrð- ingum. Viðreisnarkratar benda hins vegar á að meðal þeirra Alþýðu- flokksmanna sem einlægast boða vinstrasamstarf sé Reynir Ingi- bjartsson forystumaður húsnæðis- samvinnufélagsins Búseta. Reynir, sem er fyrrverandi framsóknar- og alþýðubandalagsmaður, hefur tekið sig til ásamt hópi fólks sem kallar sig „Kjósendur Alþýðuflokksins11 og boðað til fundar á Hótel Borg klukk- an 12.00 í dag þar sem mótmæla á kröftuglega hugmyndum um við- reisn . . . í*jórði vinsælasti maður lands- ins, samkvæmt vali hlustenda Rásar 2, Sigurður Pétur Harðarson, lék 5000. íslenska lagið í þætti sínum Landið og miðin á rásinni í gærkvöldi. Nefna má að Sigurður hef- ur einungis starfað á Rás 2 í 10 mánuði, þannig að líklega verður hann að teljast dugmesti vin- ur íslenskra tónskálda, sem meta af- rek sín eftir spilun í Ríkisútvarpinu. Ljóst er að plötuútgefendur teija Sigurð Pétur líka sinn mann, því fyrr í vetur færðu þeir honum viður- kenningu fyrir 3000 leikin íslensk lög í útvarpinu .. .

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.