Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 10

Pressan - 25.04.1991, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991 HASSSMYGLARI SLAPP MEB SMÁDÚM VEGNA MIS1AKA VID LÖGREGLDRANNSÚKN Mikilvirkur fíkniefnainnflytjandi, Sverrir Þór Einars- son, var nýlega dæmdur í rúmlega mánadarfangelsi fyrir Hæstarétti. Dómurinn verður að teljast mjög vægur mið- að við að flutt voru inn þrjú kíló af hassi. Vegna mistaka í lögreglurannsókn hafnaði héraðsdómurinn að taka nokkuð mark á skýrslum lögreglunnar en mjög umfangs- miklar lögregluaðgerðir leiddu til handtöku Sverris í um- deildri lögregluaðgerð á Hótel Loftleiðum fyrir nokkrum árum. Niðurstaða dómsins er því eingöngu byggð á játn- ingu Sverris um innflutning á 700 grömmum af hassi. Aldrei fékkst neinn til að gangast við hinum 2,3 kílóun- um af hassi. Söluverð hassins, komið á götuna, má áætla um 4,5 milljónir króna. Innflytjandinn hefði þó líklega aldrei borið nema helming þeirrar upphæðar úr bítum. Anddyrið á Hótel Loftleiðum var krökkt af lögreglumönnum þegar Sverrir Þór hitti þýska tálbeitu lögreglunnar. KEYPTl HASSIÐ EN FÉKK ANNAN í INNFLUTNINGINN Málið á rætur sínar að rekja allt aftur til maí 1986 þegar Sverrir Þór lagði á ráðin um kaup á hassi er- lendis og sölu þess hér á landi í ágóðaskyni. í ákæru ríkssaksókn- ara kemur fram að ákærði fór til Amsterdam skömmu síðar til að út- vega hass. Hann flutti hins vegar ekki efnið sjálfur til landsins. Fljótlega komst ávana- og fíkni- efnadeild lögreglunnar að því að Sverrir Þór væri að leggja á ráðin um að flytja inn hass frá Hollandi. Á miðnætti 20. júní framkvæmdi toll- gæslan á Keflavíkurflugvelli ásamt fíkniefnalögreglunni í Reykjavík fíkniefnaleit hjá þýskum farþega sem hingað var kominn. Fundust þá í fórum hans þrjú kíló af hassi. Þjóð- verjinn játaði þegar að hann hefði átt að flytja þetta inn fyrir Sverri og lýsti fyrir lögreglunni með hvaða hætti hann hefði átt að hafa sam- band við Sverri. ÁKVEÐIÐ AÐ ÚTBÚA TÁLBEITU Nú fóru hlutirnir að gerast hratt því lögreglan ákvað að útbúa tál- beitu til þess að ná til Sverris Þórs. Þjóðverjinn féllst a' að taka þátt í því gegn því að Sverrir fengi ekki að vita um handtöku hans á Keflavík- urflugvelli. Kom þá þegar fram að hann óttaðist hefndaraðgerðir þeirra sem stóðu að málinu. Féllst lögreglan á þessa samninga sem verður að teljast mistök í ljósi dóms- niðurstöðunnar. Þrír lögregluþjónar héldu nú af stað með Þjóðverjanum frá Kefla- víkurflugvelli að Hótel Loftleiðum. Þar var hann skráður inn á herbergi og þaðan hringdi hann í Sverri. Þá þegar höfðu tveir lögregluþjónar komið sér fyrir við heimili Sverris og veittu þeir honum eftirför að Hótel Loftleiðum. Þess var vandlega gætt að hafa at- burðarásina nákvæmlega eins og fyrirhugað hafði verið til að skapa ekki tortryggni hjá Sverri. Einnig var þess vandlega gætt að fíkniefnin misfærust ekki. Þegar Sverrir kom á Hótel Loft- leiðir fór hann inn og gaf sig á tal við ferðamenn. Hann gekk síðan um í anddyrinu þar til allt í einu að hann vatt sér að Þjóðverjanum og tók brúna leðurtösku sem hafði að inni- halda þrjú kíló af hassi. Hann gekk áleiðis út og um leið stukku lög- regluþjónar á hann. Við húsleit heima hjá Sverri fund- ust 5.061 bandarískir dollarar, 7.850 danskar krónur og eitthvað af pund- um og sænskum krónum. SVERRIR KOMST SJÁLFUR AÐ SAMKOMULAGI LÖGREGLUNN A R OG ÞJÓÐVERJANS Bæði Sverrir og Þjóðverjinn voru nú úrskurðaðir í gæsluvarðhald. í framburði Þjóðverjans kom fram að hann hafði eingöngu tekið að sér að flytja hassið inn og átti að fá greiðslu frá Sverri fyrir. Við yfirheyrslu yfir Sverri kom fram að hann taldi sig ekki bera ábyrgð á þessum þrem kílóum sem hingað voru komin. Ját- aði hann að hafa farið til Amster- dam til að finna sö lumann sem hefði áhuga á að senda hass til íslands. Sagði Sverrir að engin ákvörðun hefði verið tekin um hve mikið það yrði né hvenær. Hann hefði bara skilið eftir símanúmer sitt og haldið síðan heim á leið. Við yfirheyrslur segist Sverrir aidrei hafa átt von á meiru en 700 grömmum og þegar upp var staðið var ekki hægt að sanna innflutning á meira magni á hann. Þegar leið á yfirheyrslurnar kom í ljós að Sverrir hafði komist að því að Þjóðverjinn var handtekinn í Kefla- vík og þar hefði hassið fundist. Ekki er vitað hvaðan Sverri bárust upp- lýsingar um það. Hélt Sverrir því nú fram við yfir- heyrslur að samið hefði verið við Þjóðverjann um að leggja gildru fyr- ir sig og hefði þannig átt að koma meiri sök á sig en hann raunveru- lega hefði átt. I niðurstöðu dómsins skipti þetta verulegu máli. SAMBÝLISKONA SAGÐIST HAFA ORÐIÐ FYRIR ÞVINGUNUM LÖGREGLUNNAR í ákærunni er einnig gerð krafa um refsingu yfir sambýliskonu Sverris, Þurídi Björgu Birgisdóttur. Því var hafnað á báðum dómstig- um. Þá er forvitnilegt að þegar mál- ið var tekið fyrir hélt hún því fram að framburður hennar hjá lögregl- unni hefði verið fenginn með þving- unum sem hefðu verið í því fólgnar að henni var sagt að búið væri að úr- skurða hana í 10 daga gæsluvarð- hald og jafnframt hafi henni verið sagt að hún ætti á hættu að rúmlega ársgamall sonur hennar yrði settur á vistunarheimili. Niðurstaða dómsins hlýtur aðl vera mikið áfall fyrir lögregluna. í| dómnum er lögregiurannsókninni | sem slíkri hafnað. Var því eingöngu unnt að byggja á framburði hinna ákærðu fyrir dómi. Því var Sverrir eingöngu dæmdur fyrir innflutning á þeim 700 grömmum af hassi sem hann játaði fyrir dómnum. Var þá höfð hliðsjón af því að Sverrir hafði fimm sinnum áður verið dæmdur til refsingar, meðal annars fyrir brot á fíkniefnalögunum. Sverrir var dæmdur í fangelsi í 3 mánuði, þar af 2 skilorðsbundið. Þá kemur 10 daga gæsluvarðhald til frádráttar þannig að Sverrir er að-; eins dæmdur í 20 daga fangelsisvist þrátt fyrir að hér hafi verið um mjög stórt smyglmál að ræða. Þá var fall- ist á kröfu ákæruvaldsins um upp- töku á þeim gjaldeyri sem náðist. Þess má geta að málsmeðferðin dróst mjög á langinn vegna kröfu um að Asgeir Fridjónsson, saka- dómari í ávana- og fíkniefnamálum, viki sæti. Var málinu skotið til Hæstaréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að Ásgeiri bæri að víkja. Það var Því Hjörtur O. Aðalsteins- son sem kvað upp dóminn. Verjandi Sverris var Púll Arnór Pálsson hæstaréttarlögmaður. Hæstiréttur lengdi fangelsisvist Sverris um einn mánuð en staðfesti sýknu Þuríðar. Þá breytti Hæstirétt- ur niðurstöðunni um upptöku gjald- eyris þannig að Sverrir hélt þeim peningum eftir. „Það eru auðvitað ákveðin skila- boð í þessum dómi sem við erum búnir að skoða," sagði Björn Hall- dórsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, þegar hann var spurð- ur að því hvort deildin hefði brugð- ist við því á einhvern hátt að þarna hefði umfangsmikilli lögreglurann- sókn verið hafnað eins og hún lagði sig-. „I þessu eru einnig skilaboð um að það sárvantar reglur um óhefð- bundnar rannsóknir," sagði Björn. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.