Pressan - 25.04.1991, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 25. APRÍL 1991
23
... fær Páll Hjálmtýs-
son og Burt Bacharach
fyrir stærsta sigurinn á
kosninganótt
SJÓNVARPIÐ
Föstudagsrokk er tíu þátta röð
sem ríkissjónvarpið byrjar að
sýna á föstudagskvöldið, korteri
fyrir miðnætti. Fyrsti þátturinn
fjallar um soul-tónlist og þar má
sjá kappa á borð við James
Brown, Otis Redding og Marvin
Gaye, að ógleymdum The Supr-
emes. Næsti þáttur verður eftir
mánuð og þá verður fjallað um
Ríó tríóið og Gunna Þórðar.
STÖÐ 2_________________________
Tvíburar Dead Ringers er mynd
þar sem Jeromy Irons, Óskars-
verðlaunaleikarinn frá síðasta
mánuði, fær að leika tvo menn,
tvíbura. Annar tvíburinn er
meira klikkaður en hinn. Loks
fer hann alveg yfir strikið og þá
er voðinn vís fyrir hinn helming-
inn. Irons leikur þetta af miklum
þrótti en sagan sjálf er ekki
merkileg. Músarhjörtum skal
bent á að þetta er hryllings-
mynd.
BÍÓIN__________________________
Betri blús Mo Better Blues eftir
Spike Lee er sýnd i Laugarásbiói.
Það þarf ekki að segja þeim sem
sáu Do The Right Thing að fara á
þessa mynd, en það er ágætt að
þeir viti það fyrirfram að hún er
ekki eins góð. Danzel Whasing-
ton er hins vegar rosalegur leik-
ari — og æðislega flottur gæi.
Flugsveitin Flight of the Intru-
der i Háskólabíói er mynd eins
og allir héldu að væri hætt að
framleiða núna. Þegar framleið-
endurnir þurfa að selja hana sem
eftirmála af Top Gun ætti að vera
ljóst að eitthvað er að. Og það er
eitthvað að.
Sofið hjá óvininum Sleeping
with theEnemyí Bióhöllinni hef-
ur einn afgerandi kost, Juliu Ro-
berts. Annað í myndinni er ekki
iþyngjandi.
Uppvakningar Awakenings í
Stjörnubíói sýnir að Robin Willi-
ams er hörkuleikari og að Robert
de Niro þarf ekki alltaf að vera
betri helmingurinn þegar tveir
leikarar leiða saman hesta sína.
Dansar vid úlfa Dances with
Wolves í Regnboganum er Ósk-
arsverðlaunamynd sem Evrópu-
búar elska. Hún gefur þeim kost
á því að velta sér upp úr hvað
Ameríkanar eru barnalegir og
grunnir.
LEIKHÚSIN
Ráðherrann klipptur eftir
Ernst Bruun Olsen er sýnt á Litla
sviði Þjóðleikhússins. Ein fyrir-
spurn til forsvarsmanna íeik-
hússins: Afhverju var mér ekki
sagt að þetta væri sama leikrit og
ég sá í Sjónvarpinu fyrir nokkru?
Söngvaseiður eða Sound of
Music hefur slegið í gegn. Þeir
sem ætla að sjá þennan söngleik
á þessu leikári verða að fara að
kaupa sér miða. Það eru hugsan-
lega einhver sæti laus seinni
hluta næsta mánaðar.
Dampskipið fsland, Ég er
meistarinn, Fló á skinni og
Sigrún Astrós ganga enn í
Borgarleikhúsinu. Líka 1932 —
en ekki eins vel.
Menn, menn, menn eru þrír
einþáttungar sem Stúdentaleik-
húsið sýnir í Tjarnarbíói. Það eru
félagar í leikhúsinu sem leggja til
verkin.
KLASSÍKIN____________________
Sinfónían heldur svokallaða
Bónus-tónleika í kvöld, en það
skal leiðrétt strax að þeir eiga
ir
rnr
5 14
[T
35“
40
45
:Í4Ö
r ?— 5— ?— 10
r ■
íó
r ■ *
P
■
v
p
■
■ 43
47
■
ÞUN6A GATAN
LÁRÉTT: 1 auðæfi 6 lostafengin 11 mjög 12 trjóna 13 dúk 15 gos-
sprunga 17 nærskyrta 18 berg 20 aíhenti 21 glerhallur 23 nudd 24
úlf 25 eindregin 27 afhjúpar 28 hetjusagan 29 fórnarblóð 32 skraut
36 gull 37 forsögn 39 þrammi 40 tré 41 dundi 43 mylsna_44 óstöðug
46 dvalarstaður 48 kaldakol 49 op 50 dráp 51 nefin LÓÐRÉTT: 1
kákar 2 neitun 3 ái 4 núningur 5 nákvæmni 6 eftirleit 7 gróp 8 sál 9
kjagar 10 skári 14 ullarkembu 16 garði 19 flautu 22 múrstein 24
hæfa 26 veiðitæki 27 misþyrming 29 dæld 30 rannsókn 31 spil 33
verndarvættir 34 afturenda 35 letingjann 37 pækil 38 með 41 móða
42 keppur 45 blása 47 vendi.
Græna kortið Green Card i Bíó-
borginni með frönsku leikverk-
smiðjunni Gerard Depardieu er
létt amerísk gamanmynd með
smá rómans. Leikstjóranum Pet-
er Weir tekst ekki að bæta miklu
við þann flokk bíómynda.
ekkert skylt við verðstríðið á
höfuðborgarsvæðinu. Á tónleik-
unum leikur Rudolf Buchbind-
A
r
n
er pianókonsert nr. 20 eftir Moz-
art með hljómsveitinni en auk
þess leikur hún Sinfóniu nr. 25 í
g-moll og Haffner-serenöðuna
eftir sama mann.
Peter Máté, tékkneskur píanó-
leikari, leikur verk eftir Ferenc
l.iszt á tónleikum í Hafnarborg í
kvöld.
Söngsveitin Fílharmónía flyt-
ur Nelson-messuna eftir Haydn í
Kristskirkju á laugardaginn kl.
17.00 og síðan aftur á sunnudag-
inn á sama tíma.
Kammersveit Reykjavíkur
leikur verk eftir Mozart og J.G.
Naumann í Áskirkju á sunnudag-
inn kl. 17.00.
POPPIÐ______________________
Bubbi Morthens verður á
Skipaskaga i kvöld og leikur og
syngur á skemmtistaðnum
Ströndinni.
SJÓIN
Dragsjóin á Moulin Rouge eru
það skemmtilegasta í bæjarlíf-
inu. Þeir sem efuðust um það
hafa sannfærst á kosningavök-
unni hjá rikissjónvarpinu.
Yfir strikið býður einnig upp á
villt og kynferðisleg sjó, þó þau
séu byggð á hefðbundnara kyn-
lífi.
ið viðlíka umfjöllun og innrétting
Ölkjallarans á sinum tíma.
Ástæðan var að eigandi Ölkjall-
arans vildi verða fyrstur til að
opna bjórkrá þegar banninu yrði
aflétt. Ög eins og aðrir frumherj-
ar þurfti hann að borga það dýru
verði. Ölkjallarinn fékk ekki
leyfi til að hafa opið til klukkan
þrjú. Þetta átti að vera ný lina til
að kenna fólki að hætta hugsa
um að græða á bjórnum. En
þessi lína náði ekki lengra en ut-
an um Ölkjallarann. Eftir að
hann opnaði hafa allir fengið að
hafa opið til þrjú ef þeir vilja. En
NÆTURLÍFIÐ
Öikjallarinn á horni Pósthús-
strætis og Kirkjustrætis á sér sér-
kennilega sögu. Það sérkenni-
lega við söguna er að ris hennar
verður í raun áður en hún hefst.
Áður en bjórinn var lögleiddur
(það eru bara tvö ár siðan þó
enginn geti lengur imyndað sér
hvernig hægt var að lifa í bjór-
lausu landi) var Ölkjallarinn for-
síðuefni blaðanna með reglu-
legu millibili. Endurbygging
Þjóðleikhússins hefur ekki feng-
Gordon Rouge
Brut
þessi lina nægði til að hengja Öl-
kjallarann. Frá því að hann opn-
aði hefur hann verið tínd bjór-
krá. Þangað fer enginn nema
þeir sem vilja ekki láta sjá sig á
bjórkrám. Og þeir eru allnokkrir.
Og sem betur fer eru þeir þag-
mælskir.
MYNDLISTIN___________________
Yoko Öno og Fluxus verða á
Kjarvalsstöðum um helgina.
Yoko mætir á opnunina þannig
að þeir sem vilja vera menn með
mönnum, að ekki sé talað um
konur með konum, verða að
mæta. Þeir sem geta enn ekki
fyrirgefið henni að hafa eyðilagt
Bitlana geta reynt að kasta í hana
eggi-
Wu Shan Zuan sýnir í Gallerii
List. Þetta er sami Shan Zuaninn
og gerði veitingahúsið 22 eins og
það á að vera um daginn.
Daníel Magnússon sýnir nokk-
ur verka sinna á Café Splitt á
Klapparstígnum. Öll eru verkin í
hefðbundnum Daniels-stíl.
Þetta er meðaljón
hópi alvöru kampavína,
sem eins og kunnugt er
koma frá héraðinu
Champagne í Frakk-
landi. Yfirleitt saman-
standa kampavínin af
þremur berjategundum,
Chardonnay, Pinot Noir
og Pinot Meunier, en
stundum er einungis um
að ræða tvær af þessum
berjategundum. Gordon
Rouge er þurrt og eins
og önnur kampavín er
best að drekka það
sæmilega kalt. Kampa-
vín er hægt að drekka
bæði fyrir mat og með
mat. Flaskan af Gordon
Rouge Brut kostar 2190
krónur.
Baltasar opnar sýningu i Hafn-
arborg í dag. Ef að likum lætur
eru öll verkin í hefðbundnum
Baltasar-stíl.
VEITINGAHÚSIN_________________
Þjónn, fer ekki að líða að þvi að
ég fái pitsuna sem ég pantaði fyr-
ir hálftíma?
Það er enn smábið. Það er
nefniiega svo rosalega mikið
að gera í dag.
Hver kannast ekki við svona til-
svör frá þjónustuliði á veitinga-
húsum? Það er eins og það sé
gestinum að kenna að eigandi
staðarins setti alla þessa stóla í
salinn og einhverjir settust í þá
og keyptu sér pitsu. Þjónustufólk
er alltaf að íþyngja gestinum
með einhverjum þjónaraunum.
Gestinum koma þessar raunir
ekkert við. Hann vill fá matinn
sinn á réttum tíma og ef það tekst
ekki á þjónninn ekki að reyna að
réttlæta það heldur að biðjast af-
sökunar. Og þó þetta sé ekkert
nema óþolinmæði í gestinum á
þjónninn samt að biðjast afsök-
unar. Gesturinn hefur nefnilega
alltaf rétt fyrir sér. Þannig var
það í gamla daga og þannig á
það að vera i framtiðinni. Ef
þjónninn trúir því ekki á hann að
fá sér aðra vinnu.
ÁÐUR ÚTI NÚNA INNI
Nú hafa hvalveiðar verið bann-
aðar um tima. Það er þvi erfitt að
ná i súran hval. Og fyrst svo er er
&
súr hvalur að sjálfsögðu kominn
í tísku. Þeir sem vilja vaxa í aug-
um gesta sinna eiga þvi að leita
dyrum og dyngjum að súrum
hval. Það er álíka exótískt að
bjóða upp á slíkan munað og að
framreiða steingerð risaeðluegg.
Og fyrst allt bendir til að Halldór
Ásgrímsson verði ekki sjávarút-
vegsráðherra næstu árin er vis-
ara að geyma eitthvað til betri
tima. Eftir eitt eða tvö ár verður
fólk tilbúið að drepa fyrir súran
hval. Og þá skiptir það engu þó
þvi þyki hann vondur.
ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI
Það er sjálfsagt ekkert jafn
ómögulegt í dag og að eiga „The
Art of the Deal“ eftir Donald
Trump. Það er ekki bara að
menn eigi ekki að binda trúss sitt
við þá sem tapa, heldur er Don-
ald Trump tákn um þá trú á ævin-
týri sem reið húsum fyrir fáum
árum. I dag eiga menn að trúa á
heilbrigða skynsemi og heil-
brigð skynsemi leyfir mönnum
ekki að trúa á ævintýralegar
lausnir. Og þegar heilbrigð skyn-
semi knýr dyra flýgur Donald
Trump og allt sem hann stóð fyr-
ir út um gluggann.
HÚSRÁD__________________
Eg þarf að skila af mér íbúd
sem ég er búinn að vera með í
leigu en mér hrýs hugur við
að mála hana. Líklega kemst
ég ekki hjá því þar sem ég er
búinn að negla mikið af nögl-
um í veggina. Hvað á ég að
gera?
Taktu naglana úr og settu hvitt
tannkrem í naglaförin (ef vegg-
irnir eru hvítir). Þegar tannkrem-
ið er þornað skaltu strjúka létt yf-
ir með sandpappír. Húseigand-
inn tekur ekki eftir neinu — alla
vega ekki strax.
VIÐ MÆLUM MEÐ______________
að Sigurður A. Magnússon
verði ráðinn sem fast
skemmtiatriði í Litrófs-þætt-
ina
hann og Arthúr Björgvin gætu
orðin vinsælli en Abbott og Cost-
ello
<&- -•
að Háskólabíó og Stjörnubíó
kaupi sér poppvéi eins og al-
vöru-bíó
og að Laugarásbió noti sína vél
til að selja heitt popp en selji það
ekki volgt
að settir verði upp veðbankar
á íslandi
Eurovision og jafnvel islenski fót-
boltinn geta orðið skemmtileg ef
lagt er undir
að bankarnir hætti að láta við-
skiptavinina taka númer
það leiðir bara til þess að þrýst-
ingur á gjaldkerana minnkar og
þeir vinna hægar
Vinsœlustu
myndböndin
1. Bird on a Wire
2. Cadillac Man
3. Wild at Heart
4. Another 48 Hours
5. The Freshman
6. Impulse
7. Beyond the Stars
8. The Flash
9. Heart Condition
10. Stella