Pressan - 25.04.1991, Side 26

Pressan - 25.04.1991, Side 26
Gunnar Vilhjálmsson, kjósandi sem kaus Al- þýðubandalagið í fyrsta sinn Eina leiðin til að fá eitthvað fyrir það sem maður var búinn að borga fyrir Fyrst ég borgaði fyrir kosn- ingabaráttuna hvort sem var þá fannst mér eðlilegast að kjósa þá, segir Gunnar. Kosninganrslitin hafa haft mikil áhrif á hann og hann er eins og allt annar maður — segja nánustu vinir Júlíusar Sólnes Júlíus Sólnes er breyttur maður eftir kosningaúrslitin. Davíð Oddsson, kaþólskur prestlaerlingur í Hollandi, seg- ist skammast sín fyrir að vera kominn á þing. Enn ruglingur með kenni tölur Davíð Oddsson var ekki kosinn á þing heldur alnafni hans — Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálf- stæðisflokksins, skilaði inn vitlausri kennitölu til yfirkjörstjórnar 17. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 25. APRÍL 1991 STOFNAÐ 1990 HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR Tölvur, prentarair, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og alhliða þjónusta MICROTÖLVAN SuðurlandsbVaut 12 - sími 688944 Davið Oddsson og Jón Baldvin Hannibalsson verða að láta sér nægja að skipta á milli sín fjórum ráðuneytum. Lítiö til skiptanna í stjórnarmyndunar- viðrœöunum Gömltt stjórnarflokkarnir keyptu flest ráðuneytin Reykjavík, 25. apríl „Þegar við ætluðum að fara að skipta ráðuney tun- um á milli okkar kom í ljós að okkur var sniðinn þrengri stakkur en við töldum,“ sagði Jón Baid- vin Hannibalsson á sam- eiginlegum blaðamanna- fundi hans og Davíðs Oddssonar í gær. A fund- inum kom fram aö nokkrir af ráðherrum fyrri ríkis- stjórnar höfðu gengið frá sölu ríkisins á ráðuneyt- um sínum rétt eftir kosn- ingar. Svo virðist sem þeir sjálfir séu kaupendurnir í fíestum tilfellum. „Framsóknarmenn og Al- þýðubandalagsráðherrarnir hafa gengið lengst," sagði Davíð Oddsson. „Halldór As- grímsson er þannig þinglýst- ur eigandi sjávarútvegsráðu- neytisins og Sigfúsarsjóður, sem er í eign Alþýðubanda- lagsins, á öll ráðuneytin sem Alþýðubandalagið hafði í síð- ustu ríkisstjórn." Það kom jafnframt fram á fundinum að forsætisráðu- neytið er nú eign Eddu Guð- mundsdóttur, eiginkonu Steingríms, og hlutafélag í eigu Finns Ingólfssonar og Guðmundar Bjarnasonar er skráð fyrir heilbrigðisráðu- neytinu. Umhverfis- og dóms- málaráðuneytið hafa verið sameinuð pulsuvagninum í Austurstræti. En hvað hyggjast þeir Dav- íð og Jón Baldvin gera? „Lögfræðingar segja að það sé lítið við þessu að gera. Fyrst um sinn munum við því reyna að deila þeim ráðu- neytum sem eftir eru," sagði Jón Baldvin. „Ég skil ekki óánægju þess- ara manna," sagði Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnar- formaður Sigfúsarsjóðs, í samtali við GULU PRESS- UNA. „Ég veit ekki annað en Sjálfstæðisflokkurinn hafi viljað báknið burt. Þegar það er farið grípa þeir til þess að væla á blaðamannafundum. Ég skil ekki þessa menn." Reykjavík, 25. apríl Asta Ragnheiöur Jó- hannesdóttir, sem var í öðru sæti á lista Fram- sóknar í Reykjavík, hefur sent skrifstofu Aiþingis bréf þar sem hún krefst þess að fá greidd þriggja mánaða biðlaun alþingis- manns. Hún rökstyður kröfu sína með því að hún hafi verið inni á þingi í klukkutíma á kosninganóttina og eigi þar með rétt á biðlaunum. „Auðvitað fylgdi ýmiss kostnaður þessari þing- setu minni þó stutt væri,“ sagði Ásta Ragnheiður í samtali við GULU PRESS- UNA. „Hingað flykktist alls konar fólk sem ég þurfti að veita bæði í mat og drykk. Fólk sem ef- laust hefði ekki látið sjá sig ef ég hefði ekki verið komin inn á þing sam- kvæmt fréttum sjón- varpsstöðvanna." Ófremdarástand viö Midbœjarbarnaskólann T 150 VEGLAUS GAMAL- MENNI A VERGANGI Guttormur P. Einarsson Lít ekki á þetta sem ósigur atvinnustef nunnar Asta Ragnheiöur Jóhannesdóttir KREFST BIÐLAUNA Reykjavík, 25. apríl „Aðkoman var óhugnan- leg,“ segir Guðrún Hall- dórsdóttir, skólastjóri Námsflokka Reykjavíkur, um ástandið sem blasti við henni þegar hún sneri til vinnu í gær. „Hér voru hátt á annað hundrað gamalmenni sem gátu enga björg sér veitt. Eftir aðhlynningu gátu þau fáu sem máttu mæla sagt mér að þeim hefði verið ekið á kjör- stað af bílstjórum stjórnmála- flokkanna en þeir hefðu hins vegar ekki hirt um að aka þeim aftur heim. Þess í stað voru þau skilin eftir, algjör- lega bjargarlaus." „Það er ekki hlutverk yfir- kjörstjórnar í Reykjavik að Unnið er að því að koma gamla fólkinu til síns heima eftir kosningarnar. Auk gamal- mennanna voru nokkur ung börn í vanskilum i Miðbæjar- barnaskólanum. aka kjósendum heim eftir að þeir hafa neytt atkvæðisrétt- ar síns," sagði Jón G. Tómas- son, formaður yfirkjörstjórn- ar. „Við urðum varir við þetta fólk þegar við vorum að loka kjörstöðum og í stað þess að henda þeim út á Guð og gaddinn leyfðum við þeim að halda kyrru fyrir í skólanum. Það er mun meira en hægt er að ætiast til af yfirkjörstjórn." Að sögn Guðrúnar Hall- dórsdóttur er nú unnið að því að finna út hvar hver eigi heima og koma þeim þangað. „Þetta er mikið verk og stundum finnst manni það hálf tilgangslaust. Mér skilst að líkur bendi til að það verði forsetakosningar næsta sum- ar og þá tekur sama vitleysan við,“ sagði Guðrún. ísafirði, 25. apríi „Eg tel alls ekki að út- koma mín bendi til þess að fólk hafi hafnað atvinnu- stefnu ríkisstjórnarinn- ar,“ sagði Guttormur P. Einarsson, atvinnumála- fulltrúi ríkisstjórnarinnar og frambjóðandi frjáls- lyndra á Vestfjörðum, eftir að kosningaúrslit lágu fyr- ir. Guttormur fékk aðeins 31 atkvæði í kosningun- um. „Ég hlýt fyrst og fremst að líta á þetta sem persónulegan ósigur," sagði Guttormur. „Það getur hver maður sagt sér það sjálfur þegar hann tel- ur sín nánustu ættmenni og sína bestu vini að þeir eru fleiri en 31. Þó það sé sárt verð ég að viðurkenna að eitthvað af mínu fólki hefur brugðist. Og þegar manns eigið fólk bregst getur maður varla ætlast til þess að vanda- lausir rjúki til og kjósi mann á þing.“ Guttormur telur að einhver sér nakominn hafi brugöist í kosningunum. Ásta Ragnheiður vill bið- laun fyrir klukkutíma þingsetu.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.