Pressan - 11.07.1991, Síða 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.JÚU1991
DRAUMA
DINNER
PRESSAN bað ELÍSA-
BETU JÖKULSDÓTTUR
skáld og blaðamann að
vera gestgjafi í ímynduðu
kvöldverðarboði. Gest-
irnir máttu vera hverjir
sem er; lifandi, frægir,
látnir, skáldsagnapersón-
ur, teiknimyndafígúrur
eða bara vinir og vanda-
menn. Eiísabet býður tíu
gestum:
Charles Chaplin:
hann er svo kynþokka-
fullur
Guðmundu Elíasdóttur:
hún er gáfuð og
skemmtileg
Einari Benediktssyni:
ég ímynda mér að hann
hafi svo fallega rödd
Marilyn Monroe:
ég myndi spyrja hana
hvort hún hefði verið myrt
Samuel Beckett:
til að vita hvort hann er
samræðuhæfur
Viktoríu Bretadrottningu:
það væri gaman að vita
hvort hún er farin að
slappa af
Sigurði Sigurjónssyni:
mig langar til að kynnast
honum í venjulegu partii
Sitjandi tarfi:
höfðingja Sioux-indíána.
Hann er ómótstæðilegur
og mig langar líka til að
heyra alvöru indíánasögur
Elísabetu Ó. Rónalds-
dóttur:
kvikmyndagerðarmanni
og vinkonu minni. Þá get-
um við skemmt okkur
brjálæðislega vel, lika dag-
inn eftir.
Höskuldi Skarphéðins-
syni:
skipstjóra, til að borga
brúsann.
i$hrdingub
og ævintýri hans
í Reykjavík
Áður en ég gat nokkrum
vörnum við komið hafði
Reimar keypt miða handa
okkur báðum í litia rellu sem
var að sýna listflug yfir
Reykjavík. Flugmaðurinn
var ítali. Stúlkurnar horfðu á
hann eins og fjöldi tungla í
fyllingu. Eiki Strandamaður
stóð við hliðina á mér. — Ég
gleymi því ekki svo lengi
sem ég lifi þegar ég var einu
.sinni að fljúga yfir Frakk-
landi, sagði Eiki. Það kvikn-
aði í flugvélinni. Ég var einn
þeirra fáu sem voru svo
heppnir að vera með fallhlíf.
Ég sá farþegana springa allt
í kring þegar þeir lentu á
jörðinni. Aumingja fólkið.
— Taktu þetta ekki nærri
þér, Nasi minn, hvíslaði
Reimar. Þetta er tútal ímynd-
Jóka í Skaparanum
stóö fyrir Skaparakuöldi
á Borginni um sídustu
helgi, þar sem tíska kom-
andi vetrar var sýnd. illl
og bómull. Mjúkir litir.
Mjúk sniö. Vidskiptavinir
Skaparans eiga ekki eftir
aö verda fyrir vonbrigö-
um þegar sumri hallar.
Lífleg sviðsframkoma
skaparamódelanna spillti
heldur ekki fyrir, en Jóka
velur módelin sín af göt-
unni.
En því nenna ekki allir. Og
sumum er hreint ekki vel
við að sjá pönkara með
hund. „Það hefur komið
fyrir að fólk frjósi þegar það
mætir mér með hundinn,"
segir Frikki. ,,Og sumir
ganga yfir á hina gangstétt-
ina á Laugaveginum." Þeir
eru þó ekki á því að það sé
svo erfitt líf að vera pönkari
þó sumir líti þá hornauga.
„Það er áreiðanlega erfið-
ara að vinna og halda heim-
ili,“ segja þeir. Fólk sé með
samviskubit haldi það sig
ekki á ákveðinni braut og
byggi sér framtíð, sem ekki
sé annað en draumur. Og
svo er það hann Bjössi vin-
ur þeirra, sem striplaðist á
Laugardalsvellinum, en
hann er nú látinn. „Fólk
lamdi hann á Laugavegin-
um út af þessu og var alltaf
að segja honum hvað hann
væri ógeðslegur. Samt var
þetta besta auglýsing sem
við höfum fengið. Mér finnst
að fólk — og löggan — eigi
að taka þetta til sín,“ segir
Palli, sem hefur skoðanir á
flestu eins og Frikki. Líka
lýðræðinu. „Mér finnst að
fólk eigi fullan rétt á að
vita allt sem þessir karlar
gera og segja. Það ætti
líka að taka af þeim
þessi fríðindi og láta
sjómann í sjávarút-
vegsráðuneytið og
bónda í land-
búnaðarráðuneytið.
Fólk sem er tilbúið
að taka þetta að sérl
án þess að horfa í
peningana. Þjóðin
ætti líka að hafa
rétt á að
fara með
uppsagnarbréf
til þingmanna.
Og löggan. Hún
á ekki að vera ógnvaldur(
eins og hún er í dag,“
segir Palli,
„Ef mig langar til að
taka hann með þá tek ég
hann með,“ segir Paili
pönkari. Hann er að tala
um hundinn sinn, sem
reyndar er fjögurra mán-
aða gömui tík. Palli fer
með hana í bæinn, þrátt
fyrir öll boð og bönn,
enda finnst honum þau
vera fáránleg.
að fara með tíkina upp í Ell-
iðaárdal, sem er ekki bein-
línis hentugt fyrir bíllausan
mann eins og hann. Verð-
ugt mál til umhugsunar, en
eitt liggur þeim þó enn
þyngra á hjarta og það er
umgengni barna við hunda.
„Fólk er að hneykslast á því
að hundar bíti börn, sem
þeir gera reyndar ekki held-
Með Palla er Frikki vinur
hans, sem hefur jafn
ákveðnar skoðanir á málinu
og hann. Þeir eru báðir
ákafir stuðningsmenn
hundahalds. „Er ekki skárra
að hafa hundaskít í bænum
en glerbrot sem börnin
skera sig á?“ spyr Frikki.
„Þú ættir að sjá hvernig er
umhorfs hérna fyrir utan á
laugardags- og sunnudags-
morgnum." Hann bendir út
um gluggann á Hressó.
„Það þarf annars að búa til
fleiri skítasvæði hér í bæn-
um fyrir hunda." Palli þarf
ur glefsa þeir í þau, en engu
að síður eru það oft foreldr-
arnir sem hvetja börnin til
að fara og klappa hundun-
um, þó barnið hafi ekki tek-
ið eftir að þarna væri neinn
hundur! Og svo hneykslast
þeir á því þegar hundurinn
glefsar í barnið, en átta sig
ekki á því að þetta er eina
aðferð hundsins til að verja
sig fyrir ókunnugum krakka
og segja: láttu mig í friði."
Þeir segja að þegar þeir
banni börnum að klappa
hundinum skilji fólk það
þegar það nennir að hlusta.
Ragnar Kjartansson er einn úr
hópi ungra leiklistaráhuga-
manna Gamanleikhússins,
sem sýndi Graenjaxla í íslensku
óperunni um síðustu helgi.
Ragnar á ekki langt að sækja
leiklistaráhugann, því foreldrar
hans eru báðir kunnir leikhús-
menn, þau Guðrún Ásmunds-
dóttir og Kjartan Ragnarsson.
Ragnar hefur sjálfur helgað sig
leikhúsinu í sumar og er á för-
um með Gamanleikhúsinu til
írlands og Hollands á sunnu-
daginn. Eitt enn. Þó hann segist
ekki vera á föstu er hann það
næstum því. Eða vildi að
minnsta kosti vera það.
Hvað borðar þú í morgunmat?
Annaðhvort heimabakaða
brauðið hennar mömmu eða
Cheerios.
Pönkaranir
oy, átfMdaáatdLcL
Rýtingsstungan
un. Pabbi hefur aldrei stigð
upp í flugvél. No listflug,
kúnstflug, sagði Reimar við
kallinn sem túlkaði fyrir ítal-
ann. Just flug.
— Þú getur alveg talað ís-
lensku við mig góði, sagði
kallinn önugur.
Á meðan þessir menn
voru að tala þetta og Reimar
að borga farið var ég sem í
draurni. Allt í einu var ég
staddur um borð í litlum ára-
bát. Allt í einu voru Reimar
og ítalski flugkappinn að
lyfta mér um borð í vélina.
Eg sat fyrir miðju. Flugkapp-
inn fyrir framan og Reimar
aftastur. í þessari flugferð
fékk ég sönnur fyrir því að
Reimar var brjálaður. Hreyf-
illinn fór í gang og litla sjó-
flugvélin brunaði fram
Skerjafjörðinn og hófst á
loft. Það var gott að vera
rammlega reyrður í sætið,
Ströndin seig undan manni
og svo blasti bærinn við fyrir
neðan. Ha, ha, ha, ha, ha,
heyrðist í Reimari. Bærinn
var eins og módel af sjálfum
sér sem ég hafði eitt sinn séð
í Miðbæjarskólanum. Flug-
kappinn tók eina netta dýfu.
Ég heyrði fyrir aftan mig að
Reimar hló eins og vitfirr-
ingur. Ég hafði ekki lyst á því
að snúa mér við til að sjá
framan í hann. Allt í einu
heyrði ég Reimar kalla: List-
flug. Kúnstflug! Ég var að
vona að ítalinn hefði ekki
heyrt þetta, en ó, hann lét út
hönd og otaði kátur þumli til
himins og hellti svo rellunni
í spuna svo hafflöturinn
skutlaðist til og frá fyrir
neðan okkur. Ha, ha, ha, ha,
ha, ha, ha, heyrðist í Reim-
ari. Svo rétti ítalinn vélina úr
dýfu og sveif inn til lending-
ar.
Ég var svo feginn að hafa
sloppið við að verða mér til
skammar með stórslysi í sæt-
ið að ég komst hjálparlaust
frá borði. Þegar við komum
í land fréttist að annar mað-
ur hefði keypt miða. Eiki
sjálfur. Baráttan milli föður
og sonar tók þarna á sig
furðulega mynd. Þegar Eiki
sá að Reimar þorði að fljúga
gat hann ekki hugsað sér að
vera minni maður. — List-
flug, kúnstflug, kallaði
Strandamaðurinn um leið
og hann var sestur í sætið
fyrir aftan ítalann, og ég er
viss um að hann hefur ekki
haft hugmynd um hvað
hann var að kalla því hann
kunni ekki stakt orð í út-
lensku. En ítalinn var alveg
með á nótunum og skildi
hann vel. ítalinn tók maka-
lausar krúsidúllur yfir
Skerjafirðinum og hann hef-
ur örugglega þrælfílað þetta
sjálfur því hann ætlaði aldrei
að lenda. Á meðan afgreiddi
Reimar í sjoppunni gulur af
afbrýðisemi. Hann risti
pylsubrauð að endilöngu
með hárbeittum hnífi og
reiddi pylsurnar fólkið löðr-
andi í tómat og sinnep. Nú
kom flugmaðurinn fljúgandi
inn fjörðinn á haus. Fólk stóð
á víð og dreif um ströndina
og klappaði. Sumir voru
með pylsur, aðrir að éta
Prins, nokkrir að lepja Póló
og ýmsir að svæla Cool. Allir
höfðu það prýðilegt því sólin
glampaði á sjónum. Allir
nema Reimar. Hann varð því
þyngri sem pabbi hans var
lengur á lofti. Loks kom rell-
an inn til lendingar og ítal-
inn ók henni alveg upp í
flæðarmál. Strandamaður-
inn sat í sætinu sínu fullkom-
lega stjarfur. Hann var eins
og stórlúða í framan sem
vaknar við vondan draum,
það er verið að landa henni.
Nokkrir menn gengu til og
byrjuðu að bisa við að ná
honum úr vélinni. Loks gekk |
það og aumingja kallinn |
stóð í fjörunni svartur í fram-
an og gapti eins og háhyrn-
ingur. Aumingja kallinn.
hann gat ekki staðið óstudd-
ur. Allt í einu gerðist nokkuð
óvænt. Reimar kom gang-
andi með pylsuhnífinn
reiddan snjóhvítur í framan.
Allt í einu tók hann undir sig
stökk til föður síns með hníf-
inn á lofti. Ég hljóp til en
varð of seinn. Reimar brá
rýtingnum á hálsinn á föður
sínum svo blóðbunan stóð út
í loftið.
Framhald.
Ólafur Gunnarsson
Kanntu að elda? Já, svona dá-
lítið.
Hefurðu farið á tónleika með
Sykurmolunum? Já, einu sinni
held ég.
Veistu hvað er í tísku í sumar?
Ég er lítið inni í þeim málum.
Gengurðu með sólgleraugu?
Nei, ég týni þeim alltaf.
Læturðu lita á þér hárið? Ég
hef einu sinni gert það. Það var
fyrir nokkrum dögum, fyrir leik-
ritið.
Ertu búinn að sjá Doors-
myndina? Já. Mér fannst hún
flott, en það vantaði samt eitt-
hvað í hana.
Hefurðu átt heima í útlönd-
um? Nei, ég hef alltaf búið á
Fróni og er stoltur af því.
Kanntu dönsku? Já, eitthvað
pínulítið.
Áttu fjallahjól? Nei.
Ertu í Ijósum? Nei, ég hef aldrei
farið í Ijós.
En ferðu í sólbað í sundlaug-
unum? Já, stöku sinnum.
Hvernig stelpur eru mest kyn-
æsandi? Þessu er erfitt að
svara.
Gætirðu hugsað þér að reykja
hass? Já, kannski þegar ég verð
níræður og á stutt eftir.
Áttu mótorhjól? Nei.
En bíl? Nei, ekki heldur.
Við hvað ertu hræddastur? Að
klifra upp á háaloft.
Syngur þú í baði? Já, alltaf.
Hvert ætlarðu um verslunar-
mannahelgina? Ég verð í út-
löndum.
Hefurðu farið á sveitaball? Ég
hef ekki farið á sveitaball enn-
Þá-
Hvert er takmark þitt í lífinu?
Ætli það sé ekki að vera ham-
ingjusamur og deyja i ró og
næði.