Pressan - 11.07.1991, Page 10
lu
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11. JÚU 1991
MIKUBARBUR
UPAR
TUGUMB
MILLJÚNA
Sambandið hefur loksins greitt inn hlutafé það sem
lofað var að leggja í verslunarrekstur Miklagarðs hf.
Hlutaféð fer fyrst og fremst í skuldbreytingar og
yfirtöku skulda en rekstrarstaða fyrirtækisins verður
áfram erfið. Verulegt tap varð á rekstri fyrirtækisins í
fyrra og stefnir í áframhaldandi taprekstur í
ár nema til komi aukning hlutafjár.
Aðalfundur Miklagarðs hf. verður nú 18. júlí næstkom-
andi en fundinum hefur verið frestað tvisvar. Fyrir fund-
inn verða lögð gögn um rekstur fyrirtækisins fyrstu fimm
mánuði ársins. Þar kemur væntanlega fram að tap fyrir-
tækisins stefnir í að verða verulegum mun meira en gert
var ráð fyrir — jafnvel svo að skipti hundruðum milljóna
króna. Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að aðal-
stjórn Sambands íslenskra samvinnufélaga tregðaðist
við að standa við loforð um 400 milljóna króna hlutafjár-
aukningu. Það var loksins gert 28. júní og þá að mestu
í formi skuldbreytinga. Lausafjárstaða fyrirtækisins hef-
ur verið afleit og hafa nokkur fyrirtæki neitað að af-
greiða vörur þangað nema gegn staðgreiðslu.
Mikligarður hf. var stofnaður 26.
apríl 1989 á grunni samnefnds sam-
vinnufyrirtækis með smásöluversl-
un að höfuðmarkmiði. Á fyrri árs-
helmingi 1990 voru smásöfuversl-
anir KRON sameinaðar verslunar-
rekstri Miklagarðs. Haustið 1990
varð Sambandið meirihlutaeigandi í
Miklagarði hf. og í október sam-
þykkti stjórn Sambandsins að inn-
flutningsstarfsemi Verslunardeildar
Sambandsins skyldi sameinuð starf-
semi Miklagarðs hf. frá 1. janúar að
telja.
VERSLUNARDEILDIN ER
SKEMMDA EPLH)
Sú ákvörðun Sambandsins að
setja Verslunardeildina inn í Mikla-
garð sætti mikilli andstöðu meðal
starfsmanna Miklagarðs hf. enda
varð um 500 milljóna króna tap á
rekstri Verslunardeildarinnar í
fyrra. Sambandið tók reyndar á sig
þetta tap en uppsprettan sjálf,
þ.e.a.s. reksturinn, er nú innanbúðar
hjá Miklagarði hf. Verslunardeildin
hefur verið rekin með miklu tapi um
margra ára skeið, en starfsemi henn-
ar fólst í heildsölu og smásölu. Með
Verslunardeildinni fylgdu lagerar
og margvíslegur tækjakostur, sem
áhöld eru um hvernig nýtist Mikla-
garði hf.
En Verslunardeildin er ekki eina
deildin sem tap varð á í fyrra. Tölu-
verður kostnaður varð af yfirtöku
KRON fyrir Miklagarð, en fyrirtæk-
ið hafið gengist í ábyrgðir fyrir við-
skiptakröfur KRON undir það síð-
asta — annars hefði KRON ekki
fengið neinar vörur frá heildsölum.
Þá hefur ekki enn fengist botn í ým-
is viðskipti KRON og Miklagarðs, en
Mikligarður keypti meðal annars
rekstur Kaupstaðcir í Mjódd á verði
sem talið er allt of hátt en þar fylgdu
eingöngu lagerar, innréttingar og
viðskiptavild.
Síðast en ekki síst þá mun hafa
orðið tap á rekstri Miklagarðs hf. í
fyrra, en ekki liggja fyrir staðfestar
tölur um hve mikið þáð var. Tala ná-
lægt 50 milljónum króna hefur ver- ■
ið nefnd, en þetta er eitt af því sem
opinberað verður á aðalfundinum.
NÝTT HLUTAFÉ FYRST OG
FREMST SKULDBREYTINGAR
OG YFIRTAKA SKULDA
Mikill dráttur varð á að Samband-
ið legði til það hlutafé sem það hafði
lofað. í rekstraráætlunum Mikla-
garðs hf. var gert ráð fyrir að 400
milljónir yrðu greiddar 1. janúar.
Þessir peningar komu ekki fyrr en
28. júní. Bæði Ólafur Fridriksson
framkvæmdastjóri og Björn Ingi-
marsson, væntanlegur fram-
kvæmdastjóri Miklagarðs og núv'er-
andi fjármálastjóri Sambandsins,
staðfestu að þessi dráttur. yrði til
þess að auka tap af rekstri Mikla-
garðs á þessu ári. í áætlunum var
gert ráð fyrir að tapið yrði 39 millj-1
ónir króna en þær áætlanir eru nú
kolfallnar.
Stjórnarformaður Sambandsins,
Sigurdur Markússon, sagði hins
vegar í samtali við PRESSUNA að
alls ekki væri hægt að líta svo á að
um drátt væri að ræða, því engin
formleg ákvörðun hefði legið fyrir
um að greiða inn hlutaféð 1. janúar.
Hann játaði því þó að Miklagarðs-
menn hefðu líklega gert ráð fyrir
þessu fyrr.
En innborgun hlutafjárins er með
þeim hætti að óvíst er hvaða áhrif
það hefur á lausafjárstöðu fyrirtæk-
isins. Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR felst hlutafjáraukn-
ing Sambandsins fyrst og fremst í yf-
irtöku skulda og skuldbreytingum.
Skuldbreytingar eru meðal annars
tilkomnar vegna skulda Miklagarðs
hf. við Verslunardeildina frá því á
síðasta ári.
Björn Ingimarsson sagði að með
hlutafjáraukningunni væri tryggt að
veltufjárhlutfall fyrirtækisins yrði
komið yfir 1. í ársskýrslu Sambands-
ins frá því í maí var reyndar búið að
reikna inn þessa hlutafjáraukningu
og kemur þar fram að hlutur Sam-
bandsins í Miklagarði er 93%.
EKKERT GREITT Á RÉTTUM
TÍMA OG HEILDSALAR LOKA
Sjálfsagt verða margir til að gleðj-
ast ef lausafjárstaða Miklagarðs
rýmkast, því eins og heildsali nokk-
ur orðaði það þá „falla allir víxlar
og skuldabréf og ekkert er greitt
fyrr en á síðustu stundu". Þá munu
nokkrir heildsalar og framleiðslu-
fyrirtæki hafa breytt viðskiptum við
Miklagarð í þá veru að afgreiða ekki
vörur þangað nema gegn stað-
greiðslu. Olafur Friðriksson stað-
festi að slíkt tíðkaðist og játaði því
að á meðal slíkra fyrirtækja væru
Sól hf., Vífilfell og Sláturfélag Suður-
lands. Hann tók þó fram að viðskipti
við þessa aðila væru takmörkuð og
þar að auki nyti fyrirtækið verulegs
staðgreiðsluafsláttar.
í ár er gert ráð fyrir að velta Mikla-
garðs hf. verði 4.825 milljónir
króna. í fyrra velti Mikligarður um
2.700 milljónum og Verslunardeild-
in 2.159 milljónum, en velta hennar
hafði þá dregist saman um rúmlega
23% frá fyrra ári. Virðist því vera
gert ráð fyrir að velta KRON tapist í
ár.
Miklagarðsmenn segjast vera
ánægðir með reksturinn það sem af
er árinu en samkeppnisaðilar þeirra
segjast lítið finna fyrir samkeppni
þaðan.
SKIPT UM FRAMKVÆMDA-
STJÓRA AÐ KRÖFU
LANDSBANKANS
Um næstu mánaðamót hættir Ól-
afur Friðriksson sem framkvæmda-
stjóri og fer utan til náms. Hann kom
til starfa í nóvember á síðasta ári og
því hefur brottför hans vakið at-
hygli. Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR var það krafa Lands-
bankans og Sambandsins að Ólafur
hætti. Var leitað til Helga Jóhanns-
sonar, forstjóra Samvinnu-
ferða-Landsýnar, um að hann tæki
við framkvæmdastjórastarfinu, en
hann hafnaði boðinu eftir nokkurra
daga umhugsun.
Talið er að ef Mikligarður eigi að
hafa möguleika verði að leggja fyr-
irtækinu til meira hlutafé. Einnig er
því haldið fram að áfram verði að
skera niður, enda séu starfsmanna-
fjöldi og húsnæði þrisvar sinnum
meiri en eðlilegt sé í kringum veltu
fyrirtækisins.
Eignir fyrirtækisins eru metnar á
1.665 milljónir króna en skuldir eru
1.358 milljónir — 90% af því
skammtímaskuldir. Eignirnar eru
þó fyrst og fremst lagerar og innrétt-
ingar. Fyrirtækið á engar fasteignir
heldur leigir það húsnæði undir
verslanir sínar. Leigan hefur verið
hagstæð, enda leigt af dótturfyrir-
tækjum Sambandsins. Má sem
dæmi taka að fyrir Holtagarða
greiðir fyrirtækið 2% af sölu, sem
telst vera góð leiga.
Sigurður Már Jónsson