Pressan


Pressan - 11.07.1991, Qupperneq 23

Pressan - 11.07.1991, Qupperneq 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.JÚIÍ1991 23 Konur eru betri en karl- menn. Þetta vita allir að er rétt, en er ekki kominn timi til að horfast í augu við þessa stadreynd og játa hana? Hætta öllum metingi og einfaldiega sætta sig við það? Þaö þarf ekkert að benda á neinar visindalegar sannanir þessari fuUyrðingu tU stuðnings. Né heldur fara að metast um afrek manna er skráð hafa verið í bæk- ur. Það vita hvort eð er all- ir að afrek kvenna hafa ekki átt greiðan aðgang að síðum sögubóka. Nei, það nægir að horfa í kringum sig, á það sem við augum blasir dags daglega, til að sjá að þetta er rétt. Við skulum bara líta á nokkur dæmi. Vanmáttur karla rökstuddur með 1 Við erum fallegri. Þið karl- menn getið alveg reynt að sannfæra sjálfa ykkur og aðra um að stæltir vöðvar séu fal- legir, en prófiði bara að stilla upp, hlið við hlið, venjulegum kvenlíkama og venjulegum karllíkama, og bera þá sam- an. Utlínur okkar eru einfald- lega mun yndislegri. Þær eru mjúkar. Straumlínulagaðar. Líkamshár okkar eru ekki eins ... villt. Og satt að segja þá eru leyndustu líkamspart- ar okkar mun meira aðlað- andi. Leyndardómsfyliri. Áhugaverðari. Og skilja auk þess eitthvaö eftir handa ímyndunaraflinu. Við lítum vel út í buxum og í pilsi. í alvöru, við gerum það. Á meðan þið, karlmenn, æ þið vitið hvernig þið eruð þegar þið eruð komnir í pils. Þið eruð meira að segja asna- legir í skotapilsum, þó þau eigi að vera virðuleg. Þið er- uð ekki með réttu hnén fyrir pils, kálfvöðvarnir skaga langt út, líkt og þeir væru fót- leggjunum óviðkomandi, og svo hafið þið ekki hugmynd um hvernig þið eigið að sitja. dæmuni allir þessir fínu kokkar karl- kyns, sem standa og veifa í kringum sig sleifum og senda frá sér fingurkoss. En ég er að tala um eldamennsku sem virkar. Þann þátt sem hefur með þrautseigju og þolin- mæði að gera. Þann kraft sem gerir okkur kleift að galdra fram máitíð sjö daga vikunnar, allan ársins hring. Nema þegar þið eldið á laug- ardagskvöldum. Þá látið þið líka eins og það sé eitthvert afrek. En það erum við sem þið getið stólað á. Það erum við sem höldum ykku- á lífi. vilji að samlokan þeirra sé rétt skorin. í þokkabót verðum við svo að benda ykkur á hvers vegna þið eigið að senda mömmu ykkar stóran blóm- vönd á mæðradaginn, þó svo hún hafi sagt ykkur að hafa ekki áhyggjur af þessu. Kort sé alveg nóg. Þið bregðið ekki einu sinni svip, þegar þið segið frá því að móðir ykkar hafi ekki viljað neitt nema kort. Við erum hugulsamar í garð annarra og gerum fólki greiða án þess að hugsa nán- ar út í það. Þið karlmennirnir mynduð — kannski — gera það umbeðnir. Kannski. Það þarf ekki að biðja okkur. Ná- iði muninum? 4 Við kunnum að brjóta saman lök. Þannig að öll horn liggi saman. Þannig aðhægt sé að raða þeim snyrti- lega upp í skáp. Prófiði bar, að fara úr laxveiðigallanum, inn í þvottahúsið, og reynið að leika þetta eftir. Hundar taka okkur fram yfir ykkur. Þetta er eitt af mikilvægustu atriðunum varðandi eðlislæga yfirburði okkar. Hundar segja alltaf sannleikann. Þeir eru eins og Adam og Eva áður en þau kynntust syndinni, þeir haga sér samkvæmt eðlishvöt. Og þeir kjósa að leggjast hjá okk- ur, ekki ykkur. Við höfum betri kjöltu. Til |að halda á börnum og lesa 'fyrir þau. Til að ieggja tímarit í hana. Hún er mjúk og tekur á móti þér eins og útbreiddur faðmur. Þér líður ekkieinsog þúsitjir á hörðu eldhúsborði, eins og þegar þú situr í kjöltu karlmanns. 7 Við erum betri vinir Við skiljumað það skiptir máli að halda sambandi við fólk og gefa sér tíma fyrir það. Við hlustum á vini okkar tala um hluti sem eru þeim ofarlega í huga, en setjumst ekki í hæfi- lega fjarlægð, störum upp í loft og byrjum að fara yfir nýj- ustu stöðuna í 1. deildinni. g Við erum fljótari að „ná“ hlutunum. Og ég get lofað ykkur því að þetta er mikil- vægt. Þið eruð svo hrikalega lengi að taka við ykkur, að óratíma tekur að útskýra fyr- ir ykkur hluti eins og: — Hvers vegna eitthvað er algjör klikkun og að þettajsem hann gerði hafi verið skelfílegt. (Ó, vá! segið þið þegar við' erum búnar að útskýra þetta fyrir ykkur. „Þetta er skelfílegt.“) — Hvað börnin meina með því, þegar þau ségja að þau 10 Við þolum sársauka bet- ur. Já, það er ekki hægt að komast hjá því að minnast á það. Það erum við sem fæð- um börnin inn í þennan heim og hættum á að eignast fleiri en eitt, og jafnvel fleiri en tvö, þó svo við þekkjum þann sársauka sem fylgir fæðingar- hríðunum. Karlmenn myndu aldrei hætta sér út í slíkt, eins og ummæli eins kunningja míns sanna, sem mælti eftir- farandi við konuna sína, sem var að fara að fæða annað barn þeirra: „Hvernig get- urðu hugsað þér að ganga i gegnum þetta aftur? Þetta er eins og fara viljandi þangað sem þú veist að þú munt fót- brjóta þig.“ „Þetta er miklu verra en að fótbrjóta sig,“ svaraði hún. Við getum giskað á hve mikinn hita barnið hefur með því aðeins að leggja höndina á enni þess. Okkur skeikar sjaldan um nema nokkrar kommur. Þið þykist kannski geta þetta líka. En stundum segið þið: „Nei, krakkinn er alveg hitalaus," þegar hann er í rauninni með 40 stiga hita. Svo leggist þið í rúmið og kveinkið ykkur, jafnvel þótt það eina sem að ykkur amar sé venjulegt nefkvef. f 12 Við höfum fallega rit- hönd. Eg meina, hvar voruð þið eiginlega í skriftartímun- um? Sofandi? Eða þjáist þið aðeins af vægum vélartrufl- unum? 13 Við borðum ekki fituna utan af kjötinu. í alvöru, j»ð er ógeðslegt. Við skárum líka fituna af áður en við vissum hvað hún er rosalega, rosa- lega óholl fyrir okkur. En þið, strákar, átuð hana. Oj bara. Við svörum skilaboðum samviskusamlega. Við segj- um ekki nærri því eins oft og þið. „Æ, jaaá. — Þetta datt bara alveg úr mér.“ Við erum betri kokkar. Þið hagið ykkur svo sem eins og þið vitið hvað þið eruð að gera í eldhúsinu. Og svo eru Hvers vegna eru konur svona miklu betri en karlar? 15 Við elskum ykkur. Þrátt fyrir ykkar augljósa vanmátt þykir okkur reglulega vænt um ykkur. Okkur finnst þið reglulega sætir þegar þið er- uð nýkomnir úr klippingu og eyrun gægjast undan hárinu. Við kunnum að meta það að hafa ykkur nálægt þegar við vöknum upp við hávaða um miðja nótt. Við elskum bassa- hljóminn í rödd ykkar. Og skyrturnar ykkar. Við kunn- um líka afskaplega vel að meta það hvað þið eruð fljótir að ljúka ykkur af inni á bað- inu, svo við getum hangið þeim mun lengur þar inni. Við kunnum vel að meta styrk faðmlög þegar við er- um kysstar. Svei mér þá, við gætum ekki án ykkar verið. Samt erum við betri en þið. Svo hvað um þetta? Þið borg- ið? Við kunnum líka alveg sérlega vel að meta þetta hjá ykkur. Margrét Elisabet Ólafsdóttir þýddi og staðfærði

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.