Pressan - 11.07.1991, Qupperneq 27
27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 11.JÚLÍ1991
... fá Sniglarnir. Það er
æðislegt að sitja í hit-
anum og sjá þá bruna
framhjá svartkiædda
og friðlausa. Brru-
ummm.
ÁÐUR ÚTI NÚNA INNI
Klæðist því sem þið viljið og
í guðanna bænum pæiið
ekki of mikið í því. Skyndi-
lega hafa menn nefnilega átt-
að sig á því að fðt hafa eng-
an tilgang eða merkingu.
Það var allt saman tilbúning-
ur blaðamanna sem reyndu
að selja blöðin sín með því
að lesa aðra eins dellu og
afturhvarf til sjöunda áratug-
arins út úr sniði tískukóng-
anna í París og London.
Hugsið ykkur. Og gervöil
heimsbyggðin trúði þessu og
reyndi af veikum mætti að fá
áhuga á þessu leiðinlegasta
tímabili allra timabiia. Allt
vegna þess að einhver jap-
anskættaður tískuhönnuður
reyndi að vekja athygli í her-
sýningu tískunnar. Gleymið
því öllu sem þið hafið heyrt
og lesið og klæðist því sem
þið viljið.
ÁÐUR INNI NÚIMA ÚTI
Tilrauninni „Nýi maðurinn"
er Iokið og dæmd mislukkuð.
Þar með falla af stalli hetjur á
borð við Sting, Peter Gabriel,
Phil CoIIins, Mick Jagger, Bob
Geldof og að sjálfsögðu Val-
geir okkar Guðjónsson. Og
þeir sem taka við eru Rod Ste-
wartar allra landa og þar með
Rúnar okkar Júlíusson. Þetta
eru niðurstöður breskra tíö-
arandafræðinga. Mjúki nýi
maðurinn er búinn að vera og
kominn nýr maður fram á
sjónarsviðið, eða öllu heldur
nýr strákur, með gamalkunn
strákaáhugamál; fótbolta,
brennivín, stelpur og rokk og
ról.
0 Í4
25
36
4Ö*
POPPIÐ
Danska blúsbandið Peter Quer-
ling Blues Connection heldur
tónleika á Nillabar í Firðinum í
kvöld í tengslum við Listahátíð
Hafnarfjarðar. Þetta þrumugóða
blúsband er skipað þremur Dön-
um og einum Islendingi, honum
Ólafi Sigurðssyni. Sem er ekkLsá
sami og fréttamaðurinn á Sjón-
varpinu.
Porthátíð Útideildar Reykjavíkur
verður haldin í kvöld í portinu
við Tryggvagötu 12. Þótt ótrú-
legt megi virðast varð að fresta
hátíðinni vegna veðurs í síðustu
viku, en ekkert virðist þó ætla að
hamla því að hægt verði að
halda hana í kvöld. Á tónleikun-
um, því þetta eru tónleikar,
koma fram helstu bílskúrsbönd
bæjarins: Leprous, Cazbol,
Morbid Silence, Insectary,
Gor, Strigaskór nr. 42, Putrid,
Sjálfsfróun/Scums of Society,
In memoriam (Mortuary) og
Sororicide. Það þarf ekki að
taka fram að tónlistin verður í
þyngri kantinum; dauðarokk,
þungarokk og ruslrokk. Við
mælum hikstalaust með þessari
hátíð fyrir alla unglinga bæjar-
ins. Stuðið byrjar klukkan sex og
stendur fram á kvöld. (Athugið
að mæta snemma. Portið er lítið.)
Þetta er víst skammtur okkar
borgarbúa hvað tónlist af léttara
taginu varðar þessa helgina.
Hörðustu menn í bransanum
þeysa í kringum landið í sumar,
svo sem Sálin, Síðan skein sól,
GCD og Stjómin, og leyfa lands-
byggðinni að njóta góðs af.
Skemmtanaljónum gefst kostur
á að vinna sér inn utanlandsferð
á Hótel Borg á föstudagskvöldið
þegar stofnaður verður nýr
ferðaklúbbur. Ennþá vantar nafn
á klúbbinn og eru verðlaunin
vegleg reisa fyrir tvo. Tilvalið að
skella sér á Borgina og lífga upp
á ímyndunaraflið með einum
tvöföldum (eða sóda) og komast
úr sólinni. Allir þangað.
Eða hingað: Vinir Dóra eru ný-
komnir úr mikilli sigurferð um
<9
Chicago þar sem þeir spiluðu á
hinni árlegu blúshátíð. Hljóm-
sveitin verður með útgáfutón-
leika á Púlsinum föstudag og
laugardag vegna breiðskífurinar
Blue lce. Blái ísinn hlýtur að vera
besti ísinn í bænum.
Vinir Dóra verða líka á Tveimur
vinum á fimmtudaginn.
Og nú er Rauða myllan að hasla
sér völl í lifandi tónlist umfram
klæðskiptingasönginn. Á
fimmtudagskvöldið leikur
hljómsveitin Orgill í Myllunni.
Orgill? Jú, leggið við hlustir. Or-
gill á til dæmis eitt lag á nýút-
kominni safnplötu Skifunnar.
Vinir Dóra í heitum blús á B.L.U.E.S. ELECTRA, þeirri mætu blús-
krá í Chicago, en það er kunnara en frá þurfi að segja að þeir vinir
eru að verða heimsfrægir — að minnsta kosti í blúsheiminum. Á
myndinni eru Halldór Bragason á Fender, Guðmundur Pétursson
á einhverju allt öðru en Fender og Johnny Skinner á hörpu.
|4T
r 7— r~ r-
f P
P
L
■ 32 -
■ ■
■ 43
: 47
: :: ■
t
KROSSGATAN
LÁRÉTT: 1 blóðtökuverkfæri 6 hrottar 11 kvenmannsnafn 12 unn-
usta 13 skemmum 15 málsháttur 17 bið 18 hljóðfæri 20 vætla 21 ríki
23 kveikur 24 lögun 25 dáð 27 Dani 28 lykkjur 29 búts 32 aðdróttun
36 gjálpi 37 eira 39 lengdarmál 42 arinn 41 forms 43 deila 44 rolan
46 ofstopamenn 48 vesali 49 vindbára 50 drápið 51 bölvar.
LÓÐRÉTT: 1 villidýr 2 skári 3 hangs 4 ánægja 5 sterkir 6 hlaupalag
7 flasa 8 ummæli 9 tungumál 10 slæpti 14 karfa 16 fædd 19 hænsn-
fugl 22 hnokkatré 24 rjóða 26 dyngja 27 misþyrming 29 hraukum 30
kæpu 31 ásakanir 33 duglegan 34 etja 35 hrellir 37 starfað 38 atlaga
41 lappi 42 vökva 45 sköp 47 ótta.
STÓÐ 2
Hnefaleikakappinn Raging
Bull á föstudagskvöldið klukkan
hálfeitt eftir miðnætti. Þetta er
ein af örfáum myndum sem allir
verða að sjá. Stærsti leiksigur Ro-
berts DeNiro og þar með eitt
mesta leikafrek allra tíma. Og
svo mælum við með undarlegri
sálarflækjumynd, Togstreitu
Blood Relations, sem verður á
dagskrá (ef Guð lofar) á laugar-
dagskvöldið.
VINSÆLUSTU
MYNDBÖNDIN
1. My Blue Heaven
2. Quick Change
3. Henry and June
4. Kill Me Again
5. Dark Side of the
Moon
6. Back Stamb
7. Nikita
8. Flatliners
9. Men at Work
10. No Better Blues
SJÓNVARPIÐ
Við hljótum- að mæla með Is-
iensku knattspyrnunni sem er
á dagskrá á laugardaginn kl. 16.
Ef það er eitthvað sem íþrótta-
fréttamennirnir okkar kunna
alls ekki þá er það að stjórna um-
ræðum. Þeir eiga bara að sýna
fótbolta og það gera þeir von-
andi sem mest núna.
VEITINGAHUSIN________
Auðvitað er ekkert nema
gott eitt að segja um Perl-
una. En hvernig á maður
að vera klæddur á þessu
geðveika sumri? í stutt-
buxum og netabol? Ekki
getur maður klætt sig upp
í smóking eða síðan kjól
og setið í glampandi sól-
skini. Þá skiptir engu
hvort hlýtt er eða svalt.
Kvöldklæðnaður virkar
einfaldlega ekki ■ sól-
skini. Og svo er eitt: Má
maður borða með sólgler-
augu? Best er líklega að
bíða með þaö þar til í
haust eða vetur að' fara í
Perluna. Þá verða þeir
kannski búnir að ákveða
hvað á að vera í matinn og
búnir að taka allan mat-
seðilinn í gagnið.
Mest selda
viskilð
1. Ballantine's
2. Ballantine's, 12 ára
3. Jameson
4. Chivas Regal, 12 ára
5. Jim Beam
6. Red Label
7. White Horse
8. Grant's Stand Fast
9. Bell's Extra Special
10. Haig's Dimple, 12 ára
KLASSIKIN
Við hljótum að mæla eindregið
með Sumartónleikum á Norð-
austurlandi sem haldnir eru á
þremur stöðum frá föstudegi til
sunnudags: i Akureyrarkirkju,
Húsavíkurkirkju og Reykjahlíð-
arkirkju. Það er Barokkhópur
Akureyrarkirkju sem gælir við
hlustir áheyrenda: Margrét Bó-
asdóttir sópran, Björn Steinar
Sólbergsson orgel, Lilja
Hjaltadóttir fiðla, Sigríöur
Hrafnkelsdóttir fiðla og Ri-
chard Korn bassi.
P'
75Á
an
BONNIE RAITT — LUCK
OF THE DRAW
Bonnie hefur verið að
gera góðar blús-popp-
rokk-plötur i 20 ár. í fyrra
fékk hún einar fjórar
Grammy-viðurkenningar
fyrir siðustu plötu, sem
var hennar fyrsta hjá nýju
útgáfufyrirtæki. Luck of
the Draw er þónokkru
betri en hún. Gefum
henni 7 af 10.
Og það eru fleiri sumartónleikar.
í Skálholtskirkju á laugardag og
sunnudag, kl. 15. Þar flytur Kol-
beinn Bjarnason flautuleikari
verk eftir Karóiínu Eiríksdótt-
ur.
Á mánudag halda þær Halifríð-
ur Ólafsdóttir flautuleikari og
Atalia Weiss pianóleikari tón-
leika í Selfosskirkju, kl. 20.30.,
og flytja m.a. verk eftir Bach og
Schubert. Þær stöllur verða aftur
á ferðinni í Norræna húsinu á
miðvikudagskvöldið kl. 20.30.
Svo eru vitaskuld tónleikar í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á
þriðjudaginn. Að þessu sinni
Hildigunnur Halidórsdóttir
ásamt píanóleikara.
MYNDUSTIN
Hvernig væri að drífa sig í Nor-
ræna húsið að sjá sýningu Þor-
valdar Skúlasonar? Og af því
kaffistofa Norræna hússins er
svo svæfandi er ráðlegt að vinda
sér beint upp í Perluna og skoða
stórmeistarasýninguna.
HÚSRÁÐ
Konunni minni er meinilla
við að ég fari á vðllinn með
strákunum. í hvert sinn sem
ég vil fara á vðllinn býr hún
til einhverja furðulega
ástæðu fyrir því að ég þurfi
að vera heima einmitt þetta
ákveðna kvðld. Hvað á ég að
gera til að komast á völlinn
án þess að hætta
hjónabandinu?
Þú mátt aldrei láta líta út
fyrir að þú hafir nokkurn
áhuga á fótbolta. f hvert sinn
sem leikur er framundan
skaltu byrja að tala um að
þú ætlir að gera eitthvað
ákveðið kvöldið sem leikur-
inn er, eitthvað sem konan
þín veit að þú hefur gaman
af. Síðan skaltu biðja ein-
hvern kunningja þinna að
hringja í þig rétt fyrir leik
og spjalla lengi við hann í
síma. Eftir símtalið skaltu
segja konunni þinni að þessi
kunningi þinn standi í skiln-
aði og sé afskaplega langt
niðri. Þó þér sé það þvert
um geð verðirðu að fara á
völlinn með honum til að
hressa hann við. Ef konan
sér í gegnum þetta skaltu
gera þér upp alkóhólisma og
fara á Vog. Þegar þú ætlar á
vöilinn skaltu síðan segja
konunni að þú sért að fara á
AA-fund.
VIÐ MÆLUM MEÐ
Að fólk láti hjónabðnd sín
snúast um ást og fleira i
þeim dúr
en ekki heimilisrekstur, súp-
ermarkaðsferðir og glugga-
umslög
o
Að fólk fyrirgefi óvinum
sínum
en gleymi ekki hvað þeir
heita, einaog JFK benti á
Að fólk átti sig á að það er
ekki til mikið af mjög góðu
fólki í heiminum
og hætti þar af ieiðandi að
líta á sjálft sig sem vont og
stundum illa innrætt
Að fólk fari að ráðum Páls
postula
og reyni allt en haldi því
sem gott er
I tilefni
þess að
Steingrímur
■Hermannsson
m.v.tív.v?® hefur tilnefnt
sjálfan sig
einn besta hag-
fræðing
þjóðarinnar
rifjum við
upp ummæli George
Bernards Shaw: Þó allir hag-
fræðingar heimsins yrðu
lagðir niður og látnir mynda
beina línu kæmust þeir
aidrei að niðurstöðu.
•srjf.
Loksins, loksins, loksins. The
Beach Boys eru að setja á
markað sína eigin sólarolíu.
BÍÓIN
HRÓI HÖTTUR Robin Hood REGNBOGANUM
Jújú, allt er þetta mikið ævintýr og jújú, víst er Kevin Costner sætur. Ekkert
nýtt umfram það sem sást í fyrstu Indiana Jones-myndinni.
UNGI NJÓSNARINN Teen Agent BÍÓHÖLLINNI & BÍÓBORGINNI
Það er erfitt að skilja hvers vegna nokkrum detíur í hug að búa til grínútgáfu
af James Bond-myndunum, sem eru fyrir löngu orönar grínútgáfur af James
Bond-myndunum.