Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. ÁGÚST 1991
DRAUMA
DINNER
Pressan bað Lísbetu
Sveinsdóttur myndlistar-
mann að vera gestgjafi
eina kvöldstund í ímynd-
uðu matarboði. Gestirnir
máttu vera lífs eða liðnir,
teiknimyndahetjur eða
skáldsagnapersónur. Eina
skilyrðið var að þeir væru
Lísbetu þóknanlegir og
hún segði okkur af hverju
þeir urðu fyrir valinu. Lís-
bet valdi eftirfarandi
gesti:
Ernest Hemingway
Hann var bæði merki-
legur og skemmtilegur.
Picasso
Miro
Dali
Chagall
Þetta eru allt hug-
myndaríkir og
skemmtilegir myndlist-
armenn sem ég hefði
viljað hitta og ræða við.
Mozart
Hann var eftir lýsingum
að dæma bæði ör og
skemmtilegur.
Guðbergur Bergsson
Hann er svo skemmti-
legur, bæði það sem
hann segir og skrifar.
Robin Williams
Af því hann er greindur
og skemmtilegur ruglu-
dallur.
isMRÐINGur
og ævintýri hans
í Reykjavík
Þegar Reimar frétti að óð-
ur aflraunamaður væri á
ieiðinni í Eikasjoppu til að
vega okkur báða var hann
fljótur að taka upp skiltið
sem sagði: Lokað í dag
vegna veikinda.
En samt ekki nógu fljótur.
— Hérna kemur sá sterki,
sagði ég. Því nú gekk sá
rosalegasti maður sem ég
hef á ævi minni séð að
sjoppudyrunum, heldur
ókátur í framan. Bíllinn
hans, Chevrolet Impala '61,
var í gangi úti á gangstétt.
— Voruð þið að auglýsa
eftir konunni minni í blöð-
um, ha?
— Viltu vindil? spurði
Reimar, og það var það
fyrsta sem hann sagði til að
Gunn/augur reiknarút
/yrr/1 \f
Gunnlaugur Guðmunds-
son stjörnuspekingur er nú
farinn aö gera stjörnukort
sem lýsa persónuleika þínum
í fyrra lífi, ekki aðeins því
hvernig þú ert í dag. Gunn-
laugur segist trúa á fyrri líf,
„þótt ég geti ekki sannad
þau. En ef endurholdgunar-
kenningin stenst eigum vid
mörg lífað baki“. Það er þessi
kenning sem kortið styðst við,
eða eins og Gunnlaugur segir
til útskýringar: „Tilgáta end-
urfœð inga rkenninga rin n a r
er sá að sál mannsins líði
ekki undir lok við dauðann.
Aö maðurinn endurfœðist á
jörðinni og breytni hans í
hverju lífi hafi áhrif á nœstu
líf. Hann kemur með eigin-
leika úr fyrri lífum í hverja
jarðvist; hœfileika sem hann
getur notað sér til aðstoðar,
skutdir sem hann þarf aö
borga og verkefni sem hann
œtlar að leysa til að öðlast
aukinn þroska."
Gunnlaugur segir að sam-
kvœmt þessu séum við ekki
óskrifað blað við fœðingu
heldur höfum strax ákveðin
persónueinkenni, einkenni
sem ekki mótast eingöngu af
líkamlegum erfðum heldur
einnig andlegum. ,,Stjörnu-
merki erfast innan fjöl-
skyldna og við fáum arf frá
náttúrunni," segir Gunnlaug-
ur.
Til að reikna út persónu-
leikakortið sem sýnir hœfi-
leika þína og veikleika frá
síðasta lífi og fyrri lífum not-
ar Gunnlaugur sömu aðferð-
ir og við að reikna át „venju-
legt" stjörnukort. Hann biður
um fæðingardaginn, -árið,
stað og stund. Síðan segir
hann að tunglmerkið þitt í
þessu lífi sýni hvar sólin var í
fyrra lífi og að Satúrnus sé
pláneta „karmaskulda" og
sýni hömlur og veikleika
vegna fyrri jarðvista.
Kátir félagar
reyna að losa sig úr klípunni.
Svo leit hann á mig píreygur.
Eg vissi að hann var að
melta það með sér hvort
hann ætti að segja þessum
óða jötni að ég væri þessi
Eiki sem konan hans elskaði
heitt en eftir andartak hafn-
aði hann hugmyndinni. —
Api, sagði Reimar upphátt,
en þó mest við sjálfan sig.
— Viltu endurtaka þetta
vinur, sagði jötunninn.
— Ég var að tala um kunn-
ingja minn, hann Nasa Jo-
nes, sagði Reimar. — Hann
er Ijótur eins og api. Reiði
maðurinn leit til mín og
horfði á mig stundarkorn og
það gaf Reimari tækifæri til
að semja þá svívirðilegustu
svikaræðu sem ég hef á ævi
minni heyrt.
— Sjáðu til, sagði hann við
manninn. — Faðir minn er
geðveikur. Hann er svo and-
lega vanheill að þeir vilja
ekki einu sinni hýsa hann á
spítala fyrir fólk sem á við
siíkan vanda að stríöa. Þess
vegna liggur hann á Land-
spítala í herbergi fyrsta sinn-
ar tegundar á íslandi, þ.e.a.s.
gúmmíklefa. Þar veltist
hann um og segir vafla vafla.
Samt bráði það mikið af hon-
um um daginn að honum
tókst að semja þessa auglýs-
ingu og fá hjúkku til að fara
með hana fyrir sig á af-
greiðslu blaðsins. En ég
mundi persónulega engar
áhyggjur hafa af þessu. Ég
get nefnt að fyrir stuttu ók
eldri bróðir minn honum
upp í sveit til að reyna að
fríska upp á hann og þeir sáu
þar hross á beit og þá sagði
faðir minn: Nei, nei, sjáðu,
þarna er me me.
Nú sneri reiði maðurinn
snöggt við blaðinu. Á dag-
inn kom að hann var ákaf-
lega væminn maður. Þegar
hann heyrði hvað Reimar
átti heimskan föður vildi
hann endilega úthella elsku
sinni yfir Eika, sem hann
hafði stuttu áður ætlað að
drepa. — Hvar liggur faðir
þinn vinur minn? spurði sá
sterki, sem hét því sjaldgæfa
nafni Hreiðólfur.
— Á Landspítala, svaraði
Reimar dræmt.
— Og hvað þykir honum
best að drekka og borða?
spurði Hreiðólfur.
— Hann er hrifnastur af
Egils appelsíni og köldum
sviðum með rófustöppu.
svaraði Reimar.
— Þá fæ ég hjá þér appels-
ínkassa, sagði Hreiðólfur, —
og við komum allir saman
og reynum að skaffa föður
þínum svið. soðin eða frosin.
Ég vil sættast við þennan
Ingibjörg Jónsdóttir er fædd 14. febrúar 1975. Hún er að
vinna í sjoppunni Donald í sumar og er ekki á föstu.
SPURNINGAR
Áttu kött? Nei, bara hund.
Hlustarðu á Megas? Nei, ekki mikið.
Hvað borðar þú í morgunmat? Það er voðalega misjafnt.
Stundum ekki neitt.
Kanntu að elda? Já, ég er fínn kokkur.
Hefurðu farið á tónleika með GCD? Nei, aldrei.
Gengurðu með sólgleraugu? Þegar það er sól.
Læturðu lita á þér hárið? Ég hef einu sinni gert það.
Ertu búin að sjá Hróa hött? Já.
Hefurðu átt heima í útlöndum? Nei.
Kanntu dönsku? Já, svona smá.
Áttu fjallahjól? Nei.
Ertu í Ijósum? Ekki í sumar.
En ferðu í sólbað í sundlaugunum? Ég er alltaf að vinna og
kemst aldrei.
Kitlar þig? Stundum.
Hvernig strákar eru mest kynæsandi? Vel vaxnir,
skemmtilegir, brúnir og sætir.
Hugsarðu mikið um það í
hverju þú ert? Það fer eftir
veðri og því hvert ég er að
fara.
Gætirðu hugsað þér að
reykja hass? Nei, aldrei.
Áttu mótorhjól? Nei.
Við hvað ertu hræddust?
Að deyja.
Syngur þú í baði? Nei, ég er
svo laglaus.
Hefurðu farið á sveitaball?
Nei, ég á það eftir.
Er Bubbi Morthens sætur?
Hann er vel vaxinn.
Ertu daðrari? Ekki mikill.
Hvernig finnst þér Woody
Allen? Ogeðslega leiðinleg-
ur.
Ferðu ein í bíó? Nei, aldrei.
Finnst þér soðin ýsa góð?
Já, mjög góð.
Umhverfisvænir bílar
Hafið þið ekki tekið eftir
því að núna auglýsa fram-
leiðendur og seljendur
hver sem betur getur vör-
urnar sínar sem umhverf-
isvænar. Meira að segja
bíla. Manni finnst það nú
ansi hreint ótrúlegt að bíll
geti verið umhverfisvænn.
Og þó. Hann getur kannski
orðið það ef þú leggur eitt-
hvað af mörkum sjálfur.
Það er alveg ótrúlegt hve
mikið magn af blýi gusast aft-
an úr ökutækjunum okkar á
hverju ári, og það er ekki síst
því að kenna hversu hratt við
ökum. Því hraðar sem þú
keyrir því meiri mengun.
Sem dæmi um það spýtir bíll-
inn þinn út úr sér 1,5 g af kol-
tvísýringi ef þú ekur á 30 km
hraða á klukkustund, en ef þú
keyrir á 100 km/klst
hrækir hann
frá sér 3 g.
Þessi meng-
mann, sagði Hreiðólfur
hrærður. — Eg lenti einu
sinni í lífsháska en hlaut
undraverða björgun og mér
er á um að halda frið við alla
menn þótt ég geti rokið upp
endrum og sinnum og þó
einkum þegar auglýst er eft-
ir konunni minni í blöðum.
— Skiljanlega, sagði Reim-
ar og reiddi fullan kassa af
appelsíni upp á glerborðið
og fékk hanp greiddan.
Það var eitthvað svo þess-
legt í fari Hreiðólfs að Reim-
ari þótti ráðlegast að fylgja
honum. Þorbjörn í Borg
seldi Hreiðólfi þrjá soðna
sviðahausa og rófustöppu í
box og svo héldum við á
Landspítala. — Ég skal segja
ykkur drengir, hvíslaði
Hreiðólfur í anddyri spítal-
ans með appelsínið í fang-
inu, — að satt að segja er ég
afar spenntur að sjá svo vit-
lausan mann að hann þekkir
ekki kú frá kind.
Þegar við komum á hand-
lækningadeild mætti okkur
maður á ganginum sem
studdi sig við hækju. Það var
sjálfur Eiki Strandamaður og
um leið og Hreiðólfur kom
auga á hann byrjuðu tárin að
leka niður kinnar hans.
Hvað var að ske? Hreiðólfur
lét frá sér appelsínkassann á
gólfið og tók Eika i fangið. —
Þetta er maðurinn, drengir
mínir, sem ég var að segja
ykkur frá áðan. Sá sem hélt
mér á floti í heila klukku-
stund í helköldum Dorm-
bankanum þegar við vorum
saman til sjós. Eiki minn, ég
var á leiðinni hingað til að
hitta einhvern gúmmíklefa-
sjúkling og þá geng ég beint
í flasið á þér, bjargvætti mín-
um.
— Við skulum allir setjast
fram og fá okkur snæðing,
sagði Reimar og hampaði
sviðapokanum.
un getur valdið öndunarerf-
iðleikum þegar hún er í miklu
magni. Og það er sko engin
lygi að það nær því að vera
mörg hundruð tonn á ári
hverju. Bílar eiga sökina á
meira en helmingnum af
þessari loftmengun.
Það sem þið getið gert til að
draga úr menguninni er að
hita vélina ekki of lengi áður
en þið leggið af stað. Akið ró-
lega. Forðist að „skransa"
með því að snögghemla þeg-
ar þið stöðvið bílinn á rauðu
ljósi. Bensínnotkunin eykst
um 50% þegar bremsað er.
Gætið líka að loftinu í hjól-
börðunum. Ótrúlega margir
keyra með of lítið loft í dekkj-
unum, en við það tapast 1,5
milljónir tonna af bensíni á
ári. Hafiði líka pælt í því að
vegalengdir þær sem farnar
eru á ökutækjum í þéttbýli
eru að meðaltali sjaldan
meiri en 2 kílómetrar? Þar
leysast úr læðingi 1,5 millj-
arðar lítra af koltvísýringi,
því á fyrsta kílómetranum
eyðir bíllinn 30 1/100 km, síð-
an 15 1/100 km á sekúndu.
Það er ekki fyrr en búið er að
keyra 5 km sem bíllinn fer að
eyða eðlilega, það er 101/100
km.