Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 20
20
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. ÁGÚST 1991
„Þennan bil á ég nú fyrst og
fremst af praktískum ástæð-
um. Það er nauðsynlegt aö
eiga svona bíl þegar maður
stundar gæsaveiðar og þarf
að sofa í bílnum" sagði ÓL-
AFUR SIGURGEIRSSON lög-
maður sem er í ævintýrabila-
flokknum. Ólafur segir að
bíllinn tengist fyrst og
fremst útivistaráhugamálum
sínum, sem meðal annars
felast í jöklaferðum og veiði-
skap. Ólafur hefur átt bílinn í
átta ár en þegar hann fékk
bílinn var búið að breyta
honum mikið. „Þá er nauð-
synlegt að eiga svona bíl
þegar maður er kominn með
fjölskyldu ef maður vill geta
haldið áfram ferðalögum,"
sagði Ólafur. Hann sagði að
erfitt væri að meta verðgildi
slíkra bíla en ætla má að
hann færi á nokkrar milljonir
króna.
Flestir ueröa ad sœtta sig
viö að keyra í strætó eöa
venjulegum japönskum fjöl-
skyldubíl í gegnum grámósku
hversdagslífsins. Þessir bílar
fá í besta falli lofsamleg um-
mœli fyrir trúmennsku og
nytsemi — þegar talað er um
fallega bíla horfum vid ann-
að. Hraöskreiðir sportbílar,
djápskreiðar limósínur, evr-
ópskir eðalvagnar og um-
breyttir œvintýrabílar eru
þeirrar tegundar að þeir fá
adrenalínið til að streyma urn
kalkað œðakerfið.
Það er tvennt sem fœr karl-
menn til að snáa sér við á göt-
unni — falleg kona og glœsi-
legur bíll. Stundum hefur því
verið haldið fram að það séu
svipaðar hvatir sem liggi
þarna að baki. Má vera, því
oft á tíðum er rennilegur bíll
settur í samband við glœsi-
lega stálku og öfugt.
Einn þeirra sportbílaeig-
enda sem við var rœtt sagði
að það fylgdi því sérstök
stemmning að keyra um í
miðbœnum á glæsilegum
sportbíl. ,,Það er óvenjulegt
að upplifa það að fólk snúi
sér við og unglingsstúlkur
hreinlega öskri á mann,"
sagði viðkomandi, sem nú er
bara virðulegur fjölskyldu-
faðir að orna sér við minning-
arnar.
En sportbíll er ekki bara
sportbíll: ,,Þetta er algerlega
ofnotaður frasi og liggur við
aö farið sé að kalla japanska
fjölskyldubíla sportbíla. Þetta
er rangt. Sportbíll er í sjálfu
sér einfalt fyrirbœri. Hann er
tvennra dyra, með fjögur hjól
og beinskiptur. Hann þarf
ekki endilega að vera opinn,
en það spillir ekki fyrirþ sagði
beinskiptur sportbílakarl.
En stundum má spyrja til
hvers að hafa öll þessi hestöfl
þegar ekki má keyra á nema
90 km hraða? Sportbílaeig-
endur verða vanalega undir-
furðulegir þegar slíkt ber á
góma, enda eiga flestir sínar
leynistundir í morgunroðan-
um þegar fáir eru á stjái. En
sportbílaflóran er furðu fá-
tœkleg hér á landi — hver
heföi til dœmis trúað því aö
hér vœri ekki til Ferrari!
,,Graðhestabílarnir í dag
eru afjapönskum tegundum í
millistœrð — svona Twin
Cam-bílar sem kosta eina til
eina og hálfa milljón, bein-
hastir og með beina innspýt-
ingu og þokkalega mikið af
hestöflum. Guttarnir hafa
ekki efni á dýrari bílum,"
sagði bílasali þegar hann var
spurður um það hvernig bíla
ungir menn sœktust í um
þessar mundir.
En dýrir bílar gegna fleiri
hlutverkum en bara að vera
eigendum sínum til ánœgju
og yndisauka. Þeir eru versl-
unarvara, fjárfesting og
gegna reyndar furðu viða-
miklu hlutverki í ,,braskara-
heiminum". íIjós kom, þegar
verið var aö eltast við nokkra
eftirtektarverða bíla, að þeir
skiptu um eigendur nánast
daglega. Þeir virtust bara
vera keyrðir á milli bílasala
þar sem þeir eru metnir eftir
skuldabréfum sem enginn
veit í raun hver skrifar upp á
— en það er önnur saga.
Sigurður Már Jónsson
„Ég hef nú tekið bílinn
óvenjulítið út í sumar. Vana-
lega viðra ég hann fimm til
tíu daga á sumri, en hann
hefur bara einu sinni komið
út í sumar," sagði JÓHANN A.
KRISTJÁNSSON, kennari og
Ijósmyndari á DV. Johann er
einn af bílskúrakörlunum og
geymir Corvettuna sína helst
þar. Þetta er reyndar engin
venjuleg Corvetta því það
tók Jóhann þrjú ár að taka
hana í gegn og setti hann
íbúðarverð í endurreisnina.
Hann sagðist stundum hafa
nefnt 3 til 4 milljonir þegar
hann væri spurður um verð
en sagðist ekki vera á þeim
buxunum að selja Corvett-
una, sem er af gerðinni
Stingraw L36, árgerð 1969,
sem á íslensku er bara venju-
leg skata. Það er þó Ijóst að
maður situr ekki eins og
skata í bílnum, sem er skráð-
ur með 390 hestöfl og var
þrjú ár í röð kosinn fallegasti
bíllinn á bílasýningu Kvart-
míluklúbbsins.
„Þvi er ekki að neita að ég hef gaman af kraftmiklum bilum,"
sagði ÁRNI HELGASON, markaðsstjori hjá Goða, þegar hann
var spurður um Pontiac-drekann sem hann keyrir á þessa
dagana Hann er að sjálfsögðu 8 cylindra og með 5 lítra vél.
Árni segist alltaf hafa verið mikið fyrir fallega og kraftmikla
bíla en þvertekur fyrir að vera heltekinn. „Þá er hann ótrúlega
lipur í bæjarumferðinni þótt vissulega sé ekki hægt að leggja
honum í öll stæði. Stundum vill hann skaga út." Malarvegir
eru ekki í miklu uppáhaldi hjá Árna en hann er reyndar ný-
kominn frá Akureyri á drekanum.