Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. ÁGÚST 1991
7
BYGGDU SUMARHUS
FYRIR STJÚRNINA
UM LEID OG ÞEIR
U NEYBARLAN
Trausti Þorláksson, atvinnumálafulltrúi Byggöastofnunar og stjórnarmaöur, eigandi og starfsmaður Silfurstjörnunnar.
Stjórnarmenn fiskeldisfyrirtœkisins Silfurstjörnunnar hf. hófu framkvœmdir á vegum
fyrirtœkisins við tvö sumarhús á sama tíma og fyrirtœkinu var úthlutað 28 milljónum
króna í neyðarlán frá ríkissjóði. Annað húsanna er nú risið og á að vera
heilsársbústaður fyrir Trausta Þorláksson sem er á launum hjá Byggðastofnun sem
atvinnumálafulltrúi Norður-Þingeyinga. Bústaðirnir rísa á landi sem
Náttúruverndarráð vill taka undir þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfri og eru á
náttúruminjaskrá. Bœði Náttúruverndarráð og Skipulag ríkisins hafa neitað
Silfurstjörnunni um byggingarleyfi, en þrátt fyrir það er byggingu annars
bústaðarins að verða lokið.
í júnímánuði hófust framkvæmdir við byggingu sumar-
bústaðar á landi því þar sem seiðaeldisstöð Silfurstjörn-
unnar stendur. Bústaðurinn er á skógivöxnu svæði — um
10 km frá stöðinni. Það er Silfurstjarnan hf. sem sótti um
leyfi til að byggja tvo bústaði þarna og er annar risinn en
fyrirhugað er að reisa hinn. Silfurstjarnan er fram-
kvæmdaaðili að verkinu og telja heimamenn að verið sé
að reisa bústaðina fyrir stjórnarmenn Silfurstjörnunnar.
í þeim bústað sem nú er risinn býr Trausti Þorláksson,
sem er í 75% starfi hjá Byggðastofnun sem atvinnumála-
fulltrúi Norður-Þingeyinga, árið um kring. Stjórnarfor-
maður fyrirtækisins segir að Trausti muni borga bústað-
inn síðar, en hann er í hlutastarfi hjá Silfurstjörnunni auk
þess að vera þar í stjórn.
Á fundi sveitarstjórnar Öxarfjarð-
arhrepps 15. ágúst 1990 var tekin
fyrir og samþykkt beiðni Silfur-
stjörnunnar hf. um byggingu
tveggja smáhúsa í óskiptu landi Sig-
túna og Austara-Lands í Öxarfjarð-
arhreppi.
Þessi samþykkt var send Skipu-
lagi ríkisins til afgreiðslu 30. sept-
ember, að frumkvæði Björns Bene-
diktssonar oddvita, sem jafnframt
er stjórnarformaður Silfurstjörn-
unnar og starfsmaður fyrirtækisins.
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐ GEGN
STAÐSETNINGUNNI
Náttúruverndarráð tók máiið til
umfjöllunar 19. nóvember og lagð-
ist gegn staðsetningu húsanna
þarna. I úrskurði Náttúruverndar-
ráðs segir: „Þessi afstaða ráðsins
byggir á því að landsvæðið er á nátt-
úruminjaskrá og ráðið hefur áhuga
á að vinna að friðlýsingu austur-
bakka Jökulsár á Fjöllum, gegnt
þjóðgarðinum Jökulsárgljúfrum og
/leggja til hans. Lagt er til að húsun-
um verði fundinn staður á túni í ná-
grenni núverandi íbúðarhúsa."
Skömmu áður, 2. nóvember, hafði
embætti Skipulagsstjóra ríkisins
sent bréf þar sem tilkynnt var að
ekki væri hægt að taka umsókn
hreppsnefndar fyrir vegna form-
gaila.
Á sama tima og framangreindir
aðilar fjölluðu um málið var verið
að vinna við rotþró fyrir bústaðina
og undirbúa undirstöður hússins
sem nú hefur risið. Lágu fram-
kvæmdir við bústaðina niðri í vetur
en hófust aftur í júní — skömmu áð-
ur en Silfurstjarnan fékk úthlutað
neyðarláni úr rikissjóði.
TELJA SIG EKKl ÞURFA LEYFI
NÁTTÚRUVERNDARRÁÐS
Að sögn Björns telja forráðamenn
fyrirtækisins að eftir allt saman hafi
í raun ekki þurft að fá leyfi frá þess-
um aðilum. Ef sótt er um byggingu
eins til þriggja húsa dugi að fá leyfi
frá náttúruverndarnefnd staðarins.
Sagði Björn að það hefði verið gert
og leyfið fengist. Hefði þá verið leit-
að til viðkomandi byggingarfull-
trúa, í þessu tilviki á Húsavík, og
hann heimilað framkvæmdir.
Kom fram hjá Birni að leyfi hefði
fengist hjá ábúanda jarðarinnar
Austara-Lands, Gudmundi The-
ódórssyni bónda. Guðmundur stað-
festi það en sagði jafnframt að leyfið
hefði hann í raun gefið nauðugur
viljugur, því honum hefði verið tjáð
af þeim Silfurstjörnumönnum að
ella yrði jörðinni skipt upp. Sagðist
Guðmundur ekki vera hrifinn af
þessum framkvæmdum — þær
spilltu sérstæðum stað og hefði áður
verið margoft búið að neita mönn-
um um að byggja bústaði þarna.
Svipuð sjónarmið komu fram hjá
ÞorvardiArnasyni, þjóðgarðsverði í
Ásbyrgi, sem taldi til lýta fyrir stað-
inn að byggja bústað þarna. Lyktir
þess rnáls eru reyndar ekki ljósar,
því samkvæmt upplýsingum frá
Ragnari Kristjánssyni, starfsmanni
Náttúruverndarráðs, er hann að
ganga frá bréfi til Skipulags ríkisins
þar sem hann fer fram á að málið
verið kannað.
Þá má benda á að innan Náttúru-
verndarráðs er nokkur óánægja
með hvernig staðið var að úthlutun
starfsleyfis til seiðaeldisstöðvarinn-
ar á sínum tíma. Hefur því verið
haldið fram að stöðin hafi í raun orð-
ið mun stærri en kynnt var í upphafi
og þar af leiðandi sé mengun frá
henni mun meiri en menn höfðu
gert ráð fyrir.
BYGGJA BÚSTAÐI UM LEIÐ OG
ÞEIR FÁ NEYÐARLÁN
En það er kannski ekki síst sá tími
sem Silfurstjörnumenn velja til að
byggja bústaðinn sem vekur athygli.
Um þessar mundir er fyrirtækið ein-
Hér sést sumarbústaöur sá sem Silf-
urstjarnan er aö byggja fyrir Trausta
Þorláksson en fyrirhugaö er aö annar
bústaður rísi á sama stað. Að sögn
heimamanna hefur margoft verið
leitaö eftir því að fá aö byggja sumar-
hús þarna, enda ákaflega fallegt um
aö litast i næsta nágrenni við þjóö-
garðinn í Jökulsárgljúfrum.
mitt að fá greitt út 28 milljóna króna
framlag úr neyðarlánasjóði ríkis-
sjóðs til fiskeldisins. Ákvörðun um
þá úthlutun var tekin um mánaða-
mótin júní/júlí, en um það leyti hóf-
ust byggingar aftur.
Bústaðurinn sem nú er risinn er
fyrir Trausta Þorláksson, sem er
einn af eigendum Silfurstjörnunnar
og situr í stjórn fyrirtækisins. Trausti
varð kunnur af störfum sínum sem
aðstoðarmaður Stefáns Valgeirsson-
ar, þingmanns Samtaka um jafnrétti
og félagshyggju. Trausti hefur heim-
ilisfang í Reykjavíken er í 75% starfi
sem atvinnumálafulltrúi Norð-
ur-Þingeyjarsýslu. Laun hans eru
greidd af Byggðastofnun. Einnig er
Trausti i hlutastarfi hjá Silfurstjörn-
unni, en hann hefur haft íbúðarhús
á jörðinni Sigtúnum til ráðstöfunar
hingað til.
Björn sagði að bústaðurinn sem
nú væri risinn yrði greiddur af
Trausta. Aðspurður játti hann því
hins vegar að enn sem komið er
hefði framlag til bústaðarins komið
frá Silfurstjörnunni og þegar hann
var spurður hverju það mætti
sæta sagði hann: „Við erum bara
ekki búnir að ganga frá þessu við
Trausta, en hann mun greiða bú-
staðinn — um það þarf ekki að ef-
ast.“ Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR eru það smiðir á vegum
Silfurstjörnunnar sem reist hafa bú-
staðinn.
HINN BÚSTAÐURINN FYRIR
STJÓRNARMENN
Björn sagði, án þess að tilgreina
það nánar, að hinn bústaðurinn
væri ætlaður starfsmönnum fyrir-
tækisins. Eins og áður sagði er bú-
staðurinn nokkrum kílómetrum frá
seiðaeldisstöðinni og rétt að benda
á að fátítt er að byggja sumarbústað
svo nærri vinnustað!
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR mun því hafa verið haldið
fram meðal heimamanna að bústað-
irnir væru fyrir stjórnarmenn fyrir-
tækisins, en auk Björns og Trausta
er fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn
fyrirtækisins. Nýlega hefur verið
skipt um fulltrúa stofnunarinnar, en
Ingimar Jóhannsson fiskifræðingur
var í stjórninni áður en hann tók að
sér úthlutun neyðarlánanna sem
greint hefur verið frá.
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR skuldar Silfurstjarnan
Byggðastofnun um 400 milljónir
króna, en fyrirtækið er næststærsti
skuldunautur Byggðastofnunar, á
eftir Miklalaxi í Fljótum. Fyrirtækið
hyggur nú á hlutafjáraukningu en
upprunalegt hlutafé var 60 milljónir
króna.
Sigurður Már Jónsson