Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 24
24
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15.ÁGÚST1991
en hann hefur fram vilja
sinn; fær sáðlát, hysjar upp
um sig buxurnar og hverfur
út úr tjaldinu og lífi stúlk-
unnar og heldur áfram að
skemmta sér. Eftir liggur
hún með alla sektina og ótal
sjálfsásakanir. Henni finnst
þetta vera sér að kenna og
hún þorir ekki að tala um
þetta við neinn en byrgir
með sjálfri sér harminn og
skömmina. Því miður eru
þetta fyrstu kynni margra
stúlkna af kynlífi og þessi
óhugnanlega reynsla getur
sett mark sitt á samskipti
þeirra við hitt kynið um
langt skeið.
AÐGERÐIR
Á síðustu árum hefur ver-
ið lögð áhersla á rétt hverrar
konu til að segja nei. Hverj-
um karlmanni er skylt að
virða það. Annað er glæpur
gagnvart þeim sjálfsagða
rétti hverrar manneskju að
ráða yfir eigin líkama. Erfitt
hefur þó reynst að breyta
viðhorfum og ýmsum sög-
um sem í gangi eru meðal
fólks. Margir telja að kona
sem nauðgað er bjóði upp á
það, hún klæði sig á eggj-
andi hátt, daðri við karl-
menn og stofni þannig eigin
öryggi í hættu. Áðrir telja að
konur njóti nauðgunarinnar
og vilji láta neyða sig til sam-
ræðis. Þetta stenst ekki og
ofbeldi vekur viðbjóð og
andstyggð langflestra. Sam-
kvæmt einni kenningunni er
ekki möguiegt að nauðga
konu: „Það er ekki hægt að
þræða nál sem er öll á iði.“
Þetta er líka bull. Þessar
kenningar eru allar mjög
skaðlegar. Þær stappa stál-
inu í ofbeldismenn og firra
þá ábyrgð á athæfi sínu en
draga kjark úr fórnarlömb-
um nauðgara og fylla þau
sektarkennd og skömm.
Fyrir þessa verslunar-
mannahelgi vöktu samtökin
Stígamót athygli fólks á
þessum staðreyndum og
auglýstu víða að nei þýddi
nei, nauðgun væri alltaf
glæpur eins og hún er. Ég
var mjög hrifinn af þessu
framtaki þeirra og vísaði
litlu stúlkunni sem til mín
kom til samtakanna. Þar
taldi ég hana geta fengið þá
hjálp sem hún þyrfti á að
halda til að vinna sig í gegn-
um þennan óhugnað. Eg vil
hvetja allar stúlkur sem orð-
ið hafa fyrir kynferðislegu
ofbeldi að snúa sér til sam-
takanna í síma 626868. Þar
geta þær fengið þá hjálp sem
þær þurfa á að halda.
SJÚKDÓMAR OG FÓLK
Unglingsstúlku nauðgað
Egill Jóhannesson, sem
lengi var skipstjóri á sild-
veiðiskipinu Snæfelli EA
740 frá Akureyri, var þekkt-
ur fyrir að geta ekki leynt
tilfinningum sínum þegar
vel gekk á síldveiðunum.
Það reyndi oft á þessa sér-
stööu Egils, því hægt er að
segja að honum hafi geng-
ið vet allan sinn skipstjóra-
feril. Ef mikill afli var i nót-
inni átti Egill til að láta öll-
um illum látum í brú Snæ-
fellsins. Hann hljóp öskr-
andi og gargandi og barði í
tæki, tól og innréttingar.
Eins og áður sagði var Egill
fiskinn vel. Þó bar einu sinni
svo til að óvenjumikið af
síld var í nót Snæfellsins
þegar híft var. Veður var
ágætt en undiralda talsverð
þessa nótt. Þegar sýnt var
að aflinn var góður heyrðu
skipverjar að kallinn, það er
Egill, byrjaði með sín venju-
bundnu læti. Þó fannst
þeim eins og nú léti hann
verr en oftast áður. Þar sem
þeir voru öllu vanir létu þeir
þetta ekki á sig fá og héldu
áfram vinnu sinni, það er að1
taka nótina. Þegarþeirvoru
búnir að hífa það mikið að
komið var að því að fara að
háfa heyrðu þeir mikil ösk-
ur og læti úr stýrishúsinu.
Öskrin og lætin ágerðust sí-
fellt. Þar kom að hásetarnir
hættu vinnu sinni og
störðu allir upp í brú. Þar
sáu þeir Egil skipstjóra
hlaupa um öskrandi, berj-
andi og lemjandi. Öllum að
óvörum opnaði hann
stjórnborðshurð stýris-
hússins með miklum lát-
um. Og ekki bara það, held-
ur eins og þrautþjálfaður
íþróttamaður tók hann
undir sig stökk eitt mikið og
sveif yfir borðstokkinn og
lenti í nótinni og sökk þar í
síld og sjó. Skipverjarnir
máttu sýna viðbrögð góð
og örugg handtök til að ná
Agli skipstjóra upp úr nót-
inni og bjarga þar með lífi
hans.
(úr sjómannasögum)
Hún sagði ekkert en
grúfði andlitið í höndum sér.
Hárið var ljóst og sítt, hún
var 15 ára. „Viltu segja mér,
hvað er að?“ sagði ég og
lagði aðra höndina létt á öxl
hennar. Henni brá og hún
stjakaöi hranalega við mér.
Hún leit upp og sagði síðan:
„Mér var nauðgað í Húna-
veri um verslunarmanna-
helgina." Augun fylltust af
tárum og óumræðilegri
sorg. „Ég vil ekki tala um
þetta," sagði hún, „kannski
get ég þá gleymt þessu."
„Nei,“ sagði ég, „reyndu
heldur að tala." Allt í einu
virtist hún taka ákvörðun og
sagði. „Við fórum í Húnaver
nokkrir krakkar. Fyrra
kvöldið var meiri háttar og
ég skemmti mér ofsalega
vel. Seinna kvöldið fórum
við að dansa og hlusta á
hljómsveitirnar. Við vorum
búin að drekka eitthvað all-
an daginn og ég var blind-
full. Kvöldið er eins og í
þoku. Allt í einu stóð ég ein
og var búin að týna vinkon-
um mínum. Þá kom einhver
dökkhærður strákur til mín
og bauð mér sjúss. Ég fékk
mérsopa. Hann spurði hvort
ég vildi koma með sér að
ganga og drekka meira. Ég
var svo mikið bölvað fifl að
fara. Svo man ég eiginlega
ekkert fyrr en við lágum inni
og fór. Mér fannst allt hafa
breyst. Þetta var svo ofsa-
lega ógeðslegt. Hún þagnaði
og strauk hárið frá enninu.
Augun voru ennþá tárvot og
full af sorg. „Hvernig líður
þér núna?“ spurði ég var-
færnislega. „Alveg hrylli-
lega,“ sagði hún, „mér finnst
þetta allt hafa verið mér að
kenna. Ég varð alltof full og
kannski hef ég gert eða sagt
eitthvað sem leiddi athygli
hans að mér.“ Hún hélt
áfram að gráta. „Mér finnst
ég vera svo skítug og ógeðs-
leg og^ svo gæti ég verið
ólétt. Ég get ekki talað um
þetta við neinn. En ég hlýt
að gleyma þessu. Segðu að
ég gleymi þessu og allt verði
eins og áður! Þetta var ekki
ég!“
NAUÐGUN Á ÚTIHÁTÍÐ
Nauðgun er fólgin í því að
þröngva annarri manneskju
til holdlegs samræðis með
ofbeldi eða hótunum.
Nauðgun er skilgreind sem
kynferðislegt ofbeldi, en er
næsta lítið kynferðisleg,
heldur fyrst og fremst
ofbeldi og valdníðsla. Þessi
stúlka lýsir dæmigerðri
nauðgun á útihátíð. Piltur-
inn ber enga virðingu fyrir
neii stúlkunnar og hefur við
hana samfarir gegn vilja
hennar. Hún streitist á móti
'Jííljnr
íSIett^kar
jijóðdötjur
Magnús Óskarsson borgarlögmaður:
í einhverju tjaldi. Hann var
að kyssa mig og káfa á mér
en ég sagði alltaf nei! „Ekki
gera neitt!" sagði ég, „ég vil
það ekki.“ Svo fór hann að
klæða mig úr buxunum. Ég
varð ofsalega hrædd og bað
hann að hætta þessu. En
hann bara hélt áfram og
sagði mér að þegja. „Þið vilj-
ið þetta allar en segið bara
nei.“ Svo lagðist hann ofan á
mig og setti hann inn í mig.
Ég man hvað þetta var ofsa-
lega sárt og fór að gráta og
bað hann í guðanna bænum
að hætta. Allt í einu kipptist
hann til og fékk fullnæg-
ingu. Ég varð öll blaut í klof-
inu. Hann stóð upp og
renndi upp buxnaklaufinni.
Ég velti mér á magann og
hélt áfram að gráta. Ég
skammaðist mín ofsalega
mikið og leið hryllilega illa.
„Komdu þér út," sagði hann,
„ég á ekki þetta tjald." Hann
skreið út og ée, hef ekki séð
hann síðan. Eg klæddi mig
ÓTTAR
GUDMUNDSSON
SAFNAR
FYNDNUM
FYRIRSÖGNUM
Alma |
Þórarinsson
nu sma'
ra siéHö
Magnús Óskarsson borgar-
lögmadur hefur í mörg ár
fengist uid ad klippa út úr
dagblöðunum ýmislegt
skondiö, sem á ekki að vera
neitt fyndið. Oft eru þetta fyr-
irsagnir meö tvírœða merk-
ingu, en stundum fréttabútar
eöa hluti af síöu sem hefur
verið skringilega brotin um.
Fyrir fimm árum gafMagnús
út bók meö úrvali af því sem
hann hafði þá safnað saman,
og hét hún Alíslensk fyndni,
hollur hlátur lengir lífið, en
það er einmitt skoðun Magn-
úsar að það geti varla skaðað
nokkurn mann aö hlœja.
„Sumum hefur fundist að
þetta væri fyrir neðan virð-
ingu háttsetts manns, en ég
vil þá vitna í Tómas Guð-
mundsson sem sagði að húm-
or táknaði ekki afsal neinnar
alvöru," segir Magnús.
Hvers vegna byrjaöir þú að
safna fyrirsögnum úr blöð-
um?
„Ég hef aldrei safnað skipu-
lega. Hins vegar hef ég auga
fyrir annarri hlið á því sem
maður sér í blöðum en höf-
undurinn var með. Ég sé
fyndna hlið á fyrirsögn eða
lesefni, sem alls ekki á að
vera fyndið og er venjulega
óviljandi sett þannig fram af
blaðamanni eða greinarhöf-
undi.“
Hvenœr byrjaðir þú á
þessu?
„Það gerðist þannig að ég sá
þetta útundan mér og fór
gjarnan að hlæja. Ég hafði
gaman af að segja öðrum frá
þessu og skemmta fólki, en
rak mig svo á það að menn
trúðu mér ekki. Þá fór ég,
eins og góður lögfræðingur
verður að gera, að hafa sönn-
unargögn við höndina til að
sanna mál mitt. Þess vegna
fór ég að klippa þetta út og
það verður að gera strax. Þú
finnur aldrei setningu eða
fyrirsögn eftir viku, hvað þá
lengri tíma, ef þú grípur hana
ekki á augabragði.
Þetta var kveikjan að því
að ég fór að taka þetta til
handargagns. Síðan rak ég
mig á það að ég var kominn
með nokkurt hrafl og fór að
líma það inn.“ Hann dregur
fram möppu með úrklippum
og sýnir blaðamanni. „Fólki
fannst þetta skemmtilegt, svo
ég fór að taka þetta með mér
á staupaþing og hvert sem
var, þar sem það sló í gegn.“
A hverju flaska blaðamenn
þegar þeir búa til suona
skrýtnar fyrirsagnir og skrifa
skrýtinn texta?
„Þeir sjá ekki aðra hlið á
málinu. Eins og í frétt í Mogg-
anum í morgun (13.8. innsk.
blm.), þar sem verið er að
skrifa um árekstra á höfuð-
borgarsvæðinu."
Magnús er búinn að klippa
fréttina út og strika undir:
,,Hin einfalda skýring er að
það er miklu minna ekið (á
Seltjarnarnesi) á hvern íbúa
en í borginni."
„Það er þessi tvöfalda
merking sem ég hef áhuga á
og höfundur sér ekki. Eins og
í fyrirsögninni Réttindalaus
maður lœrbraut stúlku. Það
er varla hægt að koma með
betra dæmi. Það þarf varla
réttindi til að lærbrjóta ein-
hvern. Auðvitað á blaðamað-
urinn við að maðurinn hafi
ekki haft réttindi til að aka
bíl.“
Magnús segir að eftir að
bókin Alíslensk fyndni kom
út hafi hann heitiö því að
leggja ekki aftur út í slíkt.
Hann hefur þó brotið bind-
indið, eins og hann segir sjálf-
ur, og í haust kemur út ný
bók, Gastu ekki hœtt?
„Þeir héldu áfram að vera
óviljandi skemmtilegir á
blöðunum. Ég komst ekki hjá
því að reka augun í það,“ segir
Magnús.