Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 30
Fundur norrænu forsætis-
ráðherranna
STEINGRÍMUR
HERMANNSSON
í ÖRYGGISGÆSLU
— viljum ekki að hann ryðjist
inn á fundinn eins og gerðist
á leiðtogafundi iðnríkjanna
sjö, — segir Davíð Oddsson
Steingrímur Hermannsson gisti á
Skólavörðustígnum þegar forsæt-
isráðherrar Norðurlandanna fund-
uðu í Reykjavík
í kjölfar kaupa Seðlabankans á
Holtsdal hefur Jóhannes Nordal
beitt sér fyrir því að bankinn kaupi
Norðurárdal
SEÐLABANKINN
KAUPIR
NORÐURÁRDAL
— stefnt að því að stytta
nafn dalsins í Nordal
Sigurrós Pálsdóttir, formaðvr at-
vinnumálanefndar, og Hallur Ragn-
arsson nefndarmaður kynntu til-
lögur nefndarinar á fundi i gær
Atvinnumálanefnd
Hvammstanga
VILL REISA
INDÍÁNAÞORP
TUL AÐLAÐA
AD FERÐAMENN
— verður nokkurs konar
mótvægi við kúrekabraginn
yfir Skagaströnd
33. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR F1MMTUDAGUR1NN15. ÁGÚST 1991 STOFNAÐ 1990
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR
Hjón í Garöabœ
Skráðu allar
tekjur sínar á
einkasoninn
— og fengu 350 þusund endurgreidd frá skattinum
Garðabæ, 15. ágúst________
„Þetta er fyrsta árið sem
við getum kallað sending-
una frá skattinum glaðn-
ing. í stað þess að greiða
hátt á sjöttu rnilljón feng-
um við 350 þúsund endur-
greidd," sagði Sigurður
Júlíusson, heildsali í
Garðabæ, en hann og eig-
inkona hans, Karen Grét-
arsdóttir, sluppu best allra
landsmanna frá álagningu
opinberra gjalda í ár. Þrátt
fyrir góðar tekjur borga
þau enga skatta en fá 350
þúsund krónur endur-
greiddar frá skattinum.
„Þetta var ótrúlega auð-
velt. Við skráðum bara allar
tekjur okkar á einkasoninn,
hann Grétar litla. Við erum
10.000 falsaðar plötur
með Ragga Bjarna
stöðvaðar í tollinum
Reykjavik, 15. ágúst____
Hið svarta gengi Toll-
stjórans í Reykjavík
lagði hald á 10 þúsund
hljómplötur í gær, þar
sem grunur leikur á að
um falsaða vöru sé að
ræða. Á plötuumslaginu
er mynd af Ragnari
Bjarnasyni söngvara, en
hann syngur ekki á piöt-
unni heldur kínverskur
söngvari að nafni Lee
Pohn.
„Þar sem mikið hefur
borið á innflutingi á fölsuð-
um vörum að undanförnu
settum við eina plötu á fón-
inn,“ sagði Páll Ketilsson
tollvörður í samtali viö
GULU PRESSUNA. „Þótt
kínverski söngvarinn sé
með svipaða rödd og Raggi
þá kom framburðurinn upp
um hann.“
Samkvæmt heimildum
GULU PRESSUNNAR er
þetta ekki í fyrsta skipti
sem falsaðar plötur með
Óprúttnir bissnessmenn
hafa flutt inn mikiö magn
af fölsuöum Ragga
Bjarna-plötum
Ragnari eru fluttar til lands-
ins. Til dæmis munu nokkr-
ar útvarpsstöðvar spila
regluiega falsaðar útgáfur
af lögum Ragnars með Lee
Pohn.
Auk hljómplatnanna hef-
ur tollstjóraembættið lagt
hald á mikið magn af föls-
uðu kornflexi, um 500 fals-
aðar Lödur og töluvert
magn af Álafoss-treflum
sem framleiddir eru í Tyrk-
landi.
Hjónin Sigurður Júlíusson og Karen Grétarsdóttir höföu ástæðu
til aö fagna þegar álagningarseðillinn kom inn um lúguna.
því bæði tekjulaus í augum
skattstjórans og borgum ekki
skatt," sagði Karen.
Sonur þeirra hjóna, Grétar
Sigurðsson, er tíu ára gamall
og þriðji hæsti skattgreiðandi
í Garðabæ. Samkvæmt skatt-
skrá er heildarálagning á
hann um 5,7 milljónir. í sam-
tali við GULU PRESSUNA
vildi hann lítið gefa út á skatt-
ana sína.
„Ætli ég verði ekki að bæta
við mig einu eða tveimur
hverfum," sagði hann, en
hann hefur unnið fyrir sér
með blaðaútburði á undan-
förnum árum.
Nýjar sagnfrœðirannsóknir
*
Islenska sauðkindin
gamalt efnahagsvopn
London, 14. ágúst
James Randall, sagn
fræðiprófessor við Ox-
ford-háskóla, hefur dregið
fram sannanir sem að öll
um líkindum munu koll
varpa hugmyndum manna
um Islandssöguna og
hugsanlega einnig afstöðu
íslendinga til EES-samn-
inganna og iandbúnaðar-
mála. I skjölum frá sex-
tándu öld, sem Randall
hefur dregið fram, kemur
nefnilega í ljós að Eng-
lendingar komu íslensku
sauðkindinni á land á
nokkrum stöðum á íslandi
í þeim tilgangi að brjóta
niður efnahag landsins, en
sem kunnugt er voru Eng-
lendingar þá að seilast til
valda hér í óþökk Dana-
konungs.
„Hingað til hafa menn talið
að íslenska sauðkindin væri
komin af þeim bústofni sem
norskir landnemar komu
með til íslands á níundu öld.
Þetta er rangt. Þessi tegund
sauðkindar var vel þekkt á
miðöldum fyrir að brjóta nið-
ur efnahag smærri land-
svæða, meðal annars í Wales,
Skotlandi og víðar,“ sagði
Randall.
Randall sagði einstakt í ver-
aldarsögunni að þjóð stæðist
innrás þessara sképna.
„En þótt efnahagur íslend-
inga hafi ekki hrunið á sex-
tándu öid, eins og að var
stefnt, hefur þessi skepna
mótað allt efnahagslíf þeirra
síðan. Það er gaman að gera
sér í hugarlund hverskyns
efnahagslegt stórveldi væri á
íslandi ef EnglendingarJ
hefðu ekki gripið til þessal
fólskubragðs fyrr á öldum,"
sagði Randall prófessor.
Ástæðan fyrir
halla ríkis-
sióðs fnndin
— Hún er sjötíu og átta ára gamall Húsvíkingur og
heitir Birgir Sigurhjartarson
Akureyri, 15. ágúst
Sérfræðingar fjármála-
ráðuneytisins hafa fundið
ástæðuna fyrir hinum
króníska halla á ríkissjóði
mörg undanfarin ár og
áratugi. Ástæðan er sjötíu
og átta ára gamall Húsvík-
ingur og heitir Birgir Sig-
urhjartarson.
Birgir hefur lagt gjörva
hönd á margt um sína daga.
Hann var bóndi og á því sinn
þátt í kostnaði ríkissjóðs af
landbúnaðarmálum. Auk
þess stundaði hann ýmsar
aukabúgreinar; til dæmis loð-
dýrarækt, fiskeldi, kanínu-
rækt og fleira. Þá fékk Birgir
lán úr Byggingarsjóði ríkisins
á neikvæðum vöxtum og jók
þar með halla sjóðsins. Birgir
á sjö börn, sem öll hafa farið
í langskólanám á fullum
námslánum, og barnabörn
hans eru nær öll í niður-
greiddum dagvistarplássum.
Þá er Birgir og haldinn of-
næmissjúkdómi og hefur því
étið lyf fyrir stórar upphæðir
allt frá því
hann "V''
greindist
með sjúkdóminn, upp úr
1960. Loks má geta þess að
Birgir hefur nú brugðið búi
og býr á elliheimili og það
kostar sitt fyrir ríkisvaldið.
„Við vitum ekki alveg hvað
við eigum að gera við hann
Birgi," sagði Friðrik Sophus-
son fjármálaráðherra í sam-
tali við GULU PRESSUNA.
„Við slógum á það hérna í
ráðuneytinu að ef Birgir hefði
ekki fæðst væri uppsafnaður
halli ríkissjóðs líklega um 80
prósentum lægri en hann er í
dag. Það er náttúrlega rosa-
legt að fá svona menn í haus-
inn. Við getum ekki annað en
beðið til guðs að fleiri slíkir
fæðist ekki á þessari öld."
f|l
Birgir Sigurhjartarson, fyrrverandi bóndi, og niöjar hans eru
ástæðan fyrir króniskum halla ríkissjóðs.
Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfí og alhliða þjónusta
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - sími 688944