Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 10
10
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15.ÁGÚST1991
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur
kannað stuðning við Steingrím Hermannsson sem aðal-
ritara Sameinuðu þjóðanna í samtölum við ráðamenn á
Norðurlöndunum og í öðrum EFTA-ríkjum. Innan Fram-
sóknarflokksins er ekki lengur einhugur um Steingrím
sem formann. Þótt landsþing flokksins komi ekki saman
fyrr en á næsta ári er nú rætt um að Halldór Ásgrímsson
taki við formennskunni á næstunni.
Samkvæmt mjög öruggum heim-
ildum PRESSUNNAR innan utanrík-
isþjónustunnar hefur Jón Baldvin
leitað hófanna um stuðning við
Steingrím í embætti aðalritara þeg-
ar Perez de Cuellur lætur af störfum
ó næsta ári. Petta staðfestu heim-
ildamenn innan Framsóknarflokks-
ins. Þegar PRESSAN spurði Jón
Baldvin utanríkisráðherra hvort
hann hefði leitað óformlega eftir
stuðningi við Steingrím á Norður-
löndum og innan EFTA-landa vildi
hann ekki tjá sig um málið.
„Við vitum að unnið er að því að
aflá Steingrími fylgis," sagði áhrifa-
maður í Framsóknarflokknum. ,,Eg
held að það verði erfiðast hversu lít-
ið þekktur hann er á alþjóðavett-
vangi. Að sjálfsögðu er hann vel
þekktur víða í Evrópu."
„Þetta eru tíðindi fyrir mig," sagði
Steingrímur Hermannsson þegar
hann var spurður hvort utanríkis-
ráðherra hefði kannað hvaða hljóm-
grunn hugsanlegt framboð Stein-
gríms fengi meðal Norðurlanda og
innan EFTA. „Ef þú ert búinn að fá
þetta staðfest, þá veistu meira en
ég“
Steingrímur sagðist í samtali viö
PRESSUNA ekki hafa áhuga á starfi
aðalritara. Hann sagðist ætla að
eyða elliárunum á íslandi. „Ég hef
verið að endurnýja kynni mín af
landi og þjóð og það er mun gagn-
legra en hanga yfir ykkur hér i
Reykjavík. Ég kann vel við mig hér-
lendis, ég hef verið uppi á fjöllum og
fyrir norðan og austan. Þetta er land
sem við eigum og við eigum að vera
hér sem mest. Þetta sem þú spurðir
um er eins og hver önnur della,"
sagði Steingrímur.
FORMANNSSKIPTl RÆDD INN-
AN FRAMSÓKNARFLOKKSINS
Innan Framsóknarflokksins eru í
gangi óformlegar umræður um að
Halldór Ásgrímsson taki fljótlega
við formennsku af Steingrími. Sam-
kvæmt lögum flokksins á ekki að
skipta um formann fyrr en á flokks-
þingi á næsta ári. Þar sem staða
flokksins hefur breyst mikið þykir
mörgum tími kominn til að Halldór
taki sem fyrst við. Innan flokksins er
ekki deilt um að Halldór er sjálfkjör-
inn næsti formaður. „Ef til þess
kemur að Steingrímur hættir sé ég
ekki annan foringja en Halldór,"
sagði Gudmundur Bjarnason, ritari
flokksins og fyrrverandi ráðherra.
Staða Steingríms hefur breyst.
Meðan flokkurinn var í ríkisstjórn
og Steingrímur forsætisráðherra var
hann óumdeildur sem formaður.
Eftir útkomuna í Reykjaneskjör-
dæmi í kosningunum heyrðust strax
raddir um að Steingrímur ætti að
víkja. Nú, þegar flokkurinn er í
stjórnarandstöðu og þarf þess
vegna að skipta um takt, þykir
mörgum framsóknarmönnum lag
að ganga alla leið; Steingrímur
standi upp og varaformaðurinn,
Halldór Ásgrímsson, taki við.
Þegar Olafur heitinn Jóhannes-
son lét af embætti var það ekki á
flokksþingi. Hann stóð upp og Stein-
grímur tók við. Ólafur sat eftir sem
áður á Alþingi.
„Ef það er rétt þá hafa þær farið
fram án þess að ég hafi tekið þátt í
þeim,“ sagði Steingrímur þegar
hann var spurður um umræður inn-
an flokksins um formannsskipti.
Steingrímur sagði einnig að það
væri flokksmanna að ákveða hver
yrði formaður og hann vissi ekki
betur en það yrði gert á næsta
flokksþingi.
EKKI LENGUR ÓUMDEILDUR
Sú tíð er liðin að Steingrímur sé
sjálfkjörinn formaður. Hann þykir
ekki hafa staðið sig sem skyldi í
stjórnarandstöðunni.
„Það er ekki nema von. Ef hann
ætlar sér feit embætti á alþjóðavett-
vangi kemst hann ekkert áfram
nema með fullum stuðningi ríkis-
stjórnarinnar. Við framsóknarmenn
tókum eftir því að hann mætti ekki
í sjónvarpsþátt með formönnum
hinna flokkanna, þar sem þeir
mættust Lfyrsta sinn eftir kosningar.
Eins er vitað að har.n mætti ekki á
fund í utanríkismálanefnd, en þar
stóð til að takast á um Létt og lag-
gott-málið," sagði áhrifamaður í
Framsóknarflokknum.
Einn af embættismönnum flokks-
ins sagðist kannast vel við umræður
framsóknarmanna um formanns-
skipti. „Það er ekki lengur verið að
tala um með hvaða hætti Steingrím-
ur hættir. Við erum á tímamótum og
óneitanlega tala menn um að skipta
um formann. Það er óþekkt hjá okk-
ur að vera ekki í stjórn. Það er líka
flest sem bendir til þess að Stein-
grimur muni hvort eð er ekki leiða
flokkinn í gegnum fleiri kosningar.
Þegar þetta allt er skoðað hljóta að
vakna spurningar eins og hvenær er
hentugast að skipta um formann."
STEINGRÍMI KENNT UM TAPIÐ
Á REYKJANESI
Það fer ekki á milli mála þegar
rætt er við framsóknarmenn að
margir þeirra eiga erfitt með að fyr-
irgefa Steingrími fylgishrunið í
Reykjaneskjördæmi. Þá er málflutn-
ingi Steingríms í EB-málinu kennt
um að flokkurinn uppskar ekki eins
og vonir stóðu til í kosningunum í
vór. Eins virðist sem niðurstaða
skoðanakönnunar SKÁÍS um vin-
sælustu stjórnmálamennina hafi
aukið áhuga manna á formanns-
skiptum. Halldór Ásgrímsson varð
þriðji í könnuninni en Steingrímur
sjötti. Svo neðarlega hefur Stein-
grímur ekki verið áður í slíkri könn-
un, en eins og kunnugt er hefur
hann lengi verið vinsælasti stjórn-
málamaður þjóðarinnar.
Sumir þeirra framsóknarmanna,
sem PRÉSSAN ræddi við, sögðu
einnig að Steingrímur hefði ekki
staðið sig vel í kosningabaráttunni
og svo virtist sem hann væri áhuga-
lausari nú en á árum áður.
„Ég vona að Steingrímur verði
formaður sem lengst og hef raunar
trú á því að hann verði kominn aftur
í stjórnarráðið áður en langt um líð-
ur," sagði Páll Pétursson, formaður
þingflokks framsóknarmanna.
„Steingrímur er á besta aldri og ég
hef enga trú á að hann dragi sig í hlé
strax."
Annar þingmaður flokksins sagði
hins vegar að vilji væri fyrir því að
hleypa Haildóri sem fyrst að. „Það
verður mjög erfitt fyrir Halldór að
taka við fiokknum ef Steingrímur
situr áfram á þingi."
Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náð-
ist ekki í Halldór Ásgrímsson.
EKKI FÆRRI EN TUTTUGU UM
HITUNA
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR hófust þreifingar utanríkis-
ráðuneytisins fyrir hönd Steingríms
síðasta vetur eftir að hann hafði í
einkasamtölum lýst áhuga á starfi á
alþjóðavettvangi.
Almennt hefur verið búist við að
embætti aðalritara SÞ komi í hlut
Afríkumanna næst en þeim hefur
ekki tekist að koma sér saman um
einn frambjóðanda. Það hefur líka
verið rætt um Gro Harlem Brundt-
land, forsætisráðherra Noregs, en
ekki vitað hvort hún sækist eftir
starfinu. Framsóknarmaður nokkur
sagði að væntanlega væri hægt að
tryggja Norðurlandabúa stuðning
Afríkumanna. Hins vegar er talið að
ekki færri en tuttugu frambjóðend-
ur taki þátt i slagnum bak við tjöld-
in.
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR koma fleiri embætti á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna til
greina handa Steingrími. Þar er rætt
um ýmsar undirstofnanir, einkum
FAO, Matvælastofnun SÞ.
„Jón Baldvin hefur kannað undir-
tektir við fleira en embætti aðalrit-
ara án þess að Steingrími sé kunn-
ugt um það. Steingrímur veit hins
vegar að óformlegar athuganir hafa
átt sér stað um stuðning við hann í
starf aðalritara," sagði áhrifamaður i
Framsóknarflokknum.
Hrafn Jökulsson eg Sigurjón Magnús
Egilsson