Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 17
f
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15. ÁGÚST 1991
17
M. að kom flestum mjög í opna
skjöldu þegar Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra skipaði
Heimi Steinsson í
stöðu útvarpsstjóra.
Urgur er meðal
margra sjálfstæðis-
manna, einkum af
yngri kynslóðinni,
sem finnst að Ólafur
hafi sniðgengið frek-
lega möguleika til að setja „góðan“
sjálfstæðismann í stólinn sem fylgt
gæti eftir stefnu flokksins í útvarps-
málum, m.a. sölu á Rás 2. Það mun
hins vegar hafa verið Ólafur sjálfur
sem átti frumkvæði að því að séra
Heimir sótti um starfið. . .
N
1 ^ okkrar breytingar verða á
þættinum 9—4 á næstunni. Mar-
grét Hrafnsdóttir haettir en Þor-
geir Ástvaldsson
kemur inn og með
honum Margrét
Blöndal. Margrét
Hrafnsdóttir stjórn-
ar stökum þáttum
fyrir rás 2 fram að
áramótum en þá
hættir hún og fylgir unnusta sínum,
Jóni Óttari Ragnarssyni, til
Bandaríkjanna en þar sest Jón á
skólabekk...
Myndabrengl
PRESSUNNI urðu á þau mistök að
birta ranga mynd með grein um
jarðarkaup Seðlabanka í síðasta
blaði. Myndin, sem sögð var af Birni
Tryggvasyni aðstoðarbankastjóra,
var af ísleifi Jónssyni verkfræðingi.
Ástæðuna fyrir þessum mistökum
má rekja til mistaka við færslu
myndarinnar í myndasafn PRESS-
UNNAR og Alþýðublaðsins ein-
hvern tímann á árum áður, en sú
skýring réttlætir hins vegar ekki
mistök PRESSUNNAR í síðasta
blaði. Hiutaðeigandi eru hér með
beðnir velvirðingar.
Ritstj.
Um notkun svefn-
og róandi lyfja í
Reykjavík
I síðasta blaði yðar þann 1. ágúst
1991 voru birt viðtöl við nokkra að-
ila sem gáfu í skyn að læknar ávísi
unglingum svefn- og róandi lyfjum.
Jafnframt telja þeir að lítið sem ekk-
ert eftirlit sé með lyfjaávísunum
lækna. Síðan var málið tekið upp í
leiðara í miður vinsamlegum tón.
Landlæknisembættið fylgist með
lyfjaávísunum lækna. Hér með fylg-
ir mynd sem sýnir fjölda ávísaðra
dagskammta af svefn- og róandi lyfj-
um á 1.000 íbúa á dag árin 1988 og
1989. Eins og sjá má er þessum lyfj-
um ekki ávísad á 20 ára eða yngri.
Fyrir 15 árum ávísuðu íslenskir
læknar einna mest af þeim lyfjum á
HRINGDU OG FÁÐU SENT EINTAK.
Pontunarlistinn kostar250 kr. + postburöargjald
PÖNTUNARLÍNA
91-653900
BÆJARHRAUNI 14, 220 HAFNARFIRÐI
Norðurlöndunum en nú erum við í
neðsta sæti ásamt Svíum.
Ólafur Ólafsson, landlœknir
Notkun róandi og svefnlyfja (N05B og
N05C) í Reykjavík 1988 og 1989
DDD/1000 fbúa/dag
Aldur f árum
PRESSAN þakkar landlækni send-
inguna. Það er hins vegar mat
blaðsins að þær upplýsingar sem
landlæknir leggur fram hreki ekki
fullyrðingar viðmælenda PRESS-
UNNAR.
Og það væri notalegra að vita af
því að landlæknisembættið brygð-
ist við þeim á annan hátt en þann að
leitast við að sýna með tölulegum
fróðleik að kannski sé ástandið ekki
svo slæmt og ef til vill ekki verra en
hjá öðrum.
Ritstj.
Skútuvogi 10a - Sími 686700
Umhyggja. Sólveig Eggerz
Gleðistund
í glæsilegu umhverfi
ómantísk stund eða glæsilegur viðskiptamálsverður? Gullni Haninn sérhæfir
sig í að uppfylla væntingar þínar um öndvegis veitingar og úrvals þjónustu
í glæsilegum húsakynnum þar sem ekkert hefur verið til sparað. Gullni Haninn er
sem nýr í hólf og gólf, en andrúmsloftið og veitingamar bera enn aðalsmerki
fagmennsku og þjónustu í fremstu röð.
Við sérstök tækifæri er sjálfsagt að gera kröfur - Gullni Haninn uppfyllir þínar
óskir og gerir stundina ógleymanlega.
LAUGAVEG 178 - 105 REYKJAVÍK