Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 16

Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 15. ÁGÚST 1991 PRESSAM Útgefandi: Blað hf. FramkvæmdastjóH: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson, Kristján Þorvaldsson. Ritstjórnarfulltrúi Sigurjón M. Egilsson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson. Ritstjórn. skrifstofur og auglýsingar: Hverfisgötu 8-10, sími 62 13 13. Faxnúmer: 62 70 19. Eftlr lokun skiptlborös: Ritstjóm 621391. dreifing 621395. tæknideild 620055. Áskriftargjald 550 kr. á mánuði. Verö í lausasölu 170 kr. eintakiö. Góðverk sem eru þolendunum dýr í PRESSUNNI í dag er fjallað um Byggingarsjóð verkamanna. Þar kemur fram að endursölu- reglur sjóðsins eru með þeim hætti að þeir sem kaupa ibúð í verkamannabústöðum fá furðu- lítið í aðra hönd þegar þeir selja hana aftur. Dæmi er tekið af því að sá sem kaupir íbúð í þessu kerfi og selur hana aftur eftir fimm ár fær minna fyrir íbúðina en nemur út- borgun í henni. Kerfið hefur því tekið af honum allar afborganir hans á fimm árum og að auki haft af honum hluta af útborgun- inni sem hann lagði til kaupanna í upphafi. Þetta er náttúrlega hróplegt misrétti. Þótt þeir sem kaupa sér íbúð í verkamannabústöðum hafi lág laun og geti ekki keypt sér íbúð á almennum markaði gefur það höfundum kerfisins ekki rétt til þess að grinast með fjármuni þeirra. Það er nefnilega svo að höf- undar kerfisins eru ekki að taka til sín fjármuni þessa fólks. Tap þess nýtist engum, nema helst einhverjum ímynduðum kaup- endum í framtíðinni. Þetta kerfi ber því fyrst og fremst vott um virðingarleysi þeirra sem smíð- uðu það gagnvart þeim sem lægstar tekjur hafa. Höfundar þessa kerfis hafa því sannað það enn og aftur að þeir sem gera góðverk, sjálfum sér til dýrðar, skaða oftast þá sem verða fyrir þeim. FJÖLMIÐLAR Hin mýkri mál og einkarétturinn á þeim Sjálfsagt kannast flestir við að hafa komist að þeirri nið- urstöðu að blaðamenn séu voða vitlausir, einkum ef blöð fjalla um mál sem þeir þekkja vel. Allt virðist hafa snúist í hausnum á blaðamanninum og niðurstaðan verður grein, sem í sjálfu sér er ekki vitlaus en engu að síður langt frá sannleikanum. Stundum er þetta vegna þess að blaðamaður hefur misskilið eitthvað eða treyst of mikið á eigin dómgreind. En oftast stafar þetta sjálfsagt af mismunandi afstöðu til efnisins hjá blaðamanninum og þeim sem kemst að þeirri niðurstöðu að hann sé voða vitlaus. Var hann með stein í munninum? „No comment." Joset Mörtl tararstjóri og steinasatnari „Miðað við tekjur ríkisins og gjöld á undanförnum árum er minna en ekki neitt til skiptanna hjá ríkissjóði." Friðrlk Sophusson fjármálaráðherra Ætlar þessarí sápuóperu aldreí að Ijúka? „Við sáum töluvert magn af grút í sjónum nýlega þegar við vorum í Skagafjarðardjúpinu." Halldór Höskuldsson skipstjórí Tökum dæmi af lögmönn- um. Þeir geta orðið ósáttir við umfjöllun blaða um mál skjólstæðinga sinna ef þeir meta blaðagreineu' einvörð- ungu út frá lögfræðilegu sjón- armiði. Blaðamanninum get- ur hins vegar fundist eitthvað allt annað athyglisvert í þeim atburðum sem hann er að lýsa. Grein hans getur því kannski miklu frekar fjallað um siðferðislega þætti en ákvæði hegningarlaga. Þótt grein hans sé hvorki fugl né fiskur í huga lögmannsins getur hún engu að síður verið þarft innlegg í umræðuna í þjóðfélaginu. En þótt dæmi sé tekið af lögmönnum eru þeir síður en svo barnanna verstir með að meta vinnu blaðamanna út frá eigin fagi en ekki blaða- mannsins. Miklu verri eru til dæmis læknar, félagsráðgjaf- ar og aðrar stéttir sem vinna að málum sem stundum eru kölluð mjúk. Afstaða þeirra er oft einna líkust meinloku um að þessar stéttir hafi einkarétt á umfjöllun um málefni skjólstæðinga sinna. Þessi afstaða hefur gert hlutdeild hinna mýkri mála miklum mun minni í daglegri umfjöllun en hún hefði ann- ars orðið. Það er synd. Gunnar Smári Egilsson „Öldum saman heffur ekkert ver- ið sagt, þótt heimamenn og gestir taki sjaldgæfa steina og steingervinga, brjóti dropa- steina, geri þarfir sínar i berg- vatnsór og stundi berserks- akstur um víðan völl." JÓNAS KRISTJÁNSSON RITSTJÓRI 3?tnQt>nUnbrnugurimt „Eg vona að ég geti tekið eitthvað af anda Þingvalla með mér í Efstaleiti.“ Helmir Stelnsson verðandi útvarpsstjóri v fte&ta &cztum „Það verður gaman að mæta Guðna á Wembley." Sigurður Jónsson knattspymumaður Skrtverkaflolfkun íslands „Það er athyglisvert í núverandi hægristjórn að það eru alþýðuflokksráðherrarnir sem ganga í skítverkin fyrir íhaldið." Svavar Gestsson alþingismaður Vedurblídan Loksins kom almennilegt sumar í Reykjavík. Hitabylgjan í júlí var að sumu leyti einstæö. Hún byrj- aði með miklum hitum á Suð- austurlandi fyrsta dag mán- aöarins, en fór síðan á flakk um nánast allt land. ()g stóð til 8. júlí, nema á Suðvestur- landi þar sem henni lauk ekki fyrr en þann 18. Lengd bylgj- unnar og dreifing er því óvenjuleg. ()g þó að vísu liafi ekki mælst methiti á flestum þeim veðurstöðvum sem lengi hafa athugað munaði þó víöa mjóu. Talsvert gömul met í Skagafiröi og við Mý- vatn fóru reyndar núna. Og þess ber að gæta að gömlu metin, t.d. á Kirkjubæjar- klaustri, Grímsstöðum og Hæli, sem stóðu af sér þessa bylgju, eru frá þeim tíma þeg- ar notuö voru hitamælaskýli er fest voru á húsveggi. Nú standa þau hins vegar á ber- svæði. Það er mjög líklegt að ef slík skýli hefðu veriö til á dögum gömlu hitametanna hefðu þau ekki orðið eins há. En þau verða þó auðvitaö að gilda þar til þau fjúka. Meðalhitinn í júlí í Reykjn- vík var 18° og hefur aðeins oröið hærri árið 1986, en jafn hár 1944, 1989 og 1917. En hér er heldur ekki allt sem sýnist. Á kreppuárunum og fram- yfir stríð voru hitamælingar geröar á þaki Landsímahúss- ins. Rauk þá sumarhitinn í Reykjavík upp úr öllu valdi miðaö viö liita nálægra veð- urstöðva fyrr og síðar. Virðist járnþakið blátt áfram hafa hitað vel undir mælana. Það má færa rök að því, þó það veröi ekki gert hér, að þessi nýliðni júlímánuður sé nú kannski eftir allt saman sá hlýjasti. Síðustu áratugi hafa sumrin kólnað jafnt og þétt um allt land. En óvíða þó jafn mikið og á Suðvesturlandi. Árin 1961—90 kólnuöu sumar- mánuðirnir í Reykjavík til dæmis sem hér segir miðað við meöaltalið 1981—1960: Júní og ágúst 0,5°, júlí 0,6°, september 1,2°. Sumariö í heild hefur því kóinað um 0,7° sem er ansi mikið. Hvað sem blessuðu þakinu líður segir eftirfarandi stað- reynd einnig sína sögu: Síð- asti mánuður í Reykjavík er náði 12 stigum var júlí 1960. Árin 1986—144 komu hins vegar þrír þrettán stiga júlí- mánuðir og árin 1932—45 náðu sjö aörir júlí og ágúst- mánuðir 12 stigum. Á sama tíma voru þrír júnímánuðir hlýrri en júlímeðaltalið síð- ustu þrjá áratugina og tveir septembermánuðir voru miklu hlýrri en nokkur mán- uður mældist í borginni allar götur frá 1970 og þar til í fyrra! Fólk sem nú er þrítugt hafði enga hugmynd um hverju sumrin líktust hér áður fyrr á gullöldinni í veð- urfarinu. Fólk um og yfir fer- Fulltrúi hinna lítilsvirtustu Ef flokkar vilja skreyta lista sína með konum eiga þeir að gera það með konum á borð við Salóme Þorkelsdóttur. Hún uppfyllir fullkomlega eina af þeim óteljandi hug- myndum sem til eru um kon- una. Hún er settleg, smekk- leg og ólíkleg til að blanda sér inn í karlatal í samkvæmum. Ef flokkar vilja hins vegar gera eitthvað annað við kon- ur sínar en að skreyta lista með þeim ættu þeir kannski að leita að annars konar kon- um en Salóme. Einhverjum sem eru líklegri til að láta sér ekki nægja að vera þingkon- ur heldur vilja nýta þá að- stöðu til áhrifa. Hér er því miður nauðsyn- legt að taka fram að ekki er átt við að nýta aðstöðu sína í eigin þágu; til dæmis að láta smíða brú á heimkeyrsluna að húsi þingkonunnar eða lýsa upp þann vegarkafla sem hún þarf að aka eftir, heldur er hér átt við að þing- konan noti aðstöðu sína til að hafa áhrif á framgang mála sem snerta fleiri en hana sjálfa, fjölskyldu hennar eða tugt hafði hins vegar grun um það. Nokkur sumur kringum 1960 voru nálægt þessum gamla klassa. En síðustu tveir áratugir hafa tvímælalaust verið mesta kuldaskeið borgarinn- ar á þessari öld hvað sumar- hita áhrærir. En svo fáum við allt í einu gamaldags dúndursumar! Nú vitum við hvernig þau eru! Allir eru glaðir og vin- gjarnlegir. Allir eru bjartsýn- ir. Allir verða betri menn. Og erótíkin blómstrar. Vonandi boðar þetta betri tíð á næstu árum. Bráðum fáum við kannski fjórtán stiga júlí! málkunningja. Einhvern veginn á þessa lund eru þær kröfur sem gerðar eru til þingmanna nú til dags. Fæstir þeirra standa undir þeim. Það væri því kannski hollt fyrir þjóðina og léttir fyrir þingmennina ef þjóðin sætti sig við að hafa fulltrúa ýmissa hópa inni á þingi og vonaði að þessir full- trúar greiddu atkvæði eins og þeir hefðu gert. Ef þingmönnum væri skipt í slíka flokka væri Salóme fulltrúi fyrir einn lítilsvirtasta flokk þjóðarinnar, svokallað- ar heldri frúr. Það er aldrei leitað til þessa hóps nema þegar einhver þarf að baka fyrir góðgerðarsamkomur eða þegar velja þarf glugga- tjöld í félagsheimili. Á sama hátt og enginn dregur dóm- greind þeirra í efa í slíkum málum hefur ekki hvarflað að neinum að hlusta á skoð- anir þeirra á öðrum málum. Að einhverju leyti virðist þjóðin flokka þingmenn sína með þessum hætti. Að minnsta kosti hefur hún aldr- ei gert sömu kröfur til Salóme og annarra þingmanna. Ef hún væri lögfræðimenntaður karl á fertugsaldri og þing- maður Reykvíkinga hefði hún aldrei komist upp með að vera jafn atkvæðalítil á þingi og raun ber vitni. En þetta er að sjálfsögðu tvíeggj- að. Ef hún tæki upp á því að hegða sér eins og trylltasti framagosinn meðal karlanna þá yrði henni skutlað af þingi hið snarasta. Og kannski er það vegna þess að hún er svo ólík þeim sem líklegir eru til áhrifa inn- an Sjálfstæðisfiokksins að ali- ir geta sætt sig við hana sem forseta þingsins. Öfugt við marga fyrirrennara hennar í starfi var ekki verið að gera Salóme óvirka með því að gera hana að forseta. Það var ekki einu sinni verið að stinga upp í hana dúsu til að hún gerði ekki kröfur um önnur metorð. Það þótti ein- faldlega settlegt, smekklegt og ólíklegt til vandræða að koma henni þar fyrir. ÁS TÍLGÁN&ÍHH MEi> vx-M-.vf T i i ÍLVECIZumj KÆR.U VÍNÍR PESZi AfPÍKS /ZrTBflLKtAK. HEBAP VEV-Í0 í SArtgAUDi ÁO TffKAPÓLfCÞ f£A 'HS B í HOOO 'fl¥~ FÓLfa X* PML ÆV'ALOIVOU ^EyTTÍ o&M. opnVf \ MENN 1 OCrNlXFÁW t>it> AÐ FflGJAST /MEÐ pEílH EfNST/EpA AT6IKW\ &6AR sfdívS sz VAICVÆÁUE6Á í subz; cg&'xSÚNN fELhAH Á ENNíp 'A M£R 0& ÍG- KEMST i' SAHÞAHD VÍf> P&SA ÆrrPZPUC. OKKflP- KUNSTOfNS l 5 ro n ro In 8 c 2 ro

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.