Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 23

Pressan - 15.08.1991, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 15.ÁGÚST199I__________________ ★ ÍSLANDSMEISTARAR 1968 23 sem á annað borð kæmist á sigurbraut héldi oft áfram að vinna og vinna. Og lið sem lenda í mótbyr geta tapað leik eftir leik. „En þessu get- urðu breytt með einum leik: þú verður bara að hafa heppnina með þér. Og ég held að ég geti sagt að til þessa höfum við ekki haft heppnina með okkur." OF MIKLAR VÆNTINGAR - KRÓNÍSKT VANDAMÁL Ellert B. Schram, ritstjóri og stjarna KR-inga á velmektar- árum sjöunda áratugarins, sagði: „Þetta er þyngra en Sveinn: KR er og verður stór- veldi. Þvi fær ekkert breytt. tárum taki. Það hefur verið krónískt vandamál hjá KR í mörg ár að of miklar vænt- ingar hafa verið gerðar. Um leið og einn leikur tapast er eins og öllu sé lokið. Önnur lið geta tapað leik en ná sér á skrið aftur. Ég hélt ekki að þetta gæti gerst núna, við höfum svo leikreynt lið." Já, KR-ingar eru svo sann- arlega leikreyndir: Pétur og Atli Eðvaldsson eru hertir í eldi atvinnumennskunnar, Sigurður Björgvinsson er einn sá leikjahæsti í 1. deild og Ragnar Margeirsson hefur spilað með liðum hér heima og í útlöndum. Ólafur Gott- skálksson landsliðsmark- vörður er líka í herbúðum KR auk blöndu af yngri og eldri leikmönnum. „KEFLVIKINGAR I REYKJAVÍK“ Og hér komum við að einu atriði sem andstæðingar KR (á áhorfendpöllunum) gera sér mikinn mat úr: KR-liðið er eiginlega úr ölium áttum. Ragnar, Sigurður Björgvins- son, Ólafur Gottskálksson og Gunnar Oddsson eru Suður- nesjamenn og hafa allir leikið með ÍBK, bræðurnir Pétur og Bjarki eru vitanlega Skaga- menn og Atli kom frá Val. Gárungarnir svonefndu hafa kallað Vesturbæjarliðið ÍBKR. Aðrir segja að KR standi fyrir „Keflvíkingar í Reykjavík". '69-ÁRGANGURINN Og af hverju 1991? Jú, Stef- án segir að þá yrði svokallað- ur ’69-árgangur kominn með næga leikreynslu í 1. deild — og áfram yrði haldið að „laða“ til félagsins sterka leik- menn á borð við Pétur, Atla og Sigurð. ’69-árgangurinn, já. Það er skemmtileg tilviljun að marg- ir efnilegustu knattspyrnu- menn KR fæddust árið eftir að liðið vann titilinn síðast. Þar er Rúnar Kristinsson auð- vitað fremstur í flokki. Varn- armennirnir Þormóður Egils- son og Þorsteinn Guöjónsson og Heimir Guðjónsson fædd- ust sama ár, auk fleiri leik- manna í KR-hópnum sem ekki hafa látið jafn mikið að sér kveða. OF MARGAR STJÖRNUR En auðvitað ber mest á „stjörnunum” — og eru þær kannski of margar? „KR hef- ur góða leikmenn en þegar eitt lið hefur of margar stjörn- ur er hætta á ferðum,” segir Magnús Jónatansson, einn reyndasti þjálfari landsins. „Stjörnuleikmenn hugsa oft fyrst um að spila fyrir sjálfa sig — svo fyrir klúbbinn sinn.” Magnús sagði sína reynslu þá, að þegar á móti blési legðu leikmenn sem eru aldir upp hjá félaginu sig enn meira fram en þeir sem koma frá öðrum liðum. „Leikmaður sem kemur frá öðru félagi getur hugsað: Ef illa gengur núna fer ég einfaldlega eitt- hvað annað. Ég held að KR-ingar hafi sýnt of litla þol- inmæði við að byggja upp eigið lið. Þeir hafa tjaídað til einnar nætur í stað þess að búa til langtímaáætlun.” MISLAGÐIR FÆTUR Það er alveg rétt sem Pétur Pétursson sagði: Heppnin hefur ekki beinlínis verið KR-ingum hliðholl. Ekki færri en fjórar vítaspyrnur hafa far- ið í súginn, liðið hefur upp á síðkastið fengið á sig klaufa- mörk um leið og framherjun- um hafa verið mislagðir fæt- ur. Markahæstu menn KR hafa skorað fjögur mörk eftir 13 umferðir og tæpur helm- ingur marka liðsins var skor- aður í leikjunum tveimur gegn Víði. En svona tölur segja auðvitað ekki alla sög- una. Eftir 13 umferðir var Hrafn Jökulsson MIKILLI VELGENGNI SPÁÐ í árlegri spá þjálfara, fyrir- liða og forráðamanna lið- anna í 1. deild urðu KR-ingar langefstir en Frammarar komu í humátt á eftir. (Til upprifjunar: KR 268 stig, Fram 249, Valur 243, Víking- ur 174, ÍBV 156,FH 139, Stjarnan 133, UBK97.KA88, Víðir 48.) Og leikskrá KR bar þess merki að mörgum leikmönn- um og forráðamönnum knattspyrnudeildarinnar fyndist aðeins formsatriði að renna sér í gegnum íslands- mótið. í fyrra tapaði KR titlin- um til Fram á markatölu. Ekkert slíkt átti að henda nú. KR-ingar fengu nýjan þjálf- ara, Guðna Kjartansson, sem leysti lan Ross af hólmi. Guðni hefur mikla menntun og reynslu sem þjálfari og frá upphafi var morgunljóst hvert markmio hans var: Að koma bikarnum aftur í Vest- urbæinn. SVO KOM KJAFTSHÖGGIÐ Og þetta byrjaði vel: KR varð Reykjavíkurmeistari (fjórða árið í röð) og byrjaði Islandsmótið með látum. I fyrstu fimm umferðunum Pétur: Baráttan stendur nú milli Fram og Víkings. unnust sigrar á Víði, Vikingi, Val og Eyjamönnum. Aðeins eitt jafntefli var leyft, gegn FH í 2. umferð. KR trónaði á toppnum meðan erkifjend- urnir í Fram áttu erfiða daga í hópi botnliðanna. En svo fór KR-vélin að hiksta. Fyrst komu tvö jafn- tefli, gegn Blikum og Stjörn- unni, og svo tap gegn Fram. KR-ingar virtust ætla að hrista af sér slenið: unnu KA og rúlluðu svo yfir Víði í Frostaskjólinu, 7—1. Gæfan virtist aftur gengin í herbúðir KR. „En svo kom kjaftshöggið,” segir Víðir Sigurðsson íþróttafréttamaður. „Það var tapið gegn Þór í bikarnum.” Og mikið rétt. KR var í efsta sæti í deildinni og hafði feng- ið á sig fæst mörk allra liða. Þór var hins vegar í harðri baráttu í 2. deild. En leikar fóru svo að Davíð vann Golíat sem löngum fyrr: Litli Þór burstaði Reykjavíkurstór- veldið, 4—2. RÚNARS SÁRT SAKNAÐ Eftir það stóð ekki steinn yfir steini og KR hefur tapað þremur leikjum í röð í 1. deild: fyrir FH, Víkingi og Val. Efsta sætið er rækilega gengið KR úr greipum til Fram og Víkingar hafa verið á miklum skrið að undan- förnu. „Eins og staðan er núna þá eru Fram og Víking- ur að keppa um íslandsmeist- aratitilinn,” sagði Pétur Pét- ursson, fyrirliði KR og einn leikreyndasti knattspyrnu- maður landsins. „En þetta getur nú breyst, fótboltinn er þannig.” En hvað er að hjá KR? Það vegur þungt að Rúnar Kristinsson hefur ekkert get- að leikið upp á síðkastið vegna meiðsla. „Það segir sig sjálft að þegar besti leikmað- ur liðsins — og þar með einn sá besti á landinu — getur ekki leikið, þá hlýtur það að bitna á liðinu,” segir Pétur. „Og það er ekki eins og við höfum bara misst einn leik- mann, allt skipulag liðsins riðlast.” Víðir Sigurðsson tók í sama streng en hann nefndi fleiri ástæður: „KR-ingum hefur ekki tekist að raða sam- an rétta sóknarparinu í sum- ar. Enginn leikmaður þeirra hefur skorað reglulega.” SKUGGAR FORTÍÐAR- INNAR En það er ekki eins og KR vanti markahróka: Pétur Pét- ursson og Ragnar Margeirs- son eru gamalreyndir og marksæknir leikmenn og Björn Rafnsson hefur löngum átt góðar rispur. Heimir Guö- jónsson hefur líka spreytt sig í framlínunni, svo og Bjarki Pétursson (bróðir Péturs) og Rafn Rafnsson (bróðir Björns). Svo er það sálfræðilega hliðin. „Um leið og KR fer að ganga illa kemur upp þessi saga: 23 ár án titils,” segir Víð- ir. „Menn hafa verið að gera KR-inga að meisturum í allt sumar. Þetta er álag sem hvíl- ir þungt á leikmönnum.” Pétur Pétursson sagði að lið bláklæddu (Fram) hafi þetta,” sagði Víðir Sigurðsson. Ellert var ekki mjög bjartsýnn — og >ó: „Auðvitað er sennilegast ,ð Fram vinni núna en allt getur gerst. Og svo kemur ár eftir þetta ár. Menn verða að kunna að bíða.” Bíða, já. Það kunna KR-ing- ar. Líklega er enginn hópur manna á íslandi jafn þraut- þjálfaður í listinni að bíða. En KR er náttúrlega stór- veldi — sama hver úrslitin verða. Þeir hafa stjörnurnar, harðsnúið lið stuðnings- manna og glæsilega sögu. Aðstaðan er eins og hún gerist best hérlendis og þjálfarinn hefur náð frá- bærum árangri. Þeir voru á toppnum og virtust óstöðvandi. Eftir 23 löng ár bjuggu þeir sig nú undir að lyfta hinum skínandi ís- landsmeistarabikar. En þá kom babb í bátinn. Þeir Eilert: Þyngra en tárum taki. fóru að tapa. Og tapa. Allt í einu var eins og tennurn- ar hefðu verið dregnar úr Vesturbæjarljónunum. Og menn spyrja: Hvað er eig- inlega að hjá KR-ingum? Sveinn Jónsson, formaður KR, hefur komist svo að orði að KR sé á svipuðum stalli á íslandi og lið eins og Liverpo- ol og Arsenal á Englandi, Rangers á Skotlandi og Ju- ventus- og Mílanó-liðin á ítal-- íu. „Þetta er stórveldi og verður stórveldi og því verð- ur aldrei breytt,” sagði Sveinn í viðtali við Leikskrá KR í vor. Óneitanlega stór orð. En KR hefur 20 sinnum orðið ís- landsmeistari og sjö sinnum bikarmeistari. Það er bara orðið svo langt síðan. KR varð síðast íslandsmeistari 1968 og bikarmeistari 1967. Síðan tóku við mörg, mörg mögur ár. En sjaldan hefur nokkru liði verið fylgt úr hlaði með jafn stórum áform- um og í vor. Uppbyggingin hefur verið markviss hjá KR síðustu ár. Samningar hafa verið gerðir við rúmlega 20 leikmenn sem tryggir þeim ákveðna umbun í samræmi við árang- ur. Mjög öflugir leikmenn hafa verið „keyptir”: Pétur Pétursson, Atli Eðvaldsson, Sigurður Björgvinsson og Ól- afur Gottskálksson. Það var ekkert til sparað og metnaðurinn var mikill af hálfu stjórnenda. Það var ein- faldlega búin til uppskrift að sigursælu liði. Öll þessi árl Heilar kynslóðir KR-inga hafa hrópað sig hás- ar — árangurslaust. Fram bara búið að skora 17 mörk. En nýtingin á þeim bæ hefur verið til mikillar fyrir- myndar. AÐ BÍÐA OG BÍÐA Ekkert lið á eins þrautseiga stuðningsmenn og KR. Þeir hafa aldrei gefist upp og í sumar hefur flestir áhorfend- ur lagt leið sína í Frostaskjól- ið. Gamli KR-kjarninn hefur hlaðið utan á sig. Og KR-ing- ar bera sig alltaf mannalega. „Það er afrek að halda uppi jafn öflugu félagi í öll þessi ár án þess að titlar hafi unnist,” sagði Ellert. Arin milli 1970 og ’80 voru erfið. KR var lengst af í fall- baráttu og mátti þola þá auð- mýkingu að leika eitt sumar í 2. deild. En stuðningsmenn KR hafa aldrei látið neinn bil- bug á sér finna. KR er stór- veldi, eins og formaðurinn sagði. En er titillinn genginn þeim úr greipum — 23. árið í röð? ÁRANGUR KR. í 7. DEILD SÍÐAN 1968 1968 íslandsmeistarar 1969 3. sæti af sjö 1970 4. sæti af átta 1971 7. sæti af átta 1972 7. sæti af átta 1973 7. sæti af átta 1974 5. sæti af átta 1975 7. sæti af átta 1976 6. sæti af níu 1977 9. sæti af tíu: Fall í aðra deild (1978 Sigur í 2. deild) 1979 5. sæti af tiu 1980 7. sæti af tíu 1981 8. sæti af tíu 1982 3. sæti af tiu 1983 2. sæti af tiu 1984 4. sæti af tíu 1985 6. sæti af tíu 1986 4. sæti af tíu 1987 5. sæti af tíu 1988 5. sæti af tíu 1989 4. sæti af tíu 1990 2. sæti af tiu Hvaoer eiginlega aö hjá litla risanum? Vesturbæjarstórveldi í öldudal í 23 ár

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.