Pressan - 29.08.1991, Side 7

Pressan - 29.08.1991, Side 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991 7 ÍALID Rekstur HSÍer nú kominn í þrot en sambandið vantar á milli 15 og 20 milljónir nú þegar. Rœtt er um að fara fram á aukaársþing þar sem leitað yrði heimildar til að lýsa sambandið gjaldþrota. Ríkisstjórnin og ÍSÍhafa hafnað því að koma sambandinu til aðstoðar. MMFLYJANIKT „Við erum í góðu sambandi við þá aðila sem við skuldum," sagði Jón Hjaltalín Magnússon. UALDMHT isínAnast Á næstunni er fyrirhugaður sambandsstjórnarfundur hjá Handknattleikssambandi íslands. Á þeim fundi er ætlunin að krefjast aukaársþings þar sem leitað verði heimildar til að lýsa yfir gjaldþroti HSÍ. Þegar ársþing HSÍ var haldið í vor lá ljóst fyrir að skuldir sambandsins voru gífurlegar og síðan hafa þær heldur aukist. Sýnt þykir að ekki hafi tekist sú endurskipulagning fjármála sem ætl- unin var að ætti sér stað. Bæði ríkisstjórnin og íþrótta- samband íslands hafa hafnað frekari aðstoð við HSÍ. Ef sambandið verður gjaldþrota er gert ráð fyrir að ábyrgð- ir á skuldum falli á stjórnarmenn HSÍ. Skortur á rekstrarfé hefur gert rekstur skrifstofu HSÍ mjög erfiöan í sumar. Þegar ársþing sambandsins var haldið, helgina 25. og 26. maí í vor, lá ljóst fyrir að 14 milljónir vant- aði til að unnt væri að reka það; 7 milljónir til að greiða aðkallandi reikninga og aðrar 7 milljónir fyrir víxlum og til að „losna við rukkara frá dyrunum", eins og einn stjórnar- manna kallaði það. Síðan telja menn að ekkert hafi í raun gerst nema skuldir félagsins hafi aukist. Samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR er staðan þannig nú að HSÍ þarf um 20 milljónir króna til að greiða úr skammtímaskuldum og koma rekstri í eðlilegt horf. Lausa- skuldir og víxlar nema nú um 16 milliónum króna en fjármagns- kostnaður sambandsins er á milli 10 og 12 milljónir. í langan tíma hafa allar tekjur sambandsins farið í fjár- magnskostnað og ekki dugað til. ÓVISSA MEÐ GRIKKLANDS- FERÐ 21 ÁRS LIÐSINS Nokkur óvissa ríkir um hvernig rekstri skrifstofu sambandsins verði háttað í framtíðinni. Starfsmaður sem sér um íslandsmótið í hand- knattleik er að hætta störfum og eru menn uggandi um að enginn verði ráðinn í staðinn, en Einar Örn Stef- ánsson, framkvæmdastjóri sam- bandsins, fullyrti reyndar að það yrði gert. Á milli sambandsins og stjórna 1. deildarliðanna er hins vegar ágreiningur um hver eigi að bera kostnaðinn af þessum starfs- manni, sem fyrst og fremst sér um íslandsmótið. Pá hefur gengið erfiðlega að greiða fastan kostnað við skrifstof- una, svo sem laun, rafmagn og síma. Var til dæmis Porbergur Adalsteins- son landsliðsþjálfari spurður að því hvort sambandið stæði í skilum við hann? „Ég vil ekkert ræða um það,“ var það eina sem hann vildi láta hafa eftir sér. Landslið íslands undir 21 árs fer til Grikklands þriðjudaginn 3. sept- ember. Fyrir örfáum dögum kom upp mikil óvissa um hvort unnt yrði að senda liðið af stað, sem hefði ver- ið mikið áfall, sérstaklega þar sem nokkrar væntingar eru gerðar til liðsins. Eftir því sem komist verður næst mun stór stuðningsaðili hafa brugðist og varð því að útvega fjár- magn á annan hátt. Þar sem láns- traust HSÍ er ekki mikið gekk það erfiðlega, en bæði Gunnar Einars- son, þjálfari liðsins, og Gunnar Kvaran, í unglingalandsliðsnefnd- inni, fullyrtu að ferðin yrði farin. Hún kostar á milli 1,7 og 2 milljón- ir króna og er ekki séð fyrir hvernig að fjáröflun verður staðið. Þetta er eitt stærsta verkefni sambandsins á þessu ári. SKULDIR NÁLGAST 50 MILLJÓNIR Menn greinir á um hverjar raun- verulegar skuldir HSÍ séu. í árs- reikningum eru þær taldar um 41 milljón króna, en þá var því haldið fram að þær væru í raun 45 milljónir — meðal annars vegna ofáætlana á tekjuliðum. Nú er því haldið fram að skuldirnar séu komnar upp í 50 milljónir. Tekjuöflun sambandsins hefur verið lítil sem engin fyrir utan „Gull- boltann", sem skilaði inn 2,7 milljón- um króna og virðist því vera vin í eyðimörkinni þótt hann hafi ekki skilað því sem vænst var. Þá hafa tekjur vegna landsleikja brugðist í langan tíma, en þær voru áður ein helsta stoð sambandsins. Á síðasta ári skiluðu aðeins landsleikir við Svía einhverjum hagnaði. Á ársþinginu vakti athygli að eng- ar umræður urðu um ársreikninga sambandsins, sem margir töldu þá þegar gjaldþrota. Að sögn þeirra sem sátu þingið var ekki talin ástæða til þess eftir að ljóst varð að núverandi formaður, Jón Hjaltalín Magnússon, ætlaði að sitja áfram. LOTTÓTEKJURNAR VEÐSETTAR OG RÍKIS- STJÓRNIN HAFNAÐI AÐSTOÐ Það sem fer kannski hvað verst með fjárhag sambandsins er að tekjuöflun þess er frátekin vegna eldri skulda. Má sem dæmi nefna að fastur tekjuliður eins og lottópen- ingar er í raun veðsettur fyrir skuld- um. Hefur sambandið um 350.000 til 400.000 krónur í tekjur á mánuði af lottóinu og þar af fara 200.000 beint út vegna eldri skulda. Þá er í raun búið að ráðstafa megninu af auglýsingatekjum sam- bandsins næstu árin og eru þar á meðal auglýsingar vegna heims- meistarakeppninnar 1995, sem vafa- samt verður að telja að verði haldin hér á landi ef sambandið verður gjaldþrota. Til að glíma við fjármálin var ákveðið að koma á nokkurs konar „fjárhagsráði" eftir ársþingið sem átti að fylgjast með rekstrinum og reyna að finna lausnir. Mönnum þykir sem lítið hafi komið úr því, en hins vegar hafa verið farnar tvær ferðir á fund ríkisstjórnarinnar í sumar; annars vegar var rætt við Davíd Oddsson forsætisráðherra og hins vegar við Friðrik Sophusson fjármálaráðherra. Báðir höfnuðu þeir fjárbeiðni sambandsins. Niðurskurður liggur beinast við og hefur verið ákveðið að leggja kvennalandsliðin niður, við litla hrifningu handknattleikskvenna. Arnþrúður Karlsdóttir, formaður landsliðsnefndar kvenna, sagði reyndar að of mikið væri að segja að kvennaliðin yrðu lögð niður en staðfesti að fyrirsjánlegur væri mik- ill samdráttur í starfsemi þeirra. Hefur til dæmis ekki verið ráðinn landsliðsþjálfari síðan Gústaf Björnsson lét af störfum í vor. ENGAR EIGNIR OG STJÓRNAR- MENN ÁBYRGIR HSÍ á nánast engar eignir. í árs- reikningi kemur fram að eignir sam- bandsins eru metnar á 1,2 milljónir króna, en ef til gjaldþrots kemur munu þær væntanlega fara á mun lægri upphæð, enda eru þær að stofni til húsgögn, innréttingar og skrifstofubúnaður. Þar sem ekki eru fordæmi fyrir gjaldþroti sérsambands eins og HSÍ vakna ýmsar spurningar um hver sé í raun ábyrgur fyrir skuldum þess, úr því eignir eru ekki meiri. PRESS- AN hefur heimildir fyrir því að vangaveltur séu um það innan sam- bandsins, enda eru margir stjórnar- manna í persónulegum ábyrgðum. En einnig er horft til íþróttasam- bands íslands. ÍSÍ samþykkti ábyrgðir fyrir um tveimur milljón- um króna á síðasta ári en hefur hafnað frekari stuðningi. Að sögn Sigurðar Magnússonar, fram- kvæmdastjóra ISÍ, fer ekki á milli mála að vandi HSÍ er það mikill að ÍSÍ getur ekki hjálpað þar frekar upp á. Þá er ljóst að ÍSÍ verður ekki dreg- ið til ábyrgðar fyrir skuldum HSÍ. ÍSÍ leitaði eftir áliti Sigurðar Líndal lagaprófessors árið 1981, þar sem tekin er fyrir staða þess gagnvart sérsamböndum, sem verða gjald- þrota. Spurði ISI hvort það yrði kraf- ið um greiðslu á skuld sérsambands ef svo færi. í svari Sigurðar kemur fram að ÍSÍ er ekki ábyrgt fyrir skuldum sér- sambandanna. Þvert á móti má draga þá ályktun af svari hans að viðkomandi stjórn beri sjálf ábyrgð. Kemur það heim og saman við það sem talið er innan HSI, en þar óttast menn að þeir stjórnarmenn sem stofnuðu til skuldbindinga verði dregnir til ábyrgðar. OF SEINT FYRIR GREIÐSLUSTÖÐVUN Fyrirhugað var að sambands- stjórnarfundurinn yrði um næstu helgi í Vestmannaeyjum, en eftir því sem komist verður næst hefur hon- um verið frestað til 21. september. Að sögn formanns 1. deildarfélags er nánast formsatriði að fara fram á gjaldþrot. „Við viljum ekkert vita af þeim lengur. Það þarf hins vegar að koma á hreint hvað verður um starf- semi innan HSÍ,“ sagði viðkomandi formaður. Hefur PRESSAN heimild- ir fyrir því að rætt er um að 1. deild- arfélögin taki yfir landsliðastarf- semi HSÍ fyrst um sinn. Á síðasta ársþingi vakti Arnþrúð- ur Karlsdóttir hins vegar máls á því að sambandið ætti að óska eftir greiðslustöðvun. í samtali við PRESSUNA sagðist hún enn sama sinnis. Aðrir sem rætt var við töldu hins vegar að greiðslustöðvun nú væri of seint á ferð fyrir HSÍ. „Ég hef ekki heyrt þessa umræðu um gjaldþrot áður,“ sagði Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, þegar PRESSAN náði í hann úti í Noregi. „Vandi okkar er erfið greiðslustaða vegna skammtíma- skulda upp á 15 milljónir króna. Ef við fáum 10 milljónir gætum við samið okkur út úr því. Því miður hafa aðildarfélög HSÍ ekki greitt neitt til sambandsins, þannig að við höfum ekki haft neinar tekjur frá meðlimum okkar.“ Jón staðfesti að sumarið hefði verið sambandinu erfitt, en hafnaði því að ástæða væri til að leita eftir greiðslustöðvun. Hann sagðist heldur ekki hafa trú á að efnt yrði til aukaþings. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.