Pressan - 29.08.1991, Side 10

Pressan - 29.08.1991, Side 10
10 FTMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991 KÆRDIR VEGNA GJALDÞROTS ÞRIGGJA EIGNALAUS FYRIRTÆKJA Kröfurnar voru yfir 30 milljónir króna en eignir fyrirtœkjanna, Flögubergs, T.K. Vilhjálmssonar og Sv. Jónssonar, voru engar. Þrír menn sœta kœru vegna meintra stórkostlegra fjársvika Tvö fyrirtækjanna eiga nú lögheimili hjá borgarfógeta, þar sem þau eru gjald- þrota. Búiö er að pakka þeim í pappakassa sem geymdir eru í kjallaranum. Þriöja fyrirtækiö fer í samskonar geymslu hjá sýslumanninum í Borgarfjarðar- sýslu. Rannsóknarlögreglunni hefur borist kæra á hendur eigendum fyrirtækisins Flögubergs hf. Kærandinn telur að starfsemi Flögubergs hafi verið lítil sem engin, en stjórnendur fyrirtækisins eigi að síður stofnað til gífur- legra skuldbindinga. Flöguberg er nú gjaldþrota. Lýstar kröfur voru rétt tæpar tíu milljónir króna en eignir nán- ast engar. hrír menn voru í stjórn Flögubergs; Jón Ellert Tryggvason, Jóhann Valgardur Ólafsson og Tryggvi Jónsson. Sömu menn áttu tvö önnur fyrirtæki, sem einn- ig eru gjaldþrota. Það eru fyrirtækin T.K. Vilhjálmsson, en kröfur í það fyrirtæki voru 17 milljónir króna, og Sv. Jónsson, en þar voru kröfurnar 4 milljónir. Samtals urðu því þrjú fyrirtæki þessara manna gjaldþrota á innan við ári með kröfur yfir 30 milljónir króna. Eignirnar voru engar. Hlutafé í fyrirtækjunum var samtals rúmar tvær milljónir króna. Þremenningarnir heita Jón Kllert Tryggvason, Jóhann Valgarð Olafs- son og Tryggvi Sveinn Jónsson. Jón Ellert og Tryggvi Sveinn eru feðgar. Jón Ellert og Jóhann Valgarð eru báðir persónulega gjaldþrota. Jó- hann Valgarö var ekki í stjórn eins fyrirtækjanna, T.K. Vilhjálmssonar. Mennirnir þrír komu víða viö í viðskiptum. Eitt fyrirtækjanna, Flöguberg, virðist enga starfsemi hafa haft aðra en ábyrgjast fjár- skuldbindingar eigendanna, eins og kom fram í PRESSUNNI 18. júlí síð- astliðinn. Eins og áöur sagði er Flöguberg gjaldþrota upp á tíu millj- ónir króna. Nú hefur einn kröfuhaf- inn kært þremenningana til rann- sóknarlögreglunnar. PRESSAN ræddi við nokkra þeirra sem eiga kröfur á hendur mönnunum þremur. í samtölum við kröfuhafana kom fram að Jón Ellert Tryggvason hefur oftast komið fram fyrir þeirra hönd og greinilega gengið lengst í „fjárfestingum". HLEGIÐ í BANKANUM ,,Það er ótrúlegt hvað ég lét hann plata mig lengi," sagði Gudmundur Pálsson, kaupmaður í Hafnarfirði, sem fól lögmanni sínum aö kæra þremenningana. „Hann kom hingað á laugardegi og vildi kaupa leðursófasett og greiða með víxlum. Honum lá mik- ið á og þar sem var laugardagur gat ég ekki athugaö livort óhætt vaeri að taka víxlana sem greiðslu. Ég seldi honum sófasettið og þegar ég fór með víxlana í bankann var nán- ast hlegið að mér fyrir að reyna að selja þá. Ég hafði samband við Jón Ellert og hann brá fljótt við, það vantaöi ekki. Hann kom með víxla þar sem Flöguberg var greiðandi. Hann sagði þetta traust og gott fyrir- tæki sem leigði hjá sér. Hann sagðist hafa víxlana þar sem fyrirtækið hefði greitt leigu með þeim. Þegar ég spurði hvers vegna traust fyrir- tæki greiddi leigu með víxlum varð fátt um svör." Guðmundur sagði að staðan hefði ekki boðið upp á annað en taka þessa víxla, í von um þeir reyndust betri pappírar en hinir fyrri. Það varð aldeilis ekki. „Ég held að það sé greinilegt að hann hefur lifað á svikum í mörg ár. Einu sinni sagði hann mér að hann væri með útflutning á laxi. Það er með ólíkindum hvað hann er búinn að ljúga að mér. Hann er hreint ótrú- lega sannfærandi, svo sannfærandi að hann gat logið að mér í marga mánuði,” sagði Guðmundur Pálsson kaupmaður, sem situr eftir með hátt í tvö hundruð þúsund króna kröfu á hendur Flögubergi og Jóni Ellerti Tryggvasyni. ÉG SKAMMAST MÍN ,,Ég skammast mín. Ég skammast mín. Ég skal segja þér þessa sögu ef þú birtir ekki nafn mitt eða fyrirtæk- is míns," sagði forstjóri stórs iðnað- arfyrirtækis í Reykjavík. „Þeir komu hingað og keyptu stóran plastdúk, mörg hundruð fer- metra, og greiddu með víxlum. Það hefur ekkert verið greitt, ekki króna. Þessi dúkur er ætlaður fyrir gróðurhús, en ég hef ekki hugmynd um hvað varö af honum. Við höfum reynt að grennslast fyrir um hann, en ekkert fundið. Élöguberg var greiðandi á víxlunum og það voru síðan þrír menn sem skrifuðu á hann. Eg man ekki hvað þeir heita þessir fuglar, enda skiptir það ekki máli. Ástandið er orðið þannig að ég held að ég verði að vera með fleira fólk í innheimtu en fram- leiðslu. Það liggur við að þegar ver- iö er að versla fyrir hlutafélag segi ég nei, nema í þeim tilfellum þar sem um staðgreiðslu er að ræða." sagöi forstjórinn. MISMUNAR KRÖFUHÖFUM í FLÖGUBERG „Ég á erfitt með að tala um þetta. Ég var með víxla frá þeim sem reyndust einskis virði. Þeir hafa lát- ið mig hafa aðra víxla sem á eftir að reyna á hvort verða greiddir eða ekki. Mér er fullkunnugt um að með þessu eru þeir aö mismuna kröfu- höfum. Ég veit að þeir hafa ekki reynt að gera upp við alla kröfuhafa. Ef þeir víxlar, sem ég er með núna, fást greiddir þá fæ ég greitt, en veit að aðrir fá það ekki," sagði fram- kvæmdastjóri i Reykjavík. „Við náðum þessum af þeim aftur. Sem betur fer vorum við með veð í bílnum og gátum því tekið hann af þeim," sagði hæstaréttarlögmaður í Reykjavík. Það eru fleiri sem hafa frá mis- jöfnu að segja. Einn kröfuhafinn sagðist hafa tekið við ávísunum frá Jóhanni Valgarði en þegar á reyndi var búið að loka reikningnum. Mað- urinn sagðist vera uppgefinn og ekki nenna að elta þessa menn leng- ur. FLÖGUBERG Flöguberg var stofnað snemma árs 1981 og er því elst fyrirtækjanna þriggja. Það var stofnað til að vinna skrautsteina sem teknir voru í landi Augastaða í Hálsasveit í Borgarfirði. Stofnendur voru bændur í sveitinni, hreppurinn og þrír menn í Reykja- vík. Meðal þeirra var Tryggvi S. Jónsson múrari, faðir Jóns Ellerts. Þegar farið var af stað fékk Flögu- berg meðal annars lán frá opinber- um sjóðum til að gera sérstaka stein- sög. Skrautsteinarnir voru settir á veggi húsa, bæði innanhúss og ut- an. Ekki reyndist rekstrargrundvöll- ur fyrir hendi og þess vegna hætti fyrirtækið allri starfsemi. Það var síðan árið 1989 sem Jón Ellert og Jóhann Valgarð gengu inn í fyrirtækið. Þeir ætluðu alls ekki að taka upp þráðinn þar sem hann hafði slitnað árið 1983. Við blasir að ætlun þeirra hafi verið að nota nafn Flögubergs í viðskiptum. Með því að nota nafn og kennitölu fyrirtækisins nutu þeir trausts. Kennitalan ber með sér að fyrirtækið er ekki nýtt og þar sem það hafði ekki haft nein- ar skuldbindingar í langan tíma var nafn Flögubergs ekki á vanskila- skrám. Þessi leikflétta gekk eftir. Á fáeinum mánuðum tókst þeim að stofna til tíu milljóna króna skulda, ef mið er tekið af lýstum kröfum. Nokkrir af viðmælendum PRESS- UNNAR þóttust vissir um að ekki hefðu allir lánardrottnar haft fyrir því að lýsa kröfum í búið, þar sem sýnt hefði verið að ekkert fengist upp í kröfurnar og því ekki svarað kostnaði að lýsa kröfunum. Stjórn Flögubergs var skipuð þessum mönnum: Jón Ellert Tryggvason formaður, Tryggvi Sveinn Jónsson og Jóhann Valgarð Ólafsson. Hlutafé var 280 þúsund krónur. T.K. VILHJÁLMSSON OG SV. JÓNSSON Jón Ellert og félagar hafa misst fleiri fyrirtæki í gjaldþrot. PRESS- UNNI er kunnugt um tvö önnur, hlutafélögin T.K. Vilhjálmsson og Sv. Jónsson. Skiptameðferð á fyrra fyrirtækinu lauk 21. nóvember í fyrra og skiptameðferö á því seinna 24. október í fyrra. Bæði fyrirtækin voru eignalaus. í stjórn T.K. Vilhjálmssonar voru Tryggvi S. Jónsson formaður, Jón Þórarinsson og Jón Ellert Tryggva- son. Framkvæmdastjóri var Kristján Þór Vilhjálmsson. Hlutafé var tæpar tvær milljónir króna. Fyrirtækið var stofnað um rekstur Grensásvídeós á Grensásvegi í Reykjavík. Engar eignir voru í búinu en kröfurnar voru 17 milljónir króna. I stjórn Sv. Jónssonar voru Tryggvi S. Jónsson formaður, Jó- hann Valgarð Ólafsson og Jón Ellert Tryggvason. Tryggvi S. Jónsson var framkvæmdastjóri. Fyrirtækið var stofnað um rekstur sælgætisversl- unar. Hlutafé var 30 þúsund krónur. Kröfurnar voru fjórar milljónir króna. MÆTTI EKKI , Meðan þessi frétt var í vinnslu var rætt við Jón Ellert í síma og hann beðinn um viðtal um þær ásakanir sem á hann eru bornar og eins um gjaldþrot fyrirtækjanna og kæruna sem borist hefur RLR. Jón Ellert vildi hafa þann háttinn á að koma á ritstjórn PRESSUNNAR og óskaði þess að fá að hafa lögmann með sér. Hann mætti ekki. Sigurjón Magnús Egilsson

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.