Pressan


Pressan - 29.08.1991, Qupperneq 22

Pressan - 29.08.1991, Qupperneq 22
22 FIMMTUDAGUR PRESSAN 29. ÁGÚST 1991 Leiðrétting á lagfæringu á tollskrar- númerum parket- gólfborða Ríkistollstjóri hefur gjört kunnugt:„Um nokkurt skeid hefur ósamrœmis gœtt ui& tollflokkun á svonefndum samsettum parketgólfborö- um, þ.e. gólfboröum úr uidar- lögum, sem límd eru saman, og notuð til samsetningar. Hafa nefnd parketgólfborð ýmist uerið flokkuð undir tollskrárnúmer í vöruliði 4409, 4410, 4411, 4412 og 4413 eða undir tollskrárnúm- er 4418.3000. Nánari athugun embættis- ins á flokkunarreglum varð- andi samsett parketgólfborð samkvæmt tollskrá, sbr. við- auka I við toilalög nr. 55/1987 með síðari breyting- um, hefur leitt í Ijós að flokka ber öll samsett parketgólf- borð úr viði undir tollskrár- númer 4418.3000 í nefndri tollskrá. Ber innflytjendum því í framtíðinni að flokka nefnda vöru undir tollskrár- númer 4418.3000. Með hliðsjón af ósamræmi því sem verið hefur í tollfram- kvæmdinni að þessu leyti tel- ur embættið þó eftir atvikum rétt að samsett parketgólf- borð verði tollflokkuð í toll- skrárnúmer undir viðkom- andi vöruliði 4409, 4410, 4411, 4412 og 4413 til og með 31. október 1991 en frá og með 1. nóvember 1991 verði nefnd vara flokkuð undir 4418.3000 eins og áður segir.“ Þessi auglýsing var endur- birt í Lögbirtingablaðinu vegna villu. \TENGSL\ Björn Bjarnason þingmað- ur er forsætisráðherrasonur og lögfræðingur eins og Pétur Kr. Hafstein, nýskip- aður hæstaréttardómari, sem kvæntist píanókennara eins og Eiður Svanberg Guðnason umhverfismálaráðherra sem er frímúrari eins og Werner Ivan Rasmusson apótekari sem er stúdent af 1950-árgangi Menntaskólans í Reykjavík eins og Matthías Johannessen, rit- stjóri og skáld, sem stund- aði framhaldsnám í Kaup- mannahafnarháskóla eins og Guðmundur G. Þórarins- son, fyrrverandi þingmað- ur, sem starfar við útlánamál hjá Landsbanka íslands eins og Garðar Sigurðsson, fyrr- verandi þingmaður, sem stundaði kennslu við gagn- fræðaskólann i Vestmanna- eyjum eins og Arni Johnsen þingmaður sem kann á gítar eins og Valgeir Guðjónsson, skemmtikraftur og félags- ráðgjafi, sem er af Hánefs- staðaætt eins og Hjálmar Vilhjálmsson lög- fræðingur sem er fyrrver- andi yfirmaður í ráðuneyti eins og Björn Bjarnason. Vilja þær ekki utanlands- ferð með huldumanni? Huldumaður nokkur er enn að auglýsa eftir kynnum uið konu sem fœdd er 7. ágúst 1954 og býður 30 þúsund krónur í uerðlaun og hugsan- lega einnig utanlandsferð. PRESSAN hefur áður sagt frá því að kandídatar í þess- um tiltekna kvennahóp eru sjö og ljóstrum við nú upp hverjar þær eru: 1. Jóna Helga Magnúsdótlir, Holtastíg 15 í Bolungarvík, 2. Olga Kristjánsdóttir, Hlíð- arhjalla 18 í Kópavogi, 3. Valborg Elsa Hannesdóttir Eyjabakka 7 í Reykjavík, 4. Jónína Margrét Sœuars- dóttir, Öldugerði 16 á Hvol- svelli, 5. Ingibjörg Kr. Jóhannes- dóttir, Norðurvöllum 58 í Keflavík, 6. Gunnlaug Hjaltadóttir, Kleppsvegi 20 í Reykjavík, og 7. Guðrún Hrefna Gunnars- dóttir, Engihjalla 11 í Kópa- vogi. I þjóðskrá eru Olga, Jónína og Ingibjörg skráðar giftar og miðað við að það geri þeim erfitt fyrir hlýtur slagurinn um peningana og utanlands- ferðina að standa á milli Jónu Helgu, Valborgar, Gunnlaug- ar og Guðrúnar Hrefnu. Skrítnu venslin sem kannski eru ekki svo skrítin Vissuð þið að Sverrir Her- mannsson, Landsbankastjóri og fv. þingmaður Sjálfstæðis- LÉTT OG LEIGT Ef einhuer skyldi halda að ,,léttu“ smjörlíkisteg- undirnar nýju, LÉTTA og LÉTT OG LAGGOTT, séu íslenskar afurðir (og fyll- ast stolti) þá má sá/sú endurskoða hug sirin. LÉTTA frá Davíð Scheving Thorsteinssyni er nefnilega sænska smjörlíkið LATTA frá Un- ilever í íslenskum dular- búningi. Og LÉTT OG LAGGOTT frá Mjólkurbúi Flóamanna er sænska smjörlíkið LÁTT OG LAG- OM frá sænska mjólkur- samlaginu, sömuleiðis í íslenskum dularbúningi. Ergo: Það er ekki að sök- urh að smyrja. . . flokksins, fékk sem tengda- son forystusauð úr Alþýðu- bandalaginu, Guðna Jóhann- esson? Að Bjarni Guðnason, pró- fessor og fv. þingmaður Al- þýðuflokksins, gerðist tengdasonur Tryggva Þór- hallssonar, fv. forsætisráð- herra og formanns Fram- sóknarflokksins? Að Markús Örn Antonsson borgarstjóri og Björn Bjarna- son, þingmaður og utanríkis- ráðherrakandídat, eru systk- inasynir? Að Guðrún Agnarsdóttir, fv. þingkona Kvennalistans, og Ástríður Thorarensen, kona Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra, eru systkina- dætur? Að Ragnar, fjármálaráð- herrann fyrrverandi úr Al- Það vakti uerðskuldaða at- hygli þegar fréttist að ein- huerjir óprúttnir ungliðar í Sambandi ungra sjálfstœðis- manna hefðu svindlað í stjórnarkjöri á þingi SUS á ísafirði um daginn. Ekki var nóg með að ólög- legir „þingfulltrúar" tækju þátt í atkvæðagreiðslunni, heldur höfðu hinir sömu ver- ið ferjaðir — með ærnum til- þýðubandalaginu, er umvaf- inn ættarnöfnum. Amma hans Kvaran, pabbi hans Arn- alds, mamma hans Laxdal og kona hans Thorlacius? Að Haraldur Ólafsson, fv. þingmaður Framsóknar- fiokksins, og Ragnhildur Helgadóttir, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, giftust systkinabörnum? Að Þór Magnússon þjóð- minjavörður og Guðlaugur Bergmann í Karnabæ kvænt- ust systrum og eru því svilar? Að mamma Páls Pétursson- ar framsóknarþingmanns og afi Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar frjálshyggju- manns voru systkini? Að Þorsteinn Pálsson ráð- herra og Jón Magnússon, fyrrum þingmaður, voru kvæntir systrum? kostnaði — í leiguflugi að sunnan. Við erum að tala um lögfræðinga og viöskipta- fræðinga framtíðarinnar. En málið er að forysta í SUS er góð fjárfesting og því ekki úr vegi að kosta nokkru til. Því við erum líka að tala um til- vonandi forystumenn og þingmenn/ráðherra Sjálf- stæðisflokksins. SUS-ARAR SVINDLA KYNLÍF Glataðar getnadarvarnir „Ætlarðu að stinga hon- um inn?" spurði hún hik- andi. „Já, auðvitað, hélstu að ég ætlaði bara að nugga honum við lærin, eða hvað?" svaraði gæinn og það var ekki laust við hæðnistón í röddinni. — Eitthvað þessu líkt gæti far- ið fram innan luktra dyra í höfuðborginni eða ein- hvers staðar úti á landi ein- mitt þessa stundina. Ekki beint trúnaði fyrir að fara hjá þessu ímyndaða pari; hún að drepast úr blygðun og hálfskammast sín fyrir vankunnáttu í ástaleikjum, hann steinhissa á fáfræði hennar. Ekki orð um hvort hún sé á pillunni (kannski gerir hann bara ráð fyrir því), hvorki frá honum né henni. Ef til vill gaukaði hann si sona að henni í hita og þunga leiksins: „Þetta er allt í lagi, ég passa mig." Glataðar getnaðarvarnir — einmitt. Rofnar samfarir (eða coitus interruptus á fínni latínu fyrir þá sem vilja vera gáfaðir — „þetta er allt í lagi, ég nota bara coitus interruptus") eru ein JONA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR af þessum glötuðu „getn- aðarvörnum". Reyndar er hún samt betri en ef engin getnaðarvörn er viðhöfð, því þá aukast líkur á þung- un upp í 90%. 1 rofnum samförum dregur karlmað- urinn liminn út rétt áður en hann fær úr honum. Þetta telst samt glötuð getnaðar- vörn vegna þess að hún er mjög óörugg og veitir enga vörn gegn kynsjúkdómum. Ein af ástæðunum fyrir óöryggi, getnaðarlega séð, er sú að góður ásetningur er ekki alltaf nóg; þótt hann ætli sér að draga hann út er það ekki ofureinfalt mál. Það nægir stundum til frjóvgunar að sæðið komist í snertingu við sköp kon- unnar. Sæðið getur líka lek- ið út úr limnum áður en sáðlát verður. Þegar elsk- huginn æsist kynferðislega gefa Cowpers-kirtlarnir, sem eru rétt fyrir neðan sáðblöðrurnar, frá sér glær- an, slímugan vökva. Þessi vökvi sést sem dropi við jivagrásaropið á kóngnum og í honum er stundum sæði. Skolun legganga er önn- ur glötuð getnaðarvörn. Þeir eru ekki ófáir sem hafa heyrt að súr lausn, til dæm- is blanda af ediki og vatni eða sítrónusafa, komi í veg fyrir getnað. Það er rétt að súrar lausnir geta drepið sáðfrumur en vandinn er sá að erfitt er að ganga úr skugga um að lausnin kom- ist í snertingu við sæðið. Aðeins örfáum sekúndum eftir sáðlát byrja sæðisfrum- urnar, sumar hverjar í harð- vítugri keppni að því er virðist, að synda að leg- hálsinum og inn í legið. Jafnvel þó að handtökin séu snör, og konunni takist að skola leggöngin að inn- an strax að loknum samför- um, er heill hellingur af ólympíusáðfrumum kom- inn í mark inni í leginu. Öryggið er sem sagt lítið — en samt meira en ekki neitt. Unglingar hafa sýnt mikið hugmyndaflug við þessa aðferð. Ropvatn er til dæmis vinsælt tilraunaefni. Þegar flaskan er hrist spýt- ist kókið inn fyrir leggöng- in. Kók er vita. vonlaust skolunarefni, þvi þótt ým- iss konar óþverri sé í því drepur það ekki sáðfrumur. Það er helst að stelpan fái slæma sveppasýkingu vegna sykurdrullunnar (tja — nema hún hafi notað „diet"). Ekki er ráðlegt að treysta á brjóstagjöf sem getnaðar- vörn, því egglos getur orð- ið hjá þriðjungi kvenna sem eru með barn á brjósti. Egglos byrjar líka alltaf áð- ur en blæðingar hefjast að nýju eftir fæðingu. Konur, sem gefa brjóst, ættu þvi alltaf að nota aðra getnað- arvörn lifi þær samlífi með karli sínum. Ef þær nota hettuna þurfa þær að mátp hana aftur hjá lækni til að vera vissar um að hettan passi eftir barns- burðinn. „Einhverjum snillingnum datt í hug að það væri upplagt að prófa plastfilmu (þið vitið þetta rúllu- plast sem mamma notar til að setja yfir matinn)." Loks kemur allra glatað- asta getnaðarvörnin en jafnframt sú frumlegasta! Margir vita að eitt grund- vallaratriði getnaðarvarna er að hindra að sæðið kom- ist að leghálsinum, saman- ber smokkinn og hettuna. Einhverjum snillingnum datt í hug að það væri upp- lagt að prófa plastfilmu (þið vitið þetta rúlluplast sem mamma notar til að setja yfir matinn). Því miður, plastið gengur ekki. Það festist ekki nógu vel við getnaðarliminn og fellur ekki nógu þétt að húðinni til að sæðið komist ekki í gegn. Það væri líka i meira lagi skrítið að fara til kven- sjúkdómalæknis vegna óljóss kláða í kynfærunum og láta hann toga fimm metra plastræmu út úr leg- göngunum! Að öllu gríni slepptu þá eru til margar öruggar getnaðarvarnir. Landlækn- isembættið gaf nýlega út ágætisbækling þar sem gott yfirlit er yfir helstu getnaðarvarnir. Hann ber yfirskriftina „Tíu aðferðir til að koma í veg fyrir getn- að — það er ekki nóg aö treysta á heppnina". — Né hugvitssemina, vil ég bæta við. Það eru orð að sönnu. Spyrjió Jónu um kynlífið. Utanáskríft: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.