Pressan


Pressan - 29.08.1991, Qupperneq 25

Pressan - 29.08.1991, Qupperneq 25
LISTAPOSTURINN Halldór Laxness: Besti rithöfundur- inn, besti stílistinn, næstbesti bók- menntarynandinn, skrifaöi fimm bestu skáldsögurnar og varö ofarlega blaöi yfir bestu smá- sagnahöfunda og leikritaskáld. Svava Jakobsdóttir: Höfundur bestu smásögu sem skrif- uö hefur veriö; einn- ig á lista yfir bestu rithöfunda, leikrita- skáld og smásagna- höfunda. Gyröir Elíasson: Yngstur þeirra sem komust á blaö. Of- arlega á lista yfir bestu rithöf- unda og stílista. Jónas Hallgrímsson: Lang efstur á lista yfir bestu skáld in. Thor Vilhjálmsson: Á lista yfir bestu rithöfunda og stílista og Grámosinn ein af tíu bestu skáldsögum sem skrifaðar hafa verið á íslensku. HVERJIR ERU BESTIR? Ný og ítarleg könnun um það besta (og versta) í íslenskum bókmenntum Petta eru náttúrlega engar fréttir: Halldór Laxness er mesti rithöfundursem Islend- ingar hafa nokkru sinni eign- ast og Jónas Hallgrímsson mesta Ijódskáldid. En hver er nœstbestur? Og hvernig er þad með besta leikritaskáld- ið. smásagnahöfundinn: já. og besta bókmenntafrœðing- inn? Hvaða íslendingasaga er best og upp á hvaða per- sónur úr bókmenntunum höldum við mest? Hvaða verk eru ofmetin — hreinlega leiðinleg? Nú er búið að kanna allt þetta — og meira til. Það var Kolbrún Bergþórs- dóttir bókmenntafræðingur sem átti frumkvæði að ítar- legri könnun um þessi efni; þeirri fyrstu hérlendis. en slíkar kannanir hafa verið gerðar víða um lönd — bæði í gamni og alvöru. Fjölmarg- ar spurningar voru lagðar fvrir 32 ’ þátttakendur sem þóttu uppfylla það skilyrði að vera þokkalega vel að sér um íslenskar bókmenntir. Og hverjir eru það? Einkum fræðimenn. kennarar og nemendur í íslenskum bók- menntum við Háskóla ís- lands. Hér verður stiklað á stóru um helstu niðurstöður en þær verða birtar í heild í tímaritinu Mími í haust. í ítarlegri könnun PRESS- UNNAR síðasta haust var Halldór Laxness valinn áhrifamesti íslendingur ald- arinnar. Og hann bar höfuð og herðar yfir aðra í könnun Koibrúnar: Varð langefstur á lista yfir bestu rithöfunda okkar, lenti í fjórða sæti á list- um yfir bestu leikritaskáldin og bestu smásagnahöfund- ana. Hann var sömuleiðis valinn besti stílistinn. varð næstefstur á lista yfir bestu bókmenntafrœðingana og átti fimm efstu bækurnar á lista yfir bestu skáldsögur sem skrifaðar hafa verið; af- rek sem verður helst líkt við það þegar Bítlarnir áttu fimm efstu lögin á bandaríska vin- sældalistanum árið 1965! Og það er ekki allt búið enn: Halldór skapaði flestar af þeim persónum sem menn héldu mest upp á, nánar til- tekið fjórar af tíu á hvorum- tveggja listum yfir eftirlætis karl- og kvenpersónur. Á íþróttamáli væri sagt að Hall- dór hefði sópað til sín verð- launum. En aðdáendur Þórbergs Þórðarsonar geta líka vel við unað. Hann varð þriðji á lista yfir bestu rithöfundana, átti fjórar bækur á lista yfir bestu œvisögurnar og varð annar á lista yfir bestu stílistana. En er allt á niðurleið? Á flestum listum fór lítið fyrir skáldum og rithöfundum sem ekki eru dauðir. Kannski var ekki við öðru að búast enda samanlögð bókmenntasaga okkar lögð til grundvallar: og má skoðast sem umtalsverð- ur heiður fyrir' þá núlifandi höfunda sem komust á blað. Það þarf að fara niður í sjö- unda sætið á listanum yfir bestu skáldin til að rekast á Sigfús Daðason. Af höfund- um, sem eru enn að, komust þrír á lista yfir bestu rithöf- unda: Guðbergur, Thor og Svava. í humátt á eftir komu svo Pétur Gunnarsson, Jak- obína Sigurðardóttir og Gyrðir Elíasson. Svava var raunar einnig ofarlega á blaði yfir smásagnahöfunda og leikritaskáld. Smásaga henn- ar, Saga handa börnum, var valin besta íslenska smásag- an sem skrifuð hefur verið. Gyrðir er langyngstur þeirra sem blönduðu sér í toppbaráttuna en það raunar ekki síður eftirtektarvert að hann lenti í ellefta sæti yfir bestu stílistana. Af öðrum niðurstöðum má nefna að Halldór Stefánsson varð langefstur á lista yfir bestu sinásagnahöfundana, Jóhann Sigurjónsson varð efstur leikritaskálda og Völu- spá var valin besta ljóð ís- lenskra bókmennta (höfund- ur Völuspár lenti hins vegar aðeins í 13. sæti yfir bestu skáldin). Gunnarshólmi og Ferðalok Jónasar Hallgríms- sonar lentu í öðru og þriðja sæti, Söknuður Jóhanns Jónssonar í fjórða og Sona- torrek Egils Skallagrímssonar í því fimmta. Athygli vekur að ýmis ást- sæl skáld svokölluð komust alls ekki á blað: Tómas Guð- mundsson var ekki í hópi fimmtán efstu skálda, Davíð Stefánsson lenti í 14. sæti en stórmeistarar á borð við Steingrím Thorsteinsson og Benedikt Gröndal voru illa fjarri góðu gamni. En hvað með bókmennta- fræðingana sjálfa? Þar átti að tilnefna þá sem skrifað hafa um bókmenntir af mestri íþrótt, innsæi og snilld, án til- lits til þess hvort menn báru titil bókmenntafræðings. Sig- urður Nordal bar ægihjálm yfir aðra á þessum lista og Halldór Laxness varð í öðru sæti sem fyrr sagði. Næstir komu Einar Ól. Sveinsson, Kristinn E. Andrésson, Jón Helgason, Matthías Viöar Sœmundsson, Ólafur Jóns- son, Vésteinn Ólason, Þór- bergur Þórðarson, Jónas Hallgrímsson, Snorri Sturlu- son og Guðmundur Andri Thorsson. Og eitt að lokum: Skarp- héðinn Njálsson varð efstur á lista yfir eftirlætiskarlpersón- ur í bókmenntunum, Egill Skallagrímsson kom í humátt á eftir. Salka Valka skaut hins vegar bæði Hallgerði lang- brók og Snœfríði Islandssól aftur fyrir sig í kvennaflokki. Hrafn Jökulsson Bestu rithöfundar 1. Hatldór Laxness 2. Snorri Sturluson 3. Þórbergur Þóröarson 4. Gunnar Gunnarsson 5. Höfundur Njálu 6. Guöbergur Bergsson 7. Thor Vilhjálmsson 8. Sturla Þóröarson 9. Svava Jakobsdóttir 10. Benedikt Gröndal Næstir komu Ólafur Jóhann Sigurösson, Pétur Gunnars- son, Jakobína Sigurðardóttir, Guömundur Kamban og Gyrðir Elíasson. Bestu Ijóðskáld 1. Jónas Hallgrimsson 2. Steinn Steinarr 3. Egill Skallagrímsson 4. Jóhann Sigurjónsson 5. Snorri Hjartarson 6. Hallgrimur Pétursson 7. Sigfús Daðason 8. Einar Benediktsson 9. Jón Helgason 10. Stefán Höröur Grímsson Næstir komu Hannes Péturs- son, Þorsteinn frá Hamri, höf- undur Völuspár, Daviö Stef- ánsson og Jóhann Jónsson. Ofmetin og leiðinleg verk 54 verk voru nefnd en þessi uröu efst: 1. Passiusálmarnir 2. Lofsóngur (Þjóösöngurinn) 3. Trílógia Ólafs Jóhanns Sigurðssonar um Pál blaðamann 4. Allur skáldskapur Einars Benediktssonar 5. Sálmurinn um blómiö eftir Þórberg Þóröarson Nokkrar athugasemdir frá þátttakendum: Um Passíusálmana: „Seigfljót- andi óhugnaður. Þarna er verið aö velta sér upp úr pyntingum á lostafullan ef ekki klámfenginn hátt. Höfundi er vorkunn en hins vegar ekki þeim sem velta sér upp úr kveðskap hans af mun- úð." „Ekki heil brú í þessum illa samda mærðarvaðli." Um Þjóðsönginn: „Það flokkast undir þjóðfélagslegt böl að þurfa að hlusta á þennan skelfingar- texta nokkrum sinnum á ári.“ „Þetta kvak fer óstjórnlega i taugarnar á mér." „Valið þarfnast ekki skýringa; hann er t.d. væm- inn, óhentugur og troðfullur af þjóðrembu." Um Pálssögu Ólafs Jóhanns: „Trílógía Ólafs Jóhanns var af Ólafi Jónssyni krítíker talin síð- asta íslenska skáldverkið, síðasti sprotinn á miklum og merkum rneið íslenska realismans, en auðvitað er þetta ótrúleg lang- loka um ótrúlegt gauð þar sem persónulýsingarnar ná engri átt." Um Einar Benediktsson: „Ein- ar Ben. er sennilega oflofaðasti leirhnoðari allra tíma.“ „Sá stall- ur sem búið er að tylla Einsa upp á sýnir best að enginn nennir að ganga á hólm við þennan tyrfna, þurra og stirðbusalega mikil- mennskuvaðal? Um Sálminn um blómið: „Sálmurinn er óþolandi út af barnabablinu." Sagt um bókmenntapersónur: Uin Egil Skallagrímsson: „Fyrsti „íslendingurinn" sem sögur fara af. Egill samtimans býr í Arnarnesi; var knattspyrnu- maður en dæmdur í ævilangt bann fyrir fantaskap, rekur nú heildsölu en hefur nokkrum sinnum farið á hausinn, á tvö hjónabönd og þrjár meðíerðir að baki, skandalíserar reglulega í utanlandsferðum, kýs Sjálfstæð- isflokkinn og er illa þjakaður af skáldakomplexum." Um Hallgerði langbrók: „Herf- an sem allir skynsamir menn hafa vit á að forðast. Gunnar var ekki skynsamur maður og það kom honum i koll." Um Bergþóru Skarphéðins- dóttur. „Eg er kannski gamai- dags en mér líka konur sem standa við hlið eiginmanna sinna.“ Um Guðrúnu Ósvífursdóttur: „Konan sem allir menn þrá en fara í hundana ef þeir ná í hana.“

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.