Pressan - 09.01.1992, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992
9
Eigendur fiskeldisfyrirtækjanna Bakkalax og Fjörfisks
SVIKU ÚT LÁN
ÚR SJÚBAKERFIN
Sverrir Hermannsson: Afurðaián til
fiskeldisins enn til umfjöllunar vegna
birgðarýrnunar.
TILRÚNA REIKNINGA
Á ÞROTABUIÐ
# Eigendur fyrirtækjanna Bakkalax og Fjörfisks beittu blekkingum til að fá lán úr Framkvæmdasjóði
íslands til kaupa á tækjum. Tækin voru hins vegar fengin með kaupleigusamningum og lánin úr
Framkvæmdasjóði notuð til annarra hluta. Við skiptameðferð fyrirtækjanna hefur einnig komið í
ljós að eignir voru teknar út úr þeim rétt fyrir gjaldþrotið án þess að fullnægjandi grein hafi verið
gerð fyrir því. Líklegt er að kröfuhafar muni krefjast riftunar á þeim gjörningum.
Framkvæmdasjóður íslands. Starfsfólk sjóðsins var blekkt
af stærsta skuldaranum í fiskeldinu.
Framkvæmdasjóður ís-
lands á nú í deilum við
stærsta skuldara sinn í fisk-
eldinu sem er fyrirtæki
Snorra J. Ólafssonar, Fjör-
fiskur hf. í Ölfusi. Er Snorri
grunaður um að hafa notað
tækjakaupalán sem hann
fékk til annarra hluta og með
því rýrt kröfur sjóðsins. Auk
þess mun skiptameðferð á
fyrirtækjum Snorra, Fjörfiski
og Bakkalaxi hf., hafa leitt í
ljós óeðlileg viðskipti þeirra í
milli. Einnig hafa verið gerð-
ar athugasemdir við þriðja
fyrirtækið í eigu Snorra, Ber-
serki hf., og viðskipti þess við
hin gjaldþrota fyrirtæki.
Sömuleiðis hefur komið í ljós
að birgðir stöðvarinnar koma
ekki heim og saman við af-
urðalánaviðskipti Lands-
banka íslands.
Síðar í mánuðinum er fyrir-
hugaður skiptafundur í þrota-
búi Fjörfisks og samkvæmt
heimildum PRESSUNNAR
vinnur bústjórinn, Brynjar
Níelsson, að skýrslu sem lögð
verður fyrir kröfuhafa. Brynj-
ar sagðist ekkert um málið
geta sagt þar til að skipta-
fundi kæmi. Ekki liggur fyrir
hverjar heildarkröfurnar í
þrotabú beggja fyrirtækj-
anna eru, en líklega verða
þær á milli 200 og 300 millj-
ónir.
FRAMKVÆMDASJÓÐUR
LÁNAÐI HUNDRUÐ
MILLJÓNA
Hlutafélagið Fjörfiskur var
stofnað af Snorra og nokkr-
um einstaklingum á Suður-
landi í árslok 1987 og voru
fasteignir og tæki stöðvarinn-
ar í eigu þess. Hlutafé var 45
milljónir króna. Sami hópur
manna hafði áður stofnað
fyrirtækið Bakkalax, sem átti
reksturinn og fiskinn í stöð-
inni. Þriðja fyrirtækið, sem
enn er í rekstri, er Berserkir,
sem hefur séð um að slátra og
verka fiskinn. Helsti eigandi
ásamt Snorra var Guömund-
ur Sigurdsson, framkvæmda-
stjóri á Selfossi.
Þegar Fjörfiskur varð gjald-
þrota á síðasta ári var Fram-
kvæmdasjóður íslands lang-
stærsti kröfuhafinn, enda
mun Framkvæmdasjóður
hafa lánað fyrirtækinu hátt í
200 milljónir króna. Á nauð-
ungaruppboði átti Bakkalax
hins vegar hæsta tilboðið í
eigur Fjörfisks, bauð 150
milljónir, en Framkvæmda-
sjóður var næstur með 90
milljónir. Þegar til átti að taka
gat Bakkalax ekki staðið við
tilboðið, enda varð fyrirtækið
sjálft gjaldþrota nokkru síðar.
Tók því Framkvæmdasjóður
við rekstrinum, sem hefur nú
verið leigður út til Hlyns Vífils
Ásgeirssonar.
SELDU SJÁLFUM SÉR
EIGNIR RÉTT FYRIR
GJALDÞROTIÐ
Viðskipti Berserkja og
Bakkalax hafa verið gagn-
rýnd vegna þess að þar virð-
ist kröfuhöfum hafa verið
mismunað. Hafa reikningar
frá Berserkjum á hendur
Bakkalaxi, frá því fyrir gjald-
þrotið, verið stórlega dregnir
í efa. Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR hefur verið
farið fram á riftun þessara
samninga, enda mun eitt-
hvað hafa vafist fyrir Snorra
að útskýra þá. Því var haldið
fram að Berserkir hefðu lán-
að Bakkalaxi peninga en
engar sönnur munu hafa
fengist á því í bókhaldi
Bakkalax.
Að sögn Snorra Tómasson-
ar hjá Framkvæmdasjóði
voru gerðar athugasemdir
við það að eigur Bakkalax
voru teknar upp í skuldir við
Berserki. Sagði Snorri að Ber-
serkjamenn hefðu sagt að til
væru samningar um að þeir
fengju slátrunarkostnað
greiddan í „fríðu“, þ.e.a.s. eig-
um Bakkalax, og þannig
skuldajafnað á milli fyrirtækj-
anna. Sagðist Snorri ekki vita
annað en að sátt væri um að
skila þessum eignum. Munu
þetta vera um tvær milljónir
króna sem þannig voru tekn-
ar út úr þrotabúinu.
Þá virðist eitthvað af eign-
um þrotabúsins hafa horfið
síðan gjaldþrotið átti sér stað,
en ekki ljóst hvort ástæða er
til frekari rannsóknar á því.
FENGU LÁN FYRIR
RAFSTÖÐ OG KEYPTU
HANA SVO Á KAUPLEIGU
Árið 1988 fékk Fjörfiskur
4,4 milljóna króna lán hjá
Framkvæmdasjóði íslands til
kaupa á rafstöð. Var sú af-
greiðsla byggð á sundurlið-
aðri umsókn frá fyrirtækinu
um hvaða tæki þyrfti til
rekstrarins. Nú hefur hins
vegar komið í Ijós að rafstöð-
in var ekki keypt fyrir þá pen-
inga heldur samkvæmt kaup-
leigusamningi við Féfang.
Mun hún nýlega hafa verið
seld Rafveitu Selfoss, sem þar
með gekk inn í kaupleigu-
samninginn.
Framkvæmdasjóður á því
engar kröfur í rafstöðina sem
sjóðurinn þó lánaði til. Er
ljóst að peningarnir hafa ver-
ið notaðir í annað og sjóður-
inn því blekktur. Þar sem
ekkert veð er fyrir þessari
skuld er líklegast að féð sé
glatað.
SLÁTRUNAR-
REIKNINGAR
BERSERKJA KOMA EKKI
HEIM OG SAMAN VIÐ
AFURÐALÁNASKÝRSLUR
LANDSB ANKAN S
Þá er Ijóst að þeir reikning-
ar sem fyrirtækið Berserkir
lagði fram, og sýna slátrunar-
kostnað, koma ekki heim og
saman við birgðaskýrslur
þær sem Landsbankinn
studdist við í tengslum við af-
urðalán. Svo virðist því sem
Berserkir hafi slátrað mun
meiru af fiski frá Bakkalaxi
en komið hefur fram í skila-
skýrslum til afurðalánadeild-
ar Landsbankans. Einnig
mun slátrunarkostnaðurinn
vera umdeilanlegur.
Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR telja Lands-
bankamenn þetta renna stoð-
um undir ásakanir þeirra um
óeðlilega birgðarýrnun fisk-
eldisíyrirtækjanna í Ölfusi.
Sverrir Hermannsson,
bankastjóri Landsbankans,
sagðist ekki þekkja þetta til-
tekna dæmi. Aðspurður
hvort mörg tilvik hefðu kom-
ið upp um frávik af þessu tagi
við afurðaeftirlit, frávik sem
ekki skýrast af eðlilegri rýrn-
un, svaraði Sverrir játandi.
„Já, já, en ég get ekki upplýst
um það. Þetta er allt útbíað."
Erfitt er að henda reiður á
því hvað miklu magni hefur
verið slátrað þannig án skila-
greina, en samkvæmt heim-
ildum PRESSUNNAR gætu
það verið tugir tonna.
Sigurjón M. Egilsson
og Friðrik Þór Guðmundsson