Pressan - 09.01.1992, Page 12

Pressan - 09.01.1992, Page 12
12 FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 Hlutabréfamarkaðurinn Lítil von um gósentíð eftir hrunið í haust Bernskuskeiði íslenska hlutabréfamarkaðarins lauk með verðhruni síðastliðið haust. Þrátt fyrir góða sölu milli jóla og nýárs, sem rekja má til skattafsláttar, varð verðhækkun á hlutabréfum í fyrra mun minni en mörg undanfarin ár. Nokkur hlutabréf féllu í verði og * önnur skiluðu minni ávöxtun en sem nam verðbólgunni. I framtíðinni mun verð hlutabréfa fyrst og fremst ráðast af arðsemi fyrirtækjanna sjálfra. Arðsemi þeirra í dag er ekki nægjanleg til að standast samkeppni hlutabréfa og verðbréfa. Hún er líka mun lakari en arðsemi erlendra fyrirtækja. íslenski hlutabréfamarkað- urinn tók minni sveiflur á síð- asta ári en árin þar á undan. Gengisbreytingar á markaðn- um í heild liggja ekki fyrir, en vænta má að hækkunin nemi um 10 til 12 prósentum að meðaltali. I haust urðu þau nýmæli á markaðnum að mörg htutabréf fækkuðu í verði, eftir nánast linnulausa hækkun síðustu ár. Þetta rennir stoðum undir þá skoð- un að markaðurinn sé að ná sæmilegu jafnvægi og fjár- festar hugsi sig betur um áður en ráðist er í kaup. Enginn tekur saman upp- lýsingar um markaðinn í heild sinni, framboð á bréfum eða gengisbreytingar. Þetta breytist væntanlega með vor- inu þegar hlutabréfaviðskipti færast inn á verðbréfaþing, en þangað til starfa verð- bréfafyrirtækin hvert í sínu horni án beinna tengsla inn- byrðis. Af þessum sökum get- ur verið töluverður munur á útreikningi þeirra á gengis- þróun og arðsemi einstakra fyrirtækja, en línur eru býsna skýrar þegar á heildina er lit- ið. SEX MILLJARÐA VELTA 10 tii 12 prósenta hækkun á gengi hlutabréfa telst mjög lítil ef miðað er við fyrri ár. Frá því skráning hlutabréfa hófst árið 1987 hefur verð á hlutabréfum í heild hækkað um nálægt 700 prósentum. Arið 1987 var hækkunin 91 prósent, 1988 64 prósent, 1989 25 prósent og 1990 um 78 prósent. Heildarvelta á síðasta ári var ríflega fjórir milljarðar króna, en ríflega sex milljarð- ar með lokuðum útboðum sem viðkomandi fyrirtæki annast sjálf. Af verðbréfafyr- irtækjum eru umsvifamest á markaðnum Verðbréfamark- aður Fjárfestingarfélagsins, Verðbréfaviðskipti íslands- banka og Landsbréf, með í kringum milljarð í veltu hvert, en Kaupþing og Verð- bréfaviðskipti Samvinnu- bankans fylgja þar á eftir. FISKURINN BLÍFUR Arðsemi einstakra hluta- bréfa var afar mismunandi á árinu, eins og sést á meðfylgj- andi skýringarmyndum. Aberandi mest var arðsemi bréfa í Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað, rúmlega 90 pró- sent. Skýringin á þessu er ekki eingöngu góð afkoma fyrirtækisins, heldur frekar hitt að bréf í fyrirtækinu voru allt of ódýr í upphafi ársins og hækkuðu í verði um 65 pró- sent til áramóta. Að viðbætt- um arðgreiðslum og útgáfu jöfnunarhlutabréfa hafa því hluthafar í Síldarvinnslunni næstum tvöfaldað fjárfest- ingu sina á árinu. Síldarvinnslan á Neskaupsstað bauð upp á mesta arðsemi allra hlutafélaga á síðasta árí og endurspeglaði góðan árangur \ sjá varútvegsfyrirtœkja. Gengi Síldarvinnslubréf- anna endurspeglar gengi sjávarútvegsfyrirtækja þegar á heildina er litið. Raunávöxt- un bréfa í útgerð var langt yf- ir meðaltali, með einni und- antekningu þó. Það var Har- aldur Böðvarsson hf., sem hóf útboð á hlutabréfum í haust. Upphaflega voru bréf- in boðin á genginu 3,6, en á meðan á lokuðu útboði stóð lækkaði íslandsbanki gengið hjá sér niður í 3,1, þar sem það hefur haldist síðan. Þetta var reyndar einnig hluti af al- mennri þróun á markaðnum, þar sem mikið framboð var á

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.