Pressan - 09.01.1992, Qupperneq 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992
VIGDIS
Finnbogadóttir hélt fyrstu
viðurkenndu ræðu ársins
og sagði okkur að vera góð
við börnin okkar og varaði
við bölmóðinum. Heimir
Steinsson hélt hins vegar
siðustu ræðu fyrra árs (sem
náði reyndar inn á þetta ár,
enda Heimir kunnur fyrir
allt annað en stuttar ræð-
ur). Erfitt er að segja um
hvað ræða Heimis fjallaði,
en líklega um að við ætt-
um að vera góð við ríkisút-
varpið. ftíll Magnússon
flutti að sjálfsögðu ára-
mótaávarp á Stöð 2, sem
snerist um hvað Stöð 2 ætti
erfitt. En áramótaávarp
DAVÍÐS
Oddssonar forsætisráðherra
snerist um Gorbatsjov og
verðbólguna (ekki kaffipok-
ana). Hann ræddi einnig lít-
illega um bölmóðinn, þann
sama og Ólafur Jóhann
Ólafsson varð var við í
flugvélinni á leiðinni heim
— en hér heima bíður hans
vænn tékki því útgefandi
hans, Ólafur Ragnarsson,
segist hafa selt bókina
„Fyrirgefningu syndanna" í
13.000 eintökum. Davið
var valinn maður ársins á
rás 2 (enda voru hlustendur
spurðir; hvern velur þú
sem Davíð Oddsson ársins!)
en nú hamast allir við að
velja menn ársins.
ÞORVALDUR
í Síld og fisk og sonur hans
Skúli voru valdir bissness-
menn ársins af Stöð 2 og
Frjálsri verslun. Þar kemur
fram lykillinn að velgengni
þeirra: Þorvaldur reynir að
hitta svínin daglega en
Skúli gestina. DV valdi
briddslandsliðið sem
„mann" ársins og síðan Sig-
urd Einarsson sem íþrótta-
mann ársins í von um að
geta skúbbað aðra kollega
sem völdu Ragnheidi Run-
ólfsdóttur. Skemmtilegasta
val á manni ársins er síðan
val briddsdálkahöfundar
Þjóðviljans Ólafs Lárusson-
ar, sem velur prívat og per-
sónulega briddsspilara árs-
ins. Ólafur hefur þá einu
reglu að velja aldrei sama
manninn. Nú varð
GUÐLAUGUR
R. Jóhannsson heimsmeist-
ari hlutskarpastur og verð-
ur líklega síðasti briddsspil-
ari Þjóðviljans. Tíminn
valdi hins vegar Jón Krist-
jánsson sem mann þessa
árs og gerði hann að rit-
stjóra.
Síldarverksmiðjur ríkisins
Furðuleg lánafyrirgreiðsla SR til útgerðarfyrirtækisins Eskfirðings hefur vakið
deilur innan fyrirtækisins. Þrátt fyrir ábendingar endurskoðanda og bókara
fyrirtækisins hefur stjórn þess ekki viljað samþykkja að afskrifa lánið sem hún
gleymdi að taka veð fyrir.
Stjórn Síldarverksmiðja
ríkisins ákvað snemma árs
1990 að veita útgerðarfélag-
inu Eskfirðingi hf. á Eskifirði
lán upp á 25 milljónir króna
vegna smíði loðnuskipsins
Vöku SU-1.
Lánið var veitt meðal ann-
ars til að tryggja að viðkom-
andi fyrirtæki landaði afla
sínum hjá SR. í lögum er
bundið að SR má ekki eiga í
útgerð. Forráðamenn SR hafa
oft talið að það skaðaði hags-
muni verksmiðjanna. Flestar
loðnubræðslur tryggja sér
hráefni með eignarhlut í skip-
um.
Vaka var smíðuð eftir að
Eskfirðingur SU sökk. Vaka
átti að nýta sér aflaheimildir
Eskfirðings og Hörpu RE.
Vaka reyndist mun dýrari í
smíðum en gert var ráð fyrir
og eftir að útgerðarfélagið
lenti í vandræðum með lána-
fyrirgreiðslu ákvað stjórn SR
að veita því framangreint lán
upp á 25 milljónir króna. Skil-
yrði var sett um að landað
yrði úr skipinu hjá fyrirtæk-
inu. Lánið átti að sjálfsögðu
að endurgreiðast.
STJÓRNIN VILDI EKKI
AFSKRIFA LÁNIÐ STRAX
Ekki var þess gætt að taka
nein veð fyrir láninu og fljót-
lega eftir að það var veitt
mun hafa komið mikil gagn-
rýni á þetta innan fyrirtækis-
ins, þar sem skuldastaða Esk-
firðings er með þeim hætti að
litlum tilgangi virtist þjóna að
leita eftir veði í skipinu sjálfu.
Þá var lagt til þegar við upp-
gjör ársreiknings fyrir árið
1990 að það yrði afskrifað.
Munu bæði endurskoðandi
fyrirtækisins og bókari hafa
lagt það til. Samkvæmt heim-
ildum PRESSUNNAR varð
töluverður titringur innan
fyrirtækisins þegar kom í Ijós
að bæði skip Eskfirðings voru
það veðsett að ekkert þýddi
að leita eftir veði fyrir láninu
þar.
Stjórn SR hafnaði því hins
vegar að afskrifa lánið í síð-
asta ársreikningi, en það er
fyrirliggjandi að varla verður
lengur komist hjá því. Sú
ákvörðun að hafna því að af-
skrifa lánið var reyndar um-
deild, meðal annars vegna
þess að aðrir skuldunautar
Eskfirðings höfðu afskrifað
lán til fyrirtækisins jafnvel
þótt þeir ættu veð í skipinu.
Rétt er þó að taka fram að
enn er sú kvöð á Eskfirðingi
að landa aflanum úr Vöku hjá
SR. Þá má geta þess að SR
hefur í fleiri tilvikum lánað
fyrirtækjum gegn kvöðum
um löndun, en ekki áður lent
í slíkum afföllum.
TÖPUÐU MILLJÓN Á DAG
í FYRRA
Á miðju síðasta ári var gert
ráð fyrir að rekstartap á árinu
öllu yrði um 300 milljónir. Þá
lá fyrir miiliuppgjör fyrir
fyrstu sex mánuði ársins, sem
sýndi 169 milljóna króna tap.
Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR var tapið jafn-
vel enn meira og mun láta
nærri að fyrirtækið hafi tap-
að milljón á dag á síðasta ári.
Þetta var þriðja árið í röð
sem verulegt tap varð á
rekstri fyrirtækisins. Árið
1990 töpuðu SR 157,3 millj-
ónum og 1989 tapaði fyrir-
tækið 159,8 milljónum. Árið
1988 er sem vin í eyðimörk-
inni, en þá varð 39 milljóna
króna hagnaður. Árið 1987
var tapið 79 milljónir og 1986
var það 92 milljónir. Heildar-
skuldir fyrirtækisins eru á
milli 1.300 og 1.400 milljónir.
EIGIÐ FÉ UPPURIÐ
Á NÆSTUNNI
Gert var ráð fyrir að um síð-
ustu áramót yrði eigið fé SR
komið niður í 150 milljónir
króna. Það hefði þá lækkað
úr 377 milljónum eða um 229
milljónir króna á árinu. Gert
er ráð fyrir að það verði upp-
urið nú á næstu mánuðum.
I athugasemdum endur-
skoðanda fyrirtækisins frá 8.
október síðastliðnum kemur
fram að fyrirtækið er ekki
rekstrarhæft án verulegrar
fjárhagsaðstoðar með skuld-
breytingum og auknu eigin
fé. Er tekið fram að lánsheim-
ild upp á 300 milljónir, sem
SR fékk á síðasta ári, dugi
skammt, en í árslok var fyrir-
tækið búið að nýta sér 235
milljónir af því.
Einnig er tekið fram af end-
urskoðanda fyrirtækisins að
verðmæti bókfærðra eigna
sé umdeilanlegt. Verksmiðju-
hús og vélar séu bókfærð á
framreiknuðu stofnverði að
frádregnum árlegum afskrift-
um. Réttmæti þessarar eigna-
færslu er háð möguleikum
fyrirtækisins til nýtingar
eignanna í arðbærum rekstri.
Komi til rekstrarstöðvunar og
sölu einstakra eigna má gera
ráð fyrir að mun lægra verð
fáist fyrir eignir fyrirtækisins.
Verksmiðjur SR með öllum
búnaði eru bókfærðar á rúm-
lega 1.300 milljónir.
GERT RÁÐ FYRIR
AÐ AFSKRIFA
500 MILLJÓNIR
Nú hefur Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra lagt
fram á Alþingi frumvarp um
breytingu SR í hlutafélag. Þar
kemur fram að gert er ráð
fyrir að ríkissjóður yfirtaki
500 milljónir af skuldum fyr-
irtækisins.
Þetta er talið nauðsynlegt
til að einhverjir möguleikar
séu á að selja fyrirtækið. Sam-
kvæmt heimildum PREISS-
UNNAR var þetta ákvæði
harðlega gagnrýnt innan
fjármálaráðuneytisins, sem
taldi fullkomlega óljóst hvort
þetta gerði fyrirtækið nokk-
uð auðseljanlegra._________
Sigurður Már Jónsson
Þorsteinn Palsson: Ætlar að
breyta SR í hlutafélag í apríl.
Þorsteinn Pálsson
Hlutafélagið fær nýja stjórn
„Þetta er bara bráðabirgða-
stjórn þar til búið er að breyta
félaginu — þá verður skipuð
ný stjórn," sagði Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráð-
herra, aðspurður um hvort ný
stjórn SR yrði áfram þegar
fyrirtækið yrði gert að hluta-
félagi.
Þorsteinn sagði að ætlunin
hefði verið að ná frumvarp-
inu um breytingu SR í hlutafé-
lag í gegn fyrir áramót. Þar
sem það hefði ekki tekist
hefði þótt rétt að gera ekki
miklar breytingar á stjórn-
inni.
— Er gert ráð fyrir að öll
heimildin um 500 milljóna yf-
irtöku á skuldum SR veröi
notuð?
„Það er ekki búið að taka
neina ákvörðun um það enn-
þá. Þetta er að minnsta kosti
þak á það sem notað verður."
Þorsteinn Gíslason: Lagðist
gegn þvt að afskrifa lánið til
Eskfirðings eftir að láðst hafði
að taka veð fyrir því. Umboð
hans og annarra stjórnar-
manna SR var framlengt af Al-
þingi 21. desember. Með hon-
um t stjórn eru: Bogi Sigur-
björnsson skattstjóri, Magnús
Guðmundsson kennari, Jó-
hann Ársælsson alþingismað-
ur og Einar Ingvarsson banka-
fulltrúi.
Óvíst hvenær
skuldin verður
afskrifuð
„Þetta fyrirtæki á eftir að
blómstra. Við eigum skínandi
fallega perlu sem er verk-
smiðja okkar á Seyðisfirði.
Það er framtíðin, en nú hrjá
okkur tímabundnir erfiðleik-
ar," sagði Þorsteinn Gíslason,
sem hefur verið stjórnarfor-
maður SR, þegar hann var
spurður um möguleika fyrir-
tækisins sem hlutafélags.
„Þessi verksmiðja hefur
reyndar vakið heimsathygli.
Þetta er talin ein stærsta og
fullkomnasta hágæðamjöls-
verksmiðja í heimi."
Aðspurður um afdrif skuld-
ar E)skfirðings við SR sagði
Þorsteinn að engin leið væri
að svara til um það nú. „Þetta
er ekkert farið að ræða,
vegna þess að nýja stjórnin er
ekki farin að koma saman."