Pressan - 09.01.1992, Page 27
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992
27
Starfsfólk í
BONUS
óskar vlðskiptavinum sínum svo og landsmönnum
öllum árs og friðar
Gleðjumst yflr lækkuðu vöruverði og vinnum saman
að enn lægra verði á árinu sem nú rennur upp
VERÐÖRYGGI FRÁ UPPHAFI
•Jólabækurnar seldust misvel,
eins og gefur að skilja. Ein bókanna
sem kolféllu var „Ofurefli" eftir Leó
E. Löve, lögfræðing og bókaútgef-
anda. Þetta er þriðja bók Leós og sú
sem hefur selst minnst þeirra allra,
í tvö til þrjú hundruð eintökum. Það
er ísafold, fyrirtæki Leós, sem gaf
bókina út...
að var mikil samkeppni í jóla-
tréssölu fyrir jólin. Það mun láta
nærri að um tíu þúsund jólatré hafi
ekki selst. Nokkrir þeirra sem hugð-
ust efnast vel á sölu jólatrjáa hafa
því ekki hagnast eins vel og vonir
stóðu til og eins hafa nokkrir tapað
verulega á þessum viðskiptum...
A
xm.lþýðublaðið breytist talsvert
um næstu mánaðamót. Þá verður
aðeins einn starfandi blaðamaður á
blaðinu, Tryggvi
Harðarson. Um
önnur skrif í blaðið
sjá þingmenn og
ráðherrar Alþýðu-
flokksins ásamt öðr-
um flokksmönnum.
Ámundi Ámunda-
aon hefur tekið við starfi fram-
kvæmdastjóra Alþýðublaðsins.
Hann mun einnig annast auglýs-
ingasöiu...
N
1 ^ ýráðinn deildarstjori almennr-
ar deildar í forsætisráðuneytinu,
Guðmundur Árnason, hefur ekki
verið mikið áber-
andi til þessa. Ekki
er langt síðan Guð-
mundur lauk námi í
stjórnmálafræði í
Skotlandi. Guð-
mundur er sjálfstæð-
ismaður og hefur
unnið mikið kosningastarf fyrir
flokkinn. Að lokum má geta þess að
bróðir Guðmundar, Halldór Árna-
son, er aðstoðarmaður fyrrum for-
manns Sjálfstæðisflokks, Þorstelns
Pálssonar sjávarútvegsráð-
herra...
Skrifstofutækni er markvisst nám þar sem þú lærir tölvugreinar og viðskiptagreinar í
skemmtilegum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífínu. Námið
tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast nemendur sem skrifstofutæknar.
Vandað nám og námsgögn sem hafa verið að þróast síðastliðin 5 ár. Reyndir leið-
beinendur. Einn nemandi urn hverja tölvu. Greiðslukjör t.d. skuldabréfalán til allt að
tveggja ára. Sjón er sögu ríkari. Komdu til okkar í Borgartún 28 og líttu á aðstöðuna og
námsgögnin eða hringdu í síma 687590 og fáðu sendan bækling.
Innritun fyrir vorönn er hafin
SKRIFSTOFUTÆKNI
BOKHALDI
Allar skrifstofuvörur
- A-
HLJSIÐ
tAUGAVEGI 178, SIMI 686780