Pressan - 09.01.1992, Page 30
30
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992
Guölaugur Stefánsson
„Ef til vill rugla ég saman raunveruleikanum og sögunum hans
Armanns. Aldurinn er alls ekki áhyggjuefni."
Á fjölum Leikfélags Reykja-
víkur er verið að sýna „Hart
í bak“ Jökuls Jakobssonar,
það eru tvö ár síðan Hótel
Saga var tekið í notkun og
hundruð íslendinga láta sér
lynda sagga og kulda í
braggaíbúðum víðsvegar um
borgina. Nýstofnað Félag
sjónvarpsáhugamanna eltist
við andstæðinga Keflavíkur-
sjónvarps um frjálsa notkun
fjölmiðla á meðan frétta-
menn og jarðfræðingar eltast
við drauga á bænum Saurum
á Skaga.
Árið er 1964.
í Hlíðaskóla situr Ármann
Kr. Einarsson, rithöfundur og
kennari, og les eina af sögum
sínum fyrir 12 ára A, barna-
skólabekk með 22 strákum
og átta stelpum. Bekkurinn
var að slíta barnsskónum,
unglingsárin framundan, stór
nef og skrækar raddir. Þau
létu sig iitlu varða góða síld-
argengd síðustu ára og því
síður hvað Óli Thors var að
bauka á Alþingi. Bítlaæðið
hafði borist til íslands og kefl-
vískir síðhærðir hljómsveit-
arstrákar ærðu nú ungling-
ana.
Bítlarnir áttu enn svolítið í
land með að ná inn í Hlíða-
skóla. Hápunktur skóladags-
ins var þegar Ármann las upp
úr Óla og Magga-bókunum.
„Krakkarnir voru bestu
gagnrýnendur sem völ var á,“
segir Ármann, „ef þau hlust-
uðu ekki þá vantaði eitthvað
í söguna. Þau kenndu mér
jafnmikið og ég kenndi
þeim.“
I dag, mörgum sögum og
árum seinna, er bekkurinn
kominn á fimmtugsaldurinn,
hárið farið að grána og þynn-
ast á stöku stað. Stendur ekki
grái fiðringurinn í anddyri
ellinnar og skælir sig í erma-
stuttum bol sem á er letrað
„Allt er fertugum fært“. Eig-
um við að láta undan og stíga
inn fyrir, inn í byrjunina á
endinum? Það er sjaldnast
sem framtíðardraumar barna
rætast. Við látum okkur
dreyma um vinnu í bókabúð,
að pakka inn bókum alla
daga. Eða að vinna í sjoppu
og éta á okkur gat. í augum
krakkanna í 12 ára A náði
framtíðin í flestum tiifellum
vart lengra en í gagnfræða-
skólann.
Án þess að þau gerðu sér
grein fyrir því fórst þeim bók-
menntagagnrýnin vel úr
hendi. Þessir gagnrýnendur
áttu síðar eftir að takast á við
pípulagnir, þingheim, við-
skiptaheiminn og sjúkdóma.
ALDREI YNGRI EN NÚNA
„Ég ætlaði að verða bóndi
og hugsaði ekkert um pólitík
á þessum aldri," segir Krist-
inn H. Gunnarsson alþingis-
maður hlæjandi. „Ég var all-
ur í íþróttunum, í handbolta
og fótbolta. Ég byrjaði í yngri
flokkunum í Val og endaði í
meistaraflokknum, sem var
alltaf kallaður mulningsvélin.
Við þóttum spila svo góða
vörn.
Það má segja að farið sé að
styttast í hinn endann hjá
manni, kominn til vits og ára
og farinn að blómstra. Ég
held ég sé sáttur við lífið eins
og það hefur gengið fyrir sig.
Ég á bara eftir að ferðast
meira."
Kristinn er alinn upp neðst
í Drápuhlíðinni og tók
snemma þátt í skipulagningu
götubardaga. „Við í Drápu-
hiíðinni börðumst við Máva-
hlíðina. Þetta voru eins og
Sturlungaorrustur þar sem
barist var með trésverðum.
Fyrir kom að við snerum
bökum saman og sendum
sameiginlegt lið yfir á Laufás-
veginn."
Efst í Drápuhlíð bjó skólafé-
lagi Kristins og baráttuvinur,
sálfræðingurinn Magnús Þor-
grímsson, sem er í dag svæð-
isstjóri málefna fatlaðra á
Vesturlandi og formaður
Geðhjálpar. „Maður gekk
ekki Mávahlíðina í áraraðir á
eftir. Það var metnaðarmál.
Annars finnst mér ég aldrei
vera yngri en núna,“ segir
Magnús, rétt kominn á fimm-
tugsaldurinn. „Maður verður
ekki gamall fyrr en maður
gerir sig gamlan. Hér er um
grundvallarmisskilning að
ræða. Það er mjög afstætt
hvað fólk gerir við aldur sinn
og það finnur sér ýmsar af-
sakanir fyrir því að eldast,
eins og fötlun og skalla. Ýmis
tækifæri eru fundin til að
sleppa því að láta sig
blómstra. Maður er í raun að
fæðast á hverju ári. Ég bíð
með spenningi eftir öllu því
sem getur gerst. Annað væri
stöðnun."
Kristinn var með Gudjóni
H. Stefánssyni á barnaheimil-
inu Brákarborg. Brátt skildi
leiðir, því Guðjón var ekkert
gefinn fyrir bardaga. „Ég var
alltaf með bíladellu, allur á
kafi í tækjunum."
Guðjón lærði bifreiðasmíði
en lagði hana á hilluna sem
atvinnugrein þegar leið hans
lá á Litla-Hraun. Þar starfar
hann í dag sem aðstoðarvakt-
stjóri. „Öll þau ár sem ég hef
unnið á Litla-Hrauni hefur
enginn af skólafélögum mín-
um gist stofnunina. Þrátt fyrir
það man ég vel eftir þeim
flestöllum."
Guðjón býr á Selfossi og er
eiginkona hans vinkona
Hrefnu Siguröardóttur fóstru,
sem var bekkjarsystir Guð-
jóns. Hrefna er gift Hauki
Valdimarssyni, lækni á
Kirkjubæjarklaustri.
Það tognaði snemma úr
Guðjóni og hann varð fljót-
lega með Jjeim lengstu í
bekknum. Á sama tíma var
Kjartan bekkjarfélagi hans
Jónsson lægstur í loftinu. Þeir
voru sessunautar, sá litli og sá
stóri. Kjartan er í dag lærður
pípulagningamaður.
EKKI DEGINUM ELDRI EN
DÓTTIR MÍN
Allir bekkir hafa sína fjör-
kálfa og Guðjón gefur Teiti
Eyjólfssyni þá nafnbót. Teitur
var hár og grannur og ætlaði
að verða dýralæknir, en varð
verslunarmaður og er lærður
húsgagnasmiður. Hann rekur
verslun á Seltjarnarnesi.
„Menn ákveða það svona
hver fyrir sig hvort þeir eru
ungir í anda og það er ég svo
sannarlega," segir Teitur. „Ég
á 17 ára gamla stúlku og mér
finnst ég ekki vera deginum
eldri en hún. Annars held ég
að fimmtugsaldurinn sé
einna bestur, maður eldist
svo hægt á þessum árum,
streðið er afstaðið."
Ballerínan í bekknum hef-
ur vafalaust fengið ófáar glós-
urnar frá Teiti. Ballettskórnir
standa upp úr rassvasanum
þar sem Pétur Guömundsson
stendur við hefilbekkinn í
smíðastofunni.
„Ég varð að hætta í ballett
eftir 12 ára bekk vegna
meiðsla í baki. Það var svo
sannarlega óvenjulegt að
strákar væru í ballett á þess-
um tíma. Þegar ég lít til baka
og velti fyrir mér stöðunni í
dag held ég að æskudraum-
arnir hafi ekki ræst. Þetta
tókst ekki alveg hjá mér. Ég
ætlaði í landsprófið og svo
læknisfræði, því ég hef alltaf
haft áhuga á líffræði. Ég end-
aði í Vélskólanum. Þaðan fór
ég í Iðnskólann í rafeinda-
virkjun og vinn í dag hjá Rík-
issjónvarpinu."
TÍMABIL BJARTSÝNI
„Þetta var tímabil bjart-
sýni. Ég held að það sé heila
málið,“ segir Árni Rafnsson,
viðskiptafræðingur og fram-
kvæmdastjóri Dentalíu hf.
„Öskjuhlíðin var mikið æv-
intýraland og jafnvel talað
um að þar væri grafið gull. Á
tímabili þjónaði gamall Catal-
inu-flugbátur sem lá við
Reykjavíkurflugvöll hlut-
verki barnaheimilis. Slökkvi-
liðið hafði notað hann við æf-
ingar.
Ég ætlaði alltaf á sjóinn.
Faðir minn var stýrimaður en
féll frá þegar ég var fimm ára.
Honum afa mínum fannst
þetta nokkuð trygg framtíð,
en þetta var náttúrlega bara
tímaskekkja. Það var alltaf
bjargföst trú að maður fyndi
verkefni fyrir framtíðina."
Lúöuík Friöriksson ætlaði
líka á sjóinn: „Ég ætlaði að
verða skipstjóri en er verk-
fræðingur hjá Ratsjárstofnun.
Það að standa á fertugu er
ekki svo stórmerkilegt, mað-
ur hefur verið á fullu síðustu
10 árin og verður það næstu
10 ár líka.“
Framtíðin lét ekki á sér
standa og færði Guölaugi
Stefánssyni próf í hagfræði og
síðar starf hjá Landssam-
bandi iðnaðarmanna.
„Ég held nú ennþá í það að
ég sé ekki orðinn fertugur. Ef
til vill rugla ég saman raun-
veruleikanum og sögunum
hans Ármanns.1'
Nestispakki Ármanns til
handa Guðlaugi var svo stór
að hann er enn að narta.
„Aldurinn er alls ekki
áhyggjuefni. Ég held að fólk í
dag verði ekki eins fljótt full-
orðið og áður. Við höldum
lengur í ungdóminn því við
höfum minna fyrir lífsbarátt-
unni.
Ég man að þegar ég var
kominn í Verslunarskólann
taldi ég mig fljótt fullorðinn
og gekk um á síðum frakka til
að undirstrika vitsmunina."
Það er Gvendur rauði sem
á orðið: „Það kom því flatt
upp á mig þegar lítill strákur
horfði upp eftir frakkanum
og spurði mig hvort ég væri
nú strákur eða maður."
Gvendur er Guömundur
Gíslason, sem syngur í kirkju-
kór Seljakirkju. í dag er hann
gjaldkeri hjá Heimilistækj-
um, kvæntur og þriggja
barna faðir. „Þetta með að
verða fertugur er bara rugl,"
heldur hann áfram, „það er
verið að blása upp eitthvað
sem ekkert er, setja mann í
munstur og telja manni trú
um að maður sé orðinn há-
aldraður. Það er búið að færa
þennan svokallaða áfanga
niður um 10 ár. Hann á í raun
og veru við um fimmtugsald-
urinn."
SJARMÖRINN VAR DÖKK-
HÆRÐUR OG FRÍÐUR
Stelpurnar í bekknum voru
aðeins 8 og héldu sig saman
vinstra megin við dyrnar.
Þóra Engilbertsdóttir, „þessi
með ljósa síða hárið", eins og
einn skólabróðirinn mundi
hana, er sjúkraliði í dag.
„Sumir strákanna voru
Kristinn H. Gunnarsson
„Það má segja að farið sé að styttast í hinn endann hjá manni,
kominn til vits og ára og farinn að blómstra."
Pétur Guðmundsson
„Þegar ég lít til baka og velti fyrir mér stöðunni í dag held ég að
æskudraumarnir hafi ekki ræst. Þetta tókst ekki alveg hjá mér."