Pressan - 09.01.1992, Síða 31

Pressan - 09.01.1992, Síða 31
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 31 miklir sjarmörar. Magnús Þorgrímsson vissi allt og var vanalega í jakkafötum, sem á þeim tíma var óvenjulegur klæðaburður, svona frekar hallærislegt. Pétur Steinþórs- son var aðalsjarmörinn, enda Þeir hafa tvístrast i allar áttir krakkarnir sem útskrifuðust úr 12 ára bekk í Hlíðaskóla vorið 1964. Þessi fyrrum börn standa á tímamótum í ár - þau verða fertug. En hvernig farnaðist þeim í lífinu og hvar eru þau nú? PRESSAN valdi tólf ára bekk frá árinu 1964 og leit- aði krakkana uppi. er hann fiugmaður í dag, dökkhærður og fríður." Pétur starfar hjá Landhelgisgæsl- unni. Það stóð yfir verkfall á Landspítalanum þegar Sig- ríður Tómasdóttir kom í heiminn þann 1. desember 1952 og hún fékk nafnbótina verkfallsbrjóturinn í vöggu- gjöf. Bekkjarfélagar hennar, þau Ingveldur Hauksdóttir og Lárus Blöndal, eru fædd sama dag. Sigríður er hjúkr- unarkona og starfar á Elli- heimilinu Hornbrekku í Ól- afsfirði. Þóra og Lárus voru saman í sveit. Hann ætlaði að verða slökkviliðsmaður eða flugmaður en situr nú í verk- stæðismóttöku Toyota. Á bænum Stóruþúfu í Borg- arfirði býr Hólmfríbur Jóns- dóttir og stjórnar þar búi sínu. „Hér er unnið alla daga, allan ársins hring. Ég var áð- ur fjarritari á símanum en ákvað fyrir rúmum 15 árum að verða bóndi. Mér finnst ég ekkert gömul en skal viður- kenna að ég stend á tímamót- um. Það sem ég man helst úr Hlíðaskóla er að Ármann var stöðugt að segja okkur sögur. Ég fór síðan í verslunardeild Austurbæjarskólans og flutt- ist til Seyðisfjarðar 23 ára. Nú bý ég í sveit og á þrjú börn. Ég hafði ekki hugsað mér að fara í sveitina en fór í síld 11 ára,“ segir Hólmfríður. Fyrir ofan golfvöllinn gamla, þar sem Borgarleik- húsið stendur núna, var hrör- leg húsaþyrping. „Inga Magnúsdóttir og Óskar Arnórsson bjuggu bæði í þessu hverfi, sem var hálfgert braggahverfi," segir Þóra Engilbertsdóttir. „Eg held að aðstaðan þar hafi ver- ið mjög bágborin og þvotta- aðstaða nánast engin. Krakk- arnir úr því hverfi báru þess merki.“ Inga iést í júní 1986. Lítið hefur farið fyrir fastri vinnu á ferli Óskars, en um tíma rak hann leigumiðlun og fasteignasölu á Hverfisgötu í Reykjavík. Hann rak mynd- bandaleigu og síðar sást til hans að selja stjörnukort í Kringlunni. Oskar hlaut dóm fyrir auðgunarbrot og býr nú í Svíþjóð. Haukur Halldórsson fluttist ungur með foreldrum sínum til Bandaríkjanna og sömu leið fór Magnea Fribriksdótt- ir. Snorri Olafsson var yngst- Magnús Þorgrímsson „Maöur verður ekki gamall fyrr en maður gerir sig gamlan. Það er mjög afstætt hvað fólk gerir við aldur sinn og það finnur sér ýmsar afsakanir fyrir því að eldast, eins og fötlun og skalla." ur í bekknum og vel að sér. Hann fór til Kaliforníu og sér- hæfði sig í lyflækningum, fyr- irbyggjandi lækningum og meltingarsjúkdómsfræðum. I dag er hann yfirlæknir og starfar við rannsóknir í bæn- um Skien í Noregi. Þar með lýkur sögunni af því hvað varð um krakkana í 12 ára A í Hlíðaskóla. Anna Þuríður Haraldsdóttir Efsta röð talið frá vinstri: Lúð- vík Friðriksson verkfræðingur hjá Ratsjárstofnun, Guðlaugur Stefánsson hagfræðingur hjá Landssambandi iðnaðar- manna, Magnús B. Kristjáns- son sölumaður hjá Sól hf., Árni Rafnsson viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Dental- íu hf., Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Alþýðubandalags, Guðjón H. Stefánsson bif- reiðasmiður og aðstoðarvakt- maður á Litla-Hrauni, búsettur á Selfossi, Ingimundur Hjart- arson búsettur í Reykjavík, Guðmundur Gislason gjald- keri hjá Heimilistækjum, Teit- ur Eyjólfsson húsgagnasmið- ur, er í verslunarrekstri, Sigur- björn Ásgeirsson múrara- meistari, Magnús Þorgríms- son sálfræðingur, svæðisstjóri málefna fatlaðra á Vesturlandi og formaður Geðhjálpar. — Miðröð talið frá vinstri: Krist- ján Gunnarsson bifvéiavirki, Ágúst Snorri Ólafsson læknir, sérfræðingur í lyflækningum, fyrirbyggjandi lækningum og meltingarsjúkdómum, yfir- iæknir og starfar við rann- sóknir í Skien í Noregi, Lárus Blöndal vinnur á verkstæðis- móttöku Toyota, Óskar Sum- arliði Arnórsson búsettur í Svíþjóð, Sigurður Á. Sigur- jónsson búsettur í Reykjavík, óþekktur, Ólafur Árnason sendibílstjóri hjá Ofnasmiðj- unni, Pétur Guðmundsson raf- eindavirki starfar hjá Ríkis- sjónvarpinu, Pétur Steinþórs- son flugmaður starfar hjá Landhelgisgæslunni, Kjartan Jonsson pípulagningamaður. — Neðsta röð talið frá vinstri: Sigríöur Tómasdóttir hjúkrun- arkona, starfar á Elliheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði, Hrefna Sigurðardóttir fóstra, búsett á Kirkjubæjarklaustri, Ingveldur Halla Hauksdóttir búsett í Reykjavík, Ármann Kr. Einarsson rithöfundur, Magn- ea Viggósdóttir búsett í Bandaríkjunum, Þóra Engil- bertsdóttir sjúkraliði, Hólm- fríður Jónsdóttir bóndi á Stóruþúfu í Borgarfirði, Inga Magnúsdóttir, látin. Teitur Eyjólfsson „Menn ákveða það svona hver fyrir sig hvort þeir eru ungir í anda og það er ég svo sannarlega. Annars held ég að fimmtugsaldur- inn sé einna bestur, maður eldist svo hægt á þessum árum." K Y N L I F Nútíma áhugaleysi kvenna á kynmökum Það er vísvitandi gert að nefna pistilinn „þegar kon- an er hætt að hafa áhuga“. Það eru oftast nær konurn- ar sem hætta að hafa áhuga á kynmökum við karlana sína. Eftirfarandi saga er dæmigerð: Þegar hálft til eitt ár er liðið og þau hafa örsjaldan eða aldrei sofið hvort hjá öðru fer annar aðilinn — oftast hann — að hafa æ meiri áhyggjur af kynlífsleysinu. Þegar hann reynir að nálgast elskuna sína til að fá að ræða hvað sé að vill hún ekki tala um það. Kannski er ástæðan fyrir þögninni af hennar hálfu sú að hún áttar sig ekki á því hvers vegna áhuginn á ástaratlotum við karlinn er horfinn. Nú er svo komið að báðum líður óþægilega og sambandið er orðið stirt. Bæði velta fyrir sér hvað hafi gerst. „...ef tjáskiptin eru í molum milli parsins og hlutirnir ósagðir er hœpið að búast við góðu kynlífi. “ Hlutverk eða tilgangur kynlífs hefur breyst í ald- anna rás. Ef við lítum til for- feðra homo sapiens og þró- unar mannsins síðastliðin 300.000 ár sjáum við að ein helsta breytingin á kynlífs- mynstrinu er sú að kven- kynið hætti að vera til- kippilegt til kynmaka og getnaðar aðeins einu sinni á ári („estrus") en varð það þess í stað árið um kring. Áður voru allar formæður okkar „í stuði" á sama tíma einu sinni á ári sem gerði það að verkum að gífurleg samkeppni myndaðist meðal karlanna. Þeir frek- ustu fengu aðgang að kon- unum og hinir sátu eftir með sárt ennið. Þessar að- stæður urðu þess valdandi að samkennd innan hóps- ins var lítil. Þegar formæð- ur okkar fóru að vera til- kippilegar allt árið var þessi augljósa samkeppni úr sögunni. Breytt kynlífs- hegðun átti stóran þátt í að efla tengsl innan hópsins. Hvað hefur þessi þróun með nútíma áhugaleysi að gera? Til að glöggva sig bet- ur á því verður einnig að spyrja hvaða hlutverki kyn- mök gegna nú á tímum. Kynlíf gegnir æxlunar- og ánægjuhlutverki (er full- nægjandi og dýpkar náin tengsl). Það er vel þekkt að konur missi áhuga á samlífi éftir fæðingu barns og þá sérstaklega fyrsta barns. Eitt af hlutverkum kyn- maka er æxlun. Væri þá ekki eðlilegt að ímynda sér að þegar takmarkinu — æxlun — er náð minnki kynlöngun allverulega hjá konunni? Er áhugaleysi eft- ir barnsburð einhverjar leifar frá þeim tíma þegar formæður okkar voru bara tilkippilegar einu sinni á ári? Vafalaust finnst ein- hverjum þetta langsótt kenning en nokkur hundr- uð þúsund ár eru ekki svo langur tími hvað varðar þróun mannskepnunnar í þessum heimi. Burtséð frá þessum pæl- ingum er nauðsynlegt að gera greinarmun á minni löngun til kynmaka, sem er tímabundin og á sér ofur eðlilegar orsakir, og lang- varandi áhugaleysi, sem er farið að vaida myglu í sam- bandinu. Tímabundið áhugaleysi af eðlilegum orsökum er alls ekki óal- gengt. Sem dæmi má nefna hormónabreytingar í líkama kvenna eftir barns- fæðingu, heilsubresti ýmis- konar s.s. þunglyndi, lík- amsáverka eða sýkingar, tímabundna lyfjatöku og félagsaðstæður, s.s. fjár- hagsáhyggjur, þreytu, streitu, tímaskort og mikið basl. Áhugaleysi af þessu tagi gengur oftast yfir með tíð og tíma. Það er augljóst að hvers kyns erfiðleikar sem setjast á sálina gera manneskjunni erfiðara fyr- ir að fá útrás fyrir kynhvöt- ina með öllum þeim tilfinn- ingum sem fylgja innilegu kynlífi. Geti par sest niður og athugað hvort í lífi þeirra sé að finna eitthvað sem dregur úr þeim lífs- neistann eru líkur á að þau geti í sameiningu náð að skilja og sýna biðlund. Langvarandi áhugaleysi í kynlífi án sýnilegrar ástæðu er sjaldgæfara en getur haft slæm áhrif á sambandið. Oftast er einnig um að ræða fyrrnefnda álagsþætti sem skipta máli, en fólkið sem á í hlut áttar sig ekki á því. Eins og áður sagði er eitt af hlutverkum kynlífsins nú á tímum að dýpka náin tengsl og við- halda ákveðnum stöðug- leika í sambandi. Ef tjá- skiptin eru í molum milli parsins og hlutirnir eru ósagðir er hæpið að búast við góðu kynlífi. Það sem er ósagt veldur gremju og það getur komið upp víta- hringur sem reynst getur erfitt að rjúfa. Misskilning- ur og óraunsæjar vænting- ar um kynlífið og samband- ið gera líka sitt til að það slokknar á „tengslamynd- andi atferlinu" — þ.e.a.s. kynmökunum. Sumir halda því fram að konur séu að þessu leyti útsettari fyrir áhugaleysi, því í þeirra augum er gott kynlíf nær óhugsandi án náinna til- finningatengsla. Ef til vill er það ein ástæða þess að það eru nær eingöngu konur sem missa kynlífsáhugann í föstu sambandi. Jónsdóttir Spyrjið Jónu um kynlífið. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.