Pressan - 09.01.1992, Síða 37

Pressan - 09.01.1992, Síða 37
FIMMTUDAGUR PRESSAN 9. JANÚAR 1992 37 TÓMSTUNDIR & NÁMSKEIÐ LÍSTÍN AÖ skAUTA Það hefur lengi verið vin- sæl vetraríþrótt að renna sér á skautum. Lengi vel var Tjörnin notuð til skautaiðk- unar í Reykjavík en með til- komu skautasvellsins vél- frysta í Laugardal færðu iðk- endurnir sig þangað. Margir þeir sem eldri eru muna þá tíð þegar skauta- svellið á Tjörninni var einn helsti samkomustaður og skemmtistaður ungs fólks yf- ir vetrartímann. Eftir töluverða lægð virðist skautaíþróttin vera að vinna á að nýju og er það sjálfsagt ekki síst svellinu í Laugardal að þakka. Þótt allflestir hafi einhvern tíma rennt sér á skautum og sumir hverjir jafnvel náð ágætum tökum á listinni eig- um við langt í land með að vera sambærileg við fólkið sem Bjarni Fel vill svo gjarn- an sýna okkur í hálfleik. List- dans á skautum hefur lítið sem ekkert verið stundaður hér á landi og þar er sjálfsagt bæði um að kenna kennara- skorti og aðstöðuleysi. En nú hefur orðið breyting þar á. ísknattleiksfélagið Björninn stendur nú fyrir kennslu í listdansi og er kennt í Laugardalnum að sjálf- sögðu. Kennslan fer fram á sunnudögum og þátttakend- ur eru frá fimm ára aldri. Það er Þórunn Ósk Rafns- dóttir sem hefur veg og vanda af kennslunni en hún hefur lengi búið erlendis og stundaði listdans þar. Hún er engin aukvisi í íþróttinni því hún hefur lokið velflestum þeim stigum sem hægt er að ljúka í listdansi. Vonandi er hér aðeins byrj- unin á öflugu starfi og ef til vill eiga íslenskir keppendur í listdansi eftir að keppa á er- lendri grund. ingólf gcafé ^iounktur Vorönn 1990 Innritun í prófadeildir INNRITUN í PRÓFADEILD (öldungadeild) GRUNNSKÓLASTIG: AÐFARANÁM — ígildi 8. og 9. bekkjar grunnskóla. Ætlað þeim sem ekki hafa lokið þessum áfanga eða vilja rifja upp. FORNÁM — ígildi 10. bekkjar grunnskóla. Foráfangi framhaldsskólastigs. Kennslugreinar: íslenska, danska, enska og stærð- fræði. FRAMHALDSSKÓLASTIG: HEILSUGÆSLUBRAUT — 2 vetra sjúkraliðanám VIÐSKIPTABRAUT — 2 vetra nám sem lýkur með verslunarprófi. MENNTAKJARNI — þrír áfangar kjarnagreina, ís- lenska, danska, enska, stærðfræði. Auk þess þýska, félagsfræði, efnafræði, eðlisfræði, ítalska og hjálpar- tímar í stærðfræði og íslensku. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla. Skólagjald miðast við kennslustundafjölda og greið- ist fyrirfram í upphafi annar eða mánaðarlega. Kennsla hefst 15. janúar næstkomandi. INNRITUN fer fram í MIÐBÆJARSKÓLANUM, Frí- kirkjuvegi 1, dagana 9. og 10. jan. 1992, kl. 16—19. Nánari fyrirspurnum svarað í síma 12992 og 14106. Skrifstofa námsflokkanna er opin virka daga kl. 9-17. Ath. Innritun í almenna flokka verður 17., 20. og 21. jan. nk. Við óskum 11.000 farþegum gleðilegs órs. Þökkum ánægjulegt samstarf á liðnu ári. 11 þúsund ánægðir farþegar eru besta auglýsing okkar. Þeir munu áreiðanlega segja tíu öðrum samþorgurum sínum frá ódýrum flugferðum okkar og góðri þjónustu, sem gerði þúsundum íslendinga kleift að komast til útlanda, sem annars hefðu ekki átt þess kost. Þannig veit um helmingur þjóðarinnar frá fyrstu hendi að hinar ódýru flugferðir okkar til útlanda eru líka fyrsta flokks, þó utanlandsferðir okkar kosti oftast ekki meira en venjulegt flugfargjald milli Reykjavíkur og Egilsstaða - og stundum minna. Áramótauppbót til farþega á liðnu ári. Vegna hins frábæra árangurs og góðrar nýtingar í leiguflugi okkar á síðasta ári getum við nú gefið viðskiptavinum okkar hagnaðaruppbót í nýársgjöf með sérstökum afslætti á eitt þúsund sætum í leiguflugi okkar til Evrópuborga næsta sumar. Gildir þessi nýársuppbót eingöngu fyrir farþega okkar á liðnu ári og fjölskyldur þeirra meðan eitt þúsund sæti endast og verður úthlutað í þeirri röð sem pantanir og staðfestingar berast. GLASGOW 150 sæli Alla miðvikudaga frá 20. maí til septemberloka. 10.900.- Almennt verð okkar 14.700 Ódýrasta Apex íargjald í áætlunarflugi 25.460.- LONDON 350 sæli Alla föstudaga og þriðjudaga frá 1. maí út september. Nýársgjafarverð 12.900.- Almennt verð okkar 18.900.- Ódýrasta Apex faigjald í áætlunarflugi 31.940.- K0BEN 350 sæli Alla föstudaga og mánudaga frá 1. maí út september. Nýársgjafarverð 14.700.- Almennt verð okkar 19.700.- Ódýrasta Apex fargjald 1 áætlunarflugi 33.750.- AMSTERDAM 150 sæti Alla sunnudaga frá 3. maí út september. Nýársgjafarverð 14.700.- Almennt verð okkar 19.700.- Ódýrasta Apex fargjald í áætlunarflugi 31.460.- Frjálst val um hótel, sumarhús, bílaleigur og framhaldsferðir, með 20-50% samningsafslætti okkar. Með bestu óskum til okkar 11.000 ánægðu farþega frá liðnu ári, með von um góða samvinnu og gleðilegt ferðaár 1992. Sameiginlega tókst okkur að gera utanlandsferðir að almenningseign og fá samkeppnisaðila til að lækka sín háu fargjöld. Við vitum að almenningur á Islandi kann að meta brautryðjendastarf okkar, það sýna ótal góðar óskir, þakklæti, blóm og gjafir, sem ánægðir farþegar hafa sent okkur. Eigum við ekki, með áframhaldandi árangursríku samstarfi, að tryggja það að utanlandsferðir verði aldrei aftur aðeins á færi þeirra útvöldu? FLUGFEROIR SOLRRFLUG Vesturgata 17, Síml 620066. Ath. Staðgreiðsluverð miðaö við gengi 30. desember '91. Flugvallagjöld og forfallafrygging ekki inniíalin i verði.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.